Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÖBER 1977 Hinn bráðefnilegi leikmaður Haukaliðsins, Andrés Kristjánsson hefur þarna smeygt sér milli þeirra Björns Björnssonar, Stefáns Gunnars- sonar og Steindórs Gunnarssonar og skorar f.vrir Hauka. Frábær markvarzla og yfirvegun gnmnurínn að úvænhim Haukasigrí GÓÐUR markvörður er helmingurinn af handknattleiks- liði. Þessi gömlu og nýju sannindi komu áþreifanlega í Ijós í fyrra- kvöld er Haukar úr Hafnarfirði og Islandsmeistarar Vals mættust f 1. deildar keppninni f Laugar- dalshöllinni. Fráhær frammi- staða Gunnars Einarssonar, Haukamarkvarðar, varð öðru fremur til þess að lið hans gekk með sigur af hólmi — nokkuð sem engan hafði órað fyrir, og lslandsmeistararnir hafa því að- eins hiotið 2 stig eftir 3 leiki. Haukarnir hafa hins vegar ekki tapað leik enn — gert jafntefli við IR og Fram og unnið Val. Sannarlega góð byrjun hjá liðinu — en spurningin er sú hvort ekki fer fyrir Haukum að þessu sinni eins og svo oft áður, að byrja vel, en detta sfðan niður þegar á mót- ið Ifður. Haukarnir urðu fyrir miklu áfalli er þeir misstu markakóng sinn, Hörð Sigmarsson, yfir í 2. deildar liðið Leikni i haust, en Hörður hefur jafnan skorað um helming marka Haukanna. Áttu fæstir von á því að Haukarnir myndu setja strik í reikninginn í mótinu í vetur, en það hafa þeir þegar gert með sigri sfnum yfir Val. Bættu þeir sér upp missi markakóngsins með yfirveguðum og skynsamlegum Ieik — héldu knettinum vel þegar það átti við og léku upp á að skora, auk þess sem vörn iiðsins barðist af frábærum daugnaði og ákveðni gegn skyttum Valsliðsins. Svo mikil „keyrsla" var á vörn Hauk- anna í fyrri hálfleiknum, að undirrituðum datt ekki annað í hug, en að leikmennirnir myndu verða að slaka á i seinni hálfleik. Svo varð þó ekki. Var það ekki fyrr en sigurinn var í höfn að Haukarnir gáfu eftir og íslands- meisturunum tókst að bjarga and- litinu, að nokkru. Urslit leiksins urðu 16—14 sigur Haukanna, en staðan i hálfleik var orðin 11—5 fyrir Haukana og mestur varð munurinn átta mörk i byrjun seinni hálfleiksins. Hjálpaði það einnig Valsmönnum undir lokin að dómararnir, Gunnlaugur Hjálmarsson og Jón Friðsteins- son, voru örlátir á vitaköst þeim til handa. Annars dæmdu þeir félagar leik þennan ágætlega og voru jafnan sjálfum sér sam- kvæmir í dómunum. Það var lika augljost að Vals- menn voru nokkuð langt frá sínu bezta i Teiknum í fyrrakvöld og hafa sjálfsagt vanmetið andstæð- ing sinn, en slíkt kemur öllum i koll. Skýringin á ósigri Vals ligg- ur þó alls ekki í því að liðið hafði átt mjög lélegan leik, heldur miklu fremur í góðri markvörzlu Gunnars Einarssonar og dugnaði og yfirveguðum leik Haukanna. Bæði liðin sýndu ágætan hand- knattleik á köflum i leiknum, — handknattleik sem vissulega gef- ur vonir um að keppnistimabilið í ár verði hið'skemmtilegasta. Aðalveikleiki Valsliðsins í þess- um leik var hve lítil ógnun var i sóknarleiknum og of mikið um hlaup sem voru tilgangslítil eða tilgangslaus. Einstakir