Morgunblaðið - 19.10.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.10.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1977 5 Athugasemd um „spjall” t sunnudagsblaði er skorað á undirritaðan blaðamann á prenti að sjá til þess að gamalt skjal verði sýnt þeim, sem við er spjallað, Hrefnu Benedikts- son. Lesendum til upplýsingar um þessa áskorun, verður víst að gefa svar á sama vettvangi. Þar sem blaðamennsku fylgir hvorki skjalavarsla né lög- fræðistörf, og viðkomandi hef- ur hvorki séð þetta skjal né skrifað um það, er áskorunin að sjálfsögðu út í loftið. Vonandi að viðkomandi skjal finnist með hjálp hæfari manna til slfkra starfa. Þegar Hrefna Benediktsson opnaði umræður um erfðamál föður síns í blaðaviðtali í Vísi á liðnu sumri og lét m.a. í ljós efasemdir um að Háskóli Is- lands væri vel að sínum hluta eignanna kominn, varðaði það að sjálfsögðu alla íslendinga — bæði vegna þess að þarna er um að ræða æðstu menntastofnun þjóðarinnar og orðstír starfs- manna hennar sem um fjöll- uðu, svo og um þjóðskáldið Ein- ar Benediktsson. Það er hlut- verk blaða að afla upplýsinga, ef tiltækar eru og féll það í hlut undirritaðs að leita þeirra fyrir Mbl. Eðlilegast var að leita uppi og birta gjafabréfið til Háskólans, eins og það var prentað orðrétt á sínum tíma, þegar gerðin fór fram, í Ársskýrslu Háskólans. Hvorki var látin í ljós nokkur skoðun á gjafabréfinu, að vísu heldur ekki tortryggt að Há- skólinn hafði prentað skjalið rétt í sinni skýrslu, en þar sem svo vel vill til, að enn er á lífi einn af vottum, . em viðstaddur var undirskrift skjalsins og kann að lýsa athöfninni, var auðvitað sjálfsagt að fá frá fyrstu hendi þá lýsingu. Sé ef- ast um að hans orð um ummæli og svip Einars hafi verið sam- viskusamlega tilfærð, eru hæg heimatökin að fá þau staðfest. Gamli maðurinn býr austur i Selvogi, svo og fleiri sem í Her- dísarvík komu á síðustu æviár- um Einars. Efast ég ekki um að Hrefna sjálf með sinn eðlilega áhuga á að grafa upp allt sem rétt er um föður hennar, hafði þegar leitað þangað, eftir að bent var á hvar upplýsinga er að finna. Hún hefur farið lengri leið en austur i Selvog, komin alla leið frá Kaliforníu til að fá vitneskju um málefni föður síns. Það hlýtur að vera fengur í þvi i þeirri umræðu um málið, sem hún vakti á opin- berum vettvangi, að fá fram frásagnir viðstaddra og prentuð gögn samtimis, við hliðina á frásögnum Hrefnu sjálfrar og sjónarmiðum. Ég efast ekki um að hinn ótilgreindi höfundur viðtalins við hana í Mbl. (það er ómerkt og ég hefi ekki getað fundið hann hér) hafi tilfært hennar orð af álika samvizku- semi sem ég tilgreindi orð Guðna Gestssonar í Þorkels- gerði i fyrri greininni. En hvor- ugur okkar getur að sjálfsögðu borið aðra ábyrgð á lýsingum viðmælenda, nema hafa verið viðstödd umræddan atburð. Þar stendur Guðni í Þorkels- gerði best að vigi. Elín Pálmadóttir. Náið samstarf verð- ur milli Landsýnar og Samvinnuferða — segir Erlendur Einarsson forstjóri MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Erlend Einarsson