Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKT0BER 1977 SIGURINN I MOGADISHU Foríngí flugræningj anna kall- aði sig Mohammed píslarvott Bonn. 18. okt. Reuter. FLUGRÆNINGJARNIR fjórir sem yfirbusaðir voru á IVtogadishuflugvelli eru félagar í samtökum sem fram ad þessu hafa verið óþekkt, en talin eru arahisk að uppruna. Þessi samtök hafa lýst ótvíræðum tengslum við vestur-þýzka borgarskæruliða. I yfirlýsingu sem afhent var fréttamanni Reuters i Beirut skömmu eftir ránið á fimmtudag var markmiðum þeirra lýst. Orð- sending þessi var skrifuð á kór- réttri arabisku og þar var ísra- elska stjórnin hrakyrt og sömu- leiðis var stjórnin í Bonn sökuð um að reyna að endurvekja nas- isma. Undir yfirlýsinguna var ritað: „Baráttusamtök gegn heimsvalda- stefnu". Þar sagði að flugræningj- arnir freistuðu með aðgerðum sínum að tryggja að sleppt yrði úr haldi félögum sem sætu i fangels- um heimsvaldasinna, endurskoð- unarsinna og síonista. Þar sagði að flugránið væri Níu fegurðardrottn- ingar voru í vélinni FYRSTI DANINN sem tekinn hefur verið sem gísl f flugvélar- ráni er ung stúlka, Nomi Wilk- ens Jensen, tvítug fegurðar- drottning og auglýsingateikn- ari að atvinnu. Hún hafði ásamt átta fegurðardrottningum, sem kjörnar höfðu verið fegurðar- drottningar við ýmis tækifæri á Spáni I sumar, verið á Majorka f viku, en slíka dvöl fengu stúlkurnar í verðlaun. Þær komu seint á flugvöllinn og hafði dyrum vélarinnar verið lokað þegar þær þustu út. Grát- báðu þær um að fá að komast með og stóð í nokkru þrefi en á endanum var látið undan þeim. Tuttugu mínútum síðar, skömmu eftir að flugfreyjurnar voru að byrja að bera fram hressingu handa ferþegunum var grininu lokið, flugræningj- arnir réðust fram og fimm daga skelfing og martröð farþeganna var hafin. Faðir Nomi Jensen, Georg, sagði í viðtali við dönsk blöð áður en úrvalssveitirnar réðust til atlögu: „Það væri fráleitt að láta undan kröfum ræningj- anna. Slíkt yrði aðeins til að kynda undir slík óhæfuverk. Þetta er skoðun mín og fjöl- skyldu minnar, þrátt fyrir það að dóttir okkar er í lífshættu. Sjálfsagt eru þeir að ógna henni og öðrum farþegum með vélbyssum þegar ég mæli þessi orð. Mér fyndist ég svíkja sál mína ef ég mæltí með því að látið yrði undan ræningjunum. Það myndi verða til þess eins að fleiri ættu eftir að verða fyrir hinu sama og kannski enn alvarlegar," sagði Jensen að lokum, sem væntanlega fagnar því nú að dóttir hans er heil á húfi. Nomi Wilkens Jensen Viðbrögð erlendis: framhaldsaðgerð á ráninu á Hans Martin Schleyer, sem Rauði her- inn rændi hinn 5. september. Leiðtogi flugræningjanna gekk í upphafi málsins undir nafninu Walter Mohammed, en þegar leið á tók hann upp á þvi að nefna sig „Mohammed pislarvott". Hann talaði jafnan arabisku við stjórnvöld i Dubai, þegar vélin lenti þar, en hann heyrðist einnig tala ensku ágæta vel. Eins og frá hefur verið greint settu flugræningjarnir fram kröfu um að sleppt yrði úr haldi sömu hryðjuverkamönnum og mannræningjar Schleyers heimt- uðu, en auk þess vildu þeir að tyrkneska stjórnin leysti úr haldi tvo palestínska skæruliða, Mehid Mohammed Zilh og Hussein Mohammed A1 Rashid en þeir sitja f lífstíðarfangelsi í Tyrk- landi fyrir morð á fjórum ísra- elskum farþegum sem voru að stíga um borð I EL AL flugvél á flugvellinum í Istanbul í ágúst 1975. Lufthansa-þotan á Rómarflugvelli fyrir helgi. Myndin er tekin um það leyti sem þotan var að taka eldsneyti, en lögreglan á