Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1977
17
Gestur Þorsteinsson
„Gerð sund-
laugar
er okkur
stórmál"
FÓLK gerir sér alls ekki grein
fyrir því hversu geysimikilvægt
það er fyrir hið bæklaða fólk
deildarinnar og fleiri sem eru
ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá inni á deildinni að fá sundlaug,
sagði Gestur Þorsteinsson einn
sjúklinga Grensásdeildar, sem
mættur var í þingsali í gær er
Morgunblaðið ræddi við hann.
Ég lenti sjálfur í því óhappi að
hálsbrotria og lamast að miklu
leyti á öllum útlimum. Þetta hef-
ur tekið mig fulla þrjá mánuði og
ég á töluvert í land að ná mér, en
ég er þess alveg fullviss að væri
til sundlaug við deildina hefði
það flýtt mínum bata og allra
þeirra sem þarna hafa dvalist.
Þegar fólk er í vatni eru allar
hreyfingar þess miklu auðveldari.
Og það eitt veitir sjúklingum
geysilegt sjálfstraust, sem svo aft-
ur leiðir af sér meiri framfarir i
endurhæfingunni.
Ef slik sundlaug væri til staðar
myndi það einnig leiða til þess að
fleiri kæmust til meðferðar vegna
þess að endurhæfingin gengi fyrr
fyrir sig. Þetta hefur verið algert
hörmungarástand hjá okkur. Það
hefur verið reynt eftir getu að
komu sjúklingum í sundlaug hjá
Styrktarfélagi vangefinna að Háa-
leitisbraut 13, en sú sundlaug er
upphaflega byggð fyrir ungbörn
svp það eitt gefur vel til kynna
hversu þessi vandræði eru mikil.
En i þessa sundlaug komast auð-
vitað ekki nándar nærri allir, sem
það vilja.
Það að við erum hingað komin
er algjörlega að frumkvæði sjúkl-
inganna sjálfra, við fréttum af því
að Magnús Kjartansson þingmað-
ur ætlaði að bera fram þessa
fyrirspurn til ráðherra og fórum
við þá þess á leit við starfsfólkið
að við fengjum að fara hingað og
fylgjast með framvindu þessa
máls, sem er eins ogaður sagði
mjög stórt mál í okkar augum á
deildinni, sagði Gestur að lokum.
Heilbrigðisráðherra:
Fjárveiting tryggð til sund-
laugar endurhæfmgarstöðvar
Hafa f atlaðir aðstöðu til þingmannsstarfs í Alþingishúsinu?
FJÖLDI sjúklinga og starfsmanna Borgarspítala (endurhæfingar-
stöðvar/ Grensásdeildar) heimsótti þinghúsið og sat þingpalla, er rædd
var fyrirspurn um fjárveitingu til sundlaugarbyggingar við deiidina í
gær. í ræðum Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra og Matthíasar
Bjarnasonar heilbrigðisráðherra kom m.a. fram, að umspurð fjárveit-
ing væri innifalin í kr. 1.300.000.000.00 fjárveitingu til byggingar
heilbrigðismannvirkja í gjaldalið 381, undirlið 0301, í frumvarpi til
f járlaga fyrir árið 1978.
Fyrirspurn
Magnúsar Kjartanssonar
Magnús Kjartansson (Abl) minnti á þings-
ályktunartillögu, sem hann hefði flutt ásamt
Jóhanni Hafstein (S), Einari Agústssyni (F)
og Eggert G. Þorsteinssyni (A) á sl. þingi,
um fjárveitingu til þessa mannvirkis. Tillaga
þessi hefði ekki fengið fullnaðarafgreiðslu.
Hins vegar hefði henni verið vísað til hæst-
virtrar ríkisstjórnar, að tillögu fjárveitinga-
nefndar, með sérstökum meðmælum um, að
hún yrði tekin til greina við undirbúning og
gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Hins vegar sé ég
ekki, sagði þíngmaðurinn, í frumvarpi til
fjárlaga neina fjárveitingu sérstaklega
merkta þessu verkefni. Þar af leiðir að spurt
er, hvers vegna sá þingvilji, sem kom fram i
rökstuðningi með vísun málsins til ríkis-
stjórnarinnar, var ekki virtur við gerð fjár-
lagafrumvarpsins. — Þingmaðurinn rakti og
að nokkru umræður um málið á fyrra þingi
og jákvæðar undirtektir ráðherra og þing-
manna þá.
