Morgunblaðið - 19.10.1977, Side 18

Morgunblaðið - 19.10.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKT0BER 1977 — Samningar sveitarfélaganna Framhald af bls. 32. Reykjavik. I desember kemur siðan launauppbcit eftir 16 ára starf. eftir 14 ára starf 75% og eftir 12 ára starf 50%. Þá er nýr starfsaldursflokkur eftir 15 ára starf. Þá samdist einnig um að greidd skyldu 0.35% i orlofs- heimilissjóð. Afangahækkanir eru eins og i Reykjavíkur- samkomulaginu og endur- skoðunarsamkomulag eins og þar einnig án verkfallsréttar. Kristinn kvaðst vónast til þess að við nýju atkvæðagreiðsluna yrðu samningarnir samþýkktir og kvaðst hann vilja hvetja alla til þess að greiða atkvæði. A Akureyri voru samningarnir, sem tókust í fyrradag, samþykktir með 165 atkvæðum gegn 6, en þátttaka í kosningunni var 52%. Samkomulagið er byggt á sátta- tillögunni — að sögn Helga Bergs bæjarstjóra — og þeim launa- stiga, sem felldur var i Reykjavik á dögunum með þeim breytingum þó að hann hækkar frá og með 1. júli um 1.2%, en þó aldrei um lægri upphæð en 2 þúsund krón- ur. Þá var samkomulagið einnig fellt við fyrra samkomulag, sem gert var á Akureyri. Endur- skoðunarákvæði samningsins er eins orðað og í Reykjavíkur- samkomulaginu. Tryggingaupp- hæðir, sem tilgreindar voru í sáttatillögunni, voru hækkaðar um 50% og í desember er greiðsla eftir 18 ára starf að upphæð 50 þúsund krónur, 25 þúsund eftir 10 ára starf, en þessar greiðslur voru í eldra samkomulagi, en hækkaðar til samræmis við verð- lagsbreytingar. Bæjarráð sam- þykkti samningana í gærkveldi og hefur verkfalli á Akureyri þar með verið aflýst. Þá voru i gærkveldi undir- ritaðir og samþykktir samningar í Mosfellssveit. Samningagerð lauk klukkan 19 f gær og samþykkti sveitarstjórn samningana ein- róma, en starfsmannafélágið með öllum greiddum atkvæðum nema tveimur, einn var á móti og annar seðill auður. Jón Guðmundsson oddviti kvað samninginn hafa verið gerðan með hliðsjón af Reykjavíkursamningnum og samningum annarra sveitar- félaga. Hann kvað hann frá sjónarhóli starfsmannafélagsins örlitið betri en samningarnir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Samningaviðræður á ísafirði strönduðu í fyrrakvöld skömmu eftir miðnætti og hafa þær ekkert gengið síðan. Ekki kvað Bolli Kjartansson Ijóst, hvert fram- haldið yrði, en hann kvað svipaða stöðu upp komna og kom upp í Kópavogi fyrir nokkrum dögum. Starfsmennirnir krefðust upp- sagnarákvæðis með verkfallsrétti, ef hróflað yrði við vísitöluákvæð- um samningsins. en bæjarstjórn- in teldi sig ekki hafa lagaheimild til þess að gánga að þeirri kröfu. Þvi er algjör kyrrstaða, en Isa- fjörður er þá eina sveitarfélagið, þar sem ekki hefur verið lokið við gerð kjarasamnings. — Yfirlýsing Framhald af bls. 2 slitum atkvæðagreiðslunnar inn með veöurfregnum kl. 01.00 þriðjudaginn 11. október. Það skal tekið fram að starfsmenn út- varpsins komu hvergi nærri þeg- ar þessu var lætt inn, enda úrslit- in lesin af starfsmanni Veðurstof- unnar. Með þessu athæfi átti Starfsmannafélag Reykjavikur- borgar hlut að einu af fyrstu verkfallsbrotunum í yfirstand- andi verkfalli, og kom það úr hörðustu átt, að það skyldu vera félagar okkar í B.S.R.B., sem stóðu að þessu