Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 Þessir strákar, Pétur Ólafur Pétursson or Svanbjörn Einarsson, héldu hiutaveltu f Alftahólum 6 í Breiðholti söfnuóu þeir rúmlega 3500 krónum til Styrktarfél. vangefinna. Þessar telpur, Kolbrún Jónsdóttir og Linda Dfs Rósinkransdóttir, söfnuðu 2100 krónum til Styrktarfélags vangefinna, með hluta- veltu sem þær efndu til að Grýtubakka 12, Breiðholti. Þessar telpur efndu til hlutaveltu að Sævarlandi 16, Rvík, til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna og söfnuðu þær rúmlega 3200 krónum til félagsins. Þær heita Hrafnhildur Þorvaldsdóttir og Rósa Hrönn Ögmundsdóttir. ÞESSAR vinkonur afhentu um daginn Krabbameinsfélagi fs- lands kr. 11.200, sem þær söfnuðu til ágóða fyrir félagið með hlutaveltu að Melhaga 2 hér í bænum. Þær heita Lisa Björk Ingólfsdóttir og Elva Dís Adolfsdóttir. ÞESSIR skólastrákar sem eiga heima f Seljahverfi í Breiðholti efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Söfnuðu þeir 4.700 krónum. — Strákarnir heita Pétur Vilhjálmsson og Eyþór Örlygsson. Hjúkrunarfélag Islands gaf eina milljón króna f verkfallssjóð BSRB á föstudag og fylgdi milljóninni rauð rós, sem sprakk allt f einu út við upphaf fundar samninganefndarinnar f gær. „Vonandi veit það á gott,“ sögðu menn og Kristján Thorlacius, formaður BSRB, var greinilega á sama máli. Samningafundur Framhald af bls. 32. þá væru ýmsir aðrir hópar verr settir og hefði verið almennur vilji til þess að standa með þeim hópum „fram í rauðan dauðann". Nefndi Valgeir sem dæmi, þótt það snerti kennara ef til vill lítið, að mönnum fyndist sjálfsagt að fá inn i samninga kaffitima klukkan 17 hjá þeim, sem þannig ynnu og þannig væru „ýmsir hortittir", sem þyrfti að fást vióurkenning og leiðrétting á. Tillagan um endurskoðunar- réttinn, sem samninganefnd BSRB ræddi á fundi sinum í gær, er á þessa leið: „Verði röskun á umsamninni vísitölutryggingu launa, frá því sem þessi samningur gerir ráð fyrir, getur hvor aðili um sig kraf- izt endurskoðunar á kaupliðum samningsins. Þegar mánuóur er liðinn frá því að krafa um endurskoðun kom fram, getur hvor aðili um sig vís- að málinu til sáttasemjara og sáttanefndar, er skal þá reyna sættir. Takist ekki samningar, þá skal við gerð næsta aðalkjarasamnings aðila samið sérstaklega um kaup- liði fyrir tímabilið frá upphafi sáttastigs til loka samningstím- ans.“ Tollalækkanir 1978: Skerða tekjur ríkissjóðs um 16—1800 milljónir kr. t FRUMVARPI til fjárlaga fyrir árið 1978 er reiknað með tolla- lækkun í ársbyrjun 1978 sam- kvæmt gildandi tollskrá og segir að hún muni skerða tekjur ríkis- sjóðs á heilu ári um 1600—1800 milljónir króna. Hér er um að ræða lækkun tolla á fjárfestingarvörum fyrir iðnað- inn, samningsbundnar tollalækk- anir gagnvart EFTA og EBE, tollalækkanir á verndarvörum frá löndum utan EFTA og EBE, tolla- lækkanir á vélum, hráefnum og rekstrarvörurn til iðnaðar, tolla- — Það hefur lítið verið selt af loðnumjöli og lýsi að undan- förnu, og hefur mjölið selzt á 7—7.10 dollara proteineiningin, sem er hæsta verð sem hefur fengizt lengi, en markaðsverð á lýsi hefur að undanförnu fallið um 10 dollara tonnið, úr 440 doll- urum niður í 430, sagðir Haraldur Haraldsson hjá Andra hf. í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Haraldur sagði að eftirspurn eftir mjöli væri mjög litil þessa dagana og sömu sögu væri að segja um lýsið. Sagði hann.að litl- ar mjölbirgðir væru