Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 237. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flugránin á dagskrá SÞ New