Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 17 Blæðingarsjúkdómafélag íslands hefur starfsemi sína Miðvikudaginn 27. október næstkomandi veröur haldinn fyrsti fræöslufundur nýstofn- aðs Blæðingarsjúkdómafélags íslands. Fundurinn verður haldinn i Domus Mediea og hefst klukkan 20.30. Guðmund- ur I. Eyjólfsson, læknir, sér- fræðingur í blóðsjúkdómum, flytur þar erindi um blóðið og storkukerfi þess. Er þetta fyrsti fyrirlestur í væntanlegri röð fyrirlestra til að auka skilning blæðingarsjúkra, skyldmenna þeirra og annarra áhugamanna á eðli blæðingarsjúkdóma og er þá átt við sjúkdóma í storku- kerfi blóðsins, sem geta valdið blæðingum af litlu sem engu tilefni. Fundurinn er opinn öll- um áhugamönnum og einkum þeim, sem hafa hug á að styrkja félagið með því að gerast félag- ar. Þeir sem skrá sig i félagið á fundinum munu auk þeirra, sem þegar eru fyrir, teljast stofnendur. I lógum félagsins, sem sam- þykkt vofu á stofnfundi þess 16. júní síðastliðinn, kemur fram, að hlutverk þess sé að vinna að því, að meðferð blæð- ingarsjúkra verði ávallt i sam- ræmi við beztu þekkingu með aukinni menntun heilbrigðis- stétta um vandamál blæðingar- sjúkra, með almennri fræðslu um blæðingarsjúkdóma og með samstarfi við innlend og/eða erlend samtök, sem vinna að sama markmiði. A stofnfundinum var líka samþykkt að sækja um aðild að Alheimssamtökunum um blæð- ingarsjúkdóma (World Feder- ation of Hemophilia, WFH) og á árlegu þingi samtakanna, sem haldið var í New York í lok júní, var Blæðingarsjúkdóma- félag íslands formlega tekið inn í þau við virðulega athöfn ásamt félögum frá Indónesíu, Jamaica, Keníu, Kuwait, Malasíu og Nicaragua. Eru þar með komnir meðlimir í WHF frá 53 löndum, þar á meðal frá nær óllum Evrópulöndum. Á þessu þingi samtakanna, sem sótt var af Sigmundi Magnússyni, lækni, voru fluttir margir vísindafyrirlestrar um fræðilegar nýjungar auk yfir- litsfyrirlestra um ýmsa þætti meðferðar eins og hún er bezt þekkt í dag. Má þar t.d. nefna svokallaða heimameðferð sjúkl- inga, sem byggir á því, að þeir eða aðstandendur þeirra hafa í frysti sínum efnið, sem þarf til að stöðva blæðingar, og sprauta því sjálfir í æð, þegar þeir telja ástæðu til. Venjan hefur verið, að . blæðingarsjúklingar koma til meðferðar á spítalana, þegar þeir verða fyrir innri blæðing- um, en sú töf sem af þvi verður hefur oft leitt til meiri blæð- inga og í framhaldi af því til langrar spitaladvalar og vinnu- taps auk varanlegra skemmda á liðum, sem ella hefði að mestu mátt koma i veg fyrir. Auk árlegs þings, vinna al- heimssamtökin WFH að því að bæta aðstóðuna til lækninga með ýmsum öðrum hætti. Má þar nefna, að þau hafa valið vióurkenndar alþjóðlegar þjálf- unarmiðstöðvar í tengslum við sjúkrahús og háskóla og veita þau síðan læknum og öðru starfsfólki í tengslum við blæðingarsjúkdóma styrki til náms við þær. Þá gefa þau út rit um meðferð sjúkdómanna og skrá um lækningarmiðstöðv- ar í meðlimalöndunum, sem sjúklingar á ferðalögum geta leitað til. Eitt stærsta vanda- málið, sem samtökin hafa látið til sin taka er þó að tryggja, að alltaf séu til nægar birgðir af blóði eða blóðhlutum til lækn- inga, og að engihn fari á mis við meðferð vegna fjárskorts. Vandinn er sá, að bæði þarf mikið af blóði til að fullnægja þörfinni og dýrt er að vinna úr því blóðhlutana til lækninga. Hér á landi hefur meðferð blæðingarsjúkra verið á hönd- um ýmissa lækna, en sérstök miðstöð með sérþjálfuðu starfs- liði hefur ekki verið til staðar. Með stofnun Blæðingarsjúk- dómafélags islands og aðild þess að WFH hefur skapast að- staða til að vinna skipulega að bættri meðferð blæðingar- sjúkra, jafnframt því sem aðgangur að viðurkenndum þjálfunarstöðvum hefur opn- ast. Skráðir félagar eru nú 78. Stjórn félagsins skipa: Sig- mundur Magnússon, formaður, Guðmundur Í, Eyjólfsson, vara- formaður, Asta Eyjólfsdóttir, gjaldkeri, Sven Þ. Sigurðsson, ritari, Herbert Jönsson, Sverrir Hallgrimsson og Ulfar Þor- steinsson, meðstjórnendur. Það er ekki oft sem menn hlaupa um gangstéttar borgarinnar