Morgunblaðið - 19.10.1977, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.10.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÖBER 1977 15 Baader—Ensslin—Raspe — Höfuðpauramir sem féllu fyrir eigin hendi— Vandaðar vetrarflíkur. Snið, efni og frágangur, alltsamkvæmt ströngustu hefð frá MAX. Laugavegi 66 II hæð, sími: 25980. Sendum í póstkröfu. Allt var þetta fólk meðal þeirra 1 1 hryðjuverkamanna sem ræningjar Hanns-Martin Schleyers kröfðust að sleppt yrði úr fangelsum í Vestur- Þýzkalandi gegn því að þeir létu bandingja sinn lausan á llfi. en ræn- ingjar Boeing 737 Lufthansa- þotunnar kröfðust þess á hinn bóg- inn að öllum tugthúslimum úr hryðjuverkaklíkunni yrði sleppt gegn þvi að farþegum og áhöfn þotunnar yrði sleppt Baader, Ensslin og Raspe voru handtekin fyrir fimm árum og um sömu mundir var Ulrike Meinhof einnig handtekin, en hún hengdi sig í fangaklefa sínum í maímánuði 1976 Baader- Meinhof Hvers konar fyrirbæri er þessi hópur, sem undanfarin ár hefur haldið v-þýzku þjóðfélagi í járngreipum? Umsvif hopsins hafa valdið þvi að fjöldi friðsamra borgara getur ekki um frjálst höfuð strokið og öryggisráð- stafanir eru orðnar svo viðtækar að háttsettur embættismaður lýsti ör- væntingu sinni nýlega með þessum orðum i blaðaviðtali: „Ég get ekki fengið mér bjórglas nema öryggis- verðir séu yfir mér Ég get ekki farið á salerni nema þeir séu við dyrnar Ég gæti ekki átt mér viðhald nema öryggisverðirnir væru yfir og allt um kring. Fjölskyldulíf mitt er i molum." Eftir minningarathöfn um Jiirgen Ponto bankastjóra, sem Baader- Meinhof klíkan myrti i júli sl., söfn- uðust ýmsir viðstaddra saman Einn þeirra litaðist um ? herberginu, sem var fullt af athafnamönnum í við- skipta- og stjórnmálalifinu, og sagði: „Næsta fórnarlamb hryðjuverka- mannanna er alveg áreiðanlega inn- an þessara veggja." Sá, sem lét þessi orð falla var Hanns-Martin Schleyer Mikið hefur verið rætt og ritað um Baader-Meinhof hópinn siðan hann fór að láta að sér kveða Höfuðpaur- arnir og stofnendur hópsins áttu rætur sinar meðal venjulegra borg- ara, en hneigðust til vinstri í stjórn- málum eftir að þeir voru komnir á fullorðins ár. Ulrike Meinhof taldist t.d til „stofukomma” lengi vel Hún var gift, átti börn og heimili, og var í töluverðum metum sem vinstri sinn- aður blaðamaður er hún sagði skilið við þessa tiltölulega öruggu tilveru og ákvað að sælurikinu yrði ekki komið á nema með blóðugri bylt- ingu innan frá. í fyrstunni varð Baader-Meinhof klíkan fámenn og laus í böndunum, en nú er talið fullvist að hryðjuverka- hópnum hafi vaxið svo fiskur um hrygg, að i innsta kjarnanum, sem nefnir sig Rauðu herdeildina, séu um 50 harðsvíraðir hryðjuverka- menn, en þeir hafi auk þess um sig nokkurs konar hirð um 100 „bylt- ingarhermanna ', sem meðal annars hafa það hlutverk að aðstoða höfuð- of mikið úr áhrifum þessa hóps Þvi má telja að Hans Josef-Horchem, yfirmaður Hamborgardeildar rann- sóknalögreglunnar. hafi ekki tekið of djúpt i árinni er hann lét svo um mælt fyrir skömmu, að stuðnings- mennirnir væru sennilega i kringum 2500 talsins Horchem telur, að þetta fólk sé ekki reiðubúið til að taka beinan þátt i morðum, mann- ránum og öðrum hryðjuverkum, en hins vegar sé það fúst að hylma yfir með glæpamönnunum, Ijá þeim húsaskjól og greiða götu þeirra á flótta undan lögreglunni með öðrum hætti Þar til Schleyer var rænt í byrjun september áttu Andreas Baader, Gudrun Ensslin og Jan-Carl Raspe ásamt fylgifiskum sinum náðuga daga i Stammheim-fangelsinu i Stuttgart Heilli álmu hafði verið breytt með tilliti til sérþarfa þeirra og i samræmi við þær öryggiskröfur sem gerðar voru i sambandi við gæzlu þeirra G nginum fyrir fram- an klefana var breytt i notalega setu- stofu og allir höfðu fangarnir eigið sjónvarps- og útvarpstæki Fangarn- ir höfðu aðgang að vel búnu bóka- safni og leikfimisal. auk þess sem þeir voru áskrifendur að yfir 140 dagblöðum og timaritum. — þar á meðal Pravda Fangafæðið var held- ur ekkert slor, því i viðbót við það fé. sem ætlað var til að fæða hvern Framhald á bls. 19. paurana við framkvæmd einstakra aðgerða, — sjá um fölsun vega- bréfa, útvega faratæki og fylgsni o.s.frv Þegar „byltingarhermennirn- ir" hafa síðan sannað ágæti sitt geta þeir átt von á þvi að verða hækkaðir í tign og teknir i Rauðu herdeildina, ög er talið að Susanne Albrecht. morðinginn sem barði að dyrum hjá Ponto með fangið fullt af rauðum rósum, hefði öðlazt slikan frama Hversu margir stuðningsmenn Baader-Memhof eru í Vestur- Þýzkalandi hefur jafnan verið mikl- um \tefa undirorpið, en vestur-þýzk yfirvöld hafa yfirleitt ekki viljað gera ANDREAS Baader, Gudrun Ensslin og Jan-Carl Raspe, sem frömdu sjálfsmorð I Stammheim-fangelsinu i Stuttgart i fyrrinótt, voru öll dæmd til lifstíSarfangelsisvistar fyrír morð, sprengjutilræði og bankarán i april sl. vor. Baader og Raspe skutu sig i hofuðið en Ensslin hengdi sig i gluggakarmi i fangaklefanum. Irmgard Múller lagði brauðsaxi sér í hjartastað, en tilraun hennar til sjálfsmorðs mistókst, og er hún ekki talin í Irfshættu Múller fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.