verkfallsbroti. SlarfsmannafúlaK Kíkisútvarpsíns. — Kennsla hefst Framhald af bls. 32. skólar, Kennaraháskólinn og Tækniskóli íslands verða væntan- lega opnaðir til kennslu á venju- bundinn hátt frá og með 19. þessa mánaðar. Verkfallsnefnd BSRB þakkar þann stuðning við verkfall BSRB, sem fram hefur komið í þessum skólum, bæði meðal kennra og nemenda og tekur fram að sú undanþága, sem húsvörðum þess- ara skóla er hér með veitt er gerð til þess að gera þeim nemendum, sem sýnt hafa samstöðu með BSRB i þessu verkfalli, ekki erf- iðara fyrir með nám en efni standa til. Verkfallsnefnd BSRB telur, að sú lokun framhaldsskóla, sem staðið hefur frá upphafi verkfalls, hafi sýnt hversu mikil- væg störf þeirra eru." — Hreyfing á samninga málum Framhald af bls. 32. lags starfsmanna rikis og bæja og ýmis teikn voru á lofti um að bandalagið væri komið i meiri samningsham en áður Verkfalls- nefnd BSRB ákvað að aflýsa verk- falli húsvarða, svo að starfsemi æðri skóla, þar sem félagar Bandalags háskólamanna kenna, gæti hafizt. Þá breyttu lögreglu- þjónar afstöðu sinni til verkfalls- aðgerða og undanþága var veitt fyrir flugvél, sem sækja átti far- þega til Portúgals. Þá veitti BSRB undanþágu, svo að unnt yrði að greiða vikukaupsmönnum, iðnað- ar- og verkamönnum kaup, en það var ekki hægt síðastliðinn föstu- dag vegna verkfalls BSRB. En þótt andrúmsloftið væri íétt- ara í Háskólanum í gær, verður að hafa í huga, að þá var talsvert langt i land til samkomulags. Reynslan af kjarasamningum er sú, að lokasprettur samningavið- ræðna er oft langur og geta mörg vandamál komið upp, sem ekki er unnt að sjá fyrir. — Lögbann Framhald af bls. 32. bannsaðgerðir á verkfallsvörzlu BSRB. Ráðherra sagði að Árni Friðriksson hefði átt að fara til síldarleitar klukkan 13 á mánu- dag, og með honum Jakob Jakobs- son sem leiðangursstjóri. Þegar Jakob kom að skipinu 10 mínút- um fyrir áætlaða brottför var mannþyrping við landganginn og voru þar flestir með merki verk- fallsvörzlu BSRB. Ráðherra sagði að Jakob hefði í skýrslu sinni um atburðinn skýrt svo frá, að einn úr hópnum hefði ávarpað sig Og sagt að verkfallsverðirnir ætluðu að koma i veg fyrir brottför skipsins og varnað honum upp- göngu. Hefði Jakob þá gengið þétt upp að verkfallsmönnum en þeir hvergi hvikað. Þá skýrði skip- stjóri Jakobi svo frá, að verkfalls- verðir hefðu sagt honum, að þeir myndu koma i veg fyrir að skipið leysti landfestar. „Þegar svo er komið, að rann- sóknaskip fær ekki að láta úr höfn til mikilvægra starfa getur ráðuneytið ekki viðurkennt að verkfallsverðir BSRB fái hér að ráða. Það er rétt að rannsókna- menn eru félagar í BSRB en i þessa ferð voru engir ráðnir í þeirra stað og þvi ganga engir inn í þeirra störf. Þess vegna hefur verið óskað fógetaúrskurðar i máli þessu. Sama sagan endurtók sig i dag í sambandi við rann- sóknaskipið Dröfn en ekki hefur verið óskað úrskurðar í því máli enn sem komið er a.m.k. Þetta er eitt af mörgum tilvikum i þessu verkfalli, þar sem gengið hefur verið of langt. Sjávarútvegsráðu- neytið viðurkennir verkfallsrétt opinberra starfsmanna og virðir hann innan marka laganna en það getur ekki á þennan hátt látið stöðva mikilvægar ferðir rann- sóknaskipa án þess