leikmenn liðsins gerðu sig einnig seka um of mikla skotgleði, en eftir að séó var i hvaða ham Gunnar var í Haukamarkinu, hefði verið skynsamlegast hjá Valsmönnum að freista þess að leika upp á betri færi. Stóðu sumar sóknir Valsliðs- ins aðeins örfáar sekúndur — þá lyftu stórskytturnar sér upp og skutu skotum sem Gunnar átti ekki í erfiðleikum með. í seinni hálfleik þegar komið var i óefni fyrir Valsmenn breyttu þeir varnarleikaðferð sinni nokkuð, og lék þá Bjarni Jónsson framar og reyndi að trufla spil Haukanna. Það er hlut- verk sem hann kann vel, og tókst honum að taka mesta ógnunina frá útileikmönnum Haukanna. Það leikur ekki á tveimur tung- um að Gunnar Einarsson var kon- ungur vallarins i þessum leik, en i heild má hrósa Haukunum fyrir frammistöðu þeirra og rósemi. Þeir gerðu sér grein fyrir þvi þegar frá upphafi að i leik þess- um voru það þeir sem höfðu allt að vinna og höguðu leik sinum í samræmi við það. Vert er að geta sérstaklega um frammistöðu Andrésar Kristjanssonar, Elíasar Jónassonar og Ingimars Haralds- sonar. Þeir Andrés og Ingimar eru báðir snjallir linumenn, og með hreyfingu sinni tókst þeim oft að opna Valsvörnina. Gallinn var bar sá að þeir fengu of fáar sendingar þegar þeim hafði tekizt að skapa sér færi. Elías var einnig mjög ógnandi og skoraði falleg mörk i upphafi leiksins, en Vals- mönnum tókst síðan að gera hann að mestu óvirkan með þvi að ganga fram á móti honum í tima. Hjá Val var enginn sem skar sig verulega úr. Jón Breiðfjörð Ölafs- son varði vel í seinni hálfleik, svo sem bezt má sja af því að þá fékk hann aðeins 5 mörk á sig. Varnar- leikur Vais var yfirleitt bærilegur í leiknum, en sem fyrr greinir voru einstákir leikmenn of óþolinmóðir i sókninni — virtust telja það gefið mál að skot þeirra, jafnvel þótt úr slæmum færum væru, myndu hafna í Haukamark- inu. -sljl. Elnkunnagjonn LIÐ tR: Jens G. Einarsson 2, Bjarni Hákonarson 1, Sigurður Gislason 2, Olafur Tómasson 1, Sigurður Svavarsson 2, Guðmundur Þórðarson 1, Jóhannes Gunnarsson 2, Vilhjálmur Sigurgeirsson 1, Ársæll Hafsteinsson 2, Hörður Hákonarson 1, Ingimundur Guðmundsson 1, Brynjólfur Markússon 4. LIÐ KR: Pétur Hjálmarsson 2, Örn Guðmundsson I, Haukur Ottésen 4, Björn Pétursson 3, Ævar Sigurðsson 2, Sfmon Unndórsson 2, Friðrik Þorbjörnsson 1, Jóhannes Stefánsson 2, Kristinn Ingason I, Sigurður Páll Oskarsson 2, Þorvarður Guðmundsson 2. LIÐ VALS: Jón B. Olafsson 2, Brynjar Kvaran 1, Gfsli Blöndal 1, Stefán Gunnarsson 2, Jón P. Jónsson 2, Þorbjörn Jensson 2, Þorbjörn Guðmundsson 2, Björn Björnsson 1, Steindór Gunnars- son 3, Bjarni Guðmundsson 2, Bjarni Jónsson 3, Jón H. Karlsson 2. LIÐ HAUKA: Gunnar Einarsson S, Ingimar Haraldsson 3, Andrés Kristjánsson 4, Olafur Jóhannesson 2, Arni Hermanns- son 2, Svavar Geirsson 1, Guðmundur Haraldsson 2, Sigurgeir Marteinsson 2, Elías Jónasson 3, Þorgeir Haraidsson 2. í STUHU MÁLI Valur - Haukar LauKardalshiill 17. okt. fslandsmótiö 1. dcild. IJrslit: Valur — llaukar 14:1« <5:11) CiANGl'R LEIKSINS IVIín. Valur Haukar 2. 