Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 21
Y/ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 21 Elfa Císladóttir: „Verðurn að skapa okknr vinno sjálf' Á móts við Klambratún, sem heitir Miklatún núorðið, eru mörg gráleit hús við Miklubraut. t eitt þessara gráu húsa lagði ég leið mína fyrir nokkrum dögum til þess að ræða við Elfu Gísladóttur en hún er víst flestum Islendingum kunn, a.m.k. í sjón, því húri lék í þeirri frægu kvikmynd „Morðsögu" og fer með hlutverk annarrar hjúkrunar- konunnar í sjónvarpsþáttunum „Undir sama þaki". Elfa bauð mér til stofu og þar sem ég, eins og margir blaðamenn.aðrir, á mjög bágt með að stunda starf mitt kaffilaust, þáði ég kaffi og hóf síðan skrásetningu. — Ég er búin aó vera þrjá vetur í leiklistarskóla og vinn nú við Nemendaleikhúsið og útskrifast næsta vor, byrjaði Elfa. Þetta er ógurlega gaman, annars væri maður náttúrulega ekkert að þessu. — Ég hef stefnt að því frá barnæsku að verða leikari. Eg er alin upp i Bandarikjun- um og lék mikið í skólum þar. Ég ætlaði alltaf að verða barnaleikari eins og Shirley Temple, en þegar það hafðist ekki ákvað ég bara að verða „fullorðnisleikari". — Ég fluttist hingað til lands fyrir fjórum árum og tók þá inntökupróf í Leiklistar- skóla leikhúsanna, en fór svo yfir i L.I. þegar hann var stofnaður. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og ekki hvað síst núna, í Nemendaleikhúsinu. — Ég'hef mikinn áhuga á að læra eitthvað í látbragðsleik erlendis. Helst í Bandaríkjunum. Eg var þar úti í sumar og kynnti mér þá nokkra skóla á þessu sviði. Einna best leist mér á Herbert Berghoff-skólann í New York. Það er mjög erfitt held ég að læra leiklist á öðru tungumáli en manns eigin, en hins vegar er það að sjálfsögðu nauðsyn að kynna sér það sem er að gerast á þessu sviði erlendis., — Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum. Því veldur sjálfsagt ekki hvað sist það, að ég lék í „Morðsögu". Það var geysilega spennandi viðfangsefní. Það er reyndar engin kennsla i kvikmyndaleik i Leiklistarskólanum, en það stendur þó til bóta. — Ég hef ekkert unnið í Þjóðleikhúsinu eða öðrum atvinnuleikhúsum. Við megum reyndar ekki koma fram opinberlega utan skólans fyrr en eftir þriðja árið. Það er nú engu að síður nauðsynlegt að hafa einhver tengsl við þessi leikhús. — í „Morðsögu" lék ég vinkonuna, en það var mjög heillandi verkefni. Það var lika gaman að vinna við „undir sama þaki", en þetta er býsna erfitt. Það var óskaplega erfitt að leika þessar evuklæðasenur, fannst mér. Munurinn á „Morðsögu" og þessum sjónvarpsþáttum, hvað vinnuna áhrærir er gífurlegur. Það tók marga mánuði að taka „Morðsógu", en sjónvarpsþættirnir voru teknir upp á örskömmum tíma. — Það er mjög erfitt fyrir unga leikara að fá vinnu. Það eru jú ekki nema þrjú atvinnuleikhús á landinu. Þess vegna er það sem við höfum hug á að koma nýju leikhúsi á fót. Við verðum að skapa okkur vinnu sjálf. Ég held að það ætti að vera framkvæman- legt það er það mikill áhugi á leiklist hér á landi. — Til skamms tíma hefur því verið þannig varið að mun fleira kvenfólk leggur út í leiklistarnám heldur en karlar, enda þótt mun meira sé til af karlhlutverkum. Ég hugsa að þetta eigi að minnsta kosti að nokkru leyti rætur að rekja til þess að karlarnir hafa oft fyrir f jölskyldum að sjá og eiga því bágt með að stunda leiklistarnám. Þetta er þó að breytast. Þannig höfum við núna rétt á námslánum svo þetta er