Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÖBER 1977 HUG- VEKJA EFTIR SÉRA JÓN AUÐUNS í vetrarbyrjun minnir flest á feigð og dauða. Breytingin á ásjónu jarðar ber okkur þau boð. Þar sem fyrir örskömmu stóðu laufríkir meiðir, standa nú berir stofnar og blaðlausar greinar. Haustvindar hafa jafnvel í veðurblíðunni skekið trén, svo að skrúðlaufið hrundi. Fegurð sumars er fölnuð, og fer þá ekki um sálina saknaðarkennd líkt og þegar góður vinur kveður og fer Þótt sumar hafi kvatt bú- um við að haustblíðu enn, en vitum þó að senn mundi syrta og kólna, svalvindar blása af sævi og fjöllum, og verður okkur þá ekki svipað innanbrjósts og sænska skáldinu. sem stóð við glugg- ann sinn, horfði á fönnina hylja hrynjandi gróður og leyndurefi. Stundum sýnist okkur lífið verða svo guð- vana, grimmdarfullt, mark- miðslaust, að erfitt sé að finna rök fyrir guðlegri tilvist og handleiðslu, svo erfitt að rekja spor Guðs í rás viðburð- anna, að við spyrjum: ,,Mun Guð i sannleika búa á jörðu?" Svo hafa menn spurt. Svo spyrja menn enn, og sumir menn þá ekki sízt, þegar járnhörð jörmunöfl vetrar minna á, hve veik við erum andspænis þeim kröftum, sem þá eru að verki. Vitni þess bera ýmsir fegurstu sálmar skáldanna. Það má lesa í hinum dásamlega sumarkveðjusálmi sra Jóns á Bægisá: „Sjá, nú er liðin sumartið" og ekki siður i feg- ursta vetrarkomusálmi kirkju okkar, sálmi sra Matthíasar: þeirrar myndar, sem fyrir honum vakir allt frá upphafi hins upphafslausa. Við get- um undrast langlundargeð hans af því að við horfum á hverfulu jarðnesku árin ein. Hann mælir í eilifð en ekki árum, og þvi getum við ekki skilið biðlund hans. Og þess- vegna er barnalegt að full- yrða að guðsþráin sé ekki til i mannssálunni þótt örfá jarð- nesk ár geti liðið svo, að hún finni ekki þörfina á að trúa á hann, þorstann eftir honum. „Mun Guð í sannleika búa á jörðu?" Hverja spurn vekja þessi orð hins vitra fornaldar- konungs þér á fyrsta sunnu- degi vetrar? Trúðu því, að veturinn, sem hóf. göngu í gær, er i hendi hans. Þegar vetrar- myrkrin sveipa jörðina skaltu Vetrarkoma grös, sá veturinn hrósa al- veldi yfir yndisleik horfinna sumardaga, hrósa sigri yfir sumarfegurðinni og kvað: Þá varð mér haustsvalt i hug, og ¦ himininn andvarp ég sendi: GuS minn, gef~þú oss vor, Guð, lát oss auglit þitt sjá. (Giiöm Guðmundsson þýddi) Sjáum við á köldum vetri auglit Guðs? Hvernig stönd- um við i stormum vetrar og kulda? Finnum við þá, að við erum undir vernd Guðs voldugu handar, eða erum við eins og móðurlaus börn i myrkri, umkomulausir smælingjar á eyðihjarni, þar sem blindar tilviljanir trylltra vetrarafla eiga við okkur all- an leik á borði? Verðum við i vetur á valdi blindra tilviljana tröllaukinna krafta, eða „raun Guð í sannleika búa á jörðu"? Svo spurði hinn margvísi konungur, Salórhon, þegar hann gekk fram fyrir lýðinn á vígsluhátið musterisins mikla i Jerúsalem. Og þannig. spyrjum við enn. Svo margt verður til þess að vega að trú á nálægð hans og mátt og vekja efasemdir. Jafnvel þá, er við þykjumst örugg, vakir á bak við öryggiskenndina „Nú kemur kaldur vetur, ó, kom þú lika, Drottinn minn". Stundum brýzt spurningin um Guð fram með kvöl og logandi angist, stundum bærist