Morgunblaðið - 22.10.1977, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
27
yfir námsefnið og síðan verður að
miða við meðaltalið eða miðlungs-
fólkið í bekknum . .. “
Sambandið
við foreldrana
hættumerki
Enn barst taliA ad sambandi foreldra og
skóla. Það kom fram ad foreldrar væru mis-
jafnlega samvinnuþýðir. teldu sumir að
kennurunum kæmi það ekkert við annað en
hin beina kennsla. aðrir afskaplega þakklát-
ir. Þá kom og fram að margir kennarar
kærðu sig ekkert um afskipti foreldra.
Sálfræðingurinn: „ ... það er
því miður allt of algengt, að það
er ekki haft samband við foreldr-
ana, nema þegar eitthvað er
að ... þeir spyrja jafnvel þegar
kennari hringir: ,,Er nú eitthvað
að?“ Kennarinn hringir aldrei
nema eitthvað sé neikvætt."
Stjórnandi: „Mig langar til þess
að við drepum á það hvert frum-
kvæði foreldrar taka . . . og hvort
þeir foreldrar, sem skólinn þyrfti
kannski helst að ræöa við nokk-
urntima frumkvæði að slíkum
umræðum? (leiðandi spurning)
Grunnskólakennari: .....ég tel
það alveg sjálfsögð mannréttindi,
bæði nemenda og foreldra að þeir
hafi mótunarrétt í menntakerf-
inu,... það hafa verið allt of lítii
tengsl milli foreldra og kenn-
ara ..
Fjölbrautaskólakennarinn:
„maður verður að álíta að skólinn
hafi þá skoðun að nemandinn eigi
að læra þetta, sem er í náms-
skránni, foreldrarnir hafa sömu
skoðun, að þetta skuli nemandinn
eiga að læra ... en nemandinn
hefur kannski allt aðra skoðun á
þessu. Honum hundleiðist efnið,
þetta skirskotar ekkert til hans;
þetta er enginn veruleiki af hans
lífi,... nemandinn er erfióur,
hann lætur ekki að stjórn, hann
er agalaus í bekknum ... við er-
um alltaf að reyna að leysa vanda-
málið án þess að komast nokkurn-
tíma að kjarna þess, þ.e.a.s. skoð-
un nemandans á vandamálinu.*'
Stjórnandi: „Heldurðu að þetta
blandist ekki eitthvað inn í tengsl
foreldranna og barnanna?
Fjölbrautaskólakennarinn:
„Jú, að sjálfsögðu. Eg held að þau
tengsl séu víða verulega rof-
in ... afleiðing af okkar samfél-
agsþróun."
Ástandið á
ungiingastiginu
svo slæmt að
ráðgjöf verður
svo að segja
gagnslaus
Stjórnandinn: (vitnar i skort á
ráðgjöf, sem kom fram i sænsku
þáttunum, hvergi var hægt að
leita ráða) „Það kemur fram mik-
il þörf fyrir ráðgjöf. Þekkjum við
þessa þörf á?“
Fjölbrautaskólakennarinn: „. . .
foreldrarnir þekkja ekki börnin,
. .. börnin þekkja ekki kennar-
ana, ... kennararnir þekkja ekki
börnin og það er vegna þess
hvernig kennslan er og hvernig
skólastarfið er byggt upp. Það
þekkir enginn annan. Hvert eiga
þá börnin að leita ráða? ... Það
verður aldrei neitt samband milli
kennarans og nemandans, eða
ekki nægilegt. Vegna þess að það
er ékkert samband milli þessara
oðil n ti<»t*ðl 1 e AÖIri I- -— —- * 1 - -' -
tiv/iia vcioui civai nægi au íeua
neitt. Svo standa nemendurnir
uppi vegavilltir ...“
Stjórnandínn: „haldið þið að
þetta samband sé svona
slæmt. .. ?
Framhaldsskólakennarinn taldi
sambandið einstaklingsbundið:
„... við suma nemendur hefur
maóur gott samband, aðra
ekki. . .“ En gefum sálfræðingn-
um (sem jafnframt er félagsráð-
gjafi) orðið:
„Mín skoðun er sú, að ráðgjöfin
geti ekki leyst hin alvarlegu
vandamál skólans. Vió höfum
rætt þaó, sem vinnum þessi störf í
Reykjavik, að okkur finnst
ástandið á unglingastiginu vera
það slæmt núna, það er það lítið
samband, á milli kennara, kenn-
arar líta ekki á sitt hlutverk (sem
ráðgefandi?), þannig að slik ráð-
gjöf verður svo að segja gagns-
laus, vegna þess hvað skólinn
kemur lítið til móts við þarfir
nemendanna. Þetta er ein af
ástæðunum fyrir því að hér í
Reykjavík höfum við einbeitt
okkur að þvi að hafa ráðgjöfina
sem mesta á barnaskólastiginu .
