Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977 31 Flóamarkaður og hlutavelta Eyfirð- ingafélagsins Eyfirðingafélagið i Reykjavík hefur gert það að hefð sinni að styrkja mannúðar- og menningar- mál nyrðra og hefur í því skyni staðið fyrir fjáröflunarstarfsemi i einhverri mynd á undanförnum árum. Að þessu sinni efnir félagið til flóamarkaðar og hlutaveltu er verður í Iðnaðarhúsinu og hefst kl. 14 í dag. A boðstólum eru m.a. munir frá Sambands- verksmiðjunum á Akureyri. Allur ágóði rennur til starfsemi Vist- heimilisins Sólborgar á Akureyri. Andreas Baaders, þar sem hæg- lega hefði mátt koma fyrir byssu, en sem kunnugt er segja yfirvöld að Baader og Jan Carl Raspe hafi skotið sig en Guðrún Ensslin hengt sig í rafmagnssnúru frá plötuspilara sínum. Skýrsla Iaékn- anna, sem kryfja lík þremenning- anna, hefur enn ekki verið birt, en sameiginleg útför þeirra verð- ur gerð nk. þriðjudag. Utför Hanns Martins Sehleyers verður hins vegar gerð á fimmtudag. Mótmælaaðgerðum var haldið áfram á Italíu í gær vegna dauða Baaders og félaga og m.a. kveikt í tveimur v-þýzkum langferðabif- reiðum og sprengjur sprengdar í tveimur verzlunum, sem hafa á boðstólum v-þýzkar vörur. Engin slys urðu af völdum þessara að- geróa. Hátt á þriðju milljón í verk- faJlssjóð BSRB HATT á þriðju milljón króna hef- ur nú safnast í verkfallssjóð BSRB. Hjúkrunarfélag Islands hefur gefið eina milljón króna í sjóðinn og mjög stórar fjárupp- hæðir hafa borist frá eftirtöldum aðilum: Flugmálastarfsmönnum, flugumferðarstjórum, lögreglu, starfsmönnum Þjóðviljans, sem gáfu ein dagslaun, starfsmönnum ríkisskattstjóra og starfsmönnum Vélskóla Islands. Þá hefur og fjöldi einstaklinga látið fé af hendi rakna til verkfallssjóðsins. Framlögum má skila i skrif- stofu BSRB, Laugavegi 172, og einnig má leggja framlög inn á ávísanareikning númer 53.000 í Múlaútibúi Landsbanka Islands. (Ur fréttatilkynningu fráBSRB) — Jarðabætur Framhald af bls. 3. undan um 34%, en það er aðeins meira en vísitala ræktunarkostn- aðar (28%) og byggingarfram- kvæmda (25%) hækkaði, þannig að í heild hefur orðið nokkur aukning á húsabótum frá 1975. Þær sýslur, sem mest fá af framíögum ársins 1976 eru Arnes- sýsla, Rangárvallasýsla og Skaga- fjarðarsýsla. En á hvert byggt býli kemur mest í hlut Austur- Skaftafellssýslu, þá Rangárvalla- sýslu og i þriðja sæti er Norður- Þingeyjarsýsla. (KrfttatilkvnniiiK) Leiðrétting I MORGUNBLAÐINU sl. fimmtu- dag stóð í frétt, þar sem sagt var frá síldveiði að hver hringnóta- bátur hefði leyfi til að veiða 240 lestir af síld í haust. Hér komst prentvillupúkinn í spilið, því bát- arnir hafa aðeins leyfi til að veiða 200 lestir hver. Kvikmyndasíðan Framhald af bls. 30 yfirkeyrir stundum nátt- úruleg hljóð, sem eru greinileg áhrif frá teikni- myndum. Heildaráhrifin eru þannig nokkuð fjar- ræn og i engan stað raun- veruíeg. Og þó La Marge virðist í fljótu bragði hafa yfirbragó klámmyndar, bera undirtónn hannar og handbragð vitni um lista- mann að verki, hvort sem við kunnum að meta list hans eður ei. Leiðrétting — Þroskahjálp 1 FRÉTT í blaðinu í fyrradag frá blaðamannafundi