Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÖBER 1977 31 MEISTARASVIPUR Á FRAMSTÚLKUNUM ISLANDSMEISTARAR Fram í deild og á því eru góðir möguleik- handknattleik kvenna voru ekki í vandræðum að krækja sér t tvö stig í leik sínum við nýliða Hauka í 1. deildar keppninni í Laugar- dalshöllinni í fyrrakvöld. Allan timann hafði Framliðið yfirburði í þessum leik og sigraði með 9 marka mun, 19—10, eftir að stað- an hafði verið 8—4 í hálfleik. Er auðséð að Haukastúlkurnar eiga töluvert langt í land og verður þetta ugglaust erfiður vetur fyrir þær. En markmið liðsins hlýtur að vera það eitt að halda sér í 1. Námskeiði ] frestað TÆKNINEFND Knattspyrnu- sambands íslands hefur ákveðið að fresta um óákveð- inn tíma þjálfaranámskeiði 2. stigs sem átti að hefjast 28. október n.k. Er námskeiðinu frestað vegna óvissu þeirrar sem skapast hefur vegna verk- falls BSRB. Þeir sem búnir voru að láta skrá sig á nám- skeiðið eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu Knatt- spyrnusambandsins. 10 á Norður- landamót TlU íslenzkir unglingar munu taka þátt í Norðurlandameist- aramóti unglinga í lyftingum sem fram á að fara í Karls- krona í Svíþjóð 5. og 6. nóvem- ber n.k. Keppendur á móti þessu eru 20 ára og yngri og er talið að nokkrir íslenzku pilt- anna eigi góða möguleika á að verða framarlega í keppninni. Piltarnir sem valdir hafa verið til fararinnar eru eftirtaldir: 56 kg flokkur: Haraldur Olafsson, Akureyri (15 ára) 60 kg flokkur: Viðar Eðvarðsson, Akureyri (16 ára) 67.5 kg flokkur: Hermann Haraldsson, IBV (16 ára) 75 kg flokkur: Freyr Aðalsteinsson, Akureyri (18 ára) 75 kg flokkur: Þorsteinn Leifsson, KR 82.5 kg flokkur: Guðgeir Jónsson, Amanni (18 ára) 90 kg flokkur: Hjörtur Gíslason, Akureyri (19 ára) 90 kg flokkur: Birgir Þorþórsson, KR (18 ára) 100 kg flokkur: Jakob Bjarnason, Akureyri (16 ára) 100 kg flokkur: Agúst Karlsson, Armanni (16 ára) Þeir norsku áfram NORSKA liðið Refstad hefur tryggt sér rétt til þátttöku í annarri umferð Evrópubikar- keppni meistaraliða í hand- knattleik. Mótherji iiðsins í fyrstu umferð var finnska liðið Sparta og fóru báðir leikirnir fram í Osló. Fyrri leikinn vann Refstad með yfir- burðum, 20—12, en seinni leikurinn var mjög jafn og tví- sýnn. Lauk honuin með sigri norska liðsins, 21—20, þannig uð samanlögð markatala eftir leikina tvo var 41—32 fyrir norska liðið. ar. Leikurinn við Fram í fyrra- kvöld var ekki mælikvarði, þar sem óhætt er að fullyrða að Fram- stúlkurnar eru nú jafnvel enn betri en þær voru i fyrra, er þær urðu meistarar — lið þeirra er heilsteypt og leikur ágætan hand- knattleik miðað við það sem ger- ist hjá konum hérlendis. Það var séð þegar á fyrstu mín- útum þessa leiks hvert stefndi og um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 6—r'fyrir Frari^ I séinni hálfleik, þegar sigur vaf unninn slökuðu Framstúlkurnar nokkuð á og varð það til þess að Margrét Theodórsdóttir, langbezta stúlkan í Haukaliðinu, fékk nokkurt svig- rúm til þess að stökkva upp og skjóta, en Margrét er mjög skot- hörð og hitti vel í þessum leik. Beztan Ieik í Framliðinu áttu þær Oddný "Sigursteinsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir og þó sérstaklega Guðríður Guðjóns- dóttir, sem er sérstaklega efnileg stúlka og hefur góða tilfinningu fyrir því sem er að gerast á vell- inum og næmt auga fyrir færum sem gefast. Auk Margrétar átti Hrafnhild- ur Jónsdóttir allgóðan leik með Haukaliðinu, svo og Halldóra Mathiesen, meðan hennar naut við. Mörk Fram: Arnþrúður Karls- dóttir 4, Oddný Sigsteinsdóttir 3, Jóhanna Halldórsdóttir 3, Guð- ríður Guðjónsdóttir 3 (lv), Sig- rún Blómsterberg 2, Jenný Grétu- dóttir 3, Kristin Orradóttir 1. Mörk Hauka: Margrét Theó- dórsdóttir 6 (2), Hrafnheildur Jónsdóttir 2, Sesselja Friðþjófs- dóttir 1, Halldóra Matthiesen 1. —stjl. Sæmundur Stefánsson skorar f leik FH og Armanns. Hann fór ekki með FH til Finnlands, né heldur þeir Geir Hallsteinsson og Auðunn Oskarsson. „Ungu mennimir fá tækifæri" — Ég geri mér vonir um sigur í leiknum í Helsinki, en ugglaust verður róðurinn þar nokkuð erfiður, sagði Örn Hallsteinsson, þjálfari FH-inga, sem héldu utan til seinni leiksins við finnska lið- ið Kiffen í Evrópubikarkeppni bikarhafa í gær. Ætlunin var að FH-liðið færi ekki fyrr en í dag utan, en i gær fékkst heimild fyrir liðið til að fljúga til Kaup- mannahafnar og varð það þá að fara, þótt f.vrirvarinn væri skammur. Segja má að FH fari með aðeins hálft lið til Finnlands, þar sem nokkrir leikmenn sem verið hafa styrkustu stoðir liðsins gátu ekki farið. Ber þar fyrst að nefna Geir Hallsteinsson sem ekki gat farið af persónulegum ástæðum og þá Auðun Öskarsson og Sæmund Stefánsson, sem báðir eru meidd- ir. — Ungu mennirnir fá tækifæri i leiknum við Kiffen, sagði Örn, — og það er engin ástæða til þess að vantreysta þeim. Þeir hafa sýnt það að undanförnu að þeir eru mjög vaxandi og ég held að þrátt fyrir áföllin eigi FH-ingar að vera betri en finnska liðið. FH vann fyrri leikinn i Evrópu- bikarkeppninni með miklum yfir- burðum, 29 mörkum gegn 13, og hefur því 16 marka forskot er seinni leikurinn hefst — það mik- ið forskot að nánast er útilokað að Finnarnir vinni það upp. Körfuknattleikur EINN leikur er á dagskrá Reykjávikurmótsins í körfu- knattleik i kvöld. Eigast við Valur og Ármann og hefst leikurinn klukkan 19:30 í íþróttahúsi Hagaskóla. vTíi á því að koma á UTSOLUMARKAÐINN Á LAUGA VEGI66,2. HÆÐ 40 — 70% afsláttur Markaður sem enginn má missa af Taktu vel eftir þessu verdi • • H- föt frá 12.900,- D- dragtir frá 12.900,- Stakir jakkar frá 6.000,- Kápur frá 5.000,- Blússur frá 1.000,- Peysur frá 1.200,- Skyrtur frá 1.500,- Á II HÆÐ LAUGAVEGI Ö6 / sími frá skiptiborði 28T55 . /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.