Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 15
hinsvegar fyrir hvern reit í stofninum sjálfum. Starfsþrek manna var svo lamað, að engir fengust til að taka við nýjum glæsilegum fiskiskipum, jafnvel þótt þeir þyrftu litla sem enga fjármuni fram að leggja. Sjálfstæðisstefnan var á hröðu undanhaldi og ekkert viðnám virtist hægt að veita, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn ætti aðild að stjórn landsins. Orræðin voru helzt bæjar- og ríkisrekst- ur, en SlS þandist út í skjóli leyfanna, skömmtun- arinnar og haftanna. Einstaklingar dunduðu þó við smárekstur til lands- og sjávar. En sá maður hafði ekki verið talin með öllum mjalla, sem þá hefði haldið þvf fram, að eignaraðild almennings að atvinnurekstri, smáum og stórum, væri framtíðin, sósialismi og SlS-rekstur var það eina, sem tiðar- andinn bauð upp á. Smám saman tókst þó að þoka málum til betri vegar. Eðli málsins samkvæmt hlaut Sjálfstæðis- flokkurinn að hafa þar alla forystu og hafði líka. Eignarstefnunni óx hægt og bítandi fiskur um hrygg. Munaði þar mestu um forystu Sjálfstæðis- flokksins i byggingamálum höfuðborgarinnar. Einkaeign íbúðarhúsnæðis varð undirstaða þeirrar eignastefnu, sem þrátt fyrir allt hefur verið að vinna á í andstöðunni við allsherjarforsjá rikisins. Smáfyrirtækin þraukuðu mörg af og óx siðan fisk- ur um hrygg. Linað var á viðskiptafjötrunum, skömmtun afnumin og ýmsar tilraunir til að koma á frjálsum viðskiptaháttum voru gerðar, sumar mistókust að verulegu leyti, en hægt og bítandi náðist þó árangur. Fleiri og fleiri urðu fjárhagslega sjálfstæðir og fólkið fór að finna til máttar síns og öryggis. Stærsta orrustan stóð i upphafi siðasta áratugs, og á því leikur enginn vafi, að Viðreisnin svonefnda mun um alla framtíð talinn einhver merkasti áfangi í efnahags- og atvinnusögu þessar- ar þjóðar, enda lét árangurinn ekki á sér tanda. En hvað hefur það nú „uppásig“ að þylja þetta, væri ekki meiri ástæða að koma svolítið nær nútim- anum, kynni nú einhver að spyrja. Og skal ég gera það. Hvað t.d. um síðasta áratuginn? Dæmi að norðan Fyrir 10 árum blés ekki byrlega fyrir islenzka atvinnuvegi eða efnahagslif þjóðarinnar yfirleitt. Aflabrestur og verðfall olli þvi að rifa varð seglin, og víða voru miklir erfiðleikar i atvinnumálum og atvinnuleysi talsvert. Undir þeim kringumstæðum hefði mátt ætla, að þjóðnýtingarmönnum yxi fiskur um hrygg og á ný yrði gripið til haftanna, þvingan- anna og vaxandi opinbers reksturs. Sú varð þó ekki raunin. Einkaframtakið hélt velli, og ekki nóg með það, hafin var ný stórsókn til atvinnuuppbygging- ar, ekki sízt úti um land, þar sem atvinnuleysi var hvað alvarlegast. Og hvernig stóðu menn nú að þessari uppbygg- ingu? Heimtuðu þeir ekki rikisforsjá eða þá for- ustu samvinnuhreyfingarinnar? Eg held að ekki sé úr vegi að skoða þetta örlítið nánar, ekki hvað sízt með hliðsjón af því, að nú að undanförnu hefur verið gripið til gamla áróðursbragðsins að reyna að telja fólki trú um, að einkarekstur skilji fólkið eftir snautt, þegar á móti blæs, en Samvinnuhreyfingin sé svolítið mannlegri — og þá ekki síður ríkisfyrir- tæki. Til sannindamerkis um þetta er Kveldúlfur og Hjalteyrarverksmiðjan tekin sem dæmi. Sagt er: hérna getið þið séð, hvernig einkareksturinn bregst. Auðæfin eru flutt á brott eftir geðþótta eigenda, en fólkið skilið eftir í nauð, þetta er nú eitthvað