Fjárveiting hefur
þegar verið tryggð
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði
þessa fyrirspurn heyra efnislega undir verk-
svið fjármálaráðherra (gerð fjárlaga) og
heilbrigðisráðherra (sem færi með mál heil-
brigðisstofnana). Engu að síður hygðist hann
svara fyrirspurninni, en sagðist vona, að svar
sitt yrði ekki fordæmi um frávik frá hefð-
bundnum þingvenjum um sii'kar fyrirspurn-
ir, eftir verkaskiptingu ráðherra.
Forsætisráðherra sagði það venju, er fjár-
lagafrumvarp væri lagt fram til fyrstu um-
ræðu, að fjárveiting til stofnkostnaðar heil-
brigðisstofnana. (til sjúkrahúsa og læknisbú-
staða) væri tilgreind ósundurliðuð (í heildar-
upphæð). Það væri siðan fjárveitinganefnd-
ar að skipta fjárveitingunni á einstök verk-
efni. Þetta væri öllum þingmönnum kunn-
ugt. Rætt væri hvers vegna að fram kæmi að
bæði heilbrigðisráðherra og fjármálaráð-
herra ætluðust til að sundlaug við Grensás-
deild fengi umrædda fjárveitingu af 1,3
milljarða króna heildarframlagi i fjárlögum,
svo framkvæmdin gæti farið af stað árið 1978
— og viðunandi framkvæmdaáfanga náð —,
enda lægi fyrir, hver afstaða fjárveitinga-
nefndar væri til málsins frá fyrra ári. Fjár-
veitinganefnd þyrfti Jiins vegar að hafa sam-
band við borgarstjórn Reykjavikur, sem
einnig væri kostnaðaraðili að þessari fram-
kvæmd, áður en málið væri endanlega og
formlega afgreitt. Vilji borgarstjórnar væri
að vísu ljós, en hins vegar hefði hún ekki
gengið frá fjárhagsáætlun til framkvæmda
fyrir komandi ár. Hér væru þvi formsatriði
ein eftir.
Ræða heilbrigðisráðherra
Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra
gerði síðan grein fyrir fjárveitingum til heil-
brigðisstofnana í framlögðu fjárlagafrum-
varpi — og hvað umrædda heildarfjárveit-
ingu hafa hækkað um 35,7% frá fyrra ári.
Hann hefði rætt um það við fjármálaráð-
herra, hvort ekki væri rétt að hafa fjárveit-
ingu til sundlaugar Grensásdeildar í sér lið,
en fjármálaráðherra talið eðlilegra, að hafa
venjubundinn hátt á — og formlega skipt-
ingu í hóndum fjárveitinganefndar. Væri sá
háttur m.a. hafður á vegna nauðsynlegs sam-
ráðs við Reykjavikurborg sem kostnaðarað-
ila, þó að vilji borgarstjórnar í þessu efni
væri kunnur.
Fjárveiting
áþurru
Jóhann Hafstein (S), sem var einn af flutn-
ingsmönnum málsins, gerði grein fyrir við-
ræðum sínum við viðkomandi ráðherra, eftir
að frumvarp til fjárlaga kom fram. Hefðu
þeir allir staðfest, að umrædd fjárveiting
væri innan tilgreinds útgjaldaliðar fjárlaga.
Hann kvaðst hafa skýrt ýmsum aðilum frá
þessu þ.á m. forstöðumönnum viðkomandi
heilbrigðisstofnunar. Afstaða fjárveitinga-
nefndar til málsins hefði verið áður kunn.
Ætti því að vera fulltryggt að viðleitni þeirra
flutningsmanna hefði borið árangur og að
umrædd framkvæmd yrði hafin á næsta fjár-
lagaári.
