Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÖBER 1977 13 Minning: Vilborg Magnúsdótt- ir að Hvammi í Dölum Það var snemma á þessu ári, að ég var við guðsþjónustu i Lang- holtskirkju á sunnudegi. Að tið- um loknum fann ég þar fyrrver- andi nágrannakonu, Vilborgu Magnúsdóttur, sem um árabil var húsfreyja að Hvammi í Dölum. Hún sagði mér það, að eiginmaður sinn, Magnús Sturlaugsson, væri veikur og nýlega kominn á sjúkra- hús. Ég þóttist finna fljótt, að hún teldi vafasamt að von væri þarna um varanlegan bata. Síðan eru liðnir nokkrir mánuðir, og heilsa Magnúsar virðist vera enn á sama stigi. A þessu tímabili mun ekki hafa verið gert ráð fyrir því, að Vilborg sjálf fengi á undan manni sínum far yfir móðuna miklu, en sú varð raunin. Vilborg andaðist á Landakotsspítala 12. þ.m. eftir að hafa fengið heilablóðfall og síðan legið vikutima á sjúkrahúsi milli heims og helju. Vilborg Magnúsdóttir var fædd að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði 11. júlí 1901. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir, sem bjuggu bæði á Kollafjarðarnesi og Hvals- á. Þau eignuðust 9 börn, og var Vilborg elst þeirra. Mörg systkini Vilborgar féllu á unga aldri og eldri fyrir ljá „hvíta dauðans", og Magnús bóndi dó úr lungnabólgu á miðjum aldri árið 1915, þegar yngsta barnið var 2ja ára, Sigur- geir, sem nú er einn á lífi systkina sinna. Þetta voru viðhorfin, sem blöstu 14 ára gamalli ungmeyju á landamærum bernsku og æsku. Öbilandi kjarkur og þróttmikil viljafesta reyndust henni traust- vekjandi förunautur inn á svið erfiðrar lifsbaráttu. Vinnukonan í sveitinni var lengst af staða æskuáranna, þar sem kynnt var vinnuhneigðin verkhæfnin, þjónslundin og sjálfsvirðingin. Hún kom alla ævina vel fyrir i kynningu, var þægileg í viðmóti, létt í máli, hreinskilin og djörf. Árið 1927 gekk Vilborg í hjóna- band. Eiginmaður hennar var Magnús Sturlaugsson ættaður úr Dalasýslu, en hafði, að nokkru, alist upp að Gröf i Bitru. Þau reistu bú að Krossárbakka og bjuggu þar til ársins 1931, þá fluttu þau að Hvammi í Dölum. Þeim hjónum varð 5 barna auðið, en þau misstu eitt þeirra á öðru ári. Vilborg hafði eignast tvö börn áður en hún giftist, sem voru al- systkini. Börn hennar öll hafa reynst vel gefið manndómsfólk. Þegar þau, Magnús og Vilborg, fluttu að Hvammi, þá var þar prestsetur. Sóknarpresturinn bjó stundum á hluta af jörðinni, en oft hafði bóndinn ábúðina alla. Vistarvera bóndans var lítill torf- bær, sem var 19 ára gamall, þegar þau, Magnús og Vilborg, fluttu að Hvammi, og þessi bær var íbúð þeirra öll þau ár, sem þau bjuggu þar. Búpeningshús voru á víð og dreif, og engin var lokuð hey- geymsla. Við þessar aðstæður hófu hinir nýju sveitungar dag- legar annir, kynntust þeim, sem fyrir voru og dróu sig hvergi i hlé. Efni voru ekki mikil, en einkenni fátæktar komu þó aldrei í ljós, þrátt fyrir vaxandi ómegð, við- skiptakreppu og seinast mæði- veikina. Heimilishaldið allt bar vott hagsýni, arðsemi búsins vakti athygli og manndómur var viður- kenndur að verðleikum. Þegar gestir höfðu gengið í bæinn, gleymdist fljótt hver umgjörð hans var. Umgengni innan bæjar var slík, að fegrunarviðleytnin blasti þar við á þróttmikinn hátt. Þannig liðu 13 ár. Að þeim tíma liðnum var brugðið búi og flutt I fjarlægð, fyrst á Kjalarnes og síð- an til Reykjavíkur. Orðið sveitungi og nágranni hafa ekki að öllu leyti sömu merk- ingu. Sveitungar hafa löngum átt margt sameiginlegt en dvelja þó stundum í þeirri fjarlægð, sem tak:.. ' náin kynni. Nágrannar fá oft betra tækifæri til að þekkja eigindi hvors annars í tiðum sam- skiptum, sem geta eftir atvikum orsakað erfiðleika eða létt byrðar og myndað aukna ánægju. Það var árið 1939, að ég, og eiginkona mín og ársgömul einkadóttir flutt- um til dvalar aö Skerðingsstöðum, sem er næsti bær við Hvamm. Við urðum þvi nágrannar fjölskyldu Magnúsar og Vilborgar næstu 5 árin. Við höfðum kynnst þessu fólki sem sveitungum, en