annað hjá samvinnuhreyfingunni. Eins og að líkum lætur þekki ég best til atvinnu- uppbyggingar á Norðurlandi vestra, þar sem ég hef starfað siðasta áratuginn að þeim málum, og langar mig þess vegna til að líta þangað og athuga, hvað gerzt hefur siðustu 10 árin. Rennum augunum yfir alla þéttbýlisstaðina þar og byrjum í Siglufirði. Þar voru og eru lika síldarverksmiðjur. Að sjálfsögðu stöðvuðust þær, þegar ekkert hráefni var til að vinna. Og Siglfirðingar höfðu svo sannarlega lítið á að byggja, þeir treystu raunar lengi vel á forsjá ríkisins, sem þó brást meira og minna. Umskipti urðu fyrst, þegar þeir sjálfir tóku til við atvinnu- uppbyggingu, stofnuðu fyrirtæki smá og stór, að vísu sum með nokkurri hjálp hins opinbera, enda átti rikið svo sannarlega skuld að gjalda. En hvað með samvinnuhreyfinguna. Jú, í Siglufirði eins og annars staðar var kaupfélag. Það hefur farið á hausinn, og ekki skildi það eftir verðmæti í hönd- um heimamanna, nei, langt i frá, en það er saga, sem hér verður ekki sögð. Lítum næst á Hófsós. Þar gafst upp kaupfélag, lokaði sölubúð og frystihúsi og Austur- Skagafjörður var í sárum. En fólkið gafst ekki upp, það batzt samtökum um stofnun tveggja atvinnu- fyrirtækja, tveggja almenningshlutafélaga, annars um útgerð og hins um kaup á frystihúsi kaupfélags- ins og starfrækslu þess. Samhliða efldist myndar- legur iðnaður einkaaðila. Engan mann hef ég heyrt nefna þar fremur en í Siglufirði, að betur væri komið, ef treyst hefði verið á uppbyggingu með samvinnusniði. A Sauðárkróki og á Blönduósi eru öflug kaupfé- lög, sem sinna verzlunar- og þjónustustörfum fyrir þessi blómlegu landbúnaðarhéruð. Samvinnufélög- in á þessum stöðum hafa byggt upp sláturhús sín og mjólkurvinnslustöðvar, en að öðru leyti hafa þau lítið látið atvinnumál til sín taka. Það er fólkið sjálft, sem það hefur gert, með stofnun fjölmargra fyrirtækja, bæði á sviði sjávarútvegs og iðnaðar, og allt eru það einkafyrirtæki. Einstaka að vísu með minniháttar aðild samvinnufélaga. A Skagaströnd varð kaupfélag einnig gjaldþrota, það lokaði sínum fyrirtækjum, _þar á meðal frysti- húsi, og þegar endurreisn atvinnulífs hófst þar, datt engum í hug að reyna samvinnurekstur. Á staðnum voru tvö frystihús, og fyrirtæki það, sem átti eldra og lakara húsið var styrkt svo með hlutafjárframlögum heimamanna, að það gat keypt MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 15 kaupfélagshúsið og rekið sem einkafyrirtæki. Sam- hliða var útgerðin efld og auðvitað í formi almenn- ingshlutafélags. Og önnur fyrirtæki eru einnig rekin af einkaaðilum eða i hlutafélagsformi. Loks er svo Hvammstangi. Þar er kaupfélag, sem á i erfiðleikum, en sinnir þó, samhliða verzlun, slátrun og mjólkurvinnslu. En atvinnuuppbygging er heldur ekki á þeim stað í formi samvinnurekstr- ar, heldur hlutafélaga og einkarekstrar, og lofar vissulega góðu. Kannske hefur umbyltingin í atvinnumálum og alhliða uppbygging hvergi orðið meiri á landinu nú á siðustu árum en einmitt í þessum landshlutum, þar sem atvinnuleysið var mest og lífskjörin lökust. Og þar er einungis einkaframtaki til að dreifa, þar er um að ræða eignastefnu, sjálfstæðisstefnu, at- hafnastefnu, einkaframtak, ég vil segja að þar séu Sjálfstæðismenn á ferðinni, en því miður ekki allt Sjálfstæðisflokksmenn — a.m.k. ekki enn. Eg hygg að sannleikurinn sé sá, að engin ný samvinnufélög