for- stjóra Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og stjórnarformann Samvinnuferða vegna frétta um að SlS hafi gerst aðili áð ferða- skrifstofunni Landsýn/Alþýðuor- lof og spurði hvort hugsanlega yrði um að ræða sameiginlegan rekstur þessara tveggja ferða- skrifstofa í framtíðinni. Erlendur sagði að viðræður hefðu átt sér stað fyrir nokkrum árum milli Samvinnuhreyfingar- innar og Alþýðusambands íslands um hugsanlega samvinnu þessara tveggja fjöldahreyfinga um rekst- ur ferðaskrifstofu. Þær viðræður leiddu ekki til niðurstöðu og nokkru síðar gerðist ASÍ aðili að ferðaskrifstofunni Landsýn og siðar stofnaði SlS eigin ferða- skrifstofu, Samvinnuferðir. Er- lendur sagði að nú nýverið hefðu viðræður farið fram að nýju milli fulltrúa þessara tveggja fjölda- hreyfinga og hefði niðurstaðan orðið sú, að Samband íslenzkra samvinnufélaga yrði helmingseig- andi að Landsýn/Alþýðuorlof á móti Alþýðusambandi Islands. ,,Hér er um að ræða tvö sérstök fyrirtæki,“ sagði Erlendur Einarsson. „Hugmyndin er sú að svo verði áfram, en að sjálfsögðu hlýtur að verða um mjög nána samvinnu að ræða af hagkvæmn- isástæðum. Framtiðin mun síðar leiða i ljós hvernig þessari sam- vinnu verði háttað,“ sagði Erlend- ur Einarsson að lokum. Vetrarstarf Húnvetn- ingafélagsins er hafið VETRARSTARF Húnvetninga- félagsins í Reykjavík er nýlega hafió. Haustfagnaður verður í Domus Medica laugardaginn 22. október, og munu Lionsfélagar frá Blönduósi skemmta. Sunnudag- inn 13. nóvember verður haldið bingó á vegum félagsins í Vfk- ingasal Hótels Loftleiða til styrkt- ar ungum hjónum að Hurðarbaki f vestur-Húnavatnssýslu, en þau misstu íbúðarhús sitt og mest allt innbú f bruna fyrir stuttu. 17. febrúar n.k. verður félagið 40 ára og verður þess minnst með hófi 4. mars að Hótel Sögu. Síðar verður kökubasar, bingó, sumarfagnaður og kaffiboð fyrir eldri húnvetninga á vegum fél- agsins. Bridgedeild félagsins spilar á miðvikudagskvöldum í Félags- heimilinu að Laufásvegi 25 og þar æfir karlakórinn öll þriðjudags- kvöld. Þeir sem vilja styrkja starf fél- agsins, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við formann félags- ins, Halldóru K. Isberg, eða aðra f stjórn þess, en hún er óbreytt frá síðasta ári. (Fréttatilkynning frá Húnvetn- ingafélaginu) Ljósm. Kristján Árnason. Allharður árekst- ur varð á Frí- kirkjuvegi ALLHARÐUR árekstur varð á Fríkirkjuvegi laust eftir miðnætti á föstudag- inn. Tveir Volkswagenbil- ar rákust saman en þeir voru báðir á suðurleið. Munaði minnstu að sá fremri færi út i Tjörn. Stúlka, sem var í aftari bílnum mun hafa hlotið einhver meiðsli. Torgtd efst a blaði, þegar f ariö er í bæinn til fatakaupat AUQLVStNGADE fc.D)N / LJOSM STUOtO 28 Hentugur skölafatnaður Nýjar tegundiraf mittisúlpum. Stænðir 4-20 verð 5.350,- til 7300. Austurstræti 10 sími: 27211 UNITEX MITTIS MARGAR STÆRÐIR KR 9.220.- EITTVERÐ UNITEX SÍÐAR MARGAR STÆRÐIR KR 7.500.“ EITTVERÐ HEKLU ÚLPUR SÍÐAR STÆRÐIR 2-20 kr 6.805." til10.855." HEKLU ÚLPUR MITTIS STÆRÐIR 2-20 kr' 7450.-til14.508.- «s«HSPi!niiiiM| V, .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.