Morgunblaðið - 23.10.1977, Side 27

Morgunblaðið - 23.10.1977, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÖBER 1977 27 Það er sann- færing mín Eftir Hussein, Jórdaníukonung ÞEIR kostir, sem við stönd- um andspænis, eru þess efn- is, hvort við skulum lúta Sovétrikjunum eða lifa sem frjáls þjóð, en hin einu ytri bönd, sem binda þær þjóðir, eru Sameinuðu þjóðirnar. Jórdanía hefur valdið sinn kost. Við vísum kommúnisman- um á bug. Arabiska þjóðin mun aldrei beygja sig fyrir kommúnismanum, skiptir engu máli, á bak við hvaða grímu hann reynir að nálgast okkur. Kommúnisminn fær ekki staðizt i hinum arabíska heimi, því að ef hann gerði það, hefði hanm komið í stað hinnar arabisku þjóðernistil- finningar. Þá væri ekki leng- ur til nein arabísk þjóð. Ég er sannfærður um, að hin ara- biska þjóðernistilfinning hef- ur of djúpar rætur í lotning- unni fyrir Guði, ástinni á frelsinu og trúnni á jöfnuð allra fyrir Guði til þess að geta vikið fyrir kerfi, sem afneitar þessu öllu. Það er auk þess sannfæring min, að öllum þjóðum, sem trúa að Guð, beri skylda til að taka höndum saman um gagnað- gerðir gegn þessari atlögu að grundvelli tilveru þeirra. Jafnvel hinn tilfinningalegi kraftur, sem fylgir föður- landsástinni, eða hinn and- legi styrkur, sem hugsjón frelsisins veitir, eða það við- nám, sem felst í efnahags- legri velmegun, megna ekki sér í lagi eða sameiginlega að afstýra þeirri ógnun við frið- inn, sem kommúnisminn er. Það verður ekki fyrr en þeir, sem i einlægni trúa á Guð og boðorð hans um kærleika, jöfnuð og samfélagslegt rétt- læti, hrinda þessum hugsjón- um í framkvæmd, sem kommúnisminn verður sigraður og friði verður aftur komið á á jörðu. í hinni miklu baráttu milli kommúnisma og frelsis er ekki um neitt hlutleysi að ræða. Hvernig getum við ver- ið hlutlaus i afstöðu okkar gagnvart tveimur stjórnkerf- um, þegar annað þeirra heldur fram þessum hug- myndum, en hitt afneitar þeim og berst gegn þeim? Um leið og við skipum okkur i raðir hinna frjálsu þjóða, gleymum við þó ekki hinni löngu baráttu okkar fyrir frelsinu. Við getum heldur ekki veitt þvi óréttlæti stuðn- ing, sem sýnt er meðal margra þjóða hins frjálsa heims. En undir hnígandi sókn hinnar gömlu nýlendu- stefnu verðum við ekki blind- ir gagnvart hinni nýju ný- lendustefnu kommúnismans. sem er miklu grimmilegri og hættulegri hugsjónum frjálsra þjóða og þjóðernistil- finningunum en nokkuð það, sem heimurinn hefur áður reynt. Þegar við höfnum hlut- leysiskenningunni að okkar leyti, virðum við engu að síður rétt annarra þjóða til að velja sínar eigin leiðir, en við erum á varðbergi gagnvart hættunni á útþenslu „Hinn lágvaxni konungur, 41 árs gamall og 161 sm á hæð, hefur ríkt í aldarfjórð- ung og lifað af 24 banatil- ræði." kommúnismans undir yfir- skini hlutleysis. Það er ekkert leyndarmál, að það er stefna Sovétrikj- anna að skilja vini frá vinum, eina þjóð frá hinum til að ná marki sinu, heimsyfirráðum Ef við trúum á meira frelsi, betri heim og sigur yfir lífs- háska, þá verðum við að leita raunhæfari ráða til að beina þunga almenningsálitsins