... sérstaklega í allra yngstu
bekkjum grunnskólans er farið að
vinna gott starf, þá á hin sérfræði-
lega ráðgjöf að koma sem síðasta
lausn, þegar kennarinn er búinn
að gera sitt, þegar skólinn er bú-
inn að gera þaó sem hann getur
gert, þá auðvitað er alltaf viss
hópur barna eftir, en þau eru
meira en nógu mörg þannig að við
höfum óhemjuálag.
Spurt var um aðstödumun kennara f yngri
bckkjum eða eldri til að veita ráðgjöf og
fram kom að bekkjarkennarinn, sem einn
kennir svo til öll fög er betur í stakk búinn að
veita nemendum sfnum lciðsögn en fagkenn-
arinn, sem e.t.v. kcnnir f 10 bekkjum, þrjár
kennslustundir í viku. (írunnskólakennarinn
ræddi vandann sem fvlgdi valinu í 9. bekk og
taldi skólann algerlega hafa brugðist nem-
endum vegna skorts á ráðgjöf.
Fjölbrautaskólakennarinn: ...
kennarinn fær ekki aðstöðu til
þess að kynnast nemandanum.
Hann þarf að kenna í 10 bekkjum,
hann kennir kannski 40—50 tíma
á viku og hann hleypur úr einum
bekknum í annan og hefur aldrei
tíma til þess að hugsa um þessi
mál. Það sama er uppi á teningn-
um á heimilunum. Foreldrarnir
eru alltaf aó vinna, mega ekkert
vera að því að sinna börnunum,
mega ekkert vera að því að ala
þau upp og demba þessu yfir á
skólann, sem ekki getur það held-
ur.
Grunnskólakennarinn: „1 fá-
mennum bekkjum er allt annað
andrúmsloft. Maður kynnist
hverjum einstaklingi nokkuð vel,
þau eru þá miklu óhræddari við
ÖRLÖG- ÞSIRmM
SeH
VILTA 3RGrrA.„SK'ÓL-
INN £* AFSKA.PLG&A „
íriALbSió'M ST oFwu<J.
að tjá sig ef þau valda ekki viss-
um verkefnum, miklu auðveldara
að virkja þau til samstarfs. Þar
sem 30 nemendur eru í bekk í
þröngum stofum er bókstaflega
ógerningur að virkja hópinn þó að
maður reyni að vera með nokkuð
lifandi kennslu... viss hluti er
alltaf hlutlaus."
Tengslin við
þjóðlífið:
Skólinn „spéspegill“
af þjóðfélagi
fortíðarinnar
Stjórnandi minnti á að önnur
grein grunnskólalaganna fjallaði
mjög um tengsl skólans við þjóð-
lifið og spurði: „Hvernig eru
þessi tengsl núna og hverju finnst
ykkur þurfi úr að bæta? (Seinni
hluti spurningarleiðandi).
Sálfræðingurinn: „... mér finst
skólinn ekki vera spegilmynd af
þjóðfélaginu. Mér finnst skólinn
vera einhvers konar spegilmynd,
eða kannski allt að þvi spéspegill
af þjóðfélagi fortiðarinnar . . . ég
á að sjálfsögðu ekki við alla skóla
eða alla bekki en meirihluta
þeirra, að þeir séu spegilmynd af
þjóðfélaginu, eins og það var fyrir
30—40 árum, kannski fremur
spegilmynd af dönsku þjóðfélagi
en nokkurntima af islensku þjóð-
félagi.. . þessi tengsl eru tví-
mælalaust allt of lítil, skólinn er
eins og eítthvert aóskotadýr ... i
smærri bæjum eru tengsl skólans
ótrúlega lítil við það iðandi líf
sem er fyrir utan ... Ég tel að það
séu kannski engar stofnanir í
þjóðfélaginu núna sem hafa jafn
gamaldags stjórnunarform, sem
krefjast jafn einræðislegrar, stöð-
ugrar hiýðni, sem eru jafn langt
frá því, að hafa lýðræði á sinum
vinnustað og skólinn, því miður.
(leturbreyting min).
Framhaldsskólakennarinn:
„Skólinn er i eðli sinu afskaplega
íhaldssöm stofnun ... hættir mjög
til að vera úr tengslum við raun-
veruleikann . . . mér finnst skól-
inn hvort tveggja í senn, aftur i
grárri forneskju og til sömu tíðar
spegilmynd af samkeppnisþjóð-
félaginu ... það gerir skólanum
og þeim sem þar starfa erfiðara
fyrir, vegna þess að þarna eru svo
miklar þversagnir ... við erum
með starfsaðferðir, vinnubrögð og
námsefni, sem alls ekki höfða til
nútimaþjóðfélags."
Grunnskólakennarinn vitnar í
aðra grein grunnskólalaganna
(sjá hér að framan): „ ... þetta er
að minu viti afskaplega broslegt í
þeim skóla, sem við höfum í dag á
islandi ... við eigum óhemju
langt í land og jafnvel stefnum í
ranga átt, ég held að við séum
ekki að nálgast þetta ...