verði mynduð um meiri háttar rekstur, einfaldlega vegna þess að áhættuféð, sem lánaútveganir yrðu síðan byggðar á, mundi hvergi fást. Eldri samvinnufélög geta auðvitað fært út kvíarnar, en þó naumast kaupfélögin, nema þá fá þeirra, vegna fjárskorts. Kaupfélagsstjórarnir, sem margir eru harðduglegir menn, eiga í stöðugum erfiðleikum, og sizt er ástæða til að öfunda þá. SlS kynni hinsvegar að geta þetta, með fé, sem það hefur aflað sér með ágóða af viðskiptum við sam- vinnufélögin úti um land, sem sagt með fjármagni, sem sú stofnun hefur dregið frá landsbyggðinni til rekstrar sins i Reykjavík. Þannig er nú staðreyndunum gjörsamlega snúið við i áróðrinum um atvinnuuppbygginguna og fjár- magnsflutninga frá hinum dreifðu byggðum — og kaldhæðnislegt er það, að þeir Reykvíkingar munu fáir, sem óska mjög aukinna umsvifa SlS á höfuð- borgarsvæðinu, jafnvel þótt stofnunin afli fjárins utan af landi. Minni ríkisumsvif - öflugra einkaframtak En nóg um þetta. Hvert er hlutverk Sjálfstæðis- flokksins í atvinnumálum í dag og í nánustu fram- ið? Stefnan hefur verið mörkuð á siðasta lands- fundi, skýrar og afdráttarlausar en oftast fyrr, og hér þarf ekki að rifja allt það upp. Inntakið er meira frjálsræði, minni ríkisafskipti, öflugra einkaframtak, minni rikisumsvif. En þótt það sé rétt, að orð séu til alls fyrst, þá er hitt líka rétt, að þau hafa litla þýðingu, ef á framkvæmdunum stendur. Það hlýtur þess vegna að vera hlutverk okkar, sem til trúnaóarstarfa höfum valizt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og það fólk sem hann fyllir, að leitast við að mjaka stefnumálum áleiðis. Okkur er kannske ekki hægt að draga til ábyrgðar, þótt okkur mistakist, en það er hægt að gera okkur ábyrga fyrir því að hafa ekki gert það, sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Og hvaða árangri þarf nú að reyna að ná? A því leikur naumast vafi, að verðbólgan er einn mesti bölvaldur, ekki einungis heilbrigðs atvinnu- rekstrar heldur þjóðlífsins alls. Þótt Sjálfstæðis- menn æski sem mests frjálsræðis, einnig í sam- skiptum launþega og vinnuveitenda, er réttmætt að ásaka stjórnvöld og stjórnmálamenn, ef úr hófi keyrir, þannig að til upplausnar horfi. Qg segir mér svo hugur um, að til þeirra kasta verði að koma fyrr en siðar. Og þá mun reyna á þrek fylgismanna ekki síður en forystu. Ríkisbáknið hefur þanizt svo út, að ekki verður við unað. En allt hefur þetta verió svo mikið rætt að undanförnu að ekki mun ég tefja timann á að endurtaka það, sem sagt hefur verió og allir vita. En hlutverk Sjálfstæðisflokksins er m.a. að stinga hér við fótum og leitast við að vinda ofan af óheillasnældunni. — Hlutverk flokksins i við- skipta- og atvinnumálum er fyrst og fremst að skapa svigrúm frjálsræði, svigrúm fyrir athafnir og framtaksmönnum frelsi. Hutverk flokka og stjórn- málamanna er ekki að fyrirskipa hvað eina eða skipuleggja allt. Það er hlutverk þeirra, sem beina aðild eiga að atvinnurekstri. Þeim ber að sjá um samkeppnina og arðsemina. Enn er eitt, sem ég tel til óheilla horfa og þurfa að breyta, en það er sú árátta að skipa alþingis- menn, oft aó meiri hluta til, í nefndir og ráð, sem yfir hafa að ráða gífurlegu fjármagni eða standa yfir stórfelldum framkvæmdum og frjáraustri. A þann hátt er brotið gegn meginreglunni um að greiningu löggjafar — og framkvæmdavalds og alþingi nánast gert óhæft