Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR23. OKTÖBER 1977 Síldarbát- ar beðn- ir um að kasta ekki á smásíld SJAVARUTVEGSRAÐUNEYT- IÐ hefur beint þeim tilmælum til hringnótabáta að þeir kasti ekki á smásíld á ákveðnu svæði milli Hrollaugseyja og Ingólfshöfða, en sögusagnir um mikið af smásíld á þessu svæði hafa gengið að undanförnu. Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær, að hann hefði haft fregn- ir af því að síldarbátarnir væru að kasta á smásíld á áðurgreindu svæði og því hefði hann farið þess á leit að þeim tilmælum yrði beint til bátanna að þeir köstuðu ekki á síld á þessu svæði, en í fyrra hefði verið mikið um smásild á þessu sama svæði. ,,Þar sem við höfum ekki getað verið við síldarrannsóknir að undanförnu, höfum við ekki neitt í höndunum um að þessar sögu- sagnir séu réttar, og meðan svo er getum við aðeins farið fram á að bátarnir kasti ekki á síld á þess- um slóðum." Bæði Valur ogFH örugg í aðra umferð URSLITIN í fyrri leik Vals og fær- eysku meistaranna Kyndils í fyrrakvöld urSu 23:15 fyrir Val, eftir aS Færeyingarnir höfSu leitt 8:7 i leikhléi. Siðari leikurinn átti aS fara fram í gærkvöldi, en full- vist má telja aS Valur hafi þegar tryggt sér sæti í 2. umferð Evr- ópukeppni meistaraliSa í hand- knattleik. FH tekur þátt i Evrópu- keppni bikarmeistara og leikur um helgina gegn finnska liSinu Kiffen Með góðum sigri i fyrri umferðinni má heita öruggt að FH sé einnig óruggt í 2. umferS Evrópukeppninnar. Leikur Vals og Kyndils var mjög spennandi i fyrri háffleikn- um, en færeysku meistararnir náðu um tima 3ja marka forskoti og leiddu meS 8 mörkum gegn 7 í leikhléi. Í seinni hálfleiknum var hins vegar um einstefnu Vals- liSsins að ræSa. liSiS vann hálf- leikinn 16:7 og leikinn 23:15. Markhæstir Valsmanna voru Jón H. Karlsson me8 8 mörk, Jón Pétur gerSi 5 og Stefán Gunnars- son 3 mörk. Fyrir Færeyingana var Joan Pætur Midjord iSnastur viS aS skora, gerSi 4 mörk. Valsmenn komu til Færeyja siS- degis leikdaginn og var þvi eSli- legt aS liðið væri seint i gang. Þurftu Valsmenn aS fara í gegn- um Kaupmannahöfn, en frá Keflavik fóru þeir á fimmtudags- kvöld. HöfSu þeir áSur fengið leyfi til aS fara meS flugvél beint til Færeyja og voru komnir um borS i vélina á Reykjavíkurflug- velli er leyfiS til peirra var aftur- kallaS og þeim sagt aS taka vél- ina sem fór til Kaupmannahafnar í staSínn. Félagsmálastofnun Reykjavíkur í samvinnu við Ferða- skrifstofuna Úrval efndi til Mallorkaferðar fyrir eldri- borgara Reykjavíkur 30. sept. s.l. til 27. okt. Meðfylgj- andi mynd er tekin af hópnum nokkrum dögum eftir komuna til Mallorka. Má þar greina ýmsa eldri/porgara Reykjavíkur. Aðalfararstjóri er frú Geirþrúður Bern- höft. Margrét Margeirsdótt- ir formaður Landssam- takanna Þroskahjálpar STOFNÞING Landssamtakanna Þroskahjálpar var nýlega haldið í Reykjavík. I upphafi þingsins fluttu ávörp Gunnar Thoroddsen félagsmáiaráðherra, Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri og Gunnar Þormar sem verið hefur formaður undirbúningssamtak- anna, sem stofnuð voru fyrir ári siðan. Að loknum þessum ávörpum fluttu fulltrúar landshlutanna ávörp og talaði sr. Gunnar Björns- tengsl og samstarf foreldra og starfsfólks stofnana og lagði hún mikla áherzlu á að nauðsynlegt væri að byggja upp virkt og náið samband milli foreldra og stofn- ana í þvi skyni að þjálfun og uppeldi þroskaheftra færi sem bezt úr hendi. Þriðja framsöguer- indið flutti Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi í menntamála- ráðuneytinu og fjallaði hann um reglugerð um sérkennslu, sem Framhald af bls. 31 Stjórn og varastjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar, talið frá vinstri: Ragna Jónsdóttir, Sigurður Garðarsson, Jón Sævar Alfonsson, Gunnar Björnsson, Margrét Margeirsdóttir formaður, Helgi Seljan, Helga Finnsdöttir, Bjarni Kristjánsson, Anna Jóna Arnadóttir. son af hálfu Styrktarfélags ------__-----------------------—-------- vangefinna á Vestfjörðum, Snorri _____ _______ Þorsteinsson fræðslustjóri fyrir Vesturland, Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri fyrir Suðurland, af hálfu Austfirðinga Sigurður 0. Pálsson kennari og Bjarni Kristjánsson kennari af hálfu Norðlendinga. Siðan voru flutt þrjú framsögu- erindi og talaði Bjarni Kristjáns- son kennari á Akureyri um frum- varp til laga um vangefna, sem landssamtökin hafa haft til um- sagnar og endurskoðunar og kom fram allmikil gagnrýni á frum- varpið og urðu umræður um það segir í frétt frá samtökunum. Margrét Margeirsdóttir talaði um skýrt samþingismönnum í Suðurlandskjördæmi, þeim Ingólfi Jónssyni og Steinþóri Géstssyni, frá þvi að hann myndi tilkynna formlega þessa ákvörðun sína á fulltrúaráðs- fundi í Eyjum eða á fundi kjör- dæmisráðsins. Guðlaugur Gíslason hefur starfað innan Sjálfstæðis- flokksins í 40 ár. Hann var fyrst kjórinn í bæjarstjórn Vest- mannaeyja 1938, og átti þar sæti i 32 ár og 4 ár sem vara- maður. Er þetta með lengstu setum sama manns í bæjar- stjórn hér á landi. Guðlaugur var kjörinn alþingismaður 1959 og hefur átt sæti á Alþingi síð- an og setið 20 þing. Jafnhliða þingmennsku var Guðlaugur Guðlaugur Gísla- son gefur ekki kost á sér í framboð GUÐLAUGUR Gislason, al- þingismaður í Vestmannaeyj- um, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs aftur fyrír næstu aiþingiskosningar. Tilkynnti Guðlaugur ákvörðun sína á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi, en sá fundur var haldinn í Vestmannaeyjum í gær og fyrradag. í samtali við Morgunblaðið kvaðst Guðlaugur hafa tekið þessa ákvörðun siðla sumars, og bæjarstjóri i Vestmannaeyjum frá 1959—66 en samfleytt var hann bæjarstjóri í liðlega 12 ár eða frá 1954. Þess skal getið að fyrsti þing- maður Sunnlendinga, Ingólfur Jónsson, hefur einnig ákveðið að hætta þingmennsku eftir þing það sem nú setur og hefur Eggert Haukdal verið valinn í stað hans. Almennt prófkjör mun fara fram í Vestmanna- eyjum i vetur um eftirmann Guðlaugs. Akranes- kirkja AKRANESKIRKJA Barnasam- koma verður kl. 10.30 árd. í dag. Messa klukkan 2 síðd. Sóknar- prestur. JLt > .AJk,„ ¦ «. t***^ LYFJATÆKNISKÓLI íslands útskrifaði fyrir skömmu 13 lyfjatækna Skólan- um er ætlaS þaS hlutverk aS tæknimennta aSstoSarfólk viS lyfjagerS og lyfjaafgreiSslu. Námið tekur 3 ér og er þaS bæSi verklegt og bóklegt. Lyf jatæknar hafa stofnaS meS sér félag og bera nú merki við störf sln, sem er gyllt letur á bláum grunni. Þær sem útskrifuSust og eru á meSfylgjandi mynd eru: Aftari röS f.v: Edda GuSmundsdóttir. Björg Dúadóttir, Halldóra G. Árnadóttir. Axel SigurSsson skólastjóri, Sigriður Ó.Þ. Sigurðardóttir. Helga K. Jónsdóttir og GuSbjörg Hilmarsdóttir. Fremri röS: HólmfriSur H. Ingvarsdóttir. Margrét G. Karlsdótt- ir, Regína Sveinsdóttir, F/óla Haraldsdóttir, Herdís Sæmundardóttir og Eyrún Antonsdóttir. Á myndina vantar Margréti SigurSardóttur. Sumarhiti í Siglufirði Siglufjörður22. október HÉR ER nú sérlega gott veður og hiti 13 stig, hins vegar var komið leiðinda- veður á loðnumiðunum og erfitt fyrir skipin að at- hafna sig, en veiði var mjög góð í gærkvöldi og nótt. Hér eru allar þrær kjaftfullar af loðnu og trú- lega um 10 þúsund tonn í þróm. Bræðsla gengur vel og afköst eru 13—1400 tonn á sólarhring. Undan- farna daga hefur fiskazt vel á færi og jafnvel betur en í langan tíma. — mj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.