0:1 Elías 7. 0:2 Ingimar 8. Jón P. 1:2 10. 1:3 Andrés 10. 1:4 Elías 12. 1:5 Ciuómundur 13. Jón K. 2:5 14. 2:6 Sigurgeir 15. Björn 3:6 1«. 3:7 Elfas 17. 3:8 Andrés (v) 20. Steindór 4:8 23. 4:9 Elías 25. 4:10 Svavar 30. Bjarni 5:10 30. 5:11 Arni hAi.h.kiki k 31. 5:12 Þorgeir 32. 5:13 Elfas 34. Bjarni 6:13 38. Þorbjörn (v) 7:13 39. Þorbjörn (v) 8:13 40. Bjarni Ci. 9:13 44. 9:14 Andrés (v) 49. 9:15 Andrés 52. BjarniJ. 10:15 54. Jón K (v) 11:15 56. Jón K(v) 12:15 59. 12:16 Arni 60. Jón K (v) 13:16 60. Steindór 14:16 IVIÖRK VALS: Jón Karlsson 4. Rjarni Jónsson 3, Þorbjörn Ciuömundsson 2. Jón Pétur Jónsson 1. Björn Björnsson I, Steindór Ciunnarsson 2. Bjarni Ciuð- mundsson 1. IVIÖRK HAIKA: Elías Jónasson 5. Andrés Kristjánsson 4. Arni Ilermanns- son 2. Ingimar Haraldsson I, Cíuómundur Haraldsson 1. Þorgeir Haraldsson 1. Sigurgeir Marteinsson I. Svavar Cieirs- son 1. BROTTVlSANIR AF VELLI: Andrés Kristjánsson. Sigurgeir Marteinsson og Ölafur Jóhannesson. Ilaukum. í 2 mín., Jón Pétur Jónsson. Val. í 2 mín. MISHEPPNIÐ VfTAKÖST: Ciunnar Einarsson. Haukum. varói vftaköst frá Jóni P. Jónssyni, tvö frá Þorhirni Ciuó- mundssvni og tvö frá Jóni Karlssyni. Ciísli Blöndal átti vftakast f stöng og Andrés Kristjánsson átti vítakast f stöng. DÖMARAR: Ciunnlaugur Hjálmarsson og Jón Friósteinsson. Þeir da>mdu yflr- leiH ágætlega. — STJL. ÍR - KR Laugardalshöll 17. október íslandsmótió 1. deild. Úrslit: IR — KR 20:24 (10:13). CiANCil R LEIKSINS: iVfín IK KK 2. Brynjólfur 1:0 3. Jóhannes 2:0 6. Arsæll 3:0 8. Brvnjólfur (v) 4:0 10. 4:1 BjörnP(v) 11. 4:2 Haukur 13. 4:3 Björn P. 14. Arsæll 5:3 16. 5:4 Sfmon 16. 5:5 ÞorvaróurG 19. 5:6 Haukur 20. Vilhjálmur (v) 6:6 20. 6:7 Sfmon 21. Brynjólfur 7:7 22. 7:8 Siguróur 22. Brynjólfur (v) 8:8 23. 8:9 Björn P. 24. Brynjólfur 9:9 25. 9:10 Haukur 26. Siguróur Ci. 10:10 27. 10:11 Haukur 29. 10:12 Björn P (v) 30. 10:13 Haukur HAl.FIÆIKl’K 32. 10:14 Björn P. 34. 10:15 Björn P (v) 35. 10:16 Þ<»rvaróur 38. Brynjólfur 11:16 41. Siguróur Sv. 12:16 42. 12:17 Björn P 44. Vilhjálmur (v) 13:17 45. Brynjólfur 14:17 46. 14:18 Sfmon 4«. Siguróur Sv. 15:18 48. 15:19 Björn P. 49. 15:20 Haukur 51. 15:21 Haukur 51. 15:22 Símon 53. Brvnjólfur 16:22 55. Jóhannes 17:22 55. Brynjólfur 18:22 57. 18:23 Björn P. (v) 59. Brynjólfur 19:23 59. 19:24 Björn P (v) «0. Brynjólfur 20:24 IVIÖRK ÍR: Brynjólfur Markússon 11. Jóhannes Ciunnarsson 2. Arsæll Haf- steinsson 2. Vilhjálmur Sigurgeirsson 2. Siguróur Svavarsson 2. Siguróur Cilsla- son 1. >!ÖKK KR: Björn Pétursson 10. Hauk- ur C)tt»*sen 7. Sfmon I'nndórsson 4. Þor- varóur Ciuómundsson 2<Siguróur Öskars- son 1. BKOTTVlSANIK AF VELLI: llöróur Hákonarson. ÍR. I 2x2 mfn.. /Evar Sig- urósson. KR. f 2x2 mfn.. Fríórik Þor- hjörnsson. KR. í 2 mín. MISHEPPNAÐ VITAKAST: Jens Ci. Einarsson varói-vftakasl Hauks Otiesen á 4. mfn. DÖIVIARAK: Björn Kristjánsson og Öli ölsen og dæmdu þeir vel. V ~ ST n J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.