Alþýðublaðið - 07.01.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1931, Blaðsíða 2
2 " 'AEÞf ÐBBii J!ÐIÐ Logreglan á gamlárskvold. OlímiiféSagið Ármann AldartlórðnngS'afmæli. Slagnrinn við Herkastal- ann. Maður einn hefir sagt tíðfnda- ma'nni blaðsins á þennan hátt af slagmun við Herkastalann: „Klukkan eitthvað nálægt ell- efu á gamlárskvöicl var ég á gangi í Aðalstræti ásamt konu minni. Sá ég þá mannþyrpingu koma og allmarga lögreglumenn fylktu li'ði í fararbroddi, og voru sumir þeirra í einkennisbúningi, en aðrir með borða á handlegg. Snéru iögreglumennirnir inn í Túngötu og fjöldinn á eftir eins og áður. En er lögreglumennirnir komu þar, sem brekkan byrjar, snéru þeir við, stöövaöist þá all- ur fólksfjöldinn og varð þröng töiuverð er straumbreytingin varð. Skifti þarna engum togum að lögreglívn réðist í þröngina og baröi með kylfum á báða bóga; virtást sem lögreglumönmmum stæði á sama á hverjum höggin lentu eða hvort þau lentu í höf- uð eða andlit manna, og virtust þeir láta hggöin ríða í algerðri blindni. Sá ég blóðið fossa fram- an úr manni, er þarna kom að í þessu og auðsjáanlega ekki vissi neitt, hvað þarna var um að vera. Forðuðum við hjónin okkur burtu er við sáum, hverju við gátum átt von á. Mér virtist orsökin til rnann- .safnaðar ekki geta verið önnur en að lögreglan gekk þannig fylktu liði, og ekki varð ég var við neina ástæðu, sem gerði nauðsynlegt að lögreglan réðist ;inn í þyrpinguna. Býst ég við að ekkert hefðd gerst þarna sögu- legt, ef lögreglan hefði látið fólk- ið afskiftalaust. í morgun kom Aðalsteinn And- résson verkamaður á Rauðarár- istíg 13 D inn í skrifstofu Alþýðu- blaðsins og sagði eftirfarandi: Á gamlárskvöld var ég á gangi íyrir framan Vöruhúsið ásamt kunningja minum. Þar var tölu- vert af fólki. Ekki vissi ég fyrri tíl en að ég fæ högg miki'ð í höfuðið, svo mikið, a'ð ég haföi ekki rænu á a'ð gá að, hver veitti mér höggiö, en ég fann, að það var greitt með kylfu. Félagi minn studdi mig inn í iækningastofu Valtýs Albertsson- ar, og saumaði hann saman á mér höfuðleðrið. Ég var alblóð- ugur. Læknishjálpin kostaði 15 krón- ur. ¥i@tal við Epiiifflfj! Pálssora ySiilögrefiiuÞlóta. Alþýðuhlaðið hitti Erling Páls- son yfirlögregluþjón að máli í morgirn og ba'ð hann aö skýra frá starfi lögreglunnar og viður- eign hennar við ýmsa bæjarbúa á gamlárskvöld. Ég óska nú ekki eftir því að vera langorður, en í öllum að- alatriðum álít ég að sögumenn Alþýðuhlaðsins hafi skýrt rangt frá í blaðinu í gær, segir Erl- ingui'. Pað er alveg rétt, að við notuðtum kylfur í nokkur skifti til þess að sundra með uppþot- um, t. d. í 2 skifti þegar menn höfðu tekið bifreiðir og okkur virtist að menn ætluðu að velta þeim um koll. Pað getur verið mjög hættulegt að velta bifreið- um um, því að í þeim getur kviknað. Ég vil sérstaklega skýra frá uppþotinu við Uppsali: Þar hafði safnast saman í eina þyrpingu mikili mannfjöldi, og gatan var alveg lokuð. Margir Iétu ófriðlega gegn lögreglunni, hvernig sem á því stóð. Menn töluðu um að berja okkur og hrópuðu ókvæðiisorðum að okk- ur. Ég var þarna með lögreglu- þjóna, og þegar fólkið fór að ganga á okkur, skipaði ég að dreifa því, en þá kom skriðan á okkur. Við neyddumst þá til að nota kylfurnar til að sundra þessari þröng. Petta var gert á skammri stund. En í þann svip hlupu á mig tveir menn, að þvi hefi ég vitni. Annar þessara manna þreif í brjóst mér og ætl- aði að setja mig niður í götuna. Ég ætlaði að bregða manninum. en mistókst það. Þá tók ég kylf- una og sló manninn, en þó ekki mikil högg, því að við vorum í fasta