Morgunblaðið - 19.10.1977, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.10.1977, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKT0BER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTOBER 1977 17 fe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Kjörin í brenni- depli á ný Verkfallsbarátta BSRB og aðferðir samtakanna i henni hafa verið mjög í sviðsljósinu að undanförnu en minna hefur farið fyrir sjálfri kjarabaráttunni og umræðum um sjálf kjaramál opinberra starfsmanna. í fyrradag hófust hins vegar samningavið- ræður á ný að tilhlutan sáttasemjara og í gærkvöldi var talið hugsanlegt að einhver hreyfing kynni að komast á samninga- málin. Ekkert lá þó ákveðið fyrir um það, þegar þetta var ritað. Nú þegar kjaramálin sjálf eru að komast i brennipunkt á ný er kannski ekki úr vegi að rifja upp afstöðu Morgunblaðsins til kjara opinberra starfsmanna eins og hún kom fram i forystugrein blaðsins hinn 6 október sl þegar úrslit lágu fyrir í allsherjar- atkvæðagreiðslu um sáttatillöguna. Þá sagði Morgunblaðið m.a. i íorystugrein: „Morgunblaðið hefur ekki treyst sér til að hvetja opinbera starfsmenn til að samþykkja alfarið sáttatillöguna, þó það geri sér hins vegar grein fyrir því, að það var ábyrgðarhluti að fella hana, eins og ástatt er i þjóðfélaginu. Vissir hópar opinberra starfsmanna eru ekki of sælir af launum sínum Það er alls ekki út í hött að finna leiðir til að lyfta kjörum þeirra Hitt er svo jafn rétt, að margir opinberir starfsmenn hafa sæmileg eða nokkuð góð laun og enn aðrir ágæt. Nú þarf að leggja áherzlu á að skilja þarna á milli og róa að þvi öllum árum að þeir, sem minnst hafa, rétti sinn hlut. Það er engum til góðs að of mikils launamisræmis gæti í þjóðfélagi okkar Og Morgunblaðið segir ennfremur i þessari forystugrein: „Það hafa þó ekki verið opinberir starfs- menn, sem skarað hafa i eld verðbólgubálsins á undanförnum árum. Þvert á móti; þeir hafa margir sýnt mikið langlundargeð Má i því sambandi minna á svokallaða olíusamninga, á timum vinstri stjórnar, er þá skipuðu opinberum starfsmönnum, ekki sízt hinum lægst launuðu, aftar launþegum hins frjálsa vinnumark- aðar. Og enn segir Morgunblaðið: „Óskir opinberra starfsmanna eru þær helztar að samtök þeirra nái fram hækkun á lægstu launum, einnig einhverjum leiðréttingum í miðju launastigans „tfl samræmingar við aðra starfshópa í þjóðfélaginu" eins og komizt hefur verið að orði." Morgunblaðið hefur gagnrýnt verkfallsforystu BSRB harðlega síðustu daga fyrir framkvæmd verkfallsins. Sú gagnrýni hefur verið byggð á óhrekjanlegum rökum En það er ekki úr vegi nú, þegar samningaviðræður standa yfir á ný, að minna á, að Morgunblaðið hefur sýnt skilning á nauðsyn kjarabóta fyrir opinbera starfsmenn eins og ofangreindar tilvitnanir sýna. Mætti það verða til umhugsunar fyrir þá, sem veitzt hafa að Morgun- blaðinu með sleggjudómum einungis vegna þess, að blaðið hefur flutt sannar og réttar fréttir af verkum verkfallsforystu BSRB Geir Hallgrimsson forsætisráðherra gerði skýra grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar til samningamála BSRB á Alþingi í fyrradag. í þingræðu benti forsætisráðherra á, að krafa BSRB um endurskoðunarrétt á samningstíma með verkfallsrétti fæli I sér brigðir á því samkomulagi, sem gert var við BSRB, þegar lögin um verkfallsrétt voru sett. Forsætisráðherra kvað upp úr með það, að útilokað væri að samþykkja slíkan endurskoðunarrétt með verkfallsrétti og ríkisstjórnin