Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Hvar eiga þessir unglingar að vera? Verkfall opinberra starfsmanna og lokun framhalds- skólanna af þeim sökum leiddi til þess, að þúsundir ung- menna voru iðjulausir dögum saman og áttu bersýnilega erfitt með að finna eitthvað, sem veitt gæti starfskröftum og lifsþrótti þeirra útrás Þetta kom t d berlega í Ijós á þvi, að ástandið á bifreiðastæðinu, þar sem Hótel ísland eitt sinn stóð, hefur að undanförnu verið mun verra en um nokkurt skeið áður. Á fimmtudagskvöldum byrja unglingar að safnast saman á þessu bifreiðastæðí og upp úr kl. 22 að kvöldi er þar saman kominn stór hópur unglinga á bifreiðum, skellinöðrum og fótgangandi. Eins og gefur að skilja býður þetta bifreiðastæði ekki upp á mörg tækifæri fyrir þessi ungmenni til þess að hafa ofan af fyrir sér og þess vegna verður niðurstaðan sú, að legið er linnulaust á flautum bifreiðanna, bensíngjafir skellinaðra eru i botni og með þessum hætti tekst að framleiða umtalsverðan hávaða. Að öðru leyti reikar þetta unga fólk um bifreiðastæðið og nærliggjandi götur í flokkum. Sagan endurtekur sig á föstudagskvöldum. Þannig hefur ástandið á þessu bifreiðastæði verið við og við undanfarin misseri, en líklega aldrei jafn slæmt og þá daga, er margir framhaldsskólar voru lokaðir vegna verkfalls opinberra starfsmanna Þetta leiðir hugann að því, hvar þessir unglingar eigi að vera, hvar þeir geti fundið sér samastað Öllum er Ijóst, að á vissu skeiði unglingsára verða miklar breytingar á lífi þessa unga fólks. Þörfin fyrir félagsskap jafnaldra verður rík, tengslin við heimilið breytast og verða með nokkuð öðrum hætti en á barnsaldri Unglingarnir leita meira út á lífið, ef svo má að orði komast, en áður Þessum breytingatíma þurfa hinir eldri að mæta af skiln- ingi, en um leið er nauðsynlegt að sjá til þess, að unglingarnir eigi sér samastað, áem er meira aðlaðandi og býður upp á fleiri tækifæri til tómstundastarfsemi heldur en bifreiðastæðið á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Þáttur æskulýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu i þvi að veita starfskröftum unglinganna útrás er geysilega þýðingarmikill og má þar nefna starfsemi iþróttafélaga, skátahreyfingar, bindindis- félaga, kristilegra félaga ungs fólks og margra annarra æskulýðs- félaga svo og æskulýðsráða sveitarfélaganna á þessu svæði Þannig hefur Æskulýðsráð Reykjavíkur t.d. rekið stórt danshús fyrir unglinga og jafnframt hefur verið komið upp félagsheimili fyrir ungt fólk i Breiðholti og öðrum hverfum og áform eru um byggingu félagsmiðstöðvar, þar sem ungt fólk getur m a starfað Allt eru þetta spor i rétta átt, en kjarni þess vandamáls, sem hér er vikið að og ástand siðustu vikna hefur undirstrikað alveg sérstaklega, er sá, að unglinga í Reykjavik og nærliggjandi sveitarfélögum skortir samastaði, aukna og bætta aðstöðu til þess að taka þátt í félagslífi og betri aðstöðu til að sinna þörfum fyrir félagsskap jafnaldra. Ef slík aðstaða væri fullnægjandi mundu þessir hópar unglinga ekki vera á Hótel íslandsplaninu með hávaða og látum á fimmtudags- og föstudagskvöldum, heldur einhvers staðar annars staðar, þar sem betur færi um þá og þar sem meiri tækifæri væru til þess að taka þátt í heilbrigðu félags- og tómstundalífi Þessar hópsamkomur á bifreiðastæði sýna, að íyrir hendi er visst, takmarkað, vandamál, sem nauðsynlegt er að takast á við Það eiga foreldrar og forráðamenn sveitarfélaga og æskulýðsfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka höndum saman um að gera Davið Oddsson, einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem jafnframt er formaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur, fjallaði