Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1977 Elín Matthíasdótt- ir—Minningarorð Fædd 12. júlí 1921 Dáin 14. október 1977 Drottinn «af Drottinn tók I.ofart veri nafn Drottins. Ofangreind orð Ritningarinnar hafa leitað á hugann á þessum dögum, er dauðinn hefur í ótíma — að því er virðist — vitjað kærra vina g ættingja. Gott og auðvelt er að syngja Drottni lof og þökk á góðum dög- um fyrir gjafir hans, en að vió- halda þeim lofsöng í sorginni yfir missi ástvinar, það reynist oft erfiðara og sumum ofraun. í þess- um nefndu orðum Ritningarinnar er fólginn mikill leyndardómur — já, læknisdómur — því þeim er auðnast að halda áfram að þakka Guði og lofa hans góða nafn, einn- ig i sorginni á hinum erfiðu dög- um, þeim hinum sömu hlotnast huggun, kraftur og innri friður, sem er æðri öllum skilningi. Þetta fékk Hallgrímur Pétursson m.a. að reyna, er hann missti „auga- steininn sinn“, Steinunni litlu dóttur sina, en við lát hennar yrk- ir hann dýrðlegt ljóð — þakklát- , um huga. Annar þekktur yrkir: „Lofa þú Drottin sála mín og allt sem i mér er hans heilaga nafn, Lofa þú Drottin sála mín og gleym eigi neinum velgjörðum hans“ — heldur ekki í sorginni. Að þakka Guði, undir öllum kringumstæðum, og lofa hans nafn í blíðu og striðu, það er eina færa leiðin fyrir kristinn mann, jafnvel þótt erfið geti reynzt, þegar formyrkvan sækir á hug og hjarta í sárri sorg og söknuði. Hinn sanni lofsöngur, fær jafnvel snúið gráti í gleðisöng. . . furðu fljótt. Við andlát kærrar vinkonu, Elínar Matthíasdóttur sem í dag verður til moldar borin, hljótum viö hjónin að minnast hennar með nokkrum orðum, jafnvel þótt fá- tækleg verði. En þau orð skulu sögð og skrifuð fyrst og fremst með þakklæti í huga . . . fyrir þær velgjörðir Guðs, að fá að eignast og njóta um langt árabil mikils- verðrar vináttu Ellu og hennar góða fólks, sérstaklega foreldr- anna, Matthiasar heitins Lýðs- sonar og hans ágætu eiginkonu, Kristínar Stefánsdóttur, sem nú má öldruð einnig sjá á bak mjög kærri og samrýndri dóttur, sem ávallt hafði verið í foreldrahúsum og þar verið ómetanleg stoð í blíðu og stríðu. Fyrstu kynnin við Ellu upphófust, er tvær stúlkur á fermingaraldri gættu barna í sama húsi á heimilum við Þórs- götu. Barnfóstrurnar bundust vináttuböndum, sem treystust og styrktust jafnt og þétt. I fram- haldi af fóstrustörfunum stund- uðu þær samtímis nám í kvenna- skólanum í Reykjavík og síðan á Húsmæðraskólanum á ísafirði. Og ávallt síðan hafa tengslín og vináttan verið rækt með margvís- legum hætti.— Við hjónin geymum minningar um ótal glaðar yndislegar stundir á hinu myndarlega heimili Ellu og foreldra hennar á Grenimel 26, sérstaklega á hátíðisdögum árs- ins, en hver hátið var okkur betri, fyllri og minnisstæðari, eftir að hafa verið samvistum við vinina á heimilinu á Grenimelnum, en þaðan fórum við ávallt vel mett bæði andlega og líkamlega. Þar var vissulega gott að vera, þvf það var heimili hinnar beztu tegundar: friðsælt, en þó glatt og hlýtt með öllum hætti og notalegt. Ella endurspeglaði þetta góða heimili sitt. Hún var kyrrlát, glöð, hlýleg — og vönduð. Að jafnaði var hún hlédræg, en gaman var I góðra- vina hóp að ræða við hana um menn og málefni. Þá leyndu sér ekki hinar góðu gáfur hennar og kunnátta, t.d. í ættfræðum. Unun var að heyra hana tala um og rekja ættir manna. Hvaðan kom henni öll þessi vizka. Jú, þetta var mikið bókaheimili, eins og glöggt níátti þar sjá. Langar raðir af sígildum bókum í falleg- um bókaskápnum, en bækur, sem höfðu verið lesnar aftur og aftur. Foreldrarnir voru bókelskir og dötturinni kippti í kynið. Já, þarna var vissulega gott að vera og velgjörðirnar gleymast ekki, þótt ekki verði hér frekar fjölyrt um þær. Ella stundaði verzlunarstörf, lengi í verzluninni Gimli við Laugaveg og síöast í Vogue á Skólavörðustíg. Húsbændur hennar, samstarfsfólk fyrr og sið- ar og þeir fjölmörgu, sem áttu við hana skipti á vinnustað, munu án efa minnast hennar lengi með þakklæti og virðingu. Stúlkurnar