til að gegna aðhalds- skyldu sinni, þegar kannske allir flökkar eru ábyrgir fyrir einhverjum ósómanum. Spurning er, hvort við ættum að ganga jafnlangt og Norðmenn, sem mér skilst að nú hafi ákveðið, aó þingmenn séu ekki kjörgengir í utanþingsnefndir og ráð. Enn megin ágalli íslenzks efnahags- og atvinnu- lifs er án efa þær fáránlegu verðlagningarreglur, sem hér hafa gilt og skaðað hafa þjóðina um gífurlega fjármuni, enda þekkist slík hringavit- leysa hvergi í hinum vestræna heimi. Prósentu- álagningin er einn helzti verðbólguhvatinn, gagn- stætt því sem sjálfsagt hefur verið ætlunin, og stuðlar að því, að þjóðin í heild býr án efa við lökust viðskiptakjör allra þeirra, sem teljast eiga til fríverzlunarsvæða. Þessar reglur verður að afnema og gefa viðskipti frjáls, hvarvetna þar sem nokkurri samkeppni verður við komið. En sam- keppnina þarf að örva, meðal annars með þvi t.d. að veita greiðslufrest á tollum, þar sem það hentar, en heimila ella að afla greiðslufresta erlendis, þannig að vörubirgðirnar flytjist úr vöruskemmum skipa- félaganna til innflytjendanna, sem þá munu kepp- ast við að selja þær senj fyrst og þannig lækka vöruverðið. I stuttu máli má segja um hið opinbera vald sem fyrr, að það sé líkt og eldurinn, sem lýsir og vermir upp heimilin, sýður matinn og knýr áfram verk- smiðjurnar, ef honum er haldið i skefjum, en tortýmir ella. Dreifa ber völdum og þjóðarauð Afrakstur atvinnufyrirtækja þarf ekki og á ekki að falla fáum í skaut. Sjálfstæðismenn vilja dreifa þjóðarauðnum. Auðvitað geta ekki allir átt jafnt, en stefnan er sú, að sá, sem minnst á, sé samt fjárhagslega sjálfstæður. Það ber að stefna „frá fátækt til bjargálna", eins og Jón Þorláksson orðaði það. 1 þeim tilgangi ber að efla almenningsþátttöku í atvinnurekstri með stofnun og starfrækslu þrótt- mikilla opinna hlutafélaga í mun rikari mæli en tiðkazt hefur, og þar eiga hagkvæmissjónarmið að fá að rikja, þannig að hagnaður myndist og arður sé greiddur. Um hagnaðinn hefur raunar margt verið sagt, misjafnlega fagurt og misjafnlega skynsam- legt, og stundum hefur gengið erfiðlega að útskýra hlutverk hans. En hagnaðarins væri svipað og rafmagnsins, sem við getum hagnýtt og notað til auðæfaöflunar, þótt við skiljum ekki eðli þess til fulls. Þegar talað er um nauðsyn almenningshlutafé- laga er því stundum haldið fram, að baráttumenn fyrir þeim skilji ekki gagnsémi lítilla einkafyrir- tækja og athafna einstakra manna. Þvi fer auðvitað fjarri. Hitt er því miður staðreynd, að hér á landi endast fjölskyldufyrirtæki eða kunningjafyrirtæki sjaldnast nema einn ættlið og nærfellt aldrei Ieng- ur en tvo. Þótt reynslan af þeim sé góð í nokkra áratugi, er hún slæm siðar, kannske ekki sizt fyrir eigendurna, þá sem við þurfa að taka. Og þekkjum við þess öll dæmi. Brýna nauðsyn ber til þess að endurskipuleggja slík fyrirtæki oft og tiðum, og eitt af hlutverkum Fjárfestingafélags Islands átti einmitt að vera þetta. Þvi miður hefur árangurinn af störfum Fjár- festingarfélagsins enn ekki orðið sem skyldi. Er þar bæði um að kenna verðbólguþróun og eins hinu, að dirfsku kann að hafa skort af hálfu stjórnenda — og væntanlega verð ég ekki talinn ráðast á einn eða neinn með því að halda þessu fram, því að sjálfur á ég sæti i stjórn þessa ágæta félags. Ég hygg þó að í framtiðinni megi mikils af því félagi vænta eða öðrum fyrirtækjum, sem svipuðum markmiðum mundu gegna eins og upp- haflega var hugmyndin og Fjárfestingarfélagið hefði með höndum. Viðskiptasamfélag okkar þarf að verða opnara en það hefur verið, og sem betur fer hefur þó talsvert miðað í áttina. A því Alþingi, sem nú situr, verður væntanlega fjallað um nýja hlutafélagalöggjöf. Gæti samþykkt hennar ef til vill orðið til að bæta hér um. Fyrir allmörgum árum gerði ég mér vonir um, að viðtæk samstaða gæti skapast með íslenzkum stjórnmála- flokkum, sem ekki stefna að allsherjar þjóðnýt- ingu, um nýja félagalöggjöf. Erlendur Einarsson, forstjóri SlS setti þá fram athyglisverðar kenning- ar um, að samvinnufélögunum yrði breytt þannig, að þau gæfu út hlutdeildarbréf, sem menn gætu keypt og notið arðs af. Var þar um að ræða hug- myndir nátengdar eðli almenningshlutafélaga, en munurinn sá, að hver eigandi gæti einungis farið með eitt atkvæði. Raunar þekktist það í almenn- ingshlutafélögum, bæði hér og erlendis, að at- kvæðisréttur einstakra hlutahafa er mjög tak- markaður, þótt hlutafjáreignin sé talsverð, og var það t.d. upphaflega einkenni Eimskipafélags Is- lands, merkasta átaks i atvinnusögu þessa lands, þótt þar yrði siðar á breyting, illu heilli. Forstjóri Sambandsins hefur um skeið eitt haldið þessum skoðunum á loft, og hygg ég, að afturhaldsöflin hafi stöðvað þetta mál og viljað hindra endurskipu- lagningu samvinnuhreyfingarinnar, sem leitt gæti til þess, að almenningur hefði þar meiri áhrif en nú er. Vonandi er þó, að fyrr en siðar sjái menn og skilji, einnig þeir sem stjórna stórum almannasam- tökum, fyrirtækjum i eigu fjöldahs, að heilladrýgst er i bráð og lengd, að þar sé allt fyrir opnum tjöldum og völdin séu á réttum stöðum, þ.e.a.s. hjá eigendunum, hluthöfunum. Nauðsyn fjölmennra opinna hlutafélaga er lika augljós, þegar það er athugað, að auðvitað munum við i náinni framtíð hagnýta orkulindirnar í ríkum mæli og ráðast i meiriháttar iðnrekstur, sem fólkið þarf að eignast, samhliða því sem þessi gifurlegu auðæfi verða notuð til að standa undir útgjöldum til samþarfa og létta af sköttum. Um skattamálin ræði ég ekki i framsögu, þvi að siðari ræðumaður mun gera það. Sitthvað fleira mundi ég gjarnan vilja segja, en er vist þegar orðinn of langorður. En hver er þá niðurstaðan? I stuttu máli þessi: Þrátt fyrir allt hefur ýmislegt áunnist og þokast til betri vegar. Annmarkarnir eru fyrst og fremst fólgnir í ofstjórn og útþenslu opinbers valds og valdastofnana. Engu að síður hefur einkaframtak haldið velli, og þvi er að þakka það, sem áunnist hefur. En enginn getur sagt að það sé litið. Fram- undan er ný barátta, sem beinist að því að berja niður verðbólgu og opinbera útþenslustefnu, en efla þess í stað eignastefnuna. Kjörorðið hefur verið „eign handa öllum“ og er það enn. Við viljum haga.þannig málum, að sem allra flestir geti verið fjárhagslega sjálfstæðir og notið þess öryggis, sem því er samfara. Við viljum dreifa þjóðarauðnum og völdunum I þjóðfélaginu, ekki til að sundra því, heldur til að tengja það saman órofa'böndum. Við viljum forðast, að pólitisk völd og fjárhagsleg séu á sömu höndum, því að þá fyrst er frélsi og lýðræði hætt. Við viljum efla stefnu athafna sérhvers ein- staklings og frjálsræði hans, við berjumst fyrir eignaréttarstefnu, athafnastefnu, frjálsræðis- stefnu, sjálfstæðisstefnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.