mundi ekki beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Þá gerði forsætisráðherra að umtalsefni kjör hinna lægst launuðu meðal opinberra starfsmanna og sagði, að ríkisstjórnin gæti ekki gengið lengra I málum þeirra en hún hefði gert með síðasta tilboði sínu, þar sem kjör BSRB væru þá komin upp fyrir hinn almenna vinnumarkað og væri það þvi óverjandi Hins vegar sagði Geir Hallgrimsson, að ríkisstjórnin væri reiðubúin til þess að tryggja að enginn starfsmaður, sem næði starfsfestu sæti lengi í neðstu þrepum launastigans. Þá ræddi Geir Hallgrimsson um miðbik launastigans og sagði ríkisstjórnina hafa gengið svo langt til móts við kröfur BSRB um 15—20% hækkun um miðbik launastígans umfram hækkanir ASÍ, að naumast væri hægt að ganga lengra, ef ekki ætti að hleypa af stað óstöðvandi kjarakapphlaupi í lok ræðu sinnar lýsti Geir Hallgrímsson þeirri von sinni að þeir almennu hagsmunir yrðu virtir sem i þvi væru fólgnir að starfsmenn ríkisins fengju sambærileg kjör og aðrir vinnandi menn í landinu. Eins og fram kemur í þessari ræðu forsætisráð- herra er afstaða ríkisstjórnarinnar i samningamálum BSRB afar skýr og ætti það út af fyrir sig að skapa grundvöll til samnínga, ef forystumenn BSRB eru að sama skapi fúsir til þess að leiða þessa deilu til lykta Matthías Á Mathiesen fjármálaráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann vonaðist til þess að menn drægju nokkurn iærdóm af þessari deilu Á þvi er full þörf og er ekki vafi á þvi, að ýmislegt, sem fram hefur komíð í sambandi við hana, mun verða mönnum æríð umhugsunarefni á næstu mánuð- um Gerð sundlaugar við Grens- ásdeild til rnnræðu á Alþingi Á ALÞINGI í gær kom fram fyrirspurn frá Magnúsi Kjartanssyni alþingismanni til forsætisráðherra, hvað liði framkvæmdum við gerð sundlaugar við Grensásdeild Borgarspítalans, en framkvæmd þess máls hafði verið skotið til ríkisstjórnarinnar, eftir miklar umræður á síðasta þingi. Af þessu tilefni voru mættir á þingpalla fjölmargir sjúklingar Grensasdeildarinnar ásamt hjúkrunarfólki, sem var því til aðstoðar. Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, svaraði því til að reiknað væri með sérstakri fjárveitingu í fjárlögum næsta árs til þessara framkvæmda. Nokkrar meiri umræður urðu um málið og vísast í því tilefni á þingsíðu blaðsins en eftir umræður um þetta mál var sjúklingum deildarinnar ásamt hjúkrunarfólki boðið í kaffi hjá Alþingi og fór þá Morgunblaðið og ræddi við einn sjúkling deildarinnar og lækni. Fara þau viðtöl hér á eftir: Sjúklingum hjálpað af þingpöllum í gær. „Okkur mikið hjart- ansmál að fá sundlaug að deildinni” ÞETTA er okkur starfsfólkinu alveg eins og sjúklingum mikiS hjartansmál, að fá þessa sundlaug að Grensás- deildinni, það yrði alger bylt- ing fyrir alla endurhæfingu hjá okkur, sagði Jóhann Gunnar Þorbergsson. læknir við Gressásdeild Borgar- spítalans, er Morgunblaðið, ræddi við hann á þingpöllum F gær. Fyrir lamað fólk og fólk með skerta hreyfigetu er þetta ótrúlegur munur að fá vatnið inn i endurhæfinguna. Allar hreyfingar verða miklu léttari í vatninu, þannig að endurhæf- ing verður öll mun léttari, þeg- Jóhann Gunnar Þorbergsson. læknir við Grensásdeild Borgarspitalans. ar fólkið finnur að hreyfingarn- ar eru miklu léttari eykur það sjálfstraustið til muna, en það verður þess aftur valdandi að allur bati verður miklu fljótari. Þá er það okkar draumur, að með komu slikrar sundlaugar gætum við hjálpað mun fleira fólki heldur en