að grípa til mótaðgerða." — Beygið ykkur Framhald af bls. 1 mennirnir einum farþeganna högg og okkur var stöðugt ógnað." Hans-Jtirgen Wischnewski, samningamaður vestur-þýzku stjórnarinnar i málinu, sagði að vikingahermennirnir og far- þegarnir hefðu verið i talsverðri hættu þegar ráðizt var á flug- vélina. Hann sagði að nokkrar handsprengjur og töluvert magn af sprengiefni hefði fundizt í vélinni. Oiva Ojalainen, kaupsýslu- maður af finnskum ættum, sagði að skömmu eftir lendinguna i Mogadishu hefðu flugræningjarn- ir haldið að áras yrði gerð á vélina. „Þeir bundu okkur með nylon-sokkum og létu okkur sitja með spennt öryggisbelti í rúma tvo klukkutima," sagði hann. „Flugræningjarnir helltu lika niður áfengi. Ef árásin hefði verið gerð þá getur verið að við hefðum öíl farizt í áfengislogum," sagði Ojalainen. Ojalainen sagði að flugstjórinn, JOrgen Schumann, hefði verið drepinn fyrir framan alla far- þegana. „Við héldum að þeir mundu halda áfram að taka fólk af lífi, en þegar einn flugræningj- anna hafði liflátið flugstjórann sagði hann: Nú skulum við fá okkur sigarettupásu. Likið var látið liggja í um fimm tima á gólfinu. Þá settu ræningjarnir það inn í skáp.“ Frú Elisabeth Múller frá Dusseldorf, eínn fyrsti gislinn sem var bjargað, sagði að björgunin hefði komið gersam- lega á óvart: „Við heyrðum hávaða og siðan hrópaði einhver á þýzku: Beygið ykkur, beygið ykkur, ykkur verður ekki gert mein. Síðan var ég dregin út um neyðarútganginn." Frú Muller sagði að flug- ræningjarnir hefðu bannað allar samræður. Hún sagði að í eina skiptið sem flugræningjarnir hefðu slakað á hefði verið í Dubai þegar allir um borð héldu upp á 28 ára afmæli norskrar flug- freyju, Annmarie Staringer. Hún sagði að þá hefðu allir skálað i kampavíni. Víkingahermönnunum var fagnað sem þjóðhetjum þegar þeir komu til Kölnar i dag. Vestur-þýzki innanríkisráð- herrann sagði við þá: „Við erum stoltir af ykkur. Þið lögðuð allt i sölurnar til þess að bjarga lifi annarra." Einn farþeganna sem komu til Frankfurt lýsti því hvernig flug- ræningjarnir hefðu skotið flug- stjórann til bana í Aden, siðasta viðkomustaðnum áður en flugvél- in lenti í Mogadishu. „Þeir gerðu það fyrir framan alla, jafnvel börnin" sagði hann. Annár maður í flugvélinni sagði að svo hafi virzt að flug- stjóranum og hryðjuverka- mönnunum hafi orðið sundur- orða. Flugstjórinn, Jurgen Schu- mann, var sá eini af gislunum sem beið bana. Farþegarnir sögðu að mikil It'1 i<KI þrengsli hefðu verið i vélinni og að farið hefði illa um það. Einn þeirra sagði að þeir hefðu fengið hrottalega meðferð og flug- ræningjarnir hefðu ekki leyft þeim að fara úr sætunum nema það hefði verið nauðsynlegt. Fréttin um björgun gislanna vakti mikinn fögnuð og létti í Vestur-Þýzkalandi og það eina sem skyggði á gleðina var von- leysi um að iðnrekandinn Schleyer væri enn á lífi. 1 kvöld skoraði Walter Scheel forseti á ræningjana að sleppa Schleyer. 1 útvarps- og sjónvarps- ræðu til þjóðarinnar beindi Schee| máli sinu að ræningjunum og sagði: „Þessari stigmögnun of- eldis og dauða verður að ljúka. Allur heimurinn, bæði austur og vestur, er á móti ykkur.