Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977 Marlene Dietrich setti lögbann — í Miinchen — á myndina Adolf och Marlene, þar sem Hitler er látinn vera leynilega ástfanginn af Marlene. Dietrich flúði heimaland sitt þar eð hún var óttækur and-nasisti. Marlon Brando hlaut á sínum tima (1954) sin fyrstu Oscars- verðlaun fyrir leik sinn í myndinni On the Waterfront (leikstj. E. Kazan), en nú hyggst Columbia láta gera þessa mynd aftur og hafa þeir i huga að setja Mohammed Ali i hlutverk Brandos. Fleiri hafa hug á því að gera nýjar myndir upp úr gömlum og nú vinnur Liliana Cavani (The Night Porter) að því að gera Pandora's Box með Romy Schneider í aðalhlutverki. Það var Georg W. Pabst sem gerði kalssísku myndina 1928 með Louise Brooks í aðalhlutverki. en áður hafði Asta Nielsen leikið þetta hlutverk 1 91 9 og Nadja Tiller síðan 1 961 ANÆSTUNNI ÞKGÁK Háski lai)i(') verður i tn i ¦ ., 1.1 ¦ i' ¦ 11 1 i ,\ optiíiO ; i>K Ih'Íi Kur d i lokið (11 \ ('l K I dll 10 sýningum á Cunduc I 1 ¦!>• 1(1 t l'nhci .,,,.. 11 j 'OmÍllg. Ill'l'st (>ill 1 U ( Verða | aga iii )á s.vni t'heoek-h ;it ið. lar 5 nainlar myndir (ólextaðar nýjat' kópíur) i'itir n t'islai ailii. t-n þær t'r u Thi Thiily-nine Steps ( 1935 Sabotage ( 1936), Young and Innoienl (1937), 1 hc 1. itt\ Vanishes ( 193«) og Komi' Evpress Silvia Kristel og Joe Dallesandro f LA MARGE. Vanþekkingin opinberuð Gleðikona (La Marge / The Margin), frönsk, 1976. Leikstjóri Walerian Browczyk. La Marge kemur nokkuð undarlega fyrir sjónir. Sér- staklega þegar hún heitir Gleðikonan á islensku eftir enska auglýsingaheitinu The Streetwalker, þó að enska útgáfa myndarinnar, sem hér er sýnd beri nafn- ið The Margin, sem virðist bein þýðing á La Marge. Kftir því sem ég kemst næst, þýðir La Marge m.a. spássía, hinn óskrifaði hluti blaðsins við hliðina á ritmálinu, hið ósegjanlega við hlið þess segjanlega, þar sem ímyndunin fær að leika Jausum hala án þess að vera bundin niður með bókstöfum, mörkin milli fantasiu og raunveruleika. Hver svo sem þýðingin er nákvæmlega á þessu nafni, þá ber það með sér blæ óraunveruleika, sem ef til vill gæti gefið áhorfandan- um visbendingu um það, hvað hann ætti að búa sig undir og hverju hann gæti átt von á. En sennilega hafa dreifendur myndar- innar haft litla trúa á þvi, að einhvert draumkennt nafn drægi áhorfendur að myndinni, og úr þvi Sylvia Kristel (Emanuelle) og Joe Dallesandro (súperoli Wharhols) leika aðalhlut- verkin hafa þeir talið rétt að reyna að koma mynd- inni út með því að höfða til jarðbundnari hugmynda hjá áhorfendum. Arangur- inn verður hins vegar sá, að áhorfandinn fer gjör- samiega ruglaður úr af Gleðikonunni og finnst hann háflsvikinn af þeirra vöru, sem hann hélt sig vera að kaupa. Borowezyk er sérstæður kvikmynda- gerðarmaður, sem ekki hefur notið almennrar lýð- hylli hingað til og nafna- breytingin á myndinni ber vitni um hina endalausu baráttu milli persónulegr- ar listsköpunar og verslunarvöru. Eg ætla mér ekki að setjast í dómarasæti yfir þessari mynd Borowczyk, einungis vegna þess að til þess þekki ég of lítið af verkum hans. (Þetta er trúlega eina myndin, sem hér hef- ur sést eftir hann á al- mennum sýningum, en fyrir all mörgum árum var sýnd eftir hann Eyja ástar- innar, Goto, í kvikmynda- klúbb menntaskólanna). Síningin á La Marge