þvi sem á deild- inni dvelst hverju sinni. Það er mikill fjöldi af fólki, sérstaklega gömlu fólki sem er heima hjá sér og nýtur engra aðstoðar við, en með tilkomu laugar- innar myndi það gjörbreytast. Þá er gaman að geta þess að erlendir sérfræðingar, sem hafa heimsótt okkur hafa sagt mér að Grensásdeildin yrði i fremstu röð endurhæfingar- stöðva, aðeins ef hún fengi sundlaug. Það að endurhæfing sé allt of dýrt fyrirbæri, tel ég alranga skoðun, endurhæfingin er aldreí of dýru verði keypt, hún skilar sér ætíð margfaldlega aftur. Enda er það okkar stefna að sem allraflestir sjúklingar sem leita okkar hjálpar geti hjálpað sér að mestu sjálfir, en það er aðeins hægt, fáum við sundlaug að deildinni. Það var i morgun þegar flest- ir sjúklingarnir mættu í æfing- ar, sem þeir fóru fram á það að þeim yrði hjálpað til að komast á þingpalla, til þess að geta fylgst með þeim umræðum, sem þar kynnu að verða um þetta mál. Okkur fannst þetta alveg sjálfsagt og flest allt starfslið deildarinnar var boðið og búið að veita sína aðstoð í þessu sambandi, sagði Jóhann að lokum. Gestur Þorsteinsson „Gerð sund- laugar er okkur stórmál” FÓLK gerir sér alls ekki grein fyrir því hversu geysimikilvægt þaö er fyrir hið bæklaða fólk deildarinnar og fleiri sem eru ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að fá inni á deildinni að fá sundlaug, sagði Gestur Þorsteinsson einn sjúklinga Grensásdeildar, sem mættur var í þingsali í gær er Morgunblaðið ræddi við hann. Eg lenti sjálfur í því óhappi að hálsbrotria og lamast að miklu leyti á öllum útlimum. Þetta hef- ur tekið mig fulla þrjá mánuði og ég á töluvert í land að ná mér, en ég er þess alveg fullviss að væri til sundlaug við deildina hefði það flýtt mínum hata og allra þeirra sem þarna hafa dvalist. Þegar fólk er í vatni eru allar h'reyfingar þess miklu auðveldari. Og það eitt veitir sjúklingum geysilegt sjálfstraust, sem svo aft- ur leiðir af sér meiri framfarir í endurhæfingunni. Ef slik sundlaug væri til staðar myndi það einnig leiða til þess að fleiri kæmust til meðferðar vegna þess að endurhæfingin gengi fyrr fyrir sig. Þetta hefur verið algert hörmungarástand hjá okkur. Það hefur verið reynt eftir getu að komu sjúklingum í sundlaug hjá Styrktarfélagi vangefinna að Háa- leitisbraut 13, en sú sundlaug er upphaflega byggð fyrir ungbörn svo það eitt gefur vel til kynna hversu þessi vandræði eru mikil. En í þessa sundlaug komast auð- vitað ekki nándar nærri ailir, sem það vilja. Það að við erum hingað komin er algjörlega að frumkvæði sjúkl- inganna sjálfra, við fréttum af því að Magnús Kjartansson þingmað- ur ætlaði að bera fram þessa fyrirspurn til ráðherra og fórum við þá þess á leit við starfsfólkið að við fengjum að fara hingað og fylgjast með framvindu þessa máls, sem er eins ogaður sagði mjög stórt mál í okkar augum á deildinni, sagði Gestur að lokum. Heilbrigðisráðherra: Fjárveiting tryggð til sund- laugar endurhæfingarstöðvar Hafa fatlaðir aðstöðu til þingmannsstarfs í Alþingishúsinu? FJÖLDI sjúklinga og starfsmanna Borgarspítala (endurhæfingar- stöóvar/ Grensásdeildar) heimsótti þinghúsið og sat þingpalla, er rædd var fyrirspurn um fjárveitingu til sundlaugarb.vggingar við deildina í gær. ! ræóum Geirs Hallgrímssonar forsætisráöherra og Matthíasar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra kom m.a. fram, að umspurð fjárveit- ing væri innifalin í kr. 1.300.000.000.00 fjárveitingu til byggingar heilbrigðismannvirkja