ekki eins erfitt fjárhagslega, og það var. — Ég ætla svo sannarlega að vona að mín kynslóð hafi eitthvað fram að færa til íslenskrar leiklistar. Við erum alla vega full af áhuga. Það hefur meðal annars komið til tals að reyna að fá afnot af „Fjalakettinum" gamla sem leikhúss. — Ég á mér enga sérstaka draumarullu. Mig langar að glíma við eins mörg og fjölbreytt verkefni og ég get. Þó þetta sé feikileg vinna, gæti ég ekki hugsað mér að gera neitt annað en að leika. Það getur að visu oft verið erfitt ef manni gengur illa að finna „karakterinn" í einhverju hlutverki, en þetta hefst alltaf að lokum. — Það er mikilsvert fyrir leiklistarstarfsemi hérlendis hve leiklistaráhugi er mikill og almennur. Við eigum lika marga góða leikara, suma á heimsmælikvarða. Ég held að leiklist á Islandi standi fyllilega jafnfætis leiklist í öðrum Iöndum. Þetta létum við gott heita og ég gekk aftur út úr einu af þessum gráu húsum við Miklubrautina, í fullvissu um það að þau eru ekkert gráleit innvortis. I einu þeirra býr ungleikkona sem lagar gott kaffi. — SIB Viðar Eggertsson: „Það vantar lííshásk ann" UPPI á lofti í bláu bakhúsi við Bergstaðastræti býr m.a. Viðar Eggertsson, en hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Islands vorið 1976. Er ég knúði þar dyra með þar til gerðu elektrónísku áhaldi, kvöld eitt í vikunni, heyrðist hlaupið niður stiga leiftur hratt og síðan var hurðin þrifin snöfurlega upp og Viðar bauð mér inngöngu og kaffi og innan skamms sátum við í hrókasamræðum um leiklist og leikhús. Hafði Viðar feiknin öll til tnálanna að leggja og fer hluti þess hér á eftir. — Eins og svo margir, lék ég heilmikið þegar ég var i skóla, en það var þegar ég var fimmtán ára að ég fór fyrst út í þetta að nokkru marki. Þetta var allt á Akureyri. Leikfélagið starfaði þá af miklum krafti og starfrækti námskeið fyrir áhugafólk. Ég fór á svona námskeið og lék svo með félaginu. Á þessum tíma hef ég sennilega sett skólamet í óstundvísi við Gagnfræðaskóla Akureyrar. — Svona gekk þetta í tvö ár, en svo flutti ég suður ásamt fleira af ungu fólki að norðan, og við stofnuðum Leikfrumuna og lékum Sandkassann og upp úr þvi var svo SÁL stofnað. A þessu timabili breyttist afstaða mín til leiklistar og Ieikhúss gífurlega. Ég byrjaði á þessu vegna þess að mér þótti þetta skemmtilegra og áhugaverðara en gagnfræðaskóiinn, en eftir stofnun Leikfrumunnar fór ég að taka þessa hluti alvar- legar. A þessum tíma stundaði ég leiklistina eingöngu sem tómstundastarf og svo nám, í SAL-skólanum, sem við komum á fót árið 1972 og starfaði þar til Leiklistarskóli Islands tók til starfa árið 1975. Þá gengum við öil yfir í þann skóla og lukum námi okkar þaðan með Nemendaleikhúsinu veturinn 1975—'76. — Þessi SAL-skóli var annars býsna merkilegt fyrirbrigöi að þvi leyti að hann var stofnaður og honum stjórnað af nemendunum sjálfum. Við ákváðum sjálf hvað við lærðum og þess vegna var ekki um það að ræða að menn sinntu ekki náminu. Þeir höfðu jú sjálfir ákveðið námsefnið. — Ég hef ekki lært neitt í leiklist erlendis, en ég hef hug á að fara á næstunni til Hollands og leggja þar stund á nám í leikstjórn við Rikisleiklistarskólann. Það er tvimælalaust nauðsynlegt fyrir leikara eins og aðra listamenn að fara til útlanda til þess að sjá hvað er að gerast og læra af því. Það var til dæmis mjög lærdómsríkt fyrir mig að ég fór með Hreyfileikhúsinu utan nú í haust með sýninguna „Fröken Júlía alveg