Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTOBER 1977 Kínverski sendiherr- ann áförum KÍNVERSKI sendiherrann Chen Tung mun hverfa af landi brott innan skamms og halda til Peking, þar sem hann mun tafca við nýju starfi á vegum kinverskra stjómvalda. Chen Tung er fjölmörgum íslending- um að góðu kunnur enda hefur hann verið sendiherra Kina á íslandi i liðlega fimm ár, eða allt frá þvi að þessi fjölmennasta þjóð veraldar stofnsetti hér sendiráð 8 október 1972 Chen Tung hefur starfað hér lengst þeirra sendiherra erlendra rikja, sem nú starfa á íslandi. Kínverska alþýðulýðveldið hefur ekki tilkynnt íslenzkum stjórnvöldum hver taki við sendiherraembættinu af Chen Tung Mývatnssveit: Heldur meiri skjálftavirkni ÞEGAR Mbl. hafði samband við Bryndfsi Brandsdóttur á skjálftavaktinni í Mývatnssveit í gærkvöldi var skjálftavirkni heldur meiri en undanfarna daga. hring i gær en sólarhringinn á undan voru þeir 42 að tölu. Bryndís sagði að samkvæmt áliti visindamanna þyrfti ekki endilega að túlka þetta sem for- boða aukinnar virkni á svæð- Norðurland eystra: Bragi efstur í próf- kjöri Alþýðuflokksins Töldust 78 sk.jálftar á sólar-] inu. ATKVÆÐI voru talin á Akureyri í gær í prófkjöri Alþýðuflokksins um skipan á lista flokksins í Norðulandskjördæmi eystra í Al- þingiskosningunum næsta vor. Úrslit urðu þau, að Bragi Sigur- jónsson bankastjóri hlaut flest at- kvæði eða 1092, Arni Gunnarsson ritstjóri hlaut 808 atkvæði og Báfður Halldórsson menntaskóla- kennari 222 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 11. Urslitin eru bindandi fyrir efsta sæti listans og mun Bragi Sigurjónsson því skipa það sæti í komandi kosning- úm. Alls greiddu 2133 atkvæði i pröfkjörinu en í Alþingiskosning- unum 1974 hlaut flokkurinn 1098 atkvæði i kjördæminu og náði ekki kjördæmakosnum þing- manni. Kennsla í MRogKÍ GUÐNI Guðmundsson rektor Mennta- skólans i Reykjavik hefur beðið Mbl að koma þvi á framfæri að kennsla hefjist hjá 3 bekk samkvæmt stunda- skrá i dag, en hjá öðrum bekkjum hefst kennsla i fyrramálið Þá hefur Baldur Jónsson rektor Kennaraháskólans beðið blaðið að geta þess að kennsla hefjist i skólanum klukkan 10 i dag Annir hjá sendiráð- um Islands erlendis — vegna Islendinga, sem ekki komast heim vegna verkfalls VIIKIIl, tími sendirráðsstarfs- manna í sendiráðum íslands erlendis fer í það nú sem stendur að liðsinna íslendingum, sem ekki komast heim til Islands vegna verkfalls BSRB að því er Hörður Helgason skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins tjáði Morgunblaðinu ígær. Hörður sagði að utanrikisiáðu- neytið hefði gefið sendiráðunum fyrirmæli um að greiða götu Is- lendinga með því að lána peninga, en þau lán eru í lágmarki að sögn Harðar, enda sjóðir sendiráðanna ekki digrir. Höröur sagði að greinilegt væri á þeim mikla fjölda íslendinga, sem leituðu til sendiráðanna um aðsloð aö raemi hefðu ekki uggað að sér og verkfallið komið þeim í opna skjöldu. Góð loðnuveiði MJÖG góð loðnuveiti hefur verið frá því á sunnudag og vitað er um 17 skip sem komið hafa til hafnar með loðnu síð- an á sunnudag og í gær var vitað um 9 skip á leið til