hún lágt og hljóðlega, en með óvissu og geyg. Til eru þeir, og ekki fáir, sem segja, að þeir þekki ekki þessa baráttu, þeir hafi aldrei fundið nokkuð það, sem bendi þeim á tilveru Guðs eða hönd hans í viðburðarás- inni. En gætum þess, að jarð- lífið er aðeins brot af ævi mannssálarinnar allri, og þá er ekki óskynsamlegt að gera ráð fyrir þvi, að þótt maður- inn komist ævilangt hér í heimí hjá því að viðurkenna og lifa þennan mikla megin- sannleik alls sannleika, þá hljóti sú reynsla að verða á vegi hans síðar og annars- staðar i tilverunni, að Guð er ekki fánýt óskhyggja, heldur „veruleikur veruleikans" eins og einn vitrasti dulsinni fyrri alda komst að orði. Kristinn maður miðar ekki allt við jarðnesku árin ein. „Kvörn Guðs malar hægt", segir gamalt spakmæli. Hann notar aldir og æviskeið, óra- langt út yfir takmörk jarðar til að móta mannssálina til vita, að myrkur jafnt og Ijós er i þjónustu hans, að myrkr- ið notar hann til að veita nauðsynlega hvild lifi, sem á að vakna með nýju vori, að einnig í myrkrinu er hann hjá þér og lætur þjóna, sem auga þitt greinir ekki, vaka hjá þér líkt og móðir vakir yfir sofandi barni. Þegar jörðin stynur undir valdi vetrar- stormanna skaltu þekkja í storminum þá máttarhönd, sem hefur orku og vald al- heimsins til að vernda þig og allt, sem þú annt og kannt að óttast um. Þegar ofsi veðr- anna ægir þér skaltu minnast þess, að „er vetrar geysar stormur stríður, þá stendur hjá þér friðarengill blíður". Og þegar aftur lygnir, storm- inn lægir og stjörnuaugun stara niðurtil þín á heiðum vetrarhimni, eiga þau að minna þig á það, að yfir þér vakir i vetur Guðs alskyggna auga. Þannig býr i sannleika Guð á jörðu. Hann verndi i vetur veika menn, málleysingja merkurinnar, fugla lofts. Gefi Guð þjóð vorri góðan vetur, heillir á landi, i lofti og á sjó, hagstæð veðraföll, vinnufrið, einhug og sátt. Styrkid og fegríd líkamann Ný 4ra vikna námskeið hefjast 27. okt. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráð. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 1 5 kg eða meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 í síma 83295. Sturtur—Ijós—guf uböð - kaff i - nudd. LUJefzafff?) sólbekkir í eikar, palisander og marmaralitum Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 §/ Júdódeild Armanns Armúia 32 Til sölu D4D jarðýta árgerð 1971. D6C jarðýta með rifkló árgerð 1971. D6B jarðýta með rifkló árgerð 1 960. D7F jarðýta með rifkló árgerð 1 974. TD20C jarðýta með rifkló árgerð 1972. BTD20 jarðýta árgerð 1 968. Bantan 450 beltagrafa árgerð 1971. Hy-mac 580C árgerð 1 972. Hy-mac 580C beltagrafa árgerð 1 970. JCB-7C beltagrafa árgerð 1 971. JCB-3D traktorsgrafa árgerð 1 971. Óskum eftir vinnuvélum á söluskrá. VELADEILD HEKLA HF Laugavegi 170-172, - Sími 21240 CateroiUac. Cat, oq D eru skrásert vörumerki Skipstjórar — útgerðarmenn MAGNAVOX Staðsetninaartæki WIX 1102 Reiknar staðarákvarðanir úr merkjum frá Transit gervitunglum og sýnir bær í lengd og breidd. Alsjálfvirkt. Nákvæmni 0.1 sjómíla. Gefur fjarlægð og stefnu ákvörðunarstaðar. Sýningartæki á skrifstofu vorri. Leitið upplýs- mga. R. Sigmundsson hf. Tryggvagötu 8. Sími 12238.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.