Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 losað um festingar á húsinu við bílpallinn, en það hafði verið log- soðið við pallinn og svo vel frá öllu gengið, að ekkert hafði rask- ast á leið yfir vegleysurnar. Stöpl- arnir voru síðan grafnir niður og festir vel, svo þurfti að aka biln- um með húsinu á pallinum þann- ig, að hann sneri rétt við grunnin- um svo unnt væri að renna hús- inu aftur af pallinum niður á undirstöðurnar og allt varð að stemma þarinig af, að engu skeik- aði svo húsið stæði rétt, og hægt væri að festa það niður. Allt gekk þetta hávaðalaust og örugglega en öllum létti þegar húsið hafði runnið niður á undirstöðurnar og í ljós kom, að ekki skeikaði nema örlitlu, sem auðvelt var að laga með því að lyfta húsinu á báðum endum með bílkrananum og ýta því síðan til með mannafli. Var þá hægt að logsjóða festingarnar á húsinu við undirstöðurnar og að því búnu að moka að því. Mátti þá segja, að húsið væri endanlega komið á sinn staó, þar sem það fær að standa næstu áratugina. Allt hafði þetta ekki tekið nema tæpar fjórar klst. og tímaáætlun staðist, því ákveðið var um eftir- miðdaginn að halda tilbaka um kvöldið og nauðsynlegt væri að komast yfir verstu torfærurnar á meðan enn væri ratljóst. Var talið varlegra að hætta ekki á gistingu þegar þessi tími væri kominn og veðurútlit ótryggt því ef tæki að snjóa og hvessa, eins og þarna getur gert, væri hætta á, að allt yrði ófært en á slíkt mátti ekki hætta með öll þau tæki, sem þarna væru. Á meðan unnið var að niður- setningu hússins notaði ég nokk- urn tíma til að skoða mig um en veðrið setti því þó þröngar skorð- ur. Gekk ég m.a. tilbaka yfir fjall- ið að bílunum við stóra skaflinn og tók sú ganga rúmlega eina klst. Því miður var skyggnið afar tak- markað vegna þoku og hvasst var af suðaustri. Annað slagið mátti þó sjá Reykjafjóll, sem eru skammt í suðaustur frá húsinu og af og til gljáði á hrafntinnuna, sem liggur þarna allstaðar til ynd- is fyrir augað en til mikils hrell- ings fyrir þá, sem reyna að aka á bílum þessa leið því hrafntinnu- eggin er skörp eins og beittur hnifur og sker auðveldlega sund- ur hvaða hjólbarða sem er. Mundi ég ekki ráðleggja neinum að aka þessa leið nema brýna nauðsyn bæri ti]. Að loknu þessu dagsverki var svo haldið meö vörubílana og gröfuna sömu leið til baka yfir fjallið og voru menn léttir í skapi þó mikið hafi verið erfiðað og margar áhyggjurnar sótt á menn á uppeftirleiðinni. Nú var þetta allt liðið, húsið komið á sinn stað, bílarnir léttir og ekkert annað eftir en aka heim. Til Reykjavíkur var komið und- ir morgun og voru þá liðnar 35 klst. frá því lagt hafði verið upp og svefn höfðu menn ekki fengið nema i rúmlega 4 klst. Með þessari framkvæmd er lok- ið merkum áfanga i sæluhúsa- byggingum Ferðafélagsins. A fyrra ári var reist samskonar hús á Emstrum, norðan Mýrdalsjök- uls og er þessum tveimur húsum ætlað samskonar hlutverk, að vera áriingarstaðir á gönguferð- um milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Eitt er þó enn ógert til þess að slíkar gönguferðir verði mögulegar en það er að byggja göngubrú á Fremri- Emstruána, sem ekki er fær gang- andi mónnum. Aður en ráðist var í þessar skálabyggingar hafði ver- ið athugað um brúarbyggingu yfir ána en við nánari athugun í haust kom í ljós, að það er meira mann- virki en haldið var. Ekki varð því af framkvæmdum nú en fastlega er ráð fyrir þvi gert, að snemma á næsta sumri verði hægt að bygg.ia brúna, sem er raunar forsenda fyrir því, að þetta verði sú göngu- leið, sem að hefur verið stefnt. Einnig mun þá verða merkt leiðin milli sæluhúsanna svo auðvelt verði að rata þó skyggni sé slæmt. Segja má, að með byggingu þessara tveggja sæluhúsa sé einn- ig mórkuð stefna fyrir framtíðina. Hingað til hafa flest sæluhúsin verið byggð á stóðum, þar sem þau væru notuö sem bækistöövar til þess að auðvelda mönnum að f'ara í góngufcrðir um svæði, sem rómuð væru fyrir náttúrufegurð. Framhald ábls. 31 Magnús Sigurjónsson; Vilmundur og hinir Eftir að hafa lesið ritsmíð Björgvins Guðmundssonar, borgarfulltrúa, í Dagblaðinu í dag, 20. okt., þar sem hann ræðst á Vílmund Gylfason af f ádæma heift, vaknar sú spurn- ing, hvað sé svona helsjúkt í Alþýðuflokksdeildinni í Reykjavík. A sama tíma og sýnt er að fylgisaukning og bjartir dagar geta verið framundan hjá flokknum annars staðar á landinu, kastar þessi forystu- maður