Morgunblaðið - 22.10.1977, Síða 32

Morgunblaðið - 22.10.1977, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKT0BER 1977 STIFTUNG •»* W «»«•": L 1 atf M LUMtMxtff). <(t S3 I OSowuwlc- dkt i 40 8t»*f: (*t 7,00 #>•«»*«. A1100EX ‘ W,M* OM 3,- 12.Jahrgang Juti 1977 Die Zeitschrift fur den Verbraucher TEST: flutokindergurte insekte Handfunksprertig lOSeitenurlaubsioumal Sictiertieit • cesundheít Devisen • Zoll • fluto • Sportund Hobby Anzeigenfrer Svar til forráðamanna Neytendasamtakanna: Athugasemd „I>ar ríður hið ramm- asta íhald húsum” Svar vid skrifum í Þjódviljanum SÍÐDEGIS í gær barst okkur í hendur eintak af fréttatil- kynningu frá stjórn Neytenda- samtakanna dagsettri 13. þ.m., en með tilkynningu þessari er gerð aðför að auglýsingu okkar um GRUNDIG litsjónvarpstæki, sem birtist í dagblöðunum um síðustu mánaðamót og byggð er á könnun, sem v-þýzka neytendatímaritið Test gerði á 20 helztu litstjórn- varpstækjunum á v-þýzkum markaði í júli s.l. Við viljum svara forvígismönn- um neytendasamtakanna á eftir- farandi hátt: Þeir kveða v-þýzku neytenda- samtökin réttilega vera í alþjóða- samtökum neytenda (IOCU) og halda því síðan fram, að eitt af inntökuskilyrðunum í samtök þessi sé, að viökomandi félag leyfi engum að hagnýta sér upplýsing- ar sínar eða ráðleggingar. I fram- haldi af þessu fullyrða stjórnar- mennirnir, að við höfum notað það efni, sem umrædd GRUNDIG auglýsing byggist á, í algjöru heimildarleysi. Ekki er þetta mál fyllilega á hreinu. GRUNDIG verksmiðjurnar birta nefnilega sjálfar hluta af umræddri lit- tækjakönnun Test og vitna i hana með almennu orðalagi í siðasta upplýsinga og myndabæklingi sinum. Ólíklegt er, að jafn vandað og virt fyrirtæki og GRUNDIG verksmiðjurnar birti i heimildar- leysi efni og upplýsingar úr Test, enda höfum við fengið staðfest, að svo er ekki. Hér fara því for- ráðamenn neytendasamtakanna með haldlitla stafi, eða þá, að öfl- ugasta neytendatímarit Evrópu, sem Test vissulega er, þekkir ekki og kann grundvallarreglur IOCU. Getur hver og einn gert upp við sig, hvort Iíklegra sé. Stjórnin staðhæfir, að við höf- um farið frjálslega með staö- reyndir í GRUNDIG auglýsing- unni og beitt „lævísri brellu“ til að gera hlut GRUNDIG tækisins meiri, en efni standa til. Þessu visum við algjörlega á bug, og munum við láta forvígismenn neytendasamtakanna standa fyrir þessu ófrægingarmáli sinu fyrir dómstólum, en stefna verður gefin út á hendur þeim næstu daga. Könnun Test spannar 9 síður, og var óframkvæmanlegt að birta hana í heild sinni. Við ákváðum því, að birta mikil- vægustu niðurstöður könnunar- innar með einfaldri og skýrri framsetningu. Forráðamennirnir segja, að tækniatriðin 36, sem prófuð og dæmd eru, séu mis- mikilvæg, og, að það standist ekki að leggja saman plúsa gefna fyrir einstök atriði og draga mínusa frá. Þetta skoðuðum við og mátum vandlega áður en við völdum þann framsetningarmáta, sem notaður er. Sannleikur málsins er nefnilega sá, að það er, að sjálfsögðu, viss jöfnuður i gildi hinna prófuðu og dæmdu atriða, enda væri fáránlegt að hugsa sér, að tímaritið hefði fyrir því að vega og meta atriði, sem litið eða ekkert gildi hafa. Til viðbótar er það, að tímaritið sjálft kemst i raun að sömu niðurstöðu og við, þar sem það gefur aðeins GRUNDIG tækinu og I.T.T. Schaub-Lorenz hæstu heildar- einkunn fyrir myndgæði, „Sehr gut“ eða mjög gott, en ekki vitum við, hvaða eiginleikar litsjórn- varpstækja kunna að hafa gildi, séu