hjá Ferðamála- ráói Islands, misritaðist nafn Heimis Hannessonar, formanns Ferðamálaráðs. Leiðréttist það hér með og biðst blaðið velvirðingar á þessum mis- tókum. * * * Rólegt nyrðra RÖLEGT var á umbrotasvæðinu nyrðra í gær og hefur skjálftum fækkað siðustu daga. Voru þeir 21 á síðustu mæliönn, en 45 daginn áður. Landris heldur áfram á svæðinu með svipuðum hraóa og undanfarið og eiga jarðfræðingar von á að til tíðinda dragi þegar minnst varir, en erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um hvenær það verður og með hvaða hætti. — Ástralía Framhald af bls. 1 Engar fregnir hafa borizt af al- varlegum meiðsium á mönnum. Um svipað leyti fóru fram hlið- stæðar mótmælaaðgerðir í Sydney og Melbourne. Þar tóku þátt um 30 þúsund manns og voru þær aðgerðir friðsamlegar. — Vestur- Þýzkaland Framhald af bls. 1 af þessu sprengjuefni til að drepa mann. Einnig hefur komið í ijós, að holt hólf var í plötuspilara Framhald af bls. 2 samþykkt var af ráðuneytinu í júlí s.l. Ræddi hann m.a. um sér- fræðideild Öskjuhlíðarskóla, en reglugerðin gerir ráð fyrir að slíkri deild verði komið upp er hafi með höndum greiningu og rannsókn á þroskaheftum börn- um. Kom fram í máli framsögu- manns að fjárskortur hamlar að verulegu leyti að unnt sé að hrinda í framkvæmd þeim ákvæð- um er snerta sérstaklega kennslu þroskaheftra barna utan hins almenna skólakerfis. Síðan segir i frétt frá þinginu: Að loknu framsöguerindi Magnúsar Magnússonar urðu miklar umræður enda kennslu- mál þroskaheftra eitt af megin baráttumálum landssamtakanna. Meðal þeirra sem tóku til máls var menntamálaráðherra, Vil- hjálmur Hjálmarsson. A árinu var starfandi innan landssamtak- anna 5 manna nefnd, sem fjallaði sérstaklega um kennslu og menntamál þroskaheftra. For- maður nefndarinnar var Helga Finnsdóttir bókavörður og gerði hún grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar þar sem kom fram ánægja yfir því að reglugerð um sérkennslu væri komin fram á sjónarsviðið og væri þannig viss- um áfanga náð. Nefndin lýstí samþykki sínu með reglugerðina i öllum aðalatriðum en gagnrýndi 24. gr. reglugerðarinnar en hún er svohljóðandi: „Um fram- kvæmd regiugerðar þfssarar fer eftir því sem fé er veitt til í fjár- lögum." Siðari dag þingsins störfuðu umræðuhópar og nefndir og síðan hófst aðalfundur samtakanna með því að formaður Gunnar Þor- mar las skýrslu síöasta starfsárs þar sem fram kom að mikið undir- búningsstarf hefur verið unnió og verkefni mörg sem samtókin hyggjast beita sefr fyrir. I lok máls síns lét Gunnar Þormar þess getið að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Þá fór fram stjórnarkjór og var Margrét Margeirsdóttir kjörin formaður, aðrir i aðalstjórn eru Jón Sævar Alfonsson, Helga Finnsdóttir, Bjarni Kristjánsson, sr. Gunnar Björnsson, Helgi Selj- an og Eggert Jóhannesson. A næstunni munu samtökin opna skrifstofu í Reykjavik, en alls eru nú 18 aðildarfélög í lands- samtökunum Þroskahjálp. — Nevtrónu- sprengjur Kramhald af hls. 27 hernum. Slíkt er mjög erfitt með venjulegum kjarnorku- vopnum, sem eru kraftmikil, ónákvæm og helzt til þess