í gjaldalið 381, undirlið 0301, í frumvarpi til fjárlaga fyrir árió 1978. Fyrirspurn Magnúsar Kjartanssonar Magnús Kjartansson (Abl) minnti á þings- ályktunartillögu, sem hann hefði flutt ásamt Jóhanni Hafstein (S), Einari Agústssyni (F) og Eggert G. Þorsteinssyni (A) á sl. þingi, um fjárveitingu til þessa mannvirkis. Tillaga þessi hefði ekki fengið fullnaðarafgreiðslu. Hins vegar hefði henni verið vísað til hæst- virtrar ríkisstjórnar, að tillögu fjárveitinga- nefndar, með sérstökum meðmælum um, að hún yrði tekin til greina við undirbúning og gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Hins vegar sé ég ekki, sagði þingmaðurinn, í frumvarpi til fjárlaga neina fjárveitingu sérstaklega merkta þessu verkefni. Þar af leiðir að spurt er, hvers vegna sá þingvilji, sem kom fram í rökstuðningi með vísun málsins til ríkis- stjórnarinnar, var ekki virtur við gerð fjár- lagafrumvarpsins. — Þingmaöurinn rakti og að nokkru umræður um málið á fyrra þingi og jákvæðar undirtektir ráðherra og þing- manna þá. Fjárveiting hefur þegar verið tryggð Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði þessa fyrirspurn heyra efnislega undir verk- svið fjármálaráðherra (gerð fjárlaga) og heilbrigðisráðherra (sem færi með mál heil- brigðisstofnana). Engu að síður hygðist hann svara fyrirspurninni, en sagðist vona, að svar sitt yrði ekki fordæmi um frávik frá hefð- bundnum þingvenjum um slfkar fyrirspurn- ir, eftir verkaskiptingu ráðherra. Forsætisráðherra sagði það venju, er fjár- lagafrumvarp væri lagt fram til fyrstu um- ræðu, að fjárveiting til stofnkostnaðar heil- brigðisstofnana. (til sjúkrahúsa og læknisbú- staða) væri tilgreind ósundurliðuð (í heildar- upphæð). Það væri síðan fjárveitinganefnd- ar að skipta fjárveitingunni á einstök verk- efni. Þetta væri öllum þingmönnum kunn- ugt. Rætt væri hvers vegna að fram kæmi að bæði heilbrigðisráðherra og fjármálaráð- herra ætluðust til að sundlaug við Grensás- deiid fengi umrædda fjárveitingu af 1,3 milljarða króna heildarframlagi i fjárlögum, svo framkvæmdin gæti farið af stað árið 1978 — og viðunandi framkvæmdaáfanga náð —, enda lægi fyrir, hver afstaða fjárveitinga- nefndar væri til málsins frá fyrra ári. Fjár- veitinganefnd þyrfti .hins vegar að hafa sam- band við borgarstjórn Reykjavikur, sem einnig væri kostnaðaraðili að þessari fratn- kvæmd, áður en málið væri endanlega og formlega afgreitt. Vilji borgarstjórnar væri að vísu ljós, en hins vegar hefði hún ekki gengið frá fjárhagsáætlun tii framkvæmda fyrir komandi ár. Hér væru þvi formsatriði ein eftir. Ræða heilbrigðisráðherra Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra gerði síðan grein fyrir fjárveitingum til heil- brigðisstofnana í framlögðu fjárlagafrum- varpi — og hvað umrædda heildarfjárveit- ingu hafa hækkað um 35,7% frá fyrra ári. Hann hefði rætt um það við fjármálaráð- herra, hvort ekki væri rétt að hafa fjárveit- ingu til sundlaugar Grensásdeildar i sér lið, en fjármálaráðherra talið eðlilegra, að hafa venjubundinn hátt á — og formlega skipt- ingu í höndum fjárveitinganefndar. Væri sá háttur m.a. hafður á vegna nauðsynlegs sam- ráðs við Reykjavíkurborg sem kostnaðarað- ila, þó að vilji borgarstjórnar i þessu efni væri kunnur. Fjárveiting á þurru Jóhann Hafstein (S), sem var einn af flutn- ingsmönnum málsins, gerði grein fyrir við- ræðum sinum við viðkomandi ráðherra, eftir að frumvarp til fjárlaga kom fram. Hefðu þeir allir staðfest, að unirædd fjárveiting væri innan tilgreinds útgjaldaliðar fjárlaga. Hann kvaðst hafa skýrt ýmsum aðilum frá þessu þ.