með heilu fatahengin i eftirdragi, en þaö fór ekkert á milli mála þegar Friðþjófur Ijósmyndari Morgunblaðsins smellti þessari mynd í gær af Tómasi Zoega, framkvæmdastjóra Leikfélags Reykjavikur. Leik- félagsmenn voru þá I óða önn að flytja búninga leikfélagsins úr geymslu f Þórshamri og f geymslu I Búnaðarfélagshúsinu, en LR þarf oft að vera með ýmislegar tilfæringar vegna þröngs húsakosts i gamla Iðnó. þá leggur BSRB mikla áherziu á, að allri slíkri þjónustu sé haldið uppi eins og þörf er á, komi ein- hvern tfma til verkfalls." Hann bætti þvi við, að BSRB teldi raun- ar, að um slíkt þyrfti ekki sér- staka löggjöf, svo sjálfsagður hlutur, sem það væri. Þá var fagurlega mælt á hátiö- legri stund. Það er þvi ekki úr vegi, með tilliti til þess, sem að framan getur hér í Reykjavíkur- bréfinu, að minna á til saman- burðar við þessi ummæli for- manns BSRB í apríl 1976, að kjaradeilunefnd sá sig knúna til að taka saman greinargerð um þau tilfelli, sem hún lítur svo á, að forsvarsmenn BSRB hafi ekki hlítt samkv. boðum nefndarinnar, sem er æðsta úrskurðarvald um það, hverjir skuli vinna og hverjir ekki í verkfalli, eTns og margoft hefur verið tekið fram. Þetta úr- skurðarvald hefur nefndin lögum samkvæmt. Verksvið hennar og stefnumið er augsýnilega i full- komnu samræmi við fyrrnefnd ummæli formanns BSRB í apríl 1976, enda þótt kjaradeilunefnd telji, að lög og reglur hafi verið brotnar — en þar stendur einmitt hnífurinn i kúnni, því að það eru brot á þessum atriðum, sem Morg- unblaðið hefur eins og önnur blöð þurft að skýra fólki frá, og af þeim sökum kallað yfir sig reiði verkfallsforystunnar, brigzlyrði hennar og rangsnúning. En grein- argerð kjaradeilunefndar er svo- hljóðandi — og látum við hana fljóta hér með sem e.k. fylgiskjal til áréttingar því, að Morgunblað- ið hefur ekki skýrt frá öðru en þvi, sem satt er og rétt: „Reykjavík, 16. oktúher 1977. Til Rfkisstjórnar fslands og st jórnar BSRB. í yfirstandandi verkfalli BSRB hefur ekki verið hlýtt ákvörðun- um Kjaradeilunefndar í nokkrum tilvikum. Hafa þar með verið brotnar þær grundvallarreglur, sem ríkisstjórn islands og stjórn BSRB komu sér saman um að skyldu gilda í verkfalli opinberra starfsmanna, og staðfestar voru með setningu laga nr. 29/1976. Ofangreind tilvik skulu hér rak- in: 1. Hinn 11. október s.l. ákvað Kjaradeilunefnd eftir áskorun formanns BSRB og formanns Hjúkrunarfélags Íslands og að fengnum upplýsingum frá full- trúum hjúkrunarskólanna og Landspítalans að hjúkrunar- kennarar skyldu starfa þrátt fyrir verkfall BSRB. Visast til fundar- gerðar í fylgiskjali nr. 1, töluliðir 1 og 3. Akvörðun nefndarinnar var tilkynnt bréflega sama dag, sbr. fylgiskjal nr. 2. Þrátt fyrir þessa ákvörðun nefndarinnar loka verkfallsverðir BSRB Hjukr- unarskóla Islands hinn 13. októ- ber s.l., sbr. bréf skólans, dags. sama dag merkt fylgiskjal nr. 3. 2. A fundi nefndarinnar 12. októ- ber s,l. samþykkti hún að sam- kvæmt ábendingu frá Slókkvi- stöðinni i Reykjavik til Pósts og síma, skyldi samband við síma- stöðina við Brúarland lagfært, sbr. fylgiskjal nr. 4. Viðgerð þessi var hindruð af verkfallsvörðum BSRB. 3. Á sama fundi og um getur i tl. 2 samþykkti nefndin að kalla skyldi út viðgerðarmann til þess að gera við kortavél fyrir tölvu telexþjón- ustu Pósts og sima. Viðgerðar- maður þessi var hindraður í að vinna starf sitt. Visast um þetta til fundargerðar 13. október fylgi- skjal nr. 6 tölulið 1. Voru fyrir- mæli til viðgerðarmannsins ítrek- uð með bréfi sbr. fylgiskjal nr. 7, en þar voru starfsmanninum jafn- framt gefin fyrirmæli um að skipta um kort í götunarvélum telexstöðvarinnar. Með bréfi BSRB. dags. 14. októ- ber, sbr. fylgiskjal nr. 5 tilkynnti BSRB að verkfallsvarsla yrði á nýjan leik sett á telexstöðina og hefur þvi framangreindur starfs- maður af þeim sökum ekki getað skipt um þau kort, sem honum hafði verið fyrirskipaö aö gera. Í framhaldi af þessum aðgerð- um verkfallsvarða BSRB hefur Kjaradeilunefnd borist bréf frá Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.