gegn hverri þeirri þjóð, sem brýtur ? bága við þessar meginreglur. Ég held þvi ekki fram, að þessi hugmynd sé ný, hér er einfaldlega um hugsjón réttarríkisins að ræða breytt í gjörðir sjálf- stæðra þjóða. En fyrir mér sem leiðtoga smáþjóðar er þetta hugmynd, sem er þess virði, að á hana sé lögð endurnýjuð áherzla, þvi að það er sannfæring min, að tilvera og hagsæld minnar litlu þjóðar og fjölda annarra smáþjóða sé, þegar allt kem- ur til alls, komin undir þvi, hvernig tekst til um fram- kvæmd þessarar hugmynd- ar. — svá — ur „Welt am Sonntag". EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Þórður Jónsson skrifar: N ev tr ónuspr eng j ur Síðastliðið sumar tók Carter Bandarfkjaforseti ákvörðun um að hefja framleiðslu á nýrri tegund vopna, svonefndum geislavopnum eða nevtrónu- sprengjum. Sprengja þessi er reyndar ekki alveg ný af nál- inni, þvf að talið er, að Banda- rfkjamenn hafi sprengt a.m.k. eina slfka neðanjarðar 1965. Helzti eiginleiki hins nýja vopns er sá, að eyðileggingar- máttur þess beinist einkum gegn lifverum en ekki mann- virkjum. Astæðan er, að megin- hluti þeirrar orku, sem losnar úr læðingi við sprengingu, er í formi nevtróna. Nevtrónur eru órafhlaðnar agnir, sem finnast í atómkjörnum, en eru óstöðugar utan þeirra, lifa að meðaltali i u.þ.b. 10 minútur. Sökum þess, að nevtrónur eru órafhlaðnar, smjúga þær efni mun betur en ella, en eyðileggja hins vegar frumur i lífverum. Geislun af líku tagi og nevtrónugeislunin myndast einnig í venjulegum kjarnorkusprengingum, en hlutfallslega í mun minna mæli. Þar fer langmest orka i hita og þrýstingsbylgju. Nevtrónusprengjur eru sam- runasprengjur á sama hátt og venjulegar vetnissprengjur, þ.e. orkan, sem losnar i spreng- íngunni, fæst við samruna tveggja atómkjarna i einn nýj- an, sem er ekki jafn þungur og hinír tveir upprunalegu. Massa- munurinn, m, breytist svo i orku, E, samkvæmt hinni frægu jöfnu Einsteins, E = mc> þar sem c> er Ijóshraðinn marg- faldaður með sjálfum sér. Sem dæmi um drápsmátt nev- trónusprengju má nefna, að sprengja, sem jafngildir þús- und tonnum af TNT, en það er einn tuttugasti hluti af sprengjumætti Hiroshima- sprengjunnar, drepur allt kvikt, • svo til samstundis, á svæði með 500 metra radíus frá miðpunkti sprengingarinnar. Þeir, sem eru i 500—800 m fjar- lægð deyja yfirleitt á nokkrum vikum og aðrir i næsta ná- grenni veikjast og afkvæmi þeirra verða fyrir erfðagöllum. Nokkuð hefur verið deilt um ágæti þessara nýju vopna. Or- sök þess, að ráðizt er i fram- leiðslu þeirra nú virðist vera, að nákvæmni eldflauga Banda- rikjamanna er sifellt að aukast og sú tækni, sem þarf til að beita geislavopnum með árangri, virðist nú vera fyrir hendi. Þau sýnast einkum vera hugsuð til notkunar á vígvöll- um, t.d. til að stöðva innrásar- her, án þess að valda veru- legum skaða á öðru en innrásar- Framhald á bls. 31 polyvlies ÓDÝR GÓLFDÚKUR Verð pr. ferm.: 1400.1507. og 1670.kr. SAMBANDIÐ BYGGINGAVQRUR SUDURLANOSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRAARMULA29

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.