banvænni heiftar- sprengju að Vilmundi, sem um leið auðvitað molar flokkinn innánfrá. Ekki verður annað séð eftir lestur greinarinnar en pennanum stýri maður örvita af reiði, sem ekki hirðir um afleiðingarnar fyrir félaga sína og flokk. Vilmundur Nú vita það allir, sem eitt- hvað fylgjast með hreyfingu á pólitiska sviðinu hév í Reykja- vík, að Vilmundur er einn efni- legasti vaxtarbroddur krat- anna. Vegna skrifa sinna og harðfylgis í baráttunni við hála pólitikusa og skuggalega fjár- plógsmenn hefir hann samt öðl- azt samúð góðra manna. Björgvin segir, að Vilmundur með skrifum sínum sé ein- göngu að auglýsa og upphefja sjálfan sig. Ég held, að það sé alrangt, þarna er á ferðinni ungur maður, sem blöskrar spillingin og ræðst gegn henni, auðvitað verður hann fyrir hnjaski af þeim sökum og um leið mikið umtalaður. Það svíður undan Upplýsingaskrif Vilmundar beindust mikið að samtrygging- arkerfi flokkanna og misferli í fjármálum. Ég las greinar hans nær alltaf og fannst mér það nokkur nýlunda, að hann sagði sinum flokksmönnum jafnt til syndanna ogöðrum. Það er mitt mat, að þarna sé um heiðarleg- an penna að ræða, sem lætur eitt yfir alla ganga, en það eru vissulega nokkur tíðindi, að sllk rödd skuli heyrast úr þeim flokki, og þótti víst sumum hart undir að búa. Ekki svo að skilja, að allir forystumenn krata séu með hvíta vængi, um það bera vitni örlög stóreigna eins og Alþýðuhúss, Alþýðu- brauðgerðar, Idnó o.fl. Ég rifja þetta upp hér til að minna á, að það voru engir englar, sem Vilmundur var að tala við og er það raunar um- hugsunarefni að Björgvin skuli bregðast við á þennan hátt, en reyna ekki að hemja sig, því að með slíkum heiftarskrifum ger- ir hann allt annað en lýsa Vil- mundi. Af hverju er ég að festa þess- ar hugleiðingar á blað? Má mig ekki einu gilda, hvað um Vil- mund og Alþýðuflokkinn verð- ur, ekki er ég þar i sveit. Viðbrögð hinna Mikill fjöldi manna, sem lengi höfðu séð hvert stefndi fylltist ánægju þegar Vilmund- ur og Halldór Halldórsson sögðu undirheimalýðnum stríð á hendur og vörpuðu ljósi á ýmis skuggaleg mál, sem aldrei annars hefðu komið fyrir al- menningssjónir. Ekki var þarna verið að elta neinn sér- stakan, skorið var í meinið hvaða menn eða stofnanir sem i hlut áttu. Fyrst í stað greip um sig ofsa- hræðsla i skúmaskotum og vissu menn þar vart sitt rjúk- andi ráð, en hræðslan dvínaði, þegar í ljós kom, aö þyngra var á metunum föst innbyrðis tengsl skúrkanna við valda- mikla áhrifamenn en vilji blaðamannanna til að upplýsa málin, enda kom fljótlega í ljós, að þeir Vilmundur og Halldór ráku sig á vegg, koinu að læst- um dyrum, ef eftir upplýsing- um var leitað. Ekki verður þetta rifjað frek- ar upp hér, en oft fengu þeir félagar og þó sérstaklega Vil- mundur að finna fyrir róginum, en nú er lalið óhætt að gera lokaatlögu að Vilmundi á opnu borði og láta hið pólitíska bana- högg ríða. Vel má vera, að þetta takisl, en heldur hefði ég kosið það Alþýðuflokknum til handa að eiga á Alþingi fulltrúa slíkan sem Vilinund, en ganga frá borði hér i Reykjavík með brot- ið fley og liðið sundrað á ströndinni. lf AIVAWIThVIAI? 1\j^>/tJ:\^JC, x Jrllx SÓLSKINSPARADÍS í VETRARSKATOMDEGINU -^ NÚ ER TÆRIECRIÐ... Þúsundir Islendinga hafa notíð hvíldar og skemmtunar í sumarsól á Kanaríeyjum, meðan skammdcgi og vctrarkuldi ríkir heima. Sunna býður besru hótelin og íbúðirnar sem völ er á, svo sem KOKA, CORONA BLANCA, CORONA ROJA, RONDO, SUN CLUB, LOS SALMONES, EGUENIA VICTORIA o.fl. Skrífstofa Sunnu á Kanaríeyjum með þjálfuðu íslensku starfsfólki vcitir öryggi og þjónustu, sem margir kunna að meta. Vegna fyrirsjáanlegrar mikillar aðsóknar, biðjum við þá, hina fjölmörgu, sem árlega fara með okkur til Kanaríeyja, og líka þá sem vilja bætast í hópinn, að panta nú snemma, meðan enn er hægt að velja um brottfarardaga og gististaði. Plássið er því miður takmarkað, og ekki hægt að fá aukarími á hinum eftírsóttu gististöðum. BROTTFARARDAGAR: 5., 26. nóvem- ber, 10., 17., 29. desember, 7., 14., 28. janúar, 4., 11., 18., 25. febrúar, 4., 11., 18., 25. marz, 1., 8., 15., 29. apríl. HÆGT AÐ VELJA UM FERÐIR í 1, 2, 3 eða 4 VTKUR. LOS SAtMONES SUN CLUB CORONA BLANCA CORONA ROJA KOKA EGÚENLA V1CTÖRIA Látíð draunúnn mtast... Til suðursmeð SUNNU Reykjavík: Lækjargötu 2, símar 16400 - 12070. Akureyri: Hafnarstræti 94, sími 21835. o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.