óð" og við fórum m.a. á heimsþing frjálsra leikhópa sem haldið var á Italíu. — Þessir frjálsu leikhópar eru það sem kallað er „Þriðja leikhúsið". Það sem kallað er „Fyrsta leikhúsið" eru stofnanaleikhús eins og Þjóðleikhúsið, L.R. og L.A., en „Annað leikhúsið" er „Avant garde". Þetta þing var mjög fjóisótt og haldið m.a. með styrk frá UNESCO. Starfsemi frjálsra leikhópa er í miklum blóma um allan heim, en hérlendis er starfsemi þeirra i raun bónnuð. Það er í lögum hér að rikið styður aðeins leiklist á vegum Þjóðleikhússins, og svo L.R. og L.A. og áhugamannaleikfélögin úti á landi. Þetta tel ég vera afskaplega hættulegt gagnvart þróun leiklistar hér á landi. Stofnun eins og Þjóðleikhúsið hefur t.d. ekki tök á, að einbeita sér að þvi að þróa ákveðna og afmarkaða þætti leiklistar. Hvorki stíl, leikaðferð né leiktegund. Þar kemur til uppbygging leikhússins og þær kvaðir sem settur eru á herðar þess, m.a. í lögum. Það þarf jú að þjóna svo breiðum áhorfendahóp. — Þetta er likt og með rikislistasafn, sem þarf að eiga sína ögnina af hverju úr listasögunni en gerir ekki heildarúttekt á neinni ákveðinnMistastefnu. — Það er þarna sem kemur til kasta frjálsra leikhópa. — Það má heldur ekki gleymast að „stofnanaleikhús" hafa alltaf notið góðs af tilraunum frjálsra leikhópa og þeir eru ekki settir til höfuðs „Stofnanaleikhúsinu". Það er'þörf fyrir hvort tveggja. — Eftir nýju leiklistarlögunum að dæma er eins og valdhafarnir telji að endanlegri fullkomnun hafi verið náð i íslenskri leiklist. Svona á þetta að vera, — að eilífu amen. — Við leikararnir getum ásakað þá sem hafa völdin, og við gerum það, en við megum ekki haga okkur eins og við höfum afhent þeim alla ábyrgð á þróunarmöguleikum listarinnar. Listamenn mega ekki Iíta svo smátt á sig að þeir gleymi að skyldan er fyrst og fremst þeirra, að sporna við öilum tilraunum til að teyma listina á ákveðinn bás og hafi það tekist hljóta þeir að leita orsakanna í eigin röðum. Valdhafinn er ekki virkur og vakandi nema undir þrýstingi utanfrá. I þessu tilfelli frá íslenskum leikurum. — Það er svo komið núna að það virðist helst starfsvettvangur eiiendis fyrir íslenska leikhópa, eins og Inúk, Alþýðuleikhúsið og Hreyfileikhúsið. — Afstaða stjórnvalda hér er i hróplegu ósamræmi við þann ótrúlega leiklistaráhuga sem hér er ríkjandi. Hann er slíkur að allir íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins fara að jafnaði i leikhús tvisvar á ári og út um allt land eru starfandi 70 áhugamannaleikfélög. — Nú kynnu menn að halda að ríkið styddi verulega við bakið á leiklistarstarfsemi, framhald á bls. 19 leikendnr: Hversu oft hefur maöur ekki heyrt þessi orð í gegnum áriu, „Persónur og leikendur". Þetta hefur verið ómissandi setning að loknu hverju útvarpsleikriti. En þaö er ekki þess vegna, ad setning þessi er hér höfð fyrirsögn. Þad er til þess að minna lesendur á þaó að allir þeir sem við þekkjum hest sem leikendur eru líka persónur. Sumir íslenskir leikarar eru aö sjálfsögóu þekktar persónur, einkum þeir eldri, en aörir einungis þekktir sem leikendur. Til þess aö kynnast einhverj- um af' þeim leikurum sem fylla síðarnefnda flokkinn ákváðum við Slaghrandar að ræða við nokkra unga íslenska leikara um störf þeirra, nám og viðhorf. Tvö þessara viðtala hirtast í Slaghrandi í dag, en önnur fjögur munu hirtasi næstu sunnudaga. ..,„ — SIB Elfa Gíslaí óttir og Viðar Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.