á m. forstöðumönnum viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Afstaða fjárveitinga- nefndar til málsins hefði verið áður kunn. Ætti þvi að vera fulltryggt að viðleitni þeirra flutningsmanna hefði borið árangur og að umrædd framkvæmd yrði hafin á næsta fjár- lagaári. Magnús þakkar undirtektir Magnús Kjartansson (Abl), þakkaði undir- tektir forsætis- og heilbrigðisráðherra. Hann hefði, eins og raunar heilbrigðisráðherra, talið eðlilegt, að um sérstaka fjárveitingu yrði að ræða þegar i upphafi. Embættismenn fjármálaráðherra hefðu kosið að hafa heild- arfjárveitingu, er lyti skiptingu fjárveitinga- nefndar. Yfirlýsingar beggja ráðherranna væru þó trygging fyrir þvi, að þetta mál væri heilt i höfn komið. Síðan ræddi Magnús aðstöðu fatlaðra til starfs og þátttöku í þjóðlífi, m.a. til að ferðast milli staða og jafnvel innanhúss. T.d. væri ekki starfsaðstaða fyrir fatlað fólk, er t.d. þyrfti að nota hjólastól, á sjálfu Alþingi. Aðstöðu þeirra þyrfti að bæta, hvarvetna i þjóðlífinu, enda teldu finnskar heimildir að allt að 15% manna væru fatlaðir á einn eða annan veg í þeim mæli að einhverrar aðstoð- ar þyrftu við. Verkefni mörg og brýn Sigurlaug Bjarnadóttir (S), fagnaði fram- kominni fyrirspurn, sem minnti á nauðsyn góðs og þarfs máls. Hins vegar hefði þetta mál í upphafi verið borið fram með óvenju- legum hætti, þ.e. ekki sem breytingartillaga við fjárlög, eins og venja væri, heldur sem tillaga til þingsályktunar. Það kynni að hafa tafið málið. Málið væri flutt af núverandi og fyrrverandi ráðherrum. Þaðætti ekki aö hafa forgang þess vegna, heldur vegna vægis síns. Minna mætti á hliðstæð mál, sem taka þyrfti fyrir i framhaldi af þessu. Þrjár sundlaugar Oddur Olafsson (S), fagnaði því að mál þetta væri nú leyst. Yfirlýsingar ráðherra sem og umsögn fjárveitinganefndar frá fyrra ári, þar sem mælt var með þessari fram- kvæmd sérstaklega við fjárlagagerð 1978, trygðu það. Hins vegar væru tveir aðrir stað- ir, þar sem endurhæfing fatlaðra kallaði á hreyfiaðstöðu i vatni. Við dvalarheimili Sjálfsbjargar og við Landspitalann. Þar hefði verið tiltækur grunnur sundlaugar ráðherra- ár flytjenda málsins — án frekari fram- kvæmda. Og þar væri endurhæfingarstarf eldra að árum en annars staðar. Ráðherrann vék að stjórnarfrumvörpum að nýjum hyggingalögum og skipulagslögum sem núverandi stjórn hefði látið undirbúa, þar sem sjónarmið fatlaðra varðandi hönnun húsnæðis væru tekin að fullu til greina. Ef þau næðu fram að ganga væri málum vísað í réttan framtiðarfarveg. Öðru máli gengdi um eldri hús, sem fyrir væru. Þaö gæti tekið lengri tima að koma nauðsynlegum hreyting- um á innan þeirra veggja, kostnaðar vegna. Málið heilt í höfn Einar Ágústsson ulanríkisráðherra sagði m.a. að hann hefði litið svo á að málaiyktir þessa máls, þ.e. fjárveiting til sundlaugar Grensásdeildar, hefðu verið komnar heilar í höfn á síðasta þingi. Jóhann Hafstein hefði fylgt þessu máli eftir í þingflokki Sjálfstæöis- flokksins og fengið vilyrði ráðherra þéss flokks fyrir málinu. Yfirlýsingar ráðherrra, sem hér væru fram komnar, staðfestu það. Skólar og fatlað fólk Vilhjálmur Hjáimarsson menntamálaráð- herra greindi frá umræðum norrænna menntamálaráðherra, varðandi hönnun hús- næðis i fræðslukerfi með tillili til fatlaðs fólks. Gefin hefðu veriö út tilmæli til íslenzkra arkitekta, er hönnuðu skóla- húsnæði, um