Morgunblaðið - 19.10.1977, Page 13

Morgunblaðið - 19.10.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÖBER 1977 13 A tburðarásin Bonn. 18. okt. Rcuter SÍÐUSTU sólarhringar hafa án efa veriö ein samfelid martröð f.vrir áhöfn og farþega vélarinnar sem rænt var. Upphaf þess máls varð í raun og veru fyrir 44 dögum. Atburðarásin er þessi í stuttu máli: 5. sept.: Vopnaðir menn gera áhlaup að bifreið Hanns Martin Schleyer á götu í Köln. Ökumaður hans og þrír lífverðir voru drepnir. 7. sept.: Vestur-þýzka lögreglan biður mannræningjana fyrir milli- göngu útvarps að sanna að Schleyer sé enn á lífi. Skýrt er frá því að mannræningjarnir krefjist þess að ellefu borgaraskæruliðar verði látnir lausir úr haldi, þar af þrír helztu leiðtogar samtakanna sem dæmdir voru i april í ævilangt fangelsi. Lögregla segir að borist hafi mynd af dr. Schleyer með spjald um hálsinn þar sem honum er lýst sem „fanga RAF eða Rote Arme Fraktion, en það eru samtök sem hafa verið mjög tengd Baader-Meinhof. 8. sept.: Stjórnin í Vestur-Þýzkalandi birtir skilyrði mannræningj- anna fyrir því að Schleyer verði sleppt lífs. Þeir krefjast framsals skæruiiðanna 11 og auk þess 100 þús. marka og að fá flugvél er flytji hópinn á braut. 9. sept.: Payot, formaður svissnesku mannréttindanefndarinnar, samþykkir að gerast meðalgöngumaður milli stjórnvalda i V- Þýzkalandi og mannræningjanna. 22. sept.: Leitin að mannræningjunum berst til Hollands og síðan fylgir handtaka JCnuts Folkerts i Utrecht, en hann er talinn félagí i Baader-Meinhof-samtökunum. 7. okt.: I bréfum sem mannræningjarnir senda vinstrisinnuðu frönsku blaði og svissnesku fréttastofunni frá Schleyer segir hann að þolinmæði mannræningjanna sé senn á þrotum og hvetur stjórnvöld tii að gera upp hug sinn hvort sleppa eigi öfgamönnunum. 13. okt.: Lufthansa-vél af gerðinni Boing 737 með 82 farþega og fimm manna áhöfn rænt skömmu eftir flugtak á Mallorka. Lent er í Róm til að taka eldsneyti, sömuleiðis á Kýpur og Bahrain. Bráðlega kemur í ljós að flugræningjarnir standa með mannræningjum Schleyers og setja fram sömu kröfur og þeir um að sleppt verði hryðjuverkamönn- um Baader-Meinhof. 14. okt.: Vélin lendir á Dubai. Þar ítreka ræningjarir kröfur sínar svo og kröfu um 15 milljón dollara í reiðufé. 15. okt.: Flugræningjarnir neita að sleppa þremur veikum farþegum og sjö börnum sem eru um borð. Hótað er að drepa einn gísl á klukkutíma fresti ef ekki fáist eldsneyti á vélina. Vélin leggur upp til Aden, er neitað um lendingarleyfi, en lendir samt á sandbraut við flugvöllinn, þar sem hjólabúnaður mun hafa skemmzt. 17. okt.: Vélin fer frá Aden og skömmu eftir flugtak skjóta flug- ræningjarnir flugstjórann til bana, Jurgen Schumann, 37 ára. Hann hafði staðhæft að hann treysti sér ekki til flugtaks eftir uppákomuna við Aden. Vélin lendir á flugvellinum við Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, og líki Schumanns flugstjóra er kastað út úr vélinni. Ræningjarnir framlengja frestinn en ségjast þá munu sprengja allt í loft upp, verði ekki gengið að kröfum þeirra. Hans Jurgen Wisnewski kemur til Mogadishu til að ánnast viðræður við ræningjana. Sérþjálfaðar víkingasveitir koma með mikilli leynd til Sómalíu. 