það ekki myndgæðin. Ýms frekari staðfesting á sérstöðu GUNDIG tækisins kemur fram í könnuninni, og varla er það nein tilviljun, að Test menn setja mynd einmitt af því á forsíðu blaðsins. Að öðru leyti vísast hér til heimildarkönnunarinnar og blaðsins sjálfs, sem alla tíð hefur legið frammi í verzlun okkar. Stjórn neytendasamtakanna staðhæfir, að Test hafi sjálft ekki treyst sér til að leggja saman gefin stig á þann hátt, sem við gerum. Fróðlegt væri að vita, hvaðan þeim er komin þessi vitneskja. Það rétta er að okkar dómi, að neytendasamtök og neyt- endablöð hafa almennt þann hátt á, að slá ekki saman einkunum við varningsprófun til að styggja ekki eða ögra um of þeim fram- Ieiðendum, sem minna mega sín og lakari árangri ná. Ekki láta stjórnarmenn hér staðar numið, heldur brjótast þeir um á hæl og hnakka í þeirri vióleitni sinni, að gera auglýsingu okkar tortryggilega. En ísinn verður enn hálli og þynnri undir stjórnarmönnum, því nú reyna þeir að rýra gildi könnunarinnar sjálfrar með villandi ábending- um, athugasemdum og hreinum rangfærlsum. Forvigismennirnir segja orðrétt: „A hitt ber einnig að benda, að könnunin nær einungis til ákveðinna sjónvarps- tækja þ.e. þeirra, sem ætlað er að standa á borði og haía ákveðna skermastærð." Ennfremur: „Til viðbótar má benda á, að könnunin nær eingöngu til tækja, sem algengust eru (jæja, svo þau eru það þá) á þýzkum markaði en ekki íslenzkum." — Þeir, sem kunna einhver skil á sjónvarps- tækjaframleiðslu, vita, að flestir BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá inspector scholae I Menntaskólanum í Reykjavík: Þjóðviljinn virðist gera sér far um að koma sem flestum inn í ungmennasamtök Sjálfstæðis- flokksins þ.e. Heimdall. Arni Bergmann hélt því fram um dag- inn í grein i blaðinu að Hrafn Gunnlaugsson sæti í Heimdallar- nefnd er hafði listir á dagskrá sinni. Þann 18. okt. 1977 i grein um lokun menntaskólanna er ég svo skyndilega orðinn einn af félögum Heimdallar. Hver er næstur? Ég segi eins og Hrafn Gunnlaugsson að það eru nýjar fréttir fyrir mig. Hvernig er það með blaðamenn, hafa þeir engar skyldur gagnvart lesendum og þeim sem ritað er um? Er ekkert til hjá blaðamönn- um sem heitir stolt? I greininni segir orðrétt: Ekki tókst að koma i veg fyrir að kennsla hæfist í mennta- skólanum í Reykjavík i gær- morgun. Þar ríður hið ramm- asta ihald húsum sem löngum framleiðendur nota sama grund- vallarverkið í sinar helztu gerðir og, að megin bygging og eigin- leikar tækjanna eru þeir sömu, hvort sem tækið er ætlað til notkunar á borði eða það er t.a.m. framleitt í skáp. Auk þess, standa borðtæki fyrir miklum meirihluta framleiddra og seldra tækja. — Um siðari fullyrðingu forráða- manna neytendasamtakanna er það að segja, að það er rétt, að þau tæki, sem prófuð voru, eru þau algengustu i Vestur-Þýzkalandi, en það er rangt, að þau séu það ekki á íslandi, því hvaða litsjón- varpstæki eru algengust hér, ef Blaupunkt, Grundig, Nordmende, Philips, Saba og Telefunken eru það ekki? Þessi fréttatilkynning stjórnar neytendasamtakanna gefur til- efni til ýmissa almennra hug- leiðinga. Stjórnin klykkir út með að segja: „Af þessu gefna tilefni vilja Neytendasamtökin ein- dregið vara fólk við auglýsingum af þessu tagi.