Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 32
ALURA' SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 3» Al (iI.VSINf, \- SIMINN ER: 22480 Fjórtánda skipið bætist í flotann á Ytri höfninni Frá upphafi fundar samninganefndar BSRB f hátfðasalnum f gær. Ljósm. Mbi.: Ól. K. M. A fundi samninganefndar BSRB í gær: Tillaga um endurskoð- un án verkfallsréttar Útilokað að þrefa áfram um mismunandi launastiga, sagði varaformaður BSRB FJÓRTÁNDA skipið bætist væntanlega við flota þann, sem nú liggur á ytri höfninni í Reykjavík, en um helgina voru Fjallfoss og Ljósafoss væntanleg til landsins. Auk skipanna, sem liggja í Reykjavík, eru skip stopp vegna verkfallsins annars staðar á landinu. Súrálsskipið er fyrir utan Straumsvík, Hvítá er fyrir utan Akranes, eitt skip liggur á Eskifirði og annað er bundið á Höfn f Hornafirði. Skipin sem í gær voru á ytri höfninni í Reykjavík eru Mána- foss, Skógafoss, Múlafoss, Kljá- Ininnur þrett- ándi í vínveit- ingahúsunum VEGNA lokunar Afengis- og tóbaksverzlunarinnar i verk- fallinu hefur mjög gengið á birgðir vínveitingahúsa. Er nú svo komið að víða eru ekki aðrar veigar á boðstólum en létt vín og þær tegundir, sem alla jafnan seljast illa. Hefur eitt vínveitingahúsanna í Reykjavík þegar lokað vegna vínþurrðar, en það er Klúbbur- inn, sem hafði síðast opið á fimmtudagskvöld. Ef verkfall- ið leysist ekki fljótlega má bú- ast við að fleiri hús fylgi for- dæmi Klúbbmanna og loki. Þá hefir einnig verulega gengió á birgðir i verzlunum af tóbaki. Eru algengustu tegund- irnar víða uppseldar. Loðnuaflinn: 200 þúsund lesta markið í sjónmáli VEÐUR gekk niður á loðnumið- unum á Koibeinseyjarsvæðinu í fyrrakvöld og þegar skipin byrj- uðu að kasta kom í Ijós að þarna var mikil loðna, þannig að reikna mátti með kafveiði, að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá loðnunefnd. Sú varð þó ekki raun- Framhald á bls 18. foss, Háifoss, Dettifoss og Múla- foss, Dísarfell, Hvassafell, Laxá, Goðinn og Vesturland, sem koih til landsins í fyrrakvöld. Einar Thoroddsen, yfirhafn- sögumaður í Reykjavík, sagði í gær, að hann teldi ekki að skipun- um væri bein hætta búin á ytri höfninni i Reykjavík. Til að svo yrði, þyrfti að gera virkilega vont veður, en síðan verkfallið byrjaði hefði verið mjög góð tíð og varla tekið í keðju, eins og Einar orðaði það. Hins vegar sagði Einar. að það væri varla forsvaranlegt að fólk færi á milli lands og skip- anna á litlum, opnum bátum. Það byði slysahættunrii heim og ekki sízt ef konur og börn, sem ekki væru vön slíku, væru með í ferð- um. SAMNINGANEFND BSRB kom saman til fundar í Hátiðasal Há- skóla Islands um tvöleytið í gær tii undirbúnings fyrir sáttafund- inn, sem hoðaður var klukkan 16. „Við verðum með tillögu fyrir okkar fundi,“ sagði Haraldur Steinþórsson, varaformaður og framkvæmdastjóri BSRB, er Mbl. ræddi við hann fyrir fundinn í hátíðasalnum. 1 þeirri tillögu var m.a. fallizt á tillögu ríkisins um endurskoðunarrétt með þeirri orðalagsbreytingu, að í stað „ósk- ar“ um um endurskoðun var ,Jirafa“ og síðan ný málsgrein, sem segir, að takist ekki samning- ar þá skal við gerð næsta aðal- kjarasamnings samið sérstaklega um kaupliði fyrir tímabilið „frá upphafi sáttastigs til loka samn- ingstímans". Haraldur Steipþórsson sagði að menn teldu útilokað að halda áfram þrefi um mismunandi launastiga og þvi yrði nú lögð fram hugmynd að launastiga, sem byggði á síðasta tilboði ríkisins með ákveðnum breytingum, sem Haraldur kvaðst ekki vilja skýra frá að svo stöddu. Einnig sagði Haraldur að í tillögunni væri ákveðin útfærsla á visitölumál- inu, sem m.a. gerði ráó fyrir að lífeyrisþegar fengju notið hlut- fallslegra bóta og fjallað væri um orlofsdaga þar sem lögð væri áherzla á að laugadagarnir yrði ekki taldir með í tölu orlofsdaga. 1 gær og fyrrakvöld voru haldn- ir fundir i ýmsum stjórnum og trúnaðarmannaráðum aðildarfé- laga BSRB, þar sem staðan í samningamálunum var til um- ræðu. Valgeir Gestsson, formaður Sambands íslenzkra barnakenn- ara, sagði í samtali við Mbl. í gær, að það héfði verið samhljóða álit þeirra fundar að síðasta tilboð ríkisins væri ekki til að ganga að. ALÞJÓÐASAMBAND flug- manna, IFALPA, hafði boðað til tveggja sólarhringa verkfalls frá og með hádegi á þriðjudag og ákvað stjórn og trúnaðarmanna- ráð Félags íslenzkra atvinnuflug- manna að taka þátt í þessu verk- falli á fundi sinum í fyrrakvöld. 