Morgunblaðið - 23.10.1977, Side 25

Morgunblaðið - 23.10.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 25 Við hefðum hinsvegar fagnað því að eiga tal við hana um málefni okkar og tekið henni vel í hví- vetna. Sett til gæslu tvo óvopnaða verkfallsverði og talið það nægi- legt til að tryggja öryggi hennar. Engin merki sáust þess að áhugi væri fyrir varnarbaráttu okkar en við vorum nú ekki brynvarin beitiskip. Fyrir góðviljaða fyrirgreiðslu blaðamanns á kvöldvakt Morgun- blaðsins náðum við sambandi við Styrmi Gunnarsson ritstjóra og bárum fram tilmæli okkar. Hann taldi eigi unnt að verða við þeim þá þegar. Bar við timaskorti. Kvað blaðið fullbúið til prentun- ar. Þó vissum við að enn var hald- ið opnum dálkum fyrir fréttir er kynnu að berast, enda fór svo að meðan við biðum kom frétt frá atkvæðagreiðslu í Kópavogi. Við ákváðum að þiggja boð ritstjórans um að fá rúm i sunnudagsblaði, og skyldi skila greinum árdegis á Iaugardag. Hér er þvi borið fram þakklæti til Styrmis fyrir að ljá rúm and- svörum þótt seint sé! Við teljum okkur hafa séð þess merki, að kaupsýslu- og verzlun- arstétt hafi jafnan átt skilningi að fagna hjá Morgunblaðinu. Tap- rekstur tíundaður án teljandi gagnrýni. Við vitum líka, að ef þið litið út um glugga Morgunblaðs- ins og hyggið að nágrenni í Grjótaþorpi, þá blasa þar við aug- um þó nokkrar ágætar fasteignir, sem sýna, að dugmiklir kaup- sýslumenn og félagar hafa ekki farið varhluta í fasteignakaupum á undanförnum áratugum. Þeir hafa tryggt sér álitlega Hnall- þórusneið af fasteignabakkelsis- borði samfélagsins. Við trúum því ekki að þið Morgunblaðsmenn viljið að opinberir starfsmenn séu dæmdir til vistar á einskonar Hallærisplani í mannréttindamál- um og að rétturþeirra til ákvörð- unar á söluverði vinnuafls, sé ekki metinn til jafns' við rétt fast- eignaeigenda til frjálsra samn- inga, án eignaupptöku. Þeir sem fylgst hafa með frétt- um vita að þið hafið ekki eytt miklu rúmi í frásagnir af eyði- leggingu matvæla t.d. grænmetis, sem ekið er á hauga, í því skyni að halda uppi verði. Hefði slíkt gerst vegna verkfallsaðgerða okkar þykjumst við þess fullviss, að kveðið hefði við annan tón. Við erum hógværir i óskum okkar. Við biðjum um það eitt, að hófsamlegar óskir launamanna, um að þeir fái að hafa áhrif á kaup sin og kjör, njóti einhverra viðlíkra réttinda og þeir er telja að frjáls álagning sé leyfð, e'n það höfum við fyrir satt að sé eitt helsta stefnumál blaðsins. Andófshópar i öðrum löndum t.d. austantjalds hafa átt vísa sam-* úð Morgunblaðsins. Við opinberir starfsmenn höfum undanfarið tekið þátt i andófi. Mótmælt sí- versnandi kjörum. Talið nauðsyn- legt, að fá tryggingu fyrir því að ekki sé sífellt gengið á rétt okkar. Það þýðir ekki lengur að segja okkur tómar Rauðhettusögur og Grimmsævintýri. Ekki „lifs- reynslusögur" um að aldrei hafi atvinnuvegirnir staðið verr að vígi og islenskur iðnaður berjist í bökkum. Við vitum að innfluttar vörur eiga líka málsvara í Morg- unblaðinu, hvað sem innlendum iðnaði líður. Við viljum ekki una því að við séum sett skör lægra en dauður varningurinn. Við vitum að Tropicana frá Florida á vináttu og skilningi að fagna hjá ykkur og að þið teljió nauðsynlegt að mann- líf dafni í ríkum mæli á Arnar- nesi og hyggja þarf að arðsemi atvinnuveganna. En við viljum einnig og ekki síður getað séó heimilum okkar farborða og keypt, þótt ekki sé nema örlítið brot af öllum þeim fjölbreytta varningi, sem starfs- og stéttar- bræður okkar hérlendis og er- lendis, fá að framleiða, með huga og höndum, þegar eigendum at- vinnutækjanna þóknast að starf- rækja fyrirtækin og blöð og aðrir fjölmiðlar kynna varninginn og hvetja okkur til kaupa. Við biðjum fyrir kveðju til for- ráðamanna flugmála og ferða- mála. Segjum þeim að gróskumik- il fyrirtæki þeirra, Loftleiðir og Flugleiðir eigi ekki sist að þakka starfsgrundvöll sinn ötulli bar- áttu verkalýðsins fyrir tómstund- um og orlofi. Lausn frá linnulaus- um þrældómi. Sú framför er orðið hefir, er ótvírætt verkalýðnurri áð þakka, sem með fórnarbaráttu sinni hefir leyst átthagafjötra þjóðarinnar og trvggt fjölda fólks frelsi til afþreyingar og ferða. Við fullyrðum, að þau réttindí væru ófengin enn ef eigi hefði komið til verkfalla til að fylgja þeim kröf- um eftir. Með allri virðingu fyrir land- kynningu ferðamálagarpa og þjónustuvilja við