“ „Hagið ykkur aftur eins og manneskjur," sagði Scheel. „Þetta er siðasta tækifærið sem þið hafið til þess,“ bætti hann við. Yfirleitt að- eins smámál til kasta verkfallsvarða UM SEXTIU manns eru stöðugt á föstum vöktum við verkfalls- vörslu í Reykjavík og nágrenni á vegum BSRB. Mörg hundruð fé- lagar í BSRB taka að staðaldri þátt í verkfallsvörslunni. Nokkrir menn eru stöðugt á vakt við telex-stöðina i Lands- símahúsinu í Reykjavík og koma í veg fyrir að gataspjöld séu sett i telextækin. Þá er stöðug verk- fallsvarsla við simstöðina í Breið- holti. Fjórir menn eru stöðugt á vakt við Tollstöðina í Reykjavík vegna orðróms um að fara ætti með toll- skjöl frá farskipunum á ytri höfn- inni til tollgæslustjóra. A nokkrum stöðum úti á landi eru verkfallsvörsluskrifstofur og annarsstaðar annast einstakling- ar eftirlit með þvi að ekki séu framin verkfallsbrot. Yfirleitt hafa aðeins smámál komið til kasta verkfallsvarða, en töluvert stapp hefur verið vegna starf- rækslu Menntaskólans á Akur- eyri. (FréttatilkynninK frá BSRB) — Ögri seldi Framhald af bls. 32. og segja þeir að það sé einstakt í svona stórum farmi. Meðalbrúttóverð á hvert kiló var kr. 159, en meðalskipta- verð á kíló kr. 106, en þess ber að gæta að önnur skiptakjör eru á stærri skuttogurunum, heldur en á bátum og minni skuttogurum. — Baader og 2 félagar hans Framhald af hls. 1 ið sér þegar þau höfðu frétt um björgun gíslanna í flugvél Luft- hansa í Mogadishu. Þau voru öll dæmd í ævilangt fangelsi í apríl fyrir sprengjutilræði, skotárásir, bankarán og morð á fjórum bándarískum hermönnum. Embættismenn vita ekki hver hefur getað smyglað inn í fangels- ið byssunum sem Baader og Raspe réðu sér bana með. Fyrir aðeins hálfum mánuði samþykkti vestur-þýzka þingið sérstök lög þess efnis að einangra ætti alla þýzka skæruliða sem sætu í fang- elsi frá öllu sambandi við um- heiminn og sín í milli. Lögin voru samþykkt í miklum flýti eftir rán- ið á iðnrekandanum Hanns- Martin Schleyer sem var rænt fyr- ir sex vikum og enn hefur ekkert spurzt til. Dómsmálaráðherrann í Baden- WOrttemberg, Traugott Bender, sagði á blaðamannafundi f Stutt- gart að hann gæti ekkert um það sagt hvaðan byssurnar hefðu komið og hvers vegna engum fangaverði tókst að koma í veg fyrir sjálfsmorðin. Hann sagði að síðan lögin hefðu verið samþykkt hefðu jafnvel ekki verjendur Baader-Meinhof hópsins fengið að heimsækja fanga úr hópnum. Hann sagði að leitað hefði verið í fangaklefum „næstum daglega" síðan Schleyer var rænt. Bender sagði að Raspe hefði fundizt í klefa sínum með sár á höfði kl. 7.41 að staðartíma. Hann var fluttur í Katharinensjúkra- húsið í Stuttgart þar sem hann lézt tveimur tímum síðar. Önnur byssa fannst við lík Baaders, 34 ára gamals leiðtoga hópsins sem spratt upp úr hreyf- ingu róttækra vestur-þýzkra stúdenta á síðasta áratug. Hinn stofnandi hópsins, Ulrika Mein- hof, fannst látin í klefa sínum í sama fangelsi í mai 1976 og hafði hengt sig á sama hátt og frú Ensslin. Bender sagði að í nótt hefði aðeins einn fangavörður verið á verði á sjöundu hæð fangelsisins þar sem klefarnir voru. Hann var aðeins 15 metra frá klefunum en heyrði enga skothríð eða annan hávaða. En ráðherrann benti á að klefadyrnar væru hljóðeinangrað- ar. Hann sagði að ekkert benti til þess að einhver