sérstaklega um þessar útisamkomur ungs fólks á „hallærisplan- inu" í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu og sagði þá m a : „Þegar fjallað er um ólæti ungs fólks á „hallærisplani", fyrir utan Tónabæ eða annars staðar i borginni verðum við að minnast þess, að allur þorri ungs fólks, sem þarna kemur, hagar sér fullkomlega :;ðlilega, þó máske af nokkrum gáska. Örfáir tugir ólátabelgja setja á stundum slæman svip á allan hópinn. Máske þarf litið eitt athafnasamari löggæzlu, en hafa verður i huga að hún býr að mannfæð miðað við hin mörgu aðkallandi verkefni. Æskulýðsráð -lerir sitt til að vega á móti áhrifum hinna böldnu meðal unglinga og að liðsinna þeim sem erfitt eiga Sérstök útideild, sem komið hefur verið á fót í samvinnu við félagsmálaráð borgarinnar, vinnur sitt starf um kvöld og nætur meðal ungs fólks Persónuleg kynni qg raunhæf þekking á þeim vanda, sem óneitanlega er nokkur, hefur þann veg borið nokkurn árangur nú þegar, en þessi útideild hefur þegar ekki starfað nema skamma hríð." Eins og sjá má á þessum orðum borgarfulltrúans, eru borgar- yfírvöld í Reykjavík vakandi fyrir þessu vandamáli Meginatriðið er, að gatan og bílastæðin eru ekki hinn æskilegi og eðlilegi vettvangur fyrir ungt fólk til þess að njóta samverustunda með ,jfnöldrum sínrum, til þess að eyða frlstundum sínum eða til þess ;.ð skemmta sér við. Meðan æskan leitar út á götur og bílastæði ?r eitthvað að LandkynninKarnefnd, frá vinstri Guðbrandur Gislasun, Birgir Þorleifsson, Steinn Lðrusson, Kjartan Lárusson, Konráð Guðmundsson, Heimir Hannesson og Þorvaldur Guðmundsson, en hann á sæti í Ferðamálaráði. Lúðvíg Hjálmtýsson ferðamálastjóri var ekki á fundinum vegna veikinda, og ekki heldur Gisli B. Bjiirnsson í Landk.vnningarnefnd, sem staddur er erlendis. „Afleiðingar samgöngustöðvun- ar Mands við útlönd, eru alvar- legri en fólk gerir sér grein fyrir” — sagði formaður Ferðamálaráðs á blaðamannafundi í gær FERÐAMÁLARAÐ tslands kallaði í gær saman blaða- mannafund, þar sem það að sögn Steins Hannessonar, for- manns ráðsins, telur það skyldu sína að vekja athygli stjórnvalda, aðilja að vinnu- deilum svo og landsmanna allra á þeim alvarlegu rfleið- ingum, sem bæði hið yfirstand- andi verkfall og hin tíðu verk- föll á undanförnum misserum geta haft og hafa haft fyrir samgöngur tslendinga við um- heiminn og þróun ferðamanna- iðnaðarins í landinu. Það væri ríkt hagsmunamál fyrir tslend- inga að samgöngur við um- heiminn stöðvist ekki vegna sérstöðu landsins sem eylands. Fáar, ef nokkrar þjóðir sem búa við sama stjórnskipulag og tslendingar, væru jafn háðar tryggum og reglubundnum samgöngum og samskiptum við umheiminn, og því sé það ugg- vænlegt ef það traust sem ís- lendingar hafa áunnið sér á al- þjóðavettvangi á sviði sam- gangna og ferðamála skerðist. Frásagnir í erlendum fjöl- miðlum af þeim þrengingum sem erlendir ferðamenn þurftu að þola hér í yfirstandandi vinnudeilu og um einangrun Is- lands frá umheiminum, séu til verulegs skaða fyrir island og eigi eflaust eftir að letja þús- undir ferðamanna til að velja landið sem ákvörðunarstaö á næsta ári. A undanförnum ár- um hefði verið varið verulegu fjármagni og vinnu til að kynna island sem ferðamannaland og væri árangurinn af þeirri kynn- ingarstarfsemi margþættur og hans sæi víða vart í efnahag þjóðarinnar, í flugsamgöngum og annarri þjónustu sem leiðir til aukinna gjaldeyristekna. Feróamálaráð hefur að undanförnu unnið að því að skapa grundvöll fyrir fjölgun alþjóðaráðstefna hér á landi. Mikill arður væri af slíku ráð- stefnuhaldi, en undirbúningur og skipulagsvinna við fram- kvæmd þeirra væri mikil og hæfist allt að tveimur árum áð- ur en tii fundar.kæmi. Það sé því hætt við þvi að fá félaga- samtök fýsi að koma hér saman, ef allar samgöngur geta lagst niður með litlum fyrirvara. 