Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1977 VlEP <£?»' MORÖtlKí- v^ KAFFfNO 'í ; 1 (() __ Æ1 Salt bezt að segja: Mér finnst þú ganga um of upp f þessu starfi, sem eftirlitsmaður með olfustöðvunum! ■a gts G ra o ooo 7 lESI |g 10^0 . . - Trúlega Gulkjálki á ferðinni hér, á klárnum sínum? Eg býð ykkur öllum gððan dag! Sitthvad um mál- f ar menntamanna BRIDGE Umsjón: Páll Jergsson Vakandi eða ekki vakandi. Ein- mítt það skiptir lesendur megin- máli reyni aeir að leysa vanda vesturs í spilinu !iér að neðan. Austur gelur, allir utan hættu. Norour, blindur S. D95 H. D5 T. KDG107 L. D76 Vestur S. 42 H. ÁK976Í T. 865 L. KG8 Suður spilar ijóra spaða eftir þessar sagnir: Austur Surtur Vestur Norrtur pass 1 spaði 2hjörtu 3tíglar 3 hjörtu Sspahar pass 4 spartar pass pjss pass Vestur spiíar úr hjartaás. Aust- ur læ'ur þrist nn en suður áttu. Og hvert er framhaldið? Ma«gir munu eflaust spila hjarttkóng en þar með er dýr- mætt iempó ;apað. Suður á senni- lega ekki fleiri hjörtu og tígul- liturinr er ógnvekjandi. En fvernig t.ru spil suðurs? Hann tvísagði .paðann og á því sennilega tvo >.æðstu sjöttu. Og hann á annanhvorn ásinn í lág- litunum en au;,tur á hinn. Hann studdi jú hja tað og á þvi eitt- hvert aáspil. Sé að gáð kemur i ljós, ac það vcrður að vera laufás- inn. Annars fær suður ellefu slagi. Sama hvað gert er. Vestur spilar þvi laufi. En hvaða leufi? Norður S. D95 H. J5 T. KDG107 L. D76 COSPER. 752>5 © PIB COFINMSIM Úr því ég get þrælað þessu í mig, hlýtur þú að geta borðað það? Sem tilbreytingu frá umræðum um verkföll og kjaramál fer hér á eftir pistill, sem barst fyrir nokkru þar sem rætt er um mál- far menntamanna i opinberum skýrslum t.d. „Nokkrar umræður hafa orðið manna i milli um það, að á mál- fari svonefndra menntamanna, einkum i opinberum skýrslum og „ráðstefnu“-ræðum, hafi orðið óhugnleg breyting til hins verra. Liklega er eitthvað til í þessu. Svo mikið er vist, að er undirritaður fór nýlega að glugga í fjölritaða skýrslu um „Hlustendakönnun Rikisútvarpsins, desember 1973“, staðfestist sá grunur. Hér verða þvi nefnd örfá dæmi úr áður- nefndri skýrslu: Á blaðsiðu 46 segir: „Hvað Ensku knattspyrnuna snertir, sker stundum hlustunin sig úr; hún er heldur hærri en alltaf og oft til samans". A bls. 55 segir: „Þessar niður- stöður sýna, að þjóðin gerir þá meginkröfu tii sjónvarpsins, að það geri henni dagamun, þegar hvilst er frá störfum". Á bls 59. segir: „Einnig kjósa karlar föstudaginn meira en kon- ur“. Einhverjum kynni að verða á að spyrja, hvort höfundar fyrr- greindra setninga séu e.t.v. nem- endur úr neðstu bekkjum ein- hvers barnaskólans, en svo er ekki: Þeir eru dr. Ólafur Ragnar Grimsson og Erlendur Lárusson tryggingastærðfræðingur. Fróðlegt væri að heyra álit fólks á svona „islenzku". Sigurjðn Jónsson." Með bréfi sínu sendi Sigurjón kafla úr grein, er birtist í Timariti Máls og menningar eftir Halldór Guðjónsson, þar sem hann fjallar um fyrrgreinda skýrslu og tekur úr henni nokkur dæmi. Til frek- ari upplýsingar leyfir Velvakandi sér að taka kafla úr greininni: „Fyrsti og augljósasti galli skýrslunnar er sá, að hún er naumast skrifuð á islenzku, né heldur neinu mali, sem líkur eru til að höfundar, eða aðrir kunni. Ef málið á skýrslunni er fyrir miskunnar sakir kallað íslenzka, þá er það svo vond íslenzka, að firnum og býsnum sætir. Það er varla nokkur setning i skýrslunni, sem telja má rétta . . . Ef til viil er ekki rétt að ætlast til þess, að opinberar skýrslur sem þessi séu að öllu leyti til fyrirmyndar um islenzkt mál, enda eru gömul og ný fordæmi um hið gagnstæða augljós öllum. þeim ógæfusömu mönnum, sem vel eru lesnir i þessari ömurlegu bókmenntagrein. En þeir, sem borga vel fyrir