hafnar með afla. Flest hafa skipin haldið til Siglufjarðar, en nokkur hafa farið til Raufar- hafnar. Skipin, sem hafa landað i Siglufirði og Raufarhöfn síðan á sunnudag, eru: Hiimir SU með 511 lestir, Loftur Baldvins- son EA 105, Fffill GK 558, Gull- berg VE 598, Hrafn GK 577, Jón Finnsson GK 480, Helga Guðmundsdóttir BA 535, Svan- ilr RE 309, Hrafn Sveinbjarnar- son GK 158, Eldborg 369, Gísli Arni RE 560, isleifur VE 410, Freyja RE 330, Guðmundur RE 800, Vörður ÞH 250, Grindvík- ingur GK 550, og Skarðsvík SH með 390 lestir, en alls eru þetta 6792 lestir. Þá símaði Matthías Jóhanns- son fréttaritari Mbl. í Siglufirði þær fréttir í gærkvöldi, að þar hefðu landað í gær eftirtalin skip: Örn KE 600, Víkurberg GK 350, Fifill GK 250, Magnús NK 400 og Kap VE 600. Sigurð- ur RE beið löndunar með 1300 lestir og ennfremur Huginn VE með 550 lestir. Allar þrær eru orðnar fullar í Siglufirði. Þar losnar smávegis rými á morgun en aflinn úr Sigurði mun fylla það. Bankamenn fresta verkf alli til 8. nóv. „ÞAÐ VAR tekin sú ákvörðun að' fresta verkfalli því, sem boðað var 26. október til 8. nóvember," sagði Sðlon Sigurðsson formaður Sambands íslenzkra bankamanna ísamtali við Morgunblaðid. i I fréttatilkynningu frá SÍB segir að forsendur þessarar ákvörðunar séu m.a. þessar: 1. Sáttasemjari hefði orðið að ' ieggja fram sáttatillögu ekki siðar j en fimmtudaginn 20. október. | Allsherjaratkvæðagreiðsla skal fara fram um sáttatillöguna. A meðan algjör óvissa rikir um verkfall BSRB og póstur, sam- göngur o.fl. er lamað, er útilokað að fram geti farið nauðsynleg kynning sáttatillögunnar áður en atkvæðagreiðsla fer fram. M.a. þarf að senda sáttatillöguna ásamt upplýsingum til allra félagsmanna, og halda verður kynningarfundi á flestum vinnu- stöðum bankamanna. 2. Samningsaðilar eru um það sammála að enn sé ekki fullreynt hvort samningar megi takast án þess að til verkfallsaðgerða þurfi að koma. Jafnframt er ljóst, að eftir að sáttatillaga kemur fram, verða ekki frekari viðræður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni, rétt áður en boðað verkfall hæfist. Þegar Mbl. spurði Sólon, hvernig hann mæti ganginn i samningamálunum, sagði hann: „Þetta er allt i áttina." En um einstök efnisatriði vildi hann ekki ræða. Viðræðufundur deiluaðila var haldinn i gær. 150 manna hópur sóttur til Portúgals VERKFALLSNEFND BSRB hefur veitt Amarflugi undanþágu til þess að sækja 150 manna hóp ferfta- manna til Portúgals. Hópur þessi hefur verið á ferSalagi um Spán og Portúgal á vegum Sölusambands isl. fiskiframleiðenda Hjá verkfallsnefndinni liggja fyrir umsóknir um undanþágur frá Flugleið- um um að fá að flylja hingað til lands þá islenzka ferðamenn sem biða er- lendis eftir að verkfallið leysist Samkvæmt upplýsingum Flugleiða eru það 256 farþegar sem biða i Evrópu og 110 sem bíða i Bandaríkjunum Hér biða 537 farþegar eftir fari til útlanda, að langmestu leyti Islend- ingar. bessi nno a Chiqurta er öllum kunn. Hérersvo önnur hKð á Chiquita 3»»*-' JUtTA [R tl PSODUKT FRA SSS3B5. SegrdþviekkiaðChiquita sé aðeins venjuJegur bananl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.