er hins vegar sönnun á því, hvað við búum hér við ein- hæft myndaval, og opin- berar vanmátt okkar til að skilja eða vilja skilja annað en það, sem við erum möt- uð á dags daglega. Borowezyk er Pólverji, sem vann lengi við gerð teikni- mynda i Póllandi, m.a. með hinuin fræga Jan Leniea en flutti síðan til Krakk- lands og vann þar I ein 10 ár við gerð ýmissa mynda, þar til hann. gerði teikni- mynd i fullri lengd, Theatre de Monsieur et Madame Kabal. Siðan hef- ur hann ýmist unnið i Pól- landi eða Krakklandi og gerði á undan þessari mynd The Story of Sin í Póllandi. (Nafnið ætti að selja myndina!) Myndir hans hafa þótt nokkuð tor- meltar, framúrstefnu- kenndar, og hafa því ekki gert víðreist meðal áhorf- enda. La Marge verður ef til vill undantekningin á þessari reglu, en ef svo f er, má Borowezyk þakka það kyntöfrum Sylvia Kristel, sem honum mun trúlega þykja vafasamur heiður. Ég sagði í upphafi, að La Marge kæmi nokkuð undarlega fyrir sjónir og sennilega eru það áhrif frá teiknimyndaferli Borowezyk, sem valda þar nokkru um. Persónusköp- un og leikur eru í lág- merki, en hins vegar er lögð áhersla á ýmis smáatr- iði í sviðsmynd og hreyf- ingum. Einnig notar Borowczyk tónlist (Pink Kloyd, Elton John, Ten CC, Sailor ofl.) mjög mikið og Framhald á bls. 31 Wayne hittir Afríku- drottninguna Rooster Cogburn, am. 1975. Leikstjóri: Stuart Millar. EF EKKI væri til amerisk kvikmyndasaga, kvik- myndahefð vestrahna og John Wayne, hefði Rooster Cogburn aldrei verið gerð. Myndin er, eins og fyrir- rennari hennar með sömu persónu, Rooster, (True Grit, leikstj. Henry Hatha- way, 1969) gerð Wayne til heiðurs og með því að láta Katharine Hepburn leika á móti honum slá höfund- arnir tvær flugur í einu höggi. Söguþráðurinn er einskonar samsuða úr True Grit og The African Queen (1951, með Hep- burn og Bogart, leikstj. John Houston) með frönsku kryddi til bragð- bætis (sprengiefnaflutn- ingurinn í The Wages of úr True Grit. Hepburn er i upphafi í sömu aðstöðu og í upphafi afriku- drottningarinnar, truboði, sem hefur misst föður sinn/bróður, en neitar í fyrstu að yfirgefa staðinn en síðan tekur hún greini- lega stöðu Kim Darby (Mattie) í True Grit, um að elta Wayne gegn vilja hans, til að koma fram hefndum á föðurmorðingj- anum. Ferð þeirra á flek- anum niður ána er tekin beint úr Afríku- drottningunni, sem einnig hafði innanborðs nokkurt magn sprengiefnis og sem einnig fékk á sig skothrið ofan af klettunum við ána og ekki voru flúðirnar né fossarnir heldur af skorn- um skammti. Það sem meira er, Hepburn barðist einnig hetjulega við drykkjusýki Bogarts eins og hún gerir hér við drykkjuvenjur Waynes. Og eins og í Rooster, hafði hún Bibliuna að leiðarljósi. Það | má því segja, að Hepburn ' sé hér í sama hlutverki og i i Afríkudrottningunni með- an Wayne leikur þá per- sónu, sem hann hefur skapað í ótöldum vestrum og segir sögur af sjálfum sér, m.a. úr True Grit, þeg- ar hann þurrkaði út bófa- flokk Ned Peppers einn og óstuddur, með þvi að ríða gegn þeim með sína Wayne og Hepburn: á tjaldinu I hálfa öld. Wayne og Hepburn enuur- lífga persónur úr fyrri myndum sínum . í ROOSTER COGBURN. Fear (Le salaire de la peur, 1953, leikstj. Henri- Georges Clouzot). Þessi mynd hefur nú verið end- urgerð og nefnist Sorcerer, leikstj. Willian Friedkin (The French