nú til í heim- inum eins og t.d. í Danmörku og Noregi, en aftur á móti hefði verð á soyavörum frekar fallið eða um 25% á soyamjöli á síðustu 8 dög- um, og er þá miðað við afgreiðslu strax. Þá spáðu menn því, að soya- uppskera yrði mjög góð í haust og væru kaupendur því ekki of gráð- ugir í að kaupa mjöl. Haraldur sagði að menn væru því ekki of bjartsýnir á veturinn, og ekki lækkanir á fjárfestingarvörum og lækkun helztu fjáröflunartolla. í frumvarpi að lögum um gild- andi tollskrá var yfirlit um það, hvernig þær tollalækkanir, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, koma til framkvæmda á árunum 1977—80. Þar sagði að erfitt væri að meta nákvæmlega þær fjár- hæðir, sem ríkissjóður yrði af vegna tollalækkananna, en frum- varpinu fylgdi tafla, þar sem tekjuskerðing rikissjóðs árið 1978 var metin á 1270 milljónir króna, sem skiptust þannig, að 580 milljónir voru vegna EFTA/EBE, hefði heyrzt um neinar fyrirfram- sölur til þessa. — Símakerfi Framhald af bls. 32. Helgi kvað kjaradeilunefnd hafa kannað ástandið úti á lands- byggóinni hvað símasamband snerti en eftir því sem næst yrði komizt yrði ástandið þar að teljast í þokkalegu horfi. Helgi var spurður um afstöðu kjaradeilunefndar til beiðni íbúa við Djúp, þar sem vakin var at- hygli á því misrétti sem íbúar, er byggju við sveitasima, mættu búa við í samanburði við þá er væru í sjálfvirku sambandi. Helgi kvað kjarradeilunefnd vera ljóst að þarna væri um misrétti að ræða sem þó væri ekki gott við að eiga, því að meiriháttar starfsemi væri því samfara að halda hinum hand- knúnu simum í sambandi. Aftur á móti hefði kjaradeilunefnd orðið sammála um að nauðsyn væri að tryggja að ibúar við Djúp gætu náð sambandi við dýralækni, en helzta umkvörtun þeirra hefði verið að það var ekki unnt. 510 milljónir vegna tollalækkana á hráefni, vélum, rekstrar- og fjárfestingarvörum, 90 milljónir vegna Iækkunar helztu fjáröfl- unartolla og 90 milljónir vegna lækkana á verndarvörum frá löndum utan EFTA og EBE. Þessi áætlun sýnir skiptinguna í gróf- um dráttum, en upphæð fjárlaga- frumvarpsins nú, 1600—1800 milljónir króna kemur i stað þeirra 1270 milljóna, sem reiknað var með í frumvarpinu að lögum um gildandi tollskrá. — Flugmenn Framhald af bls. 32. ákveðið að taka þátt i því og engin tilkynning hefði borizt IFALPA um að félag atvinnuflugmanna yrði ekki með í verkfallinu. Verði flugmenn ekki ánægðir með nið- urstöður af fundi Öryggisráðsins verður verkfall flugmanna trú- lega boðað á nýj.an leik. Verði af verkfallinu stöðvast allt flug íslenzku flugfélaganna, bæði innanlands og á milli landa, þar sem islenzkir atvinnuflug- menn eru nær undantekninga- laust í FÍA. — Loðna Framhald af bls. 32. in, — veður versnaði aftur og um hádegi í gær var næturveiðin orð- in um 4 þúsund tonn en hins vegar ekki veiðiveður lengur á miðunum. Að sögn Andrésar þarf nú naumast nema einn góðan veiði- dag til viðbótar til þess að heildar- aflinn á sumarvertíóinni nái 200 þúsund tonna markinu, en láta mun nærri að heildaraflinn nú sé um 195 þúsund tonn. Heildarafl- inn á allri vertíðinni í fyrra var um 110 þúsund tonn. Loðnunefnd var kunnugt um eftirtalda báta með nokkurn veg- inn fullfermi eftir nóttina: Hilmi, Rauðsey, ísleif, Örn, Kap II., og Svan en siðan Sigurð með 700 tonn og svo nokkrir bátar með slatta. Gott verð fyrir loðnu- mjöl og lýsi — en út- litið ekki of bjart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.