Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1977 23 Félagsstarf aldr- aðra í Bústaðasókn FJÓRAR telpur efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. A myndina vantar eina úr hópnum, en á henni eru þær Brynja Birgisdóttir, Guðlaug Ingvarsdóttir og Anna Guðrún Gylfadóttir. A myndina vantar Lindu Birgisdóttur. Alls söfnuðu telpurnar 2200 krónum. Krakkar styrkja líknar- starf með hlutaveltum A mióvikudögum milli kl. 2 og 5 fer fram starf fyrir aldraða í Safnaðarheimili Bústaðakirkju. Hófst það fyrir tveimur vikum pg lofar mjög góðu. Aðsókn hefur verið góð og hinn rétti heimilisbragur yfir öllu. Það er lesið, enda liggja öll dagblöðin frammi, og mikið sungið, enda hefur organisti kirkjunnar Guðni Þ. Guðmundsson verið ötull og léttur við hljóðfærið og komið með aðra listamenn með sér. Þá hefur verið spilað á spil af sannri leikgleði og sizt mætti gleyma handavinnunni, sem frú Magda- lena Sigurþórsdóttir stýrir af al- kunnri leikni. Og þá hafa veiting- ar kvenfélagskvennanna verið einstaklega vel þegnar. I dag bætist einn liður enn við starfsemina, en þá koma bóka- vag'nar frá Borgarbókasafninu, útibúinu Bústaðakirkju upp á efri hæðina, og starfsfólkið kynnir bækur sínar, starfsemi safnsins og aðstoðar fólkið við að fá lánað- ar bækur. Er ekki að efa, að þessi þjónusta verður vel þegin. Félagsstarf þetta er öllum þeim opið, sem eru orðnir 67 ára gaml- ir, eða hafa hætt starfi, og eigi einhverjir erfitt með að komast, er hægt að tala við frú Áslaugu Gisladóttur, formann safnaðar- ráðs kirkjunnar í sima 32855 og reynir hún þá að leysa úr þeim vandkvæðum sem öðrum. Ól.Sk. t AUGLÝSINGASIMINN ER: p^f^ 22480 | JW»tfl«nbI«bi!> Nýtt - Nýtt - Nýtt - Nýtt GLÆSILEG BAÐSETT FRÁ ÍTALÍU ÞESSAR vinkonur Kristbjörg Gísladóttir og Margrét Adolfsdóttir, báðar i Melaskólanum, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Kristniboðs- samband K.F.U.M & K.F.U.K. Söfnuðu þær alls um 20.000 krónum. ÞESSIR ungu Hafnfirðingar, Snorri Jósefsson og Ingólfur Einarsson, söfnuðu fyrir nokkru rúmlega 12.800 krónum með hlutaveltu, til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og f atlaðra. SÉRSTAKUR KYNNINGAR- AFSLÁTTUR TIL MÁNAÐAR- MÓTA Pantið tímanlega OPIÐ LAUGARDAG 10-4 BYGGINGAMARKAÐURINNhf VERZLANAHÖLLINNI GRETTISG. / LAUGAV. Síml 13285 Bók kvikmyndaleikkonunnar Liv Ullmann Umbreytingin komin út. Mest umtalaða bók í vestrænum heimi. Metsölubók í þremur heimsálfum. Liv vill sýna manneskjuna án grímu. HELGAFELLSBÓK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.