Connection/ Exorcist)). Efnisatriði myndarinnar má þannig flest setja innan gæsa- lappa, sem beinar tilvitn- anir úr öðrum myndum. T.d. er upphafsatriðið, skotbardaginn í skógarkof- anum eins og klipptur út skammbyssuna í hvorri hendi og beislistaumana í kjaftinum. Rooster Cog- burn er því engin venjuleg mynd, hún er einskonar minnisvarði um þessa tvo leikara, þar sem meiri áhersla er lögð á samtöl þeirra og samskipti en inn- antóm hasaratriói. Wayne var að vísu reistur annar slíkur minnisvarði á síð- asta ári í mynd Don Siegels, The Shootist, og vil ég taka þá mynd all- mjög fram yfir þessa, en aldrei þessu vant er nokk- uð til i auglýsingunni með myndinni, þar sem segir „For Your Pleasure". Ég efa það ekki, að þeir sem þekkja til hlutverka Waynes og Hepburns hafi ánægju af að sjá þau reyna þolrifin hvort i öðru I Rooster. Leikstjórn Millars jafnast ekki á við leik stjarnanna, en það skiptir ekki höfuðmáli, því þetta er þeirra mynd. Imbakassinn — of staðbundinn Imbakassinn (Teh Groove Tube), am., 1974 Leikstjóri: Ken Shapiro. Aðalhlutverk: Ken Shapiro. Duttlungar örlaganna eru stundum kaldhæðnis- legir og broslegir í senn. Um leið og ríkisstarfsmenn fara í verkfall og sjónvarp- ið lokar opnar Tómabio Imbakassann fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins frá kl. 5 til 11. Og er nokkuð eðlilegra, en að hin sjónvarpsþyrsta þjóð leiti þá til Tónabíós? Annars hefði verið rétt að athuga, hvort sýning Imba- kassans er ekki verkfalls- brot, meðan íslenska sjón- varpið er lokað, sér í lagi þar sem Tónabíó er sv o gott sern í sama húsinu. Það broslega við þetta er þó það, að Imbakassinn hefur hlotið meira umtal og meiri aðsókn hér en annars staðar og frétti Shapiro einhvern tíma um vinsældir sinar á Islandi, er eins víst að hann flytjist hingað til vina sinna, þar sem hann er metinn til jafns við, ef ekki ofar, Woody Allen og Mel Brooks. Mér segir hins vegar svo hugur um, að ef Imbakass- inn hefði verið sýndur hér við eðlilegar aðstæður hefði hún dáið drottni sín- um i kyrrþey eins og hver önnur meðalslök mynd. Hún er að vísu síst verri afþreying en margar aðrar myndir en hún stendur heldur ekki undir neinu lofi. Aðalkostur myndar- innar er að vera samansett úr fjölmörgum stuttum at- riðum, eins og skrýtlubók, þannig að ef manni leiðist einhver brandarinn er bara að bíða eftir þeim næsta. Höfuðgalli myndar- innar er hins vegar sá, að brandararnir eru nokkuð keimlíkir og fyndnin er yfirleitt bundin fyrir neð- an bletisstað og rís aldrei hærra en upp að öxlum. Ýmsar hugmyndir eru bráðsmellnar eins og t.d. tvær fyrstu um apana og manninn, sem fær far hjá ungu stúlkunni og eins er íþróttaþátturinn vísbend- ing um hugsanlega þróun keppnisgreina í framtíð- inni. Heimabaksturinn eft- ir fyrirsögn Imbakassans var einnig nokkuð gott at- riði en auglýsingarnar voru fæstar nógu yfir- gengilegar til að skera sig úr venjulegum auglýsing- um. Langa atriðið um gras- kaupmennina var næsta leiðinlegt og það sama má segja um fréttatímann. Imbakassinn er sprottinn upp úr amerísku þjóðlífi og deilir þvi á ýmis atriói, sem okkur kunna að vera framandi. Adeilan verður því best skilin af þeim, sem til málanna þekkja og að mínu mati er myndin of staðbundin til að vera' verulega fyndin fyrir aðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.