ná- grannarnir komu siðar í ljós. Ná- grennið var slíkt að þar bar engan skugga á. Margvisleg samskipti í daglegum störfum heimila og félagsmála tókust vel með hús- bændum staðanna, dóttir mín eignaðist kærkomna leikfélaga á nágrannabænum, og húsmæðurn- ar mynduðu einlæga vináttu og sameiginlegar ánægjustundir, þar sem daglegar áhyggjur voru lagð- ar til hliðar. Hinn söguríki Skeggjadalur geymir þrjú bændabýli: Hvamm, Hofakur og Skerðingsstaði. Það kom nokkrum sinnum fyrir, að húsmæður á þesum bæjum mæltu sér mót á góðviðrum siðvetrardög- um og lögðu í göngutúr. Minnis- stæður er einn slíkra viðburða. Þær höfðu, allar þrjár, valið mót- stað á brú, sem byggð var á Hvammsá sumarið áður. Eftir að hafa borið sig saman i sveitarsim- anum lögðu þær samtímis i ferð- ina, hver frá sínum bæ. Þegar nálgaðist áfangastaðinn var eins og blásið hefði verið i lúður. Kapphlaup var hafið. Dagleg hlaupaþjálfun og vetrarbúningur að heiman voru ekki jákvæðir förunautar, en viljann vantaði ekki. Eigi man ég hver kom fyrst að marki, en lítill var munurinn. Það sem geymist best í minni eru háværar raddir og léttir hlátrar, sem liðu út í veðursældina. Nú eru allar þessar konur gengnar af sviði jarðlífsins, og enginn þeirra nánustu dvelur nú í Skeggjadal, dalnum fagra, sem með sólgyllt- um hliðunum sínum brosir yfir sviðið, er minnir á gott nágrenni liðins tima. Fjölskylda Vilborgar og Magnúsar var skemmtilegt fólk. Allir einstaklingar fjölskyldunn- ar höfðu söngrödd góða og einnig mikla sönghneigð. Unga fólkið greip á lofti nýju lögin í útvarp- inu og kenndi þeim, sem eldri voru. Hjónin gerðu fyllingu í messusöngva kirkjunnar á staðn- um, oft méð tvíröduðum söng, og móðir Vilborgar hafði verið for- söngvari í kirkjunni á Kollafjarð- arnesi og fékk siðan tækifæri til að prýða söng annarar kirkju. Guðbjörg móðir Vilborgar, og Arnfriður amma hennar settu um tima svipi sína á heimilið í Hvammi. Guðbjörg var mikilhæf og um margt glæsileg kona. Mikl- ir erfiðleikar á lífsbrautinni voru stundum heilsu hennar ofviða, og aldur hennar varð ekki hár. En manngöfgi munans leyndist þeim ekki, sem kynntust henni. Arnfríður, amma Vilborgar, naut umönnunar dótturdóttur sinnar og annars vandafólks um 12 elliáraskeið. Heiðríkja sið- kvöldsins geislaði þar jafnan um bjarta brá. Bæri gest að garði var hún ekki aðeins þægilegur mót- takandi, heldur einnig kærkom- inn skemmtikraftur. Hún fagnaði komumanni, bauð sæti við hlið sér, rétti tóbaksilátið, hóf sam- ræður og blandaði geði. Það voru ekki á dagskrá harmtölur um það, að ævin hefði ekki alltaf baðað i rósum, heldur miklu fremur bent á nýlesna frásögn um fegurð lifs- ins í guðsorðabókum eða tímarit- um. Ahrif slíkra samfunda hlutu að vekja þá hugsun hvað sá þáttur væri fjölofinn og stór, sem heimil- ið veitti lifi þessarar öldruðu konu. Erfiðleikar daglegra anna slóu aldrei fölva á hlýleikann á orðinu amma, þegar spurt var um þörf á fyrirgreiðslu, sem hentaði stund og stað. „Hvar sem manninum mætir einhver mannúðarblær ljómar há- degi hjartans . .. “ 1 ljósi minning- anna slær enn í dag hugsvalandi mannúðarblæ á útréttar hendur gömlu nágrannanna frá Hvammi, sem kynntu mér einlæga vini i raun. Með þakkir í huga er vottaö samúð öllum persónulega nær- stöddum, sem eiga á bak að sjá genginni sæmdarkonu. Og síðast en ekki sist leitar hugurinn til vinarins á sjúkrahúsinu, sem bíð- ur. Eg megna það eitt að senda honum hljóða kveðju með bæn um blessun guðs. Geir Sigurðsson. Frá Skerðingsstöðum. STANLEY I® Verkfærin sem fara vel í hendi Góð verkfæri þurfa að fara vel í hendi, að öðrum kosti standa þau ekki undir nafni sínu og merki. STANLEY verkfærin hafa frá upphafi verið talin með bestu verkfærum, sem völ er á. Sumir fagmenn vilja alls ekki önnur verkfæri, hvort sem það heitir hefill, hamar, skrúfjárn eða surform, — meðal annars vegna þess hve STANLEY fer vel í hendi! STANLEY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.