tökum. Eftir því, sem upp- lýst er af sjónarvotti, þá kom annar maöur aftan að mér og hélt í bakið á mér. — Um líkt leyti komu menn af gangstéttinni og réðust að mér, en í þeirri svipan kom lögregluþjónn mér til hjálpar og mun hann hafa notað kylfuna. Hafði lögreglan ekki varalið á gamlárskvöld ? Jú. Hve fjölment var það? 30 menn, Hvaða skipanir höfðuð þið fengið áður en þið fóruð út í bæinn ? Lögreglan fékk þá skipun að nota ekki kylfurnar nema nauð- syn bæri til, en við áttum held- ur ekki að láta ganga á o-kkur, eða troða okkur um tær. Það er mjög erfrtt fyrir lögregluna að fá fólk til að hlýða sér. Alt af jbf einhver atburður verður á göt- unnm, þrýstist fólkið saman í einn hnapp og oft fær lögreglan það ekki til að víkja, svo að hún geti komist að. Þá verðum við að nota kylfurnar — og undir slíkum tilfellum getur það átt sér stað, að högg Iendi á öðrum en hinum beinu óróamönnum. Við höfum gefið lögreglustjóra skýrslur um atburðina á gamlárs- kvöld. í dag fyrir 25 árum, 7. jan. 1906, var glimufélagið „Ármann" stofnað, félagið, sem bezt hefir stuðiað að líkamlegri hreysti Reykvíkinga og duglegaist hefir reynst í því, að skapa æskulýð höíuðstaöarins heilbrigð \iðfargs- efni. Aðaláhugaiefni fslagsins í hyrj- un var að auka glímukunnáttu meða.1 ungra manna, og má vist áreiðanlega þakka „Ármanni“ það, iað íslenzk glíma var endur- vakin sem þjóðaríþrótt. Á uppvaxtarárum félagsins urðu margir erfiðleikar á vegi þess, eins og gerist og genigur. en flesta þeirra tókst að yfir- buga meö dirfsku og bjartsýni. Félagið var ekki fjölment og því síður fjársterkt, en áhuginn var nógur fyrir hendi og viljinn til stórræða til í ríkum mæli. Eitt versta meiin, sem hefir staðið fé- laginu fyrir þrifum frá byrjun, er húisnæðisskorturinn. Hafa víst fák fundir verið haldnir í félag- ánu, sem ekki hefir á það verið miinst, hve brýn nauðsyn bæri til þess að félagið eignaðist eigið hús. En sú h’ugsjón hefiir enn ekki ræzt. Vona þó félagarnir í „Ármanni“, að hún rætist á næstu árum. Svo margt hefir drifið á daga „Ármanns“, að of langt er að telja það upp hér. Félagið hefir gengist fyrir mörgum íþrótfamót- um, fjölda íþróttasýninga, utan- ferðum íþróttafiokka sinna o. s. frv. o. s. frv. ■ Það hefir ait af átt á að skipa beztu glímumönn- um og afburðamönnum í öðrum íþróttum. Það hefir haidið uppi fastri íþróttakenslu fyrir félaga sina á undan förnum árum og vali'ð til kenslunnar beztu fáan- iega íþróttakennara. Það telur nú- á annað þúsund félaga og er fjöldi af peim starfandi. Þótt líkamlegt atgervi þroskist við íþróttaiðkanir og hver ma&- ur eða félag eigi hrós skilið fyrir að efla slíkt, þá telur sá, er þetta ritar, annan lið starfsemi íþrótta- félaganna í borginni éigi síður athyglisverðan, og hann er sá, að þau draga huga æskunnar frá ýmsu miður hollu, sem bæjarlíf- ið hefir á boðistólum og skapar henni aftur lieilbrigð, holl og göfgandi vi'ðfangsefm. Þetta er einkennandi fyrir „Ármann“ og 'er þess að vænta, að honum verðs sem mest ágengt í framtíðinni. Að hann sé uppeldisstofnun, þrungin viðsýni, festu og dreng- skap — og að sorinn komist hvergi nærri. Stjórn félagsins skipa nú: Jens Guðbjörnsson form., Jón G. Jóns- son varaform., Ólafur Þorstehrs- son ritari, Kristinn Hallgrímsson •gjaldkeri og Sig. I. SigurðssoH, áhaldavörður. Heill fylgi 'Starfsemi „Ármanns“ i framtí'ðinni! Heill! x. MulIeissSiólinn. Ný námskeið í Miillers-æfing- um byrja um næstu he'lgi. Vænt- anlegir þátttakendur eiga a'ð gefa sig fram í Múllersskólanum sem fyrst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.