þetta efni. Hann minnti og á stjórnarfrumvörp til skipulags- og hyggingar- laga. Ennfremur ákvæði i grunnskólalögum hér um. Ymislegt henti því til réttrar fram- tíðarþróunar i þessu efni. Byrja þurfti einhvers staðar. Eggert G. Þorsteinsson (A) ræddi um aódraganda þessa máls og meðferð í þinginu. Hann sagði m.a. að þótt fleiri þörf verkefni þyrftu á fjármagni að lialda, hefði éinhvers- staðar þurft að byrja, hrjóta ísinn. Flutnings- menn hefðu allir dvalið á Grensásdeild og þekktu þvi aðstæður þar, þörfina þar. Þar af leiddi að tillaga þeirra hefði beinst að byrjunarframkvæmd þar. Eggert sagði að Alþýðuflokkurinn væri heilshugar að baki þessu máli og vitnaði til orða .Gylfa Þ. Gísla- sonar þar um i fyrri umræðum. Þingsályktun — fyrirspurn Olafur Jóhannesson dómsmálaráóherra minnti þingmenn á að þeir væru ekki að ræða þingsályktun. Hér hefði verið horin fram fyrirspurn — og henni hefði verið svarað. Virða hæri þingsköp. Mál væri til komið að fella þessa umræðu — og láta verkin tala í viðfangsefninu. Umræóur heimilar í fyrirspurnatíma Benedikt Gröndal (A) sagði umræður heimilar í fyrirspurnartima, innan lilsettra tímamarka. Fyrirspurn væri oft fram borin, þótt fyrirspyrjandi vissi svarjð. Hér væri um aðferð að ræða til að vekja athygli á málurn — og þoka þeim áleiðis. Benedikt vék aö hönnun húsa með hliðsjón af þörfum fatlaðra. Hann sagöist harma það að nú hefði þurft að bera fjölmarga pallgesti í áheyrendastúku þingsins vegna þess. hvern veg húsakynni væru. Þingframboð fatladra. Albert Guömundsson (S) sagöist m.a. vilja staðfesta þann vilja horgarstórnar Reykja- vikur, sem raunar hefði áður komið glögg- Framhald á bls. 21. SKAMMDEGIÐ KALLAR Á AUKNA AÐGÆZLU OF STUTT BIL MILLI ÖKUTÆKJA VELDUR AFTANÁKEYRSLUM EIN algengasta tegund árekstra eru aftanákeyrslur, sem má oft rekja til gáleysis eða athugunarleysis öku manna. „Ég leit aðeins til hliðar," heyrist oft sagt eftir þessa árekstra, ,,þetta gerðist svo fljótt." Okumenn fylgjast ekki nógu vel með og að sögn lögreglunnar er algengasta orsök þessara árekstra að ökumenn hafa ekki nógu langt bil milli ökutækja. Á s.l. ári urðu 439 aftanákeyrslur. sem lögreglan í Reykjavík gaf skýrslur um. í þessum árekstrum hafa skemmst a.m.k. 878 ökutæki, þvi i sumum árekstrunum lentu saman fleiri en tvö okutæki Það sem af er þessu ári, eða fyrstu 9 mánuðina. hefur lögreglan i Reykjavik gefið skýrslur um 309 aftan- ákeyrslur. Siðustu 3 mánuði ársins 1976 urðu samtals 133 aftánákeyrslur er skiptust þannig: í október urðu þeir 37. i nóvember 40 og i desember 56. Þó að lögreglan hafi gefið þetta margar skýrslur er það staðreynd að i mörgum smærri árekstrum er ekki leitað til hennar. — Er búast má við snjó og hálku nú á næstu mánuðum. á götum og þjóðvegum, ættu allir vegfar endur að hugleiða hvort ekki sé hægt að fækka aftanákeyrslurn, sagði Óskar Ólason, það er nauðsyn, þvi i ótrúlega mörgum tilvikum er ekki um eignatjón eingöngu að ræða, heldur slazast fólk oft m.a. í baki og hálsi, og á í þessu oft svo árum skiptir. — Það er hreinn dónaskapur er öku- menn hafa eðlilegt bil á milli ökutækja, að aðrir ökumenn skuli aka framúr og troða sér inn á milli þeirra á þann hátt, sagði Óskar ennfremur. Breyttar aðstæður krefjast aukinnar aðgæzlu jafnt hjá ökumönnum og gangandi veg farendum í Reykjavik eru þegar orðnar yfir 300 aftanákeyrslur á þessu ári Algengasta orsökin er of stutt bil milli ökutækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.