fallin að gjöreyða stórum svæðum. Þau skilja enn fremur eftir sig geislavirkt úrfelli sem getur verið yirkt í áratugi. Eftir nokkrar klukkustundir er hins vegar hættulaust að fara um svæði þar sem nevtrónu- sprengju hefur verið varpað. Formælendur geislavopna hafa bent á, að þau séu tilvalin til að stöðva árás á Mið-Evrópu, reyn- ist það ekki unnt með venjuleg- um vopnum. Þetta er reyndar einnig i samræmi við núver- andi hernaðarkenningu Atl- antshafasbandalagsins, sem fel- ur i sér þann m iguleika að beita kjarnorkuvopnum gegn hvers konar árás. Efasemdarmenn um ágæti geislavopna telja þau ekki bæta hernaðaraðstöðu Bandarikja- manna eða Atlantshafsbanda- lagsins. Rök þeirra eru fyrst og fremst þau, að Sovétmenn ráði ekki yfir geislavopnum og þvi myndi beiting þeirra af hálfu Atlantshafsbandalagsins „rétt- læta" notkun Sovétmanna á venjulegum kjarnorkuvopnum. Gæti því smánotkun á geisla- vopnum leitt til stigmögnunar á átökum og að lokum til gjöreyð- ingarstriðs. Niðurstaðan er sú, að nevtrónusprengjur séu gagnlausar, ef ekki hættulegar, þar eð ekki sé unnt að beita þeim án þess að eiga á hættu kjarnorkustyrjöld og muni þær þvi ekki fæla neinn frá því að ráðast á Vestur-Evrópu með gamaldags vopnum. Þeim rökum hefur einnig verið hreyft, að geislavopn séu ósiðleg, þar eð þau drepa menn, en skaða ekki þau verðmæti, er mölur og ryð fá grandað. Hefur notkun geislavopna því verið likt við eiturgas- og sýklahern- að. Hvort meðmælendur eða and- stæðingar geislavopna hafa meira til sins máls skiptir kannski litlu. Hitt er vist, að fyrr eða siðar munu Sovétmenn koma sér upp áþekkum vopn- um og þá verður tæpast frið- vænlegra. Þó má með góðum vilja sjá bjarta hlið á þessari þróun mála. Rússar og Bandarikja- menn kunna að vcrða viljugri en ella til að taka úr umferð eldri gerðir kjarnorkuvopna, sem hafa mun meiri eyðingar- mátt en nevtrónusprengjur. Geislavopn myndu gera þeim kleift að verjast hvers konar árásum, og þyrftu þá stórveldin ekki að byggja öryggi sitt á getu til að gjöreyða landi sérhvers óvinar. ¦-----------------• * *--------------_ — A slóðum ferðafélagsins Framhald af bls. 5. Þannig hafa húsin komið flestum að gagni. enda Verið ökufært að þeim öllum. Ahugi fyrir gönguferðum fer nú vaxandi og má búast við, að fleiri og fleiri kjósi þann hátt á ferðalögum um landið að gela gengiö hæfilegar dagleiðir án þess að þurfa að bera með sér tjald eða yfirleitt annað en léttan útbúnað til að liggja við í húsum og svo mat. Til þess að þetta sé mögulegt þurfa slík „giinguhús" eins og hér hafa verið reist að rísa sem viðasl og tengja þannig sam- an gönguleiðir, sem yrðu vel merktar. Davíð Ólaísson. 5*B ¦»•»( Vantar þig blómaskreytingu Látið okkar frábæra v-þýzka skreytingarmann Burkhard Naedge sjá um skreytinguna. mm i Nú um helgina skreytir Burkhard Naedge á staðnum allskonar blómaskreytingar s.s. Brúðarskreytingar Afmælisskreytitigar Gj afaskr ey tingar og þær skreytingar sem þú óskar. Komið í Blómaval um helgina. Þú sérð ekki eftir því.! -.—'<*' bliéín mdt''. Gróöurhúsiö v/Sigtún sími 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.