1 gær ákvað IFALPA síðan að fresta verkfalli þessu, þar sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað að taka mál flugmanna fyrir á fundi sínum í vikunni. Boðuðu flugmennirnir verkfall- ið til að leggja áherzlu á aukið öryggi og er tilefnið hin tíðu flug- rán og hryðjuverk í flugvélum að undanförnu. Sagði Kristján Egils- Sagði Valgeir að mönnum hefði ekki þótt launastiginn „nógu góð- ur“ og heldur ekki persónuupp- bæturnar. Og þó kennaar hefðu fengið lausn á sumum mála sinna, Framhald af bls. 32. son, varaformaður FÍA, í samtali við Morgunblaóið í gær, að flug- vélar væru nú orðnar helzti vett- vangur þeirra illmenna, sem stunda hryðjuverk. Yrði að sporna fótum til að stemma stigu við þessu og myndi Öryggisráðið fjalla um málið í vikunni. Verður Jerry Pearce, formaður IFALPA, á fundi Öryggisráðsins þegar fjallaó verður um þessi mál. Sagði Kristján að atvinnuflug- menn í 50 löndum væru aðilar að IFALPA og hefðu nær öll Evrópuríkin ákveðið að taka þátt í verkfalli þessu ef til þess kæmi. Mörg önnur ríki hefðu einnig Framhald á bls 18. Flugleiðir fara fram á þrjár undanþágur Flugmenn hætta við verkfall, sem átti að byrja á þriðjudag Farþegar í New York áskilja sér rétt til málshöfðunar vegna vinnutaps og kostnaðar Símakerfí stórfyrir- tækja farin að gefa sig Kjaradeilunefnd heimilar ekki viðgerð FLUGLEIÐIR lögðu í gær inn beiðni hjá Verkfallsnefnd BSRB um leyfi fyrir þrjú millilanda- flug. Vonuðust forystumenn við jákvæðu svari við þessari beiðni í dag. Islenzkir farþegar, sem biðu flugs heim frá New York, hafa sent utanríkisráðuneytinu skeyti í gegnum sendiráðið í Wash- ington, þar sem þeir meðal annars áskilja sér rétt til máls- höfðunar fáist ekki undanþága fyrir flug. Innanlandsflug var Iítið i gær, aðeins flognar tvær ferðir á Akur- eyri og ein til ísafjarðar. Eina millilandaflugið var að vél frá Arnarflugi fór til Gautaborgar vegna leiguflugs. Þær flugferðir sem Flugleiðir óskuðu eftir undanþágum fyrir í gær voru fyrir vél til að fljúga ieiðina Nwe York — Keflavík — Luxemborg — Keflavík — New York, fyrir eina Boeingvél til Norðurlanda og aðra til Bret- iands. 'Sagði Sveinn Sæmundsson,- blaðafulltrúi Flugleiða, í gær, aö mikill þrýstingur væri á Flugleið- ir vegna Islendinga, sem væru tepptir erlendis. Sagði Sveinn að fyrirtækið vonaðist eftir jákvæðu svari þannig að unnt yrði að hjálpa þessum farþegum strax i dag. Þeir 196 af þeim 262 farþegum, sem bíða fars í New York til Is- lands, komu eftirfarandi á fram- færi við sendiráðið í Washington í fyrradag, en sendiráðið sendi er- indi þeirra siðan áfram til utan- ríkisráðuneytisins: „196 Islendingar, sem bíða heimferðar í New York og hafa frétt að undanþágur hafi verið veittar til flugs til Islands frá Evrópu, hafa óskað að sendiráðið í Washington komi á framfæri kröfum þeirra um heimferðar- leyfi og jafnframt aó fáist það ekki strax, áskilji þeir sér rétt til að krefjast skaðabóta vegna kostnaðar og atvinnutaps i ljósi þess að heimferðarleyfi hafa ver- ið veitt vegna flugs frá Evrópu.“ NOKKUÐ er nú tekið að bera á því að sfmakerfið sé tekið að gefa sig og bila, t.d. hjá ýmsum fyrir- tækjum og hafa beiðnir um við- gerðir á síma hjá fyrirtækjum komið til úrskurðar hjá kjara- deilunefnd. Að sögn Helga V. Jónssonar, formanns nefndarinnar, hafa orð- ið bilanir á simakerfi bæði Slátur- félags Suðurlands og KEA á Ak- ureyri og komið til kasta nefndar- innar að ákveða hvort heimila skyldi viðgerð hjá þessum stórfyr- irtækjum. Helgi sagði, að þessi mál hefðu töluvert verið rædd innan nefndarinnar en niðurstað- an orðið sú að erfitt væri fyrír kjaradeilunefnd að úrskurða að viðgerð hjá fyrirtækjum af þessu tagi skuli fara fram, því að naum- ast sé hægt að flokka þá viðgerð undir öryggissjónarmið. Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.