í KFUK munu og minnast hennar með gleði og þakklæti fyrir góðar stundir á fundum í Reykjavík og samverum í sumarbúðunum í Vindáshlíð. Kirkjan átti hinn hlýja hug Ellu og foreldra hennar og var þeim ávallt annt um hag hennar og’ gengi. Nú er kalliö komið. Ella er ekki lengur á meðal okkar. Þeir sem áttu hana að, þeir áttu mikið og hafa þvi misst mikið. Sagt er, að enginn viti hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Þetta virðist ekki alltaf eiga við, a.m.k. vissum við hjónin hve mikirt við áttum í vin- konu okkar Ellu, en við eigum e.t.v. eftir að sjá það enn betur, er frá líður. En mest hefur móðirin að sjálf- sögðu misst, svo og systkinin, Hulda og Gunnar og þeirra fjöl- skyldur. Víð vottum þeim inni- lega samúð okkar. — Gott er a9 vita til þess að okkar kæra Kristín í harmi sínum yfir að hafa misst EIlu sína, minnist þess þó með þakklæti að hún á enn Ellur að og stóran fríðan hóp, sem elskar hana og mun láta sér annt um hana alla hennar daga. Guð blessi hana og alla hennar. Lofað veri hans heilaga nafn. Inga og Hermann. í dag kveðjum við Ellu frænku. Rúmlega hálfsextug er hún farin á vit feðranna og skilur eftir sig skarð, sem aldrei verður fyllt. Ella frænka fæddist í Reykja- vík og bjó þar alla sína æfi. Hún stundaði nám í Miðbæjarbarna- skólanum, síðan í Kvennaskólan- um i Reykjavík og einn vetur á Húsmæðraskólanum á ísafirði. Þá lá leiðin út i atvinnulífið til verzl- unarstarfa, sem hún stundaði til æviloka, nú siðast i verzluninni Vouge við Skólavöröustig. Foreldrar hennar voru Matthias Lýðsson verkstjóri, sem látinn er fyrir þrem árum, og Kristín H. Stefánsdóttir, sem lifir enn og nú ber þyngstan söknuð eftir elsta barn sitt. EUa frænka giftist aldrei og eignaðist ekki börn. Þess nutum við, systkinabörn hennar, sem ávallt áttum i henni aðra móður, vin og stundum umvandara, sem leita mátti í skjól hjá þegar þurfti. Því er tóm i mörgum huga nú, þegar hennar nýtur ekki Ieng- úr viö. Þegar Ellu er minnst, verða einna efst í huga fastmótaðar lífs- skoðanir hennar, sem stundum á unglingsárum okkar komu lítt skiljanlega fyrir. Þær mörkuðust af umhvesrfismati, svo og skap- gerð sem var þétt fyrir og traust, þótt hljóðlát væri. Hún hafði sín viðhorf, sínar skoðanir og sína afstöðu og ekkert fékk haggað því. Hún hafði löngu sett sér leik- reglurnar í lífinu þegar ég kynnt- ist henni og þeim fylgdi hún ná- kvæmlega hverja stund. Þetta voru einfaldar reglur. Fyrst að hugsa um störf sin, vinna þau svo vel sem auðið var, og samhliða þeim að huga að hag annarra manna. Síðan hugaði hún að sjálfri sér eftir því sem efni og ástæðurgáfu tilefni til. Líklega hefur sjaldan átt jafn vel við að segja að manneskja hafi lifað lífinu fyrir aðra en einmitt nú. Ella frænka tók á heröar sér miklar skyldur innan fjölskyldu okkar, sem hún fékkst aldrei til að hverfa frá, hvorki skamman tima né langan. Hún flutti aldrei úr foreldrahúsum og við minn- umst þess í dag hversu illa gat gengið að fá hana til að dveljast næturlangt annars staðar. Henni þötti það óþarft að hlaupast und- an merkjum til að sinna eða skemmta sjálfri sér. Það er margs að niinnast frá kynnum af Ellu frænku, en best er að hver haldi fyrir sig. Þessum greinarstúf er ekki ætlað að kynna hana eða lýsa henni. Það er of seint, þvi þeir sem kynntust henni þurfa ekki og þeir sem ekki kynntust henni geta það ekki nú. Þó vildi ég ekki sleppa því að setja fáein orð niður á blað. Eins konar kveðju og þó ef til vill meir tilraun til að koma á framfæri þakklæti fyrir að fá að kynnast henni. Hafðu þökk, EHa frænka, og þau öfl er réðu þvi að þér var skipað hjá okkur í lifanda lífi. Systursonur. pmtín,vítamín og Þú byrjar daginn vel, ef þú drekkur mjólkurglas að morgni. Því ísköld mjólkin er ekki bara svalandi drykkur. heldur fæða, sem inni- heldur lífsnauðsynleg næringar- efni í ríkum mæli, svo sem kalk, prótín og vítamín. Mjólknrglas að morgni gefur þér forskot á góðan dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.