gerð slíkra verka, eiga kröfu á að þau séu ekki svo illa skrifuð, að þau séu til athlæg- is og skammar og valdi skyldules- endum andlegum kvölum um- fram þær sem efnið hlýtur að valda". Vestur S. 42 H. ÁK97tí2 T. 865 L. KG8 Austur S. 87 H. G1043 T. 43 L. A932 Suður S. ÁKG1063 H. 8 T. Á92 T.1054 Og nú má sjá, að laufgosinn er eina spilíð, sem hnekkir spilinu. Aðeins hann tryggir þrjá slagi á lauf. RETTU MER HOND ÞINA 74 í höfuðið og lét blóðið úr hon- um renna í flösku? Hlatshwayo fágaði gleraugun og kinkaði kolli í ákafa. — Já, það er einmitt hún. En nú ætlar allt um koll að keyra þarna upp frá. Konan er auðvit- að komin í fangelsi og nú held- ur fólk, að það séu kristnu mennirnir okkar, sem hafi látið lögregluna vita. Eg ætla að fara þangað á morgun og reyna að fá botn í málið. — Já, þá stingur þú höfðinu beint inn í vespuból. Hvað ætl- astu fyrir? Hlatshwayo hló leyndardóms- fullum hlátri. — Ég get ekki sagt það nákvæmlega fyrir- fram. Eiginlega vona ég, að það vcrði rigning, svo að ég losni við að fara. Erik vaggaði sér ákaft f ruggustölnum. Hann var með pipuna f munninum og’ virti Hlatshwayo nákvæmlega fyrir sér. 1 fimmtugasta og ellefta sinn var hann að skipta um skoðun á svertingjum. Hlatshwayo virtist vera skyn- samur náungi. Hann var áreið- anlega maður, sem vissi, hvað hann vildi. — En það er annað, sem ég verð að ræða við þig, hélt Hlatshwayo áfram. — Judit Uamane vill giftast hvftum manni. Örn hallaði sér áfram. — Þetta voru stórfréttir. Hvaða kumpáni er það? — Herra Sam Mannings, ókvænti pilturinn, sem býr einn niðri í Iskotodal. Hann hefur víst þegar beðið hennar. örn rétti sig aftur upp f stóln- um. — Jæja, það gamla fól. Hann hefur átt mörg börn með innbornum konum. Nú vill hann fá stúlku ókeypis. — Já, mig grunar, að svo sé, hélt Hlatshwayo áfram hreyf- ingarlaus og ósnortinn, — svo að ég bað hann að híða, þangað til ég hefði talað við þig. En hún sækir þetta fast, enda er hún ekkja og vill njóta forsjár einhvers. — Þetta var óskemmtilegt mál. Mig langar sannarlega ekki til þess að vlgja þau. Þetta getur ekki farið vel. Erik fannst kominn tími til þess, að hann legði orð í belg. Hann talaði óskýrt með pfpuna í munninum til þess að dylja þá óþægilegu staðreynd, að fram- burður hans á ensku var miklu verri en framburður innfædda mannsins. — Hvers vegna ættir þú ekki að vígja þau? Ef litið er á málið frá ykkar bæjardyrum, þá get- urðu ekki synjað þeim um vfgslu, þó að þau séu af mis- munandi kynflokkum. — Ef til vill get ég það ekki, ef við eigum að halda fast við grundvallarreglurnar. En þetta verður bara hjörð af kynblend- ingum. Og þeir verða oft rót- laúsir og hneigðir til glæpa. Það er veitzt að þeim úr öllum áttum. Erik var skapi næst að hreyta út úr sér djörfum fullyrðingum Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi til þess að lffga upp á samræð- urnar. Prestarnir voru báðir of vissir í sinni sök og grunnfærn- ir. — En það væri nú athugandi að hræra svolftið i pottinum og koma á kerfisbundinni blönd- un kynþáttanna. Það mundi greiða úr öllum erfiðleikum. Ef við yrðum allir öskugráir, gæti enginn hreykt sér gagnvart öðr- um vegna litarháttar. En nú færðist líf f Hlatsh- wayo. Hann rétti úr sér og horfði fast á Erik og talaði með litlum, ákveðnum höfuð- hnykkjum. — Nei, það getum við Zúlú- menn að minnsta kosti ekki fallizt á. Við viljum varðveita hreinan k.vnstofn. Þið hvítir menn hafið ykkar hæfileika. þið eruð gæddir framtakssemi og getið skipulagt og þar fram eftir götunum. En við höfum líka okkar gáfur. Zúlúmenn eru djarfir og tónelskir, til dæmis. Þar stöndum við framar öðrum kynþáttum. Og við get- um komizt af einir í þessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.