“ Hvar eru þau neyt- endasamtök á vegi stödd, sem vara við því málefnalegasta og hlutlægasta, sem fram er sett, en leggja nánast blessun sína yfir skrum og missagnir, ef ekki hrein ósannindi? Því, með að gera aðför að þessari auglýsingu okkar og láta aðrar litsjónvarpsauglýsingar óátaldar, er stjórn neytendasam- takanna — þó óbeint sé — að leggja blessun sína yfir allar aðr- ar litsjónvarpstækjaauglýsingar, sem hér hafa birst, en þær eru sumar hverjar bæði ómerkar og lítilsverðar, jafnvel með því lakara, sem fram hefur komið í íslenzkri auglýsingamennsku. Frumhlaup stjórnarinnar gefur tilefni til fjölmargra annarra bollalegginga um forvígismenn Neytendasamtakanna og störf þeirra, en ég Iæt hér staðar numið, enda er það fremur í annarra verkahring en mínum, að gera úttekt á vinnubrögðum og forsvarsmönnum þessara sam- taka. Ég get þó ekki stillt mig um, að setja fram eftirfarandi spurningu til stjórnarmanna: Hverra hagsmuna þykist þið vera að gæta í þessu máli??? Reykjavík 19. október 1977. Óli Anton Bieltvedt. Gód aðsókn að sýningu Stefaníu MJÖG GÓÐ aðsókn hefur verið að sýningu Stefaníu Pálsdóttur i sýningarsalnum Laugavegi 25. I gær höfðu yfir 600 manns séð sýninguna, en á henni eru málað- ur rekaviður, keramikstyttur og gipsmyndir. Margar myndanna hafa þegar selzt, en sýningunni lýkur á sunnudagskvöld, oger opið frá kl. 14—22 í dag og á morgun. fyrr og virtist ekki mikill áhugi á samstöðu (með) BSRB ríkja meðal kennara og nem- enda. Seinna segir orðrétt: MR-ingarnir vildu gjarna halda skólafund til að ræða málin en þá kom i ljós að heim- dellingur sá, sem gegnir embætti inspectors eða skóla- félagsformanns, hafði laumast úr skólanum og töldu fróðir menn að hann sæti á Mokka og drykki þar sitt kaffi. Við þessi tíðindi urðu menn ráðþrota, því inspector einn hefur rétt til að boða til skólafunda og ekki vildu MR-ingar halda „ólöglegan" skólafund. 'Greinina ritar „blaðamaður- inn“ EÖS og þykir mér hann fara heldur frjálslega með staðreynd- ir. Einna helst virðist sem EÖS hafi ekki verið að fullu vaknaður þegar atburðirnir áttu sér stað. Að minnsta kosti skortir hann alla sjálfsgagnrýni. Það er rétt að inspector hefur rétt til þess að boða til skólafund- ar, en auglýsa þarf skólafund með þriggja daga fyrirvara. Þar að auki þarf leyfi rektors til þess að fá húsnæði skólans lánað undir skólafund eða nokkra aðra sam- komu. í reglugerð um mennta- skóla, Vll-kafla 64. grein, segir að skólastjóri hafi yfirumsjón með húsum skólans og beri ábyrgð á því að öll starfsemi skólans sé í samræmi við lög, reglugerð, námsskrá og önnur gildandi fyrir- mæli. Varðandi það að ég hafi læðst úr skólanum til að fá mér kaffi á Mokka er þetta að segja: Að venju kom ég kl. 8 að morgni í skólann. Nokkrir verkfallsverðir voru við skólann en meinuðu engum inn- göngu. Nemendur virtust áhuga- litlir að gera nokkuð til þess að styðja aðgerðir BSRB og þótti mér það miður. Atti þá að rjúka til og halda fund? Flest allir, að mér meðtöldum, sóttu 1. kennslu- stund. Þegar kennari kom til kennslu í 2. tíma gerði ég það að tillögu minni að kennari og nem- endur tækju sér út göngufrí. Dylst einhverjum hvers vegna? Jú, þannig ætluðum við að sýna samhug okkar með aðgerðum BSRB. Varð úr að bekkurinn ásamt kennara fór á Mokka og fékk sér kaffisopa. Já, svo mikið var laumupukrast. Skal tekið fram að þessar aðgerðir vöktu fögnuð BSRB-manna því ekki hafði bólað á neinum aðgerðum af hálfu nemenda. Siðan bárust mér þangað þær fréttir að æ fleiri nemendur væru hættir að sækja tíma. Hvort frumkvæði bekkjar mins hafði haft einhver áhrif í þá átt skal ósagt Iátið. Nú þótti mér rétti tíminn til að gera eitthvð og fór ég- á fund Guðna rektors. Sam- þykkti hann að lána húsnæði und- ir stuttan fund. Þar ætlaði ég að koma þeirri tilkynningu á fram- færi að þeir nemendur sem styddu BSRB skyldu sýna það í verki og yfirgefa skólalóðina, hin- ir skyldu sækja tíma. Sem sagt ekkert hálfkák og þetta vissi Guðni. í jafn viðkvæmu máli sem þessu fannst mér hyggilegast að hver maður gerði upp hug sinn upp á eigin spýtur, einnig taldi ég það sterkara fyrir BSRB, að eng- inn gæti verið ásakaður um múg- æsingu. Það að Guðni féllst á þetta byggðist á tvennum rökum 1. Margir nemendur áttu erfitt með, sökum sannfæringar sinnar eða jafnvel vegna foreldra sinna, að misvirða verkfallsverði. 2. Hópur nemenda hafði safnast saman og hafði það óneitanlega hávaóa í för með sér. Fundur var haldinn (ekki skólafundur og hvar var EÖS?) og svo stór hluti nemenda sótti ekki tíma eftir það, að kennslu var hætt. Sýnir þetta best hug nemenda. Hef ég það eftir Asgeiri Svanbergssyni verkfallsverði að án samhugs og aðgerða nemenda hefði MR ekki verið lokað. Svo er hreint og beint fáránlegt að halda því fram að nemendum hafi verið hótað þyngingu náms- efnis og fjölgun skyndiprófa eins og segir í grein EÖS. Eyði ég ekki fleiri orðum í það. Nú vil ég biðja lesendur að bera saman skrif EÖS og það sem ég hef ritað. Skrif hans bera vott um hroðvirknisleg vinnubrögð sem enginn blaðamaður ætti að láta eftir sér. Farið er að hikta í ansi mörgum máttarstólpum þjóð- félagsins þegar blaðamenn setja æsifréttamennsku, sama hversu skaðleg hún kann að vera, ofar heiðarlegum og rökföstum skrif- um. EÖS notar tækifærið til þess að ráðast á MR sem stofnun og á það fólk sem við hana starfar og þá sem sækja þangað nám sitt. Greinilegt er að EÖS hefur haft fyrirfram ákveðnar skoðanir um MR áður en hann kom á vettvang enda ber greinin öll þess merki að vera felld að skoðunum „blaða- mannsins“ en ekkert skeytt um staóreyndir. Svona fölsun á stað- reyndum er dæmd til þess að falla um sjálfa sig. Þessi grein EÖS er eitt stórt vindhögg. Ég geri þá kröfu á hendur hon- um að hann biðjist afsökunar á skrifum sínum hvað varðar nem- endur MR, mig og aðra þá sem eru rægðir í þessum skrifum hans. Ef hann er ekki maður til slíks fer ég fram á það að ritstjóri blaðsins beri fram afsökun f.h. Þjóðviljans. Ásgeir Jónsson Inspector scholae MR „Óttar” — frum- verkungs höfundar „ÓTTAR" nefnist fyrsta íslenzka jólabók Helgafells í ár. Það er skáldsaga um ungan niennta- mann í París, sem býr sig undir að hverfa heim að Ioknu átta ára námi í heimsborginni. Sagan er frumverk höfundarins, Ernis Snorrasonar. Um verkið í heild segir bókmenntaráðunautur forlagsins: „íslendingur nokkur er í þann veginn að hverfa heim eftir margra ára dvöl í Frakklandi. Minningar þyrpast að honum og hlandast atvikum líðandi stundar siðasta daginn, sem hann stendur við í París. Tvenns konar lífsvið- horf togast á í vitund hans. Sem Islendingur hugsar hann ósjálf- rátt í sögulegu samhengi, skynjar öðrum þræði hlutina í ljósi orsaka og afleiðingar. En hann er háður reynslu sinni hér, og „franskt líf- erni er í vissum skilningi án sögu. Einhvers konar safn augnablika, sem hlaðast upp án innbyrðis tengsla". Mjög tímabær og athyglisverð saga, sem fjallar um nútímalegt viðhorl og nútíma hátterni i sam- ræmi við þaó. En jafnframt um hverfandi merking þess að vera íslendingur i heimi, þar sem öll gildi virðast lögð að jöfnu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.