Magnús
þakkar undirtektir
Magnús Kjartansson (Abl), þakkaði undir-
tektir forsætis- og heilbrigðisráðherra. Hann
hefði, eins og raunar heilbrigðísráðherra,
talið eólilegt, að um sérstaka fjárveitingu
yrði að ræða þegar í upphafi. Embættismenn
fjármálaráðherra hefðu kosið að hafa heild-
arfjárveitingu, er lyti skiptingu fjárveitinga-
nefndar. Yfirlýsingar beggja ráðherranna
væru þó trygging fyrir því, að þetta mál væri
heilt i höfn komið.
Síðan ræddi Magnús aðstóðu fatlaðra til
starfs og þátttöku í þjóðlífi, m.a. til að ferðast
milli staða og jafnvel innanhúss. T.d. væri
ekki starfsaðstaða fyrir fatlað fólk, er t.d.
þyrfti að nota hjólastól, á sjálfu Alþingi.
Aðstöðu þeirra þyrfti að bæta, hvarvetna í
þjóðlífinu, enda teldu finnskar heimildir að
allt að 15% manna væru fatlaðir á einn eða
annan veg í þeim mæli að einhverrar aðstoð-
ar þyrftu við.
Verkefni
mörg og brýn
Sigurlaug Bjarnadóttir (S), fagnaði fram-
kominni fyrirspurn, sem minnti á nauðsyn
góðs og þarfs máls. Hins vegar hefði þetta
mál í upphafi verið borið fram með óvenju-
legum hætti, þ.e. ekki sem breytingartillaga
við fjárlög, eins og venja væri, heldur sem
tillaga til þingsályktunar. Það kynni að hafa
tafið málið. Máliö væri flutt af núverandi og
fyrrverandi ráðherrum. Það ætti ekki að haf a
forgang þess vegna, heldur vegna vægis síns.
Minna mætti á hliðstæð mál, sem taka þyrfti
fyrir i framhaldi af þessu.
Þrjár sundlaugar
Oddur Olafsson (S), fagnaði því að mál
þetta væri nú leyst. Yfirlýsingar ráðherra
sem og umsögn fjárveitinganefndar frá fyrra
ári, þar sem mælt var með þessari fram-
kvæmd sérstaklega við fjárlagagerð 1978,
trygðu það. Hins vegar væru tveir aðrir stað-
ir, þar sem endurhæfing fatlaðra kallaði á
hreyfiaðstóðu í vatni. Við dvalarheimili
Sjálfsbjargar og við Landspítalann. Þar hefði
verið tiltækur grunnur sundlaugar ráðherra-
ár flytjenda málsins — án frekari fram-
kvæmda. Og þar væri endurhæfingarstarf
eldra að árum en annars staðar.
Ráðherrann vék að stjórnarfrumvörpum að
nýjum byggingalögum og skipulagslögum
sem núverandi stjórn hefði látið undirbúa,
þar sem sjónarmið fatlaðra varðandi hönnuh
húsnæðis væru tekin að fullu til greina. Ef
þau næðu fram að ganga væri málum vísað í
réttan framtíðarfarveg. Öðru rriáli gengdi um
eldri hús, sem fyrir væru. Það gæti tekið
lengri tima að koma nauðsynlegum breyting-
um á innan þeirra veggja, kostnaðar vegna.
Máliðheiltíhöfn
Einar Agústsson utanríkisráðherra sagði
m.a. að hann hefði litið svo á að málalyktir
þessa máls, þ.e. fjárveiting til sundlaugar
Grensásdeildar, hefðu verið komnar heilar í
höfn á síðasta þingi. Jóhann Hafstein hefði
fylgt þessu máli eftir í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins og fengið vilyrði ráðherra þess
flokks fyrir málinu. Yfirlýsingar ráðherrra.
sem hér væru fram komnar, staðfestu það.
Skólar og fatlað fólk
Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð-
herra greindi frá umræðum norramna
menntamálaráðherra, varðandi hönnun hús-
næðis í fræðslukerfi með tilliti til fatlaðs
fólks. Gefin hefðu verið út tilmæli til
íslenzkra arkitekta, er hönnuðu skóla-
húsnæði, um þetta efni. Hann minnti og á
stjórnarfrumvórp til skipulags- og byggingar-
laga. Ennfremur ákvæði í grunnskólalögum
hér um. Ymislegt benti þvi til íéttrar fram-
tiðarþróunar i þessu efni.
