Morgunblaðið - 25.10.1977, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
blMAK
28810
24460
bílaleigan
GEYSIR
BORGARTÚNI 24
car rental
LOFTLEIDIR
S 2 11 90 2 11 38
FERÐABÍLAR hf.
Bílaleiga, sími 812G0
Fólksbilar, stationbilar, sendibil
ar, hópferðabílar og jeppar.
22 0-22*
RAUDARÁRSTÍG 31
V> ..
Hópferðabílar
8—50 farþega
Kjartan Ingimarsson
Simi 861 55, 32716
Bændur!
Rjúpnaskyttur!
Hinar handhægu
tveggja rása talstöðv-
ar komnar aftur.
BENCO
Bolholti 4, Reykjavík.
simi 91-21945,
Hjálmar Bárdarson sýnir
fuglamyndir hjá Fugla-
verndarfélaginu annað kvöld
Hjálmar Bárdarson
FUGLA VERNDARFÉLAG fs-
lands heldur annan fræösiufund
sinn á þessum vetri í Norræna
húsinu n.k. miövikudaftskvöld.
Hjálmar Bárðarson siglinga-
málastjóri, sem löngu er lands-
kunnur fyrir Ijósmyndir sinar,
flytur fyrirlestur á fundinum og
sýnir litskuggamyndir af íslenzk-
um fuglum. Hann hefur á undan-
förnum árum snúið sér í auknum
mæli að þvi að ljósmynda fulga,
og á fundinum sem hefst kl. 20.30,
sýnir hann meðal annars myndir
af ýmsum sjaldgæfum íslenzkum
fuglum. Öllum er heimill aðgang-
ur að þessum fundi Fugla-
verndarfélags íslands meðan hús-
rúm leyfir.
Tvær Hringskonur við hluta af basarmununum.
Hringsbasar
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn heldur sinn árlega handa-
vinnu- ojí kökuhasar á Hallveigarstöðum laugardaginn
29. þ.m. kl. 14.00. Sýnishorn af basarmununum voru í
glugga Gráfeldar á horni Bankastrætis og Þingholts-
strætis nú um sl. helgi.
Samtök herstöðvarandstæðinga:
Ásmundur Ásmundsson
formaður miðnefndar
f fréttatilkynningu, sem borizt
hefur frá Samtökum herstöðva-
andstæðinga, greinir frá kosn-
ingu nýrrar miðnefndar samtak-
anna, sem fram fór á ráðstefnu í
Grindavík nýlega. Formaður mið-
nefndarinnar er Asmundur As-
mundsson, Kópavogi, en ritari er
Guðsteinn Þengilsson og gjald-
keri Jóhann Guðjónsson.
Aðrir í miðnefndinni eru Arni
Björnsson, Árni Hjartarson, Frið-
geir Björnsson, Gunnar Andrés-
son, Hörður Zophaníasson, Jónas
Jónsson, Kristján Bersi Ölafsson,
Reynir Sigurðsson og Rósa Stein-
grimsdóttir.
Á ráðstefnunni var meðal ann-
ars ákveðið að efna til „mikilla
aðgerða í marsmánuði" n.k., auk
þess sem herstöðvaandstæðingar
boða að farið verði í göngu í maí
eða júní.
Þá lýsti ráðstefnan yfir stuðn-
ingi við kjarabaráttu opinberra
starfsmanna, samþykkti að krefj-
ast lokunar Kefiavíkur-
útvarpsins og beindi þvi loks til
stjórnvalda að styðja frelsisbar-
áttu Grænlendinga.
Leifur Eiríksson
- Norræn persóna?
Eftirfarandi klausa birtist í
leiðara stórblaðsins VVashing-
ton Post í síðustu viku:
Við viljum ómögulega að þið
haldið að við gerum ekki annað
en að velta fyrir okkur yfirlýs-
ingum frá Hvita húsinu og öðru
hátíðlegu tildri. En eins og
gengur og gerist vorum við að
lesa eina slíka tilkynningu í
vikunni, þegar við rákumst á
eftirfarandi yfirlýsingu:
Bandarikin eru ung þjóð, en
skuld hennar til hinnar hug-
rökku norrænu persónu, Leifs
Eiríkssonar, nær Iengra aftur
en til ársins 1776...“ o.s.frv.
Það er nefnilega það: „Norræn
persóna." Orðalag þetta má
finna í yfirlýsingu Jimmy Cart-
ers frá 23. september sl„ þar
sem hann gerir heyrum kunn-
ugt að framvegis verði 9. októ-
ber haldinn hátiðlegur sem
Dagur Leifs Eiríkssonar.
Ástæðan fyrir því að við setj-
um út á þetta ruglingslega orða-
lag, er ekki sú að Leifi Eiríks-
syni, hvíli hann í firði, hefði
fundizt þetta gersamlega óþol-
andi. Ástæðán er heldur ekki
sú staðreynd, að Leifur Eiríks-
s.on var norrænn maóur, ekki
norræn kona eða norrænt barn.
Ástæðan er sú þróun og það
fordæmi, sem þessi málnotkun
gétur hæglega haft i för með
sér.
Þeir, sem bera ábyrgð á þess-
um málfarsbreytingum, mega
gjarnan taka til athugunar þær
staóreyndir, sem sagan segir
okkur um norrænu mennina,
sem höfðu jú oft kvenfólk í för
með sér og hættu sér ekki að-
eins í langar siglingar til
Vesturheims, heldur héldu þeir
einnig til meginlands Evrópu
og hikuðu ekki við að leggja
nokkur þorp í rúst þar og hlutu
af því nafnið Normannar. Af
því er nafnið Normandy dregið,
þótt íbúar Normandy séu ekki
kallaðar „Norpersónur" eða
„Normandypersónur". Hefur
einhver heyrt um „Innrás
Normandypersóna"? Og þegar
hér er komið því þá að láta
staðar numið?
Hvað um móður Leifs Eiriks-
sonar, sem er sögð hafa yfirgef-
ið föður hans, Eirík rauða,
vegna þess að hann neitaði að
ganga undir skirn. Því kallaði
hún þá Leif Eiríksson? Af
hverju er hann ekki líka kennd-
ur við móður sína?
Þið skiljið kannski núna
hversu yfirgripsmikið þetta
vandamál er. Við hér raunum
halda okkur við einfaldar siða-
venjur og álitum okkur ekki
gera arfleið neins manns eða
konu skömm með þvi að full-
yrða það, að okkur er mikil
ánægja í því að halda 9. október
hátíðlegan og minnast hetjunn-
ar og norræna mannsins Leifs
Eirikssonar.
The Washington Posi.
Ný hárgreiðslu-
stofa í Borgarnesi
FYRIR skömmu var opnuð að
Skúlagötu 13, Borgarnesi,
ný hárgreiðslustofa. undir
nafninu: Hárgreiðslustofan
Edda, Borgarnesi. Eigandi
stofunnar er Edda Hinriks-
dóttir hárgreiðslumeistari
sem áður rak hárgreiðslu-
stofu í Reykjavík í nokkur ár.
Auk hennar starfa á stofunni
tvær stúlkur.
Öll tæki á stofunni eru af
nýjustu gerð frá þýzka fyrir-
tækinu Vella. Um leið var
opnuð á sama stað ný snyrti-
stofa og er eigandi hennar
Hjördis Karlsdóttir fegrunar-
sérfræðingur. Þessar stofur
eru þær fyrstu sinnar teg-
undar í Borgarnesi.
(Fréttatilkynning).