fullt í fangi með að halda aðgangshörðum áhorfendum fyrir utan girðinguna umhverfis flugbraut- ina. Björgun gíslanna var eld- skírn úrvalssveitarinnar Bonn. 18. okt. — Reuter VESTUR-þýzku sveitirnar sem réðust að Boeing 737 vélinni fengu þar sína eldskírn. Aftur á móti hefur þjálfun sveitarinnar staðið alllengi yfir og vissu ýmsir um tilvist hennar. Talið er að tsraelar og Bandaríkjamenn ein- ir ráði aðrir yfir slíkum úrvals- sveitum. Þýzku sveitunum var komið á fót eftir hryðjuverkin á Ólympíuleikunum í Miinchen 1972 og gengur sveitin undir nafninu GSG-9 sem er stytting úr þýzku orðunum Landamæra- verndarhópurinn. I sveitinni eru 170 menn. Þeir hafa fengið frábæra þjálfun og er hver þeirra úrvals skytta og bú- inn öllum nýtízku vopnum. Þeir eru líka snjallir i karate, fjall- göngum og fleiri listum. Vestur-þýzka stjórnin mun hafa varið meira en 10 milljónum marka til þjálfunar sveitarinnar og ýmsu þar að lútandi. Sveitin hafði hins vegar aldrei verið köll- uð á vettvang fyrr vegna þess að hin einstöku fylki innan Vestur- Þýzkalands höfðu og staðið að myndun og þjálfun sérstakra lög- reglusveita. Sjálfboðaliðum gefst kostur á að ganga í GSG-9 eftir að hafa starfað í eitt ár í landamæralög- reglunni. Ef þeir standast hæfnis- próf sem er talið mjög strangt, fara þeir siðan í 22ja vikna þjálf- un. Hópnum er bæði kennt að vinna saman og sömuleiðis sjálf- stætt. Aðalaðsetur GSG-9 er i St Augustine, skammt frá Bonn og hefur sveitin þar yfir að ráða öll- um þeim búnaði sem nauðsynleg- ur er til að æfingarstarfið geti oróið eins nákvæmt og itarlegt og krafist er. Flugmenn ætla í verkf all gegn flugvélaránum London, 18. október. Reuter. ALÞJÓÐASAMTÖK flugmanna (Ifalpa) skoruðu ■ dag á félags- menn sfna að Ieggja niður vinnu á þriðjudag og miðvikudag f næstu viku til þess að leggja áherzlu á kröfur um sérstakar umræður á Allsherjarþinginu um flugrán. Ifalpa veitti félagsmönnum sínum frest til sunnudags til að svara áskoruninni, en brezkir, sænskir og ástralskir flugmenn lýstu þegar f stað yfir stuðningi við áskorunina. Tekið var fram að verkfallinu yrði aflýst ef gengið yrði að kröfunni. Formaóur brezka flugmanna- félagsins, Roy Hutchins, sagði, að gera yrði alþjóðlegt samkomulag sem tryggði það, að flugræningjar fengju hvergi athvarf í heimin- um. Hann sagði að allar þjóðir heims yrðu að koma sér saman um alþjóðlegt samkomulag þannig að í gildi kæmist einn alþjóðlegur samningur um út- rýmingu flugrána. I Melbourne sagði félag ástralskra flugmanna að flug- menn skoruðu á allar ríkisstjórnir að taka ákveðnari afstöðu gegn flugræningjum. Stuðningsyfir- lýsingar bárust einnig frá indverskum, portúgölskum, norskum, grískum, spænskum, hollenzkum og austurrískum flug- mönnum. í yfirlýsingu Ifalpa sagði að nú væri siðasta tækifærið til að binda enda á flugrán. Framganga V-Þjóðverja hvarvetna lofuð Bonn, 18 okt Reuter FRAMGANGA vestur-þýzku sveitar innar, sem braut á bak aftur flug ræningjana á Mogadishu flugvelli hefur vakið aSdáun viða um lönd og stjórn Vestur-Þýzkalands þykir hafa sýnt frækni i meira lagi. MeSal þeirra sem lofaS hafa mjög Vestur- ÞjóSverja eru ísraelar, sem riSu á vaSiS meS slika skyndibjörgun i Úganda i fyrra eins og frægt varS. Menachem Begin. forsætisráðherra ísraels, sagði i skeyti til Helmut Schmidts. kanslara Vestur-Þýzkalands, að þessi frelsun væri fagnaðarefni öll- um mönnum sem ynnu frelsinu Moshe Dayan, utanrikisráðherra ísraels, kvaðst vona að