Morgunblaðið - 19.10.1977, Side 7

Morgunblaðið - 19.10.1977, Side 7
r MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÖBER 1977 7 Námsréttindi Menn hafa að sjálf- sögðu skiptar skoðanir á framkvæmd verkfalls op- inberra starfsmanna — og verður ekki farið út i þá sálma hér. Almennt var þó gert ráð fyrir þvi að kennsla gengi eðlilega fyrir sig i framhaldsskól- um, þar sem kennarar eru utan BSRB (i BHM) og ekki i verkfalli. Svo hefur þó ekki verið. Námsrétt- indi hafa að þessu leyti ekki verið virt. Nemendur við fram- haldsskóla, þ.á.m. öld- ungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð, hafa ekki allir verið jafn ánægðir með þær hindranir, sem námi þeirra hafa verið settar við framkvæmd verkfallsins. Viðbrögð Þjóðviljans af þessu til- efni eru hin furðulegustu. Þá nemendur, sem hugð- ust sækja nám sitt á venjubundinn hátt, kallar blaðið ýmist „fínar frúr" eða „ihaldsfrúr"! Þessi finfrúakenning blaðsins flæðir yfir siður þess bæði sl. laugardag og sunnu- dag; er jafnvel tilefni til rammafréttar á forsiðu. Þetta „frúmas" Þjóðvilj- ans er merkilegt innlegg i „kjarabaráttuna", bæði rökfræðilega og sálfræði- lega. Máske er þvi ætlað að spegla afstöðu blaðs- ins til þess námsfólks, er sækir framhalds- og end- urmenntun i öldungadeild Hamrahlíðarskóla, sem er þörf og virðingarverð menntastofnun. Ef til vill er „bara" á ferðinni vel- viljaður en vanhugsaður „stuðningur" við BSRB? — En allavega eru þessi skrif ekki lexia i háttvisi. Minnisleysi Lúðvíks Timinn segir i leiðara i gær, þar sem fjallað er um stjórnarathafnir verðlags- málaráðherra vinstri stjómarinnar, Lúðvíks Jósepssonar; „í samræmi við þetta, á Lúðvik ekki heldur erfitt með að skýra þá kjara- skerðingu, sem varð hér á árunum 1975 og 1976. „Ástæðan er sú," segir Lúðvik, „að núverandi ríkisstjórn ákvað strax eft- ir að hún var mynduð i ágústmánuði 1974, að lækka skyldi kaupmátt launa frá þvi sem um hafði verið samið." M.ö.o. kjaraskerðingin stafaði einfaldlega af þvi, að Alþýðubandalagið var ekki í stjórn. Bersýnilegt er af þessu, að annað hvort er Lúðvik gleyminn eða hann reikn- ar með þvi, að lesendur Þjóðviljans séu gleymnir. Tillagan um að lækka kaupmátt launa frá þvi, sem um var samið i febrú- ar 1974, var komin fram alllöngu áður en núver- andi stjóm var mynduð. Hún kom fram í frumvarpi sem vinstri stjórnin lagði fram á Alþingi vorið 1974 eftir að Ijóst var orðið, að kjarasamningurinn, sem var gerður i febrúar það ár, myndi hvort tveggja i senn leiða til óðaverð- bólgu og atvinnuleysis. í þessu frumvarpi, sem var flutt með fullum stuðningi Lúðviks Jósepssonar og Magnúsar Kjartanssonar fólst bæði lækkun á grunnlaunum, sem fóm yfir visst mark, og visi- tölubinding. í viðræðum um endurreisn vinstri stjómarinnar, sem fóm fram í ágústmánuði 1974, stóð ekki á fulltrúum Al- þýðubandalagsins að fall- ast á 15—17% gengis- lækkun, ef samkomuag næðist um nýjan stjórnar- sáttmála að öðru leyti. Fulltrúar Alþýðuflokksins, sem tóku þátt i þessum viðræðum, viðurkenndu einnig að þetta væri nauð- synlegt." Aðalatriðið að semja — réttlátlega Það kom fram i máli Matthiasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, i umræðum á Alþingi um kjaramál BSRB, að fyrra aðalatriðið á liðandi stund væri að leysa yfirstand- andi deilu; hið siðara að leysa hana innan ramma gildandi laga og efnahags- aðstæðna i þjóðfélaginu. Rikisstarfsmenn ættu rétt á hliðstæðum kjömm og aðrar launastéttir. Slikt bæri að tryggja þeim. Samningar við þá mættu hins vegar ekki leiða til nýs kjarakapphlaups í þjóðfélaginu, sem harðast kæmi niður á útflutnings- framleiðslu okkar, er ekki gæti velt hækkuðum launakostnaði yfir i verð- lag á erlendum mörkuð- um. Verðlagshækkun væri um 7% i helzta við- skiptalandi okkar, (kaup- andaf ramleiðsla) Banda- rikjunum. Annar stór kaupandi, Sovétrikin, héldu verðlagsþróun ná- lægt núlli, með sterkri stjómstýringu á þróun verðlags- og kaupgjalds- mála. Þegar tilkostnaður i útflutningsframleiðslu hefði farið fram úr sölu- andvirði, hefði verið grip- ið til gengislækkunar til að rétta hlut útflutnings- framleiðslunnar, sem þannig fengi fleiri (en smærri) krónur til ráðstöf- unar. Slikt yki þó ekki kaupmátt hins almenna launþega, nema siður væri. Slik þróun mála væri þvi launþegum ekki i hag, hvort sem þeir tækju kaup hjá rikisstofnunum eða framleiðslufyrirtækj- m m j Loófóóraóir SKINNFRAKKAR frá Englandí. VerÓ kr.39.800. Bankastrætí 7 Sími 29122 Aóalstræd4 Sími 150 05 VERKSMIÐJU- HURÐIR Smíðum verksmiðjuhurðir eftir máli. Auðveldar og þægiíegar í notkun. Renna upp undir loft. Pantið með góðum fyrirvara. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Flutningur til og frá Danmörku m 0 m r m a| _ f Umboðsmaður i Reykjavíl og fra husi til huss Skapraunið ekki sjálfum yður að óþörfu — Notið margra ára reynslu okkar Biðjið um tilboð, það er ókeypis — Notfærið yður það, það sparar Flyttefirmaet AALBORG Aps., Uppl um tilboð. Lygten 2—4, 2400 Köbenhavn NV, simi (01) 816300, telex 19228. Til sölu Kröll BYGGINGARKRANAR Einn K-80 og tveir K-30 Kröll byggingarkranar eru til sölu nú þegar. Jafnframt eru kranarnir hentugir til nota við verksmiðjur eða skipasmíðastöðvar Upplýsingar hjá Jóni Björnssyni. BREIÐHOLT H.F., Lágmúla 9, sími 81550. 125P ÁRGERÐ ódýr 78 goður bíll * u-als %#^Verðkr. ^ bíll sem hentar 'Jgv - sérlega vel ^ 1.380.000,- ísienzkum Til öryrkja kr. og vegurn ^^,1.030.000,^ Til afgreiðslu nú þegar / FIAT EiNKAUMBOÐ A ISLANDI / Davíð Sigurðsson hf. SÍOUMULA 35. slmi 85855 n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.