starfsmaður fang- elsisins hefði smyglað inn vopn- um eða útbúnaði handa frú Ennslin til að hengja sig með. Ráðherrann kvaðst ekki geta úti- lokað þann möguleika að einhver úr hópi annarra hinna 800 fanga fangelsisins hefðu heyrt fréttina um björgun gislanna i Mogadishu og komið boðum til Baaders, Raspes og Ensslins. Starfsmenn í Stammheim segja að Raspe og Baader hafi siðast sézt kl. 11 í gærkvöidi þegar þeim voru afhent lyf sem þeir báðu jafnan um. Starfsmenn sáu frú Ensslin síðast kl. 4 þegar klefa- dyrum hennar var lokað. Frú Möiler, sem einnig reyndi að svipta sig lífi, var lika í hópi hinna 11 fanga sem flugræningj- arnir og ræningjar Schleyers kröfðust að fá leysta úr haldi. Lögfræðingur Ensslins, Otto Schily, sagði i Vestur-Berlin að verjendur fanganna útilokuðu ekki þann möguleika að skærulið- arnir hefðu ekki fyrirfarið sér. Vafi léki á þvi að um sjálfsmorð væri að ræða þar sem Baader og Raspe hefðu komizt yfir byssur. I Bonn hét sambandsstjórnin nákvæmri rannsókn á dauða fang- anna. Talsmaður stjórnarinnar, Klaus Bölling, sagði að „félagar í glæpasamtökum hefðu jafnvel notað sjálfsmorð sitt til að reyna að herða á ofstækisfullri morð- baráttu gegn ríkinu." Embættismenn í Stuttgart sögðu að þeir hefðu beðið tvo óháða heimskunna eitursérfræð- inga frá Vín og Ziirich að taka þátt í krufningu líka hinna látnu. Amnesty International hefur einnig verið boðið að senda full- trúa til krufningarinnar. Þar með er reynt að koma í veg fyrir deilu í líkingú við þá er reis eftir dauða frú Meinhof. Sumir verjendur hennar sögöu að hún heföi verið myrt. Annar af leiðtogum Baader- Meinhof, Holger Meins, lézt i nóvember 1974 eftir hungurverk- fall. — Ekki ástæða Framhald af bls. 2 sleppt að loknum yfirheyrslum enda gæfi sakaferill hans ekki tilefni til gæzluvarðhaldsúrskurð- ar. Gæzluvarðhalds væri ekki krafizt nema málið væri óupplýst eða þá að viðkomandi hefði áður fengið kærur fyrir sams konar brot eða önnur jafn alvarleg, enda nær engar líkur á því að gæzluvarðhaldskrafa næði að öðr- um kosti fram að ganga. Væri þá alla jafna krafizt geðrannsóknar á viðkomandi. Þórir sagði að í umræddu til- felli hefði pilturinn játað brot sitt fullkomlega og hreinskilnislega. Hann hefði haft hreina sakaskrá og framkoma hans ekki verið slík, að talin væri nauðsyn á geðrann- sókn. Nú hefði það hins vegar gerst, að umræddur piltur hefði játað á sig gróft brot á nýjan leik og væri nú fullkomin ástæða til varðhalds og geörannsóknar. Sagði Þórir að lokum, aö það væri afar óalgengt að menn, sem fremdu brot af þessu tagi og hefðu þá hreint sakavottorð, gerðu sig seka um slík brot aftur. Frá Menntaskólanum í Reykjavík Kennsla hefst hjá 3. bekk í dag, miðvikudag, samkvæmt stundaskrá en hjá öðrum bekkjum hefst kennsla á morgun samvæmt stundaskrá. Rektor. Maðurinn minn ÓLAFUR VETURLIÐI OODSSON bifreiðarstjóri, Jórufelli 12. Rvík, verður larðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20 október kl 1 3 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð Þeim, sem vildu minnast hins látna. er bent á Styrktarfélag vangefinna F h aðstendenda Sóley Halldórsdóttir. úíjoiqosm nnrugóliino»qqqiJ jvtíorn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.