18. okt.: Atlagan er gerð að Lufthansa-vélinni og málalyktir svo sem raktar hafa verið. Fögnuður og tregi ráð- andi í V-Þýzkalandi Bonn 18. okt. Einkaskcyti tii Mbl. frá AF. MIKILL fögnuður varð um ger- vallt Vestur-Þýzkaland þegar fregnin barst um björgun gislann í Boeing 737 vílinni í Mogadishu. Líktu margir aðgerðunum við skyndiárás Israela á Entebbe í fyrra. Einn háttsettur embættis- maður stjórnarinnar sagði að hann fagnaði mjög málalyktum, en ekki mætti gleyma að flug- stjóri vélarinnar hefði verið drep- inn og Hanns Martin Schleyer væri enn á valdi mannræningja. Menn voru á einu máli um að þetta væri mjög alvarlegt áfall fyrir flugræningja almennt og talsmaður vestur-þýzku stjórnar- innar hvatti til þess að mannræn- ingjar Sehleyers viðurkenndu ósigur sinn.og skiluðu honum. Þar sem hryðjuverkamönnum ætti að skiljast að ekki yrði látið undan kröfum þeirra. „Við mun- um ekki unna okkur hvíldar fyrr en okkur tekst að heimta Schleyer úr helju,“ sagði tals- maður stjórnarinnar. Ekki hefur heyrzt orð frá ræn- ingjunum síðan á sunnudag og er með öllu óljóst hvort Schleyer er enn á lífi. Talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar ítrekaði fyrri þakk- ir til Sómalíustjórnar fyrir þá að- stoð sem veitt hefði verið og leyfi sem stjórnin hefði gefið til að- gerðarinnar. Sömuleiðis bæri að þakka ýmsan stuðning sem önnur ríki hefðu veitt við erfiðar að- stæður þessa síðustu daga. Tass um flugránið: Áætlun til að „undirbúa jarð- veginn fyrir afturhaldsöfl” Moskvu, 18. oklóbcr. Rculcr. HIN opinbera fréttastofa Sovét- ríkjanna, Tass, sagði f dag að Mogadishu-flugránið væri liður í áætlun, sem gerð hefði verið í þeim tilgangi að „undirhúa jarð- veginn fyrir afturhaldsöfl" í Vestur-Þýzkalandi. Þetta er í fyrsta sinn, sem Tass fjallar um flugrániö, en ummæi fréttastofunnar eru að langmestu leyti aðvörunarorð um að hægri sinnuð öfgaöfl kunni að færa sér þennan atburð i nyt í þeim til- gangi að renna stoðum undir hreyfingu ný-nazista i Vestur- Þýzkalandi, EGGGEGEGGBGGGGGBGGGGGBEEBBGGGG G G G G G G G El G m G m G G G G E 13 G og prent stafir Kr. 42.500 12 STAFIR 2 MIMI SJALFV. o/o GRANDTOTAL1 G G G m R 13 G G G 13 E 13 13 13 13 13 13 13 EPC reiknivélar, én Ijósa med minni og sjálfv. oioreikn. kosta frá Kr. 29.500 SIR FSTOFUVEMR H.F. Hverfisgötu 33 Sími 20560 Sama á hverju gengur? Þar sem mikið er gengið, hef- ur- BYKO jafnan gólfklæðninguna, sem endist bezt. Þar sem minna geng- ur á, hefur BYKO það, sem ódýrast er. Hverju, sem þú stefnir að, hefur BYKO það rétta undir iljarnar, gólf- dúka eða flísar, fjölbreytt úrval efnis og lita. BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO KÓPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI8 SIMI:41000 Þar sem fagmennimir verzla, er yöur óhætt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.