þessi djarfa björgunaraðgerð myndi verða til þess að nauðsynlegar ráðstafanir yrðu gerðar til að uppræta hryðjuverkastarf- semi hvarvetna í heiminum I yfirlýsingu frá Carter Bandarikjafor- seta sagði að Vestur-Þjóðverjar hefðu „greitt högg fyrir okkur öll, sem erum viðkvæm fyrir þessari gerð hryðju- verka'' Valery Giscard d'Estaing Frakk- landsforseti fór fögrum orðum um aðgerðina og sagði hana vera sigur ekki aðeins yfir hryðjuverkum og ómennsku heldur lika sigur fyrir lýð- ræði og frelsi Leo Tindemans, forsætisráðherra Belgíu sagði í skeyti sínu til vestur- þýzka kanslarans að hann vonaði að siðaðar þjóðir færu senn að sameinast i þvi að gera það átak sem þyrfti til að slíkur harmleikur gerðist ekki á ný Andreotti, forsætisráðherra ítaliu, lýsti djúpstæðum létti sinum, og Suarez, forsætisráðherra Spánar, tjáði aðdáun sina og þökk fyrir hversu vel og stillilega hefði verið staðið að fram- kvæmd í svo viðkvæmu máli. I Teheran sagði íranska utanrikisráðu- neytið að iranska stjórnin fordæmdi hryðjuverk og styddi aðgerðir þær, sem vestur-þýzka stjórnin hefði gripið til I Tókió sagði Mitsuo Setoyma dóms- málaráðherra að Bonnstjórnin hefði staðið sig með afbrigðum vel og enda þótt Japanir og V-Þjóðverjar hefðu ekki sömu afstöðu til allra mála. hölluðust Japanir að „þýzku aðferðinni til að uppræta flugvélarán'' Dómsmálaráðherrann, Setoyma, tók við af Hajime Fukuda sem sagði af sér fyrr í þessum mánuði eftir að japanska stjórnin lét undan flugræningjum og leysti úr haldi sex fanga, og reiddi einnig af hendi sex milljón dollara lausnargjald Forsætisráðherra Japans. Takeo Fukuda, sagði eftir þann atburð að Japanir væru að kom sér upp sveitum sem ætlað væri að ráðast gegn slikum öflum í Bretlandi sagði James Callaghan, forsætisráðherra Breta, að tveir brezkir sérfræðingar i baráttu við skæruliða hefðu aðstoðað vestur-þýzku úrvals- sveitina sem frelsaði gislana Sagði hann að Bretarnir tveir hefðu bætzt i hóþinn eftir umræður i Downingstræti og annars staðar um helgina Hann vildi að visu eigna Vestur-Þjóðverjum mestan heiður af afrekinu og sagði skipulagningu frábæra Sagði Callag- han þetta á blaðamannafundi i Bonn i kvöld Jorge Videla, forseti Argentínu, tók undir árnaðaróskir til Vestur—Þjóð- verja og sendi sérstakt skeyti til Scheel, forseta V-Þýzkalands I Sviss sagði Kurt Furgler forseti i skeyti að björgun gislanna sannaði að hægt væri að vinna bug á hryðjuverkamönnum Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. sagði i Brussel i dag að allir menn sem ynnu frelsi og lýðræði hlytu að fagna mála- lokum Demirel, forsætisráðherra Tyrk- lands, bættist i þann hóp er lýsti aðdáun sinni og sagði aðgerðirnar hafa einkennzt af hugrekki og einbeitni Talsmaður brezka varnarmála- ráðuneytisins i Lundúnum skýrði frá þvi i dag, að sérstök sveit innan brezka flughersins, sérþjálfuð i vörnum gegn hryðjuverkamönnum, hefði aðstoðað Vestur-Þjóðverja við skipulagningu áhlaupsins á þotuna i Mogadishu Áreiðanlegar heimildir i Lundúnum herma að í gær hafi David Owen hitt fulltrúa Sómaliu-stjórnar að máli og tjáð honum að brezka stjórnin mundi veita hverja þá tækniaðstoð, sem i hennar valdi stæði við frelsun gisl- anna Þá hafa embættismenn i brezka varnarmálaráðuneytinu skýrt frá þvi að tveir Bretar hafi verið með v-þýzka ráðherranum Hans-Júrgen Wischnewski, er hann fór til að freista þess að ná samningum við flug- ræningjana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.