1 framhaldi af þessu tók einn fundarmanna það sem dæmi að i októbermánuði hefðu pant- anir á hótelum i Reykjavik numið 80% nýtingu, og hefði þvi getað verið með betri mánuðum ársins varðandi tekjur þjóðarbúsins af erlend- um ferðamönnum. Ferðamálaráð vildi ennfrem- ur leggja áherzlu á almennings- öryggið, bæði frá félagslegu og heilbrigðisþjónustulegu sjónar- miði, sem traustar og tíðar flug- samgöngur tryggja landsmönn- um. Fárveikir menn kæmust ekki samdægurs til læknismeð- ferðar erlendis, auk þess sem sýni og sjúkragreiningar sem fá þarf erlendis frá kæmust ekki til landsins. Öryggisleysi Is- lendinga erlendis sem kæmust ekki heim, af að vera í fjár- þröng einhvers staðar, e.t.v. á stöðum þar sem sendiráð ís- lands væri fjarri geti verið mik- ið og væri hér í mörgum tilvik- um um að ræða fólk sem óvant væri að bjarga sér erléndis þegar skipulögð ferð fari úr- skeiðis. Hagsmunir þessa fólks gætu því verið í hættu. Sambandsleysi landsins í yfirstandandi verkfalli, bæði simasamband og póstur hefði haft mjög bagaleg áhrif á atvinnulífið almennt, t.d. varð- andi pantanir á þjónustu og svör við slikum pöntunum er- lendis frá. Tilefni þessa fundar var eins og áður segir, að reyna að auka skilning almennings og annarra aðila á þeim vandamálum sem stöðvun á öllum samgöngum við útlönd getur orsakað það mikla fjárhagstjón sem af því leiðir og hvern lærdóm megi af þeim draga. Heimir Hannesson skýrið m.a. frá þvi að Ferðamálaráð hefði í gærmorgun sent sam- göngumálaráðherra bréf, þar sem ráðið hefði gert grein fyrir þessum vanda sem 'skapast hefur og beðið ráðherrann um að stuðla að því á allan hátt, að finna lausn á honum. Væri sú beiðni ekki fram komin ein- göngu varðandi yfirstandandi verkfall, heldur varðandi það að samgöngur til og frá landinu ættu ekki að geta stöðvast algjörlega vegna deilna ein- stakra hópa vinnumarkaðarins. Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Mar- gréti Einarsdóttur: Vegna fréttar í Morgunblaðinu 19. þ.m. sem ber yfirskriftina „Albert vill ganga í Hvöt“ óska ég að vekja athygli á eftirfarandi: Af hálfu Morgunblaðsins hefur ekki verið haft blaðaviðtal við mig varðandi þetta mál. Ég hlýt því að telja vinnubrögð þess sem umrædda frétt skrifar mjög ámæliíjverð og ómerk. Þegar inntökubeiðni Albert Guðmundss. barst mér í hendur voru ýmsir sem höfðu af þvi ein- hverja afspurn og komu að máli við mig til að kanna hvort rétt væri að umræddur alþ.maður og borgarfulltrúi hefði sótt um inn- göngu í Hvöt, þar á meðal Aslaug Ragnars sem að vísu mun starfa sem blaðamaður við Morgunblaó- ið. I stuttu spjalli okkar kom hvergi fram ósk af hennar hálfu um að eiga við mig blaðaviðtal. Vegna skoðana sem mér eru gerð- ar upp í þessari frétt vil ég benda á að pérsónulegt mat mitt á þess- ari inntökubeiðni hef ég ekki rætt en mun hins ðegar gera á öðrum vettvangi. Karlmenn hafa áður sótt um inngöngu i Hvöt og mál þeirra verið afgreidd á einn veg með hliðsjón af lögum félagsins. Rökin fyrir stofnun Hvatar — sem að mínu mati eru enn í fullu gildi .— voru þau að konur tækju mun virkari þátt í starfi innan vébanda sér kvenfélaga en ella. Ég vil vekja sérstaka athygli á því að ef lögum félagsins yrði breytt til þess að veita karlmönn- um inngöngu i félagið þá er búið að leggaj Hvöt niður sem kven- félag. Þá vil ég og benda á aó almenn- • ir fundir félagsins eru öllu sjálf- stæðisfólki opnir, jafnt körlum sem konum. Virðingarfyllst, Margrét S. Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.