útlendinga telj- um við að afkoma þessara fyrr- greindu félaga sé einkum að rekja til oriofslaga og hvíldartíma vinnandi fólks. A þann hátt hefir þúsundum landsmanna opnast sýn til um- heimsins er annars hefði verið lokuð bók, nema fyrir fáa útvalda. Er nokkur sem heldur að orlof, hvíldartimi, sjúkra- og slysabæt- ur, ellilífeyrir og önnur réttindi almúgans hafi fengist baráttu- laust. Eignastéttin hafi bara sent brosleita gengilbeinu og borið á silfurfati mannréttindi vinnandi fólki til handa. Eða að einhver afturhaldssamur skriffinnur í fjölleikahúsi hafi töfrað þau fram eins og kanínu úr hatti? Við biðjum fyrir kveðju til sjó- manna, fiskimanna og farmanna, er hafa oróið fyrir smávægilegum óþægindum vegna verkfalls okk- ar. Við sem stundum þjónustu- störf í landi vinnum mörg hver ekki hvað síst i þágu sjómanna. Berum þeim boð vina og fjöl- skyldu, flytjum aflafréttir og af- komu, tengjum þá með margvís- legum hætti við umheiminn. Við höfum ekki, hvorki sem ein- staklingar né starfshópur, lagt stein i götu þeirra og höfum þó oftsinnis orðið fyrir miklum og umtalsverðum óþægindum vegna verkfalla þeirra, fyrr og síðar. A það bæði við um farmenn og fiski- menn svo og daglaunamenn í hópi verkalýós. Vissan um það, að þeir væru einnig að berjast fyrir bættum hag okkar með vasklegu braut- ryðjendastarfi sinu í ýmsum mikilsverðum mannréttindamál- um hefir styrkt okkur i þeirri trú að þeir sýndu málstað okkar skilning. Ef auðstéttinni á að tak- ast að deila og drottna og veikja samningsstöðu opinberra starfs- manna vegna skilningsleysis annara launþega á mannréttinda- baráttu þeirra þá er illa farið. Var Morgunblaðið baráttumál- gagn fyrir vökulögum, hvíldar- tíma, orlofsmálum, tryggingabót- um ellilífeyri, sjúkradagpening- um. Var þetta ekki hvað með öðru „tilfinningavæl“ félagshyggju- og jafnaðarmanna. Voru það ekki barnakennarar sem studdu vakn- andi hreyfingu sjómanna og verkamanna i árdögum mannrétt- indabaráttu hér. Jörundur Brynjólfsson, Hallgrimur Jóns- son, skólastj. Arnfinnur Jónsson, Sigurður Thorlacius, Einar 01- geirsson ofl. Hafa sjómenn og annar verkalýður gleymt forystu og menningarbaráttu þessara flibbaklæddu verkamanna er leiddu fylkingar þeirra til sigurs, gegn hatursáróðri þeirra, er skildu ekki annað en sálarlaust strit og erfiði. Sjómenn: Pípið ekki á stéttar- bræður ykkar í mannréttindabar- áttu. Pípið á féndur hins frjálsa samningsréttar. Annars kemur röðin að ykkur næst, og öðrum launastéttum. Við hinir flibbaklæddu erum kannske ekki miklir fyrir mann aó sjá. Þó má alþýðan vita það, að oft hefir hún sótt styrk sinn og gengið i smiðju til kennara og fræðimanna, og uppörvun með ýmsu móti. Hér er sannarlega prófsteinn á samstöðu vinnandi stétta. Þetta er með öðrum oróum úrslitaor- usta á þessum vettvangi um fram- tíð hins frjálsa samningsréttar. Takist siðblindu afturhaldi að brjóta á bak aftur baráttu opin- berra starfsmanna mun auðveld- ari eftirleikurinn fyrir ríkis- mannafjölmiðla að heilaþvo al- menningsálit varðandi kjör ann- ara starfsstétta. Hver man ekki andstöðu ýmissa ónafngreindra blaóa gegn vöku- lögum, hvíldardögum, hæðiyrðum um hátíðis- og baráttudag verka- lýðsins. Hrópin á gangstéttunum gegn þeim er merkið hófu í ár- daga og allt fram til seinni ára. Knýjum breiðfylkingu ríkis- mannavajdsins til undanhalds. Sameinumst i órofa sam- fylkingu til sigurs. Pétur Pétursson. Ártúnshöfðasamtökin halda mjög áríðandi félagsfund í matstofu Miðfells, funahöfða 7, Reykjavík, mánudaginn 24. okt. kl. 15.30. Fundarefni: 1. Frammistaða borgaryfirvalda. 2. Innbrotafaraldur í hverfið. 3. Hreinsun, fegrun og snyrting. 4. Önnur mál. Mjög áríðandi að hvert fyrirtæki, sendi fulltrúa á fundinn. Stjórnin. \ Fimm lítrarnir dugðu AUTOBIANCHI 95,91 km! 5,21 lítrará 100 km. Fimm lítrarnir dugðu Autobianchi vel í Sparaksturskeppni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Af 5 fyrstu bílunum í 1. flokki (o-iooocc>, voru 3 Autobianchi sem komust 95,91 — 93,71 — og 93,62 km. á aðeins 5 lítrum af bensíni. Autobianchi AII2 Elegant, er ekki aðeins lipur, heldur afburða skemmtilegur og vel unninn bíll, sem stenst ströngustu gæðakröfur um aksturseiginleika og öryggi smábíla. Til afgreiðslu nú þegar. BIÖRNSSON M° SKEIFAN 11 REYKJAVfK SÍMI 81530 SÖLUUMBOÐ A AKUREYRI: BLÁFELL S/F.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.