Byrjaþurfti
einhvers staðar.
Eggert G. Þorsteinsson (A) ræddi um
aðdraganda þessa máls og meðferð i þinginu.
Hann sagði m.a. að þótt fleiri þörf verkefni
þyrftu á fjármagni aö halda, hefði einhvers-
staðar þurft að byrja, brjóta ísinn. Flutnings-
menn hefðu allir dvalið á Grensásdeild og
þekktu þvi aðstæður þar, þörfina þar. Þar af
leiddi að tillaga þeirra hefði beinst að
byrjunarframkvæmd þar. Eggert sagði að
Alþýðuflokkurinn væri heilshugar að baki
þessu máli og vitnaði til orða Gylfa Þ. Gísla-
sonar þar um i fyrri urnræðum.
Þingsályktun
— fyrirspurn
Olafur Jóhannesson dótnsmálaráðherra
minnti þingmenn á að þeir væru ekki að
ræða þingsályktun. Hér hefði verið borin
fram fyrirspurn — og henni hefði verið
svarað. Virða bæri þingsköp. Mál væri til
komið að fella þessa umræðu — og láta
verkin tala í viðfangsefninu.
Umræður heimilar
í fyrirspurnatíma
Benedikt Gröndal (A) sagði umræður
heimilar i fyrirspurnartíma, innan tilsettra
tímamarka. Fyrirspurn væri oft fram borin,
þótt fyrirspyrjandi vissi svarið. Hér va>ri um
aðferð að ræða til að vekja athygli á málum
— og þoka þeim áleiðis.
Benedikt vék að hönnun húsa með hliðsjón
af þöifum fatlaðra. Hann sagðist harma það
að nú hefði þurft að bera fjólmarga pallgesti
í áheyrendastúku þingsins vegna þess, hvern
veg húsakynni væru.
Þingframboð
fatlaðra.
Albert Guðmundsson (S) sagðist m.a. vilja
staðfesta þann vilja borgarstórnar Reykja-
vfkur, sem raunar heföi áður komið glögg-
Framhald á bls. 21.
7T BIL MILLI OKUTÆKJA
JR AFTANÁKEYRSLUM
n lögreglan í Reykjavik gaf skýrslur
i. í þessum árekstrum hafa skemmst
n.k. 878 ökutæki, þvi ! sumum
tkstrunum lentu saman fleiri en tvö
jtæki. ÞaS sem af er þessu ári, eSa
stu 9 mánuSina, hefur lögreglan í
ykjavik gef iS skýrslur um 309 aftan-
eyrslui. SiSustu 3 mánuSi ársins
76 urSu samtals 133 aftanákeyrslur
skiptust þannig: í október urSu þeir
. i nóvember 40 og i desember 56.
Þó aS lögreglan hafi gefiS þetta
margar skýrslur er þaS staSreynd aS i
mörgum smærri árekstrum er ekki
leitaS til hennar. — Er búast má viS
snjó og hálku nú á næstu mánuSum, á
götum og þjóSvegum. ættu allir vegfar-
endur aS hugleiSa hvort ekki sé hægt
aS fækka aftanákeyrslum, sagSi Óskar
Ólason. þaS er nauSsyn, þvi i ótrúlega
mörgum tilvikum er ekki um eignatjón
eingöngu aS ræSa. heldur slazast fólk
oft m.a. i baki og hálsi, og á i þessu oft
svo árum skiptir.
— ÞaS er hreinn dónaskapur er öku-
menn hafa eSlilegt bil á milli ökutækja,
aS aSrir ökumenn skuli aka framúr og
troSa sér inn á milli þeirra á þann hátt,
sagSi Óskar ennfremur. Breyttar
aSstæSur krefjast aukinnar aSgæzlu
jafnt hjá ökumónnum og gangandi veg-
farendum.
í Reykjavik eru þegar orSnar yfir 300 aftanákeyrslur á þessu ári
Algengasta orsökin er of stutt bil milli ökutækja