Niðurlag
þáttarins
í umræðuþættinum hafði fram-
haldsskólakennarinn síðasta orð-
ið.
Hennar framlag var oft á tiðum
til þess að lýsa hina annars afar
dökku mynd sem heildaráhrifin
höfðu, t.d. þessi tilvitnun: „ . .. ég-
tel mikið að, ef engin samkeppni
er meðal nemenda i skólum. Ég
held að það sé mannlegt eðli að
reyna að standa sig, og ef við ekki
örvum það i skólunum, þá sé
ýmislegt að . . . nemendur vilja
hafa vissan aga og nemendur vilja
fá að vita hvar þeir standa. Eg
held að við þurfum ekki að draga
svo skýr mörk á milli þess að við
séum að kenna til prófa en ekki
til þroska. Það er vonandi að það
komi einhver þroski út úr því,
sem verið er að kenna nemendum
. . . skólinn gegnir tvíþættu hlut-
verki: annars vegar reynir hann
að búa einstaklinginn undir lífið i
því þjóðfélagi, sem einstaklingur-
inn býr við, hins vegar leitast
hann við að viðhalda þeim þekk-
ingarforða, sem safnast hefur
gegn um aldirnar. Einstaklingur-
inn er hluti af þjóðeflaginu . .. og
verður að lifa í því þjóðfélagi, þar
með taka tillit til þjóðfélagsins og
annarra. Vafalaust er skólinn
mjög gallaður, enda er það visst
ánægjuefni að við skulum öll
verða jafn sammála um það, þvi-
að hvert stefndi, ef okkur fyndist
öllum skólinn vera afskaplega
góður? ... ég er ekki sátt við að
okkur skuli finnast það svo af-
skaplega neikvætt að nemandi
þurfi að læra eitthvað, sem hann
sjálfur heldur að honum leiðist.
Þjóðfélagið býður ekki upp á það,
að við getum gert allt, sem okkur
langar til, við verðum að fara að
reglum . . . nemandinn verður að
temja sér vissa sjálfsögun í skólá-
num. Skólinn er uppeldisstofnun
og verður að veita okkur þetta
uppeldi."
Hér lauk athyglisverðum um-
ræðum, sem hljóta að vekja
marga til umhugsunar. Ja, svart
er það, ef satt er! En hvað er til
ráða? Ég varpa fram eftirfarandi
hugmyndum:
1. Styttum skólask.vlduna í 14 ár
en tryggjum það jafnframl að
unglingar geti fengið vinnu. Eft-
irliti með vinnuaðstæðum og
vinnuálagi unglinga þarf að koma
upp.
2. Aukum fræðsluskylduna (þ.e.
skvldu þjóðfélagsins til menntun-
ar þegnanna, þeirra sem bæði
vilja og geta lært). Þetta þýðir, að
skólar verði frjálsari viðkomandi
inntöku nemenda (sem hafa þá
oftast verið virkir þátttakendur i
atvinnulífinu lengur eða skem-
ur). Ekki sé spurt: „Hvar er skír-
teinið, sem heimilar þér inn-
göngu, heldur kannað hvort
væntanlegur nemandi sé líklegur
til að standast þær kröfur, sem
verði gerðar til hans.
3. Stórauknum möguleika kenn-
ara til endurmenntunar.
4. Höfum hámarksstærð bekkja
minni, t.d. 25 nem. í bekk.
5. Skiptum stóru skólunum niður
í einingar t.d. 8 2—4 bekkir í
einingu og sami kjarni kennara
(4—6)kenni þar svo til allar
greinar (sænska dæmið, SÍA).
Aukin kynni kennara og nem-
enda hljóta að ieiða af slíku.
Lokaorð
Ætlunin hafði verið. að gera
báðum sjónarpsþáttunum skil, en
sá síðari verður að bíða. Þá er
ætlunin að grein komi, sem bygg-
ist á svörum námsstjóra þeirra
faga, þar sem samræmd próf eru
haldin i 9. bekk. Hversu bundnir
eru kennararnir af námsskránni í
starfi sinu að þeirra dómi.
Siðastur hefur orðið fjöl-
brautarskólakennarinn, sem ann-
ars dró upp hvað svartasta mynd
af ástandinu í skólunum:
Fjölbrautakennarinn: .....ég
held að kennslustarf verði aldrei
heilladrjúgt, nema þetta sé hug-
sjónastarf viðkomandi einstakl-
ings . ."
Verið sæl að sinni,
Vilhjálmur Einarsson.
tXvXvXvXvXvSpBPWÍHBBPÍÍI^^^WS^^SvvvvvIv^^SSvívvX-XvSK?!
|aw^aÍv!v‘V»V.V.WWa\v-v» • .. .....••*.•.•.•.•.V.V.V.V.V.W.” * ■
I Skólakerf^ í augum
f Sumra og sctrt. sktimsli:
("foreldrar ír\r<tcfc(tr á
foreldraíur\dwn*);ispéspegiU þjóí-
£q(a§$in&; ísmaí af siarfsr-