Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 jO 28810 car'rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTUNI 24 FERÐAB.LAR hf. Bílaleiga. simi 81260. Fólksbilar, stationbilar, sendibil- ar, hópferðabilar og jeppar. LOFMIOIR BÍLALEIGA 7S 2 1190 2 11 38 „Hvergi verði hvikað frá endur- skoðunarréttinum'' Á mjög fjölmennum fundi í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, sem haidinn var á Hótel Esju i dag, 21, október 1977, var svo- hljóðandi tillaga samþykkt sam- hljóða: „Fundur Starfsmanna- félags rikisstofnana haldinn á Hótel Esju 21.10. 1977 áréttar áður framkomna afstöðu um að í yfirstandandi samningum verði hvergi hvikað frá kröfu BSRB um endurskoðunarrétt á samnings- tímabilinu með verkfallsrétti, og lýsir yfir eindregnum stuðningi og samstöðu með forystunni í bar- áttunni fyrir þessu úrslitaatriði samninganna." (Fréttatilkynning frá BSRB). r Israelskur skáksigur Vestur-Berlín, 21. okt. Reuter. ÍSRAELSKI stórmeistarinn Alla Kushnir-Stein sigraði Elena Fatalibekova frá Sovétríkjunum i einvígi þeirra í undanúrslitum heímsmeistaramóts kvenna í skák með 6'/2 vinningi gegn 3'/5. Frú Kushnir-Stein vann 10. og siðustu skákina og tryggði sér þar með sigurinn í einvíginu. Hún keppir við sigurvegarann úr öðru einvigi sem fram fer í Sovétríkj- unum um réttinn til að skora á heimsmeistara kvenna í skák, Nona Gaprindachvili. Kona Husaks fórst í þyrluslysi Prag21.okt. Kruter VIERA Husak, eiginkona (.tislavs Husaks, flokksleiðtoga Tékkó- slóvakíu, fórust í þyrluslysi í Suður-Tékkóslóvakíu í fyrrakvöld, að því er Ceteka, fréttastofa landsins, sagði frá í dag. Þrír flugliðar og ótiltekinn fjöldi far- þega létust einnig. Areiðanlegar heimildir höfðu fyrir satt að Viera Husak hefði verið á leið til heimilis síns í Bratislava úr heimsókn í Barde- jov í austurhluta Slóvakiú. Þyrlan tók tólf manns í sæti og var í eigu stjórnarinnar. Ceteka sagði að rannsökn á orsökum slyssins væri hafin. Viera Husak er lítið þekkt i Tékkóslóvakíu, en talið er aö hún hafi verið leikkona og einnig hafi hún skrifað í tímarit í Sióvakíu áður en hún giftist flokksleiðtog- anum. Hún mun hafa verið um fimmtugt. Ekki var vitað hvar Husak var staddur þegar slysið var, en hann tók nokkru áður á móti fulltrúum kok Með hús" „gongu- í Hrafn- tinnusker Föstudaginn 9. september s.l. lagði af stað frá Reykjavík leið- angur með harla einkennilegan flutning. Á palli tíu lesta vörubif- reiðar hafði verið komið fyrir skála, 40 fm að flatarmáli, inn- réttuðum með svefnplássi fyrir 20 manns. Þetta var „gönguskáJi", sem Ferðafélag Islands hafði látið smíða og ætlunin var að segja niður austan undir Hrafntinnu- skeri. Á annarri vörubifreið var vélsköfla, sem grafa átti fyrir hús- inu og átti raunar eftir að verða nytsamleg á annan hátt til að koma skálanum á áfangastað. Þessir tveir bílar höfðu farið af stð um fimmleytið en jeppi fór af stað um sjöleytið og var ég far- þegi í honum því mér lék forvitni á að sjá hvernig svona flutningar færu fram yfir regin fjöll og veg- leysur og einnig fýsti mig að kynnast landslagi þarna nánar. Ætlunin var, að við næðum vöru- bílunum einhvers staðar í ná- mund við Heklu, áður en haldið væri inn á hálendið. Skal nú getið hverjir voru leið- angursmennirnir 10 talsins. Guð- jón B. Jónsson, bílstjóri, marg- reyndur i öræfaferðum i erindum Ferðafélgsins og var hann oddviti þeirra, sem tekið höfðu að sér að flytja húsið, Gunnar Jónsson, Eg- ill Pálsson, Gísli Jónsson og Pétur Þorleifsson. Þá voru fjórir úr sæluhúsanefnd Ferðafélagsins, þeir Grétar Eiríksson, formaður nefndarinnar, Jón E. ísdal, sem teiknað hafði húsið og einnig hús- ið, sem reist var á Emstrum í fyrra, Kristinn B. Zóphoniasson og Þorvaldur B. Gröndal, en nefndarmennirnir vildu auðvitað vera öruggir um, að húsið kæmist á sinn rétta stað. Loks var svo undirritaður, sem slóst í förina fyrir forvitni sakir. Það var auðheyrt á tali manna í jeppanum á leiðinni austur, að margt var hugsað um það hvort leiðangrinum tækist verkefni sitt, því ýmsar erfiðar torfærur værú á leiðinni en ávallt lauk þeim umræðum á þann veg, að Guðjóni og mönnum hans myndi takst að ljúka verkinu. Farið var að skyggja þegar við ókum fram á vorubílana á vegin- um austan við Valahnúka og allt hafði gengið að óskum fram að því. Er þetta á gamla veginum til Landmannalauga. Þegar við yfir- gáfum þann veg skammt austan Rauðufossakvíslar, en þar voru merkt vegamót, var komið myrk- ur og þurfti nú mikla glögg- skyggni og kunnugleika á stað- háttum til að rata örugglega rétta leið, því vegurinn gerðist óglögg- ur í náttlnyrkrinu. Þegar svo landið hækkaði smám saman Í900 m, tók að snjóa og enda þótt það væri ekki mikið jók það enn á erfiðleikana. Skálabilinn fór oft- ast fyrir og mikii list var að sjá hvernig sá, sem þar ók, komst klakklaust upp og niður snar- brattar brekkur, eftir sneiðing- um, þar sem manni fannst að allt mundi fara um koll eða yfir gil, sem voru svo þröng, að engu var likara en skálinn mundi tilla sér á brekkubrún og sítja þar. Var auð- séð, að vel hafði verið gengið frá skálanum á bílapallinum. Ætlun- in var að gista í Reykjadölum, við efstu upptakakvislar Markar- fljóts, í námunda við Hrafntinnu- hraun og þangað var komið að líðandi miðnætti. Ekki var vanda- mál með gististað með húsið með okkur eins og snigillinn sem flyt- ur hús sitt á bakinu og eftir að menn höfðu matast af nesti sínu var lagst til svefns. Veður var þannig um nóttina, að austan vindur var á og dálítill snjóhraglandi annað slagið. Vindurinn vaggaði húsinu á bíl- pallinum og var það lik tilfinning og að vera um borð í skipi við bryggju, sem undiraldan hreyfði til og fá. Held ég að þetta hefi ekki haft áhrif á svefn manna nema til hins betra. Klukkan 6 um morguninn vor- um við vaktir og var þá komin skíma enda allt hvítt úti. Var nú ekki til setunnar boðið, þó ekki væri löng leið eftir, því ekki var vitað hversu sá kafli leiðarinnar væri yfirferðar og auk þess þurfti að setja húsið á undirstöðurnar og ganga frá því vel fyrir myrkur. A meðan verið var að ganga frá til lokaáfanga ferðarinnar skoðuðum við okkur nokkrir um þarna í kring og sáum þar m.a. íshelli einn fagran þar sem ein af upptakakvíslum Markarfljóts rann fram. Var hellirinn vel manngengur eina 30—40 m. inn og margar fagrar myndir mátti sjá þar. Um sjöleytið var svo lagt af stað, sem leið liggur suður með Hrafntinnuhrauni að austan þar til komið var að Hrafntinnuskeri að norðanverðu. Þar varð á vegi okkar eina alvarlaga torfæran á allri leiðinni. Jökull er þarna í hlíðinni og þar hafði myndast all- djúpur og stór snjóskafl við rætur hlíðarinnar. Nú var lika orðið all- hvasst á móti og var það reyndar þessi vindur, sem hafði hlaðið skaflinn, sem var þétt laminn saman. Húsbíllinn lagði nú i skaflinn og kom brátt í ljós, að það myndi verða erfitt, en áfram varð að halda. Var nú brotist um í skaflinum og undaðist maður hvort tveggja þrautseigju mann- anna, sem í þessu stóðu og styrk- leika tækjanna, sem þarna brut- ust um í ófærðinni. Það var loks- ins þegar vélskóflunni tókst að moka braut og komast niður á jökulinn :ð hægt var að koma húsbílnum yfir skaflinn. Létti öll- um mjög þegar þessi erfiði hjalli var yfirunninn því nú var skammt eftir í áf angastað og ekki gert ráð fyrir neinum torfærum á þeirri leið. Erfiðlega ætlaði þó að ganga að koma seinni vörubílnum yfir skaflinn því snjórinn hafði skeflt jafnóðum í brautina. Það tókst þó, en jeppinn var skilinn eftir, þar sem talið var vonlítið að koma honum yfir. Þegar báðir vörubílarnir voru komnir yfir skaflinn voru liðnar 6 klst. frá því við komum að honum og þó var hann ekki nema svo sem 50 m. ___________________„_________:____________ ¦¦•<¦¦¦ . -s.* ¦-^vmsm.:*-*, Grunnurinn undirbúinn og undirstöðurnar. I baksýn er húsið á bflnum. (LjðsmyndirGrétarEiriksson) Húsið látið renna aftur af bflpallinum niður á undirstöðurnar. Steinarnir, sem s.jási á myndinni eru að mestu hrafntinna. slóðum Ferdafélagsins breiður. Þegar húsbíllinn var horfinn yfir hæðina fór ég að hugsa til hreyfings að skoða mig um og helzt langaði mig að ganga þann stutta spöl, sem eftir væri. Eftir um hálftíma göngu upp hjarnið og áfram yfir grýtt land hafði ég enn ekki komið auga á húsið og skyggni var slæmt^vegna fjúks og þoku í fjöllum enda vor- um við nú í um 1100 m. hæð. Ég snéri því við og ætlaði að bílunum aftur en á leiðinni hitti ég Krist- inn, sem taldi sig vita nokkurn veginn í hvaða átt hússins væri að leita. Reyndist það rétt, og eftir að haf a gengið nokkurn spöl sáum við hrauntungu austan undir Hrafntinnuskerinu, bílinn með húsið. Þar töldu menn sig hafa fundið hinn rétta stað, og hér skyldi húsið standa. Skammt þar frá, undir fjallshlíðinni, er allstór hver og sést gufan úr honum vel og er þannig gott kennileiti fyrir þá, sem þarna eru á ferð. Var nú tekið til óspilltra mál- anna og vélskóflan rótaði upp fyr- ir grunninum og grafnar voru hol- ur fyrir stálstöpla, sem áttu að vera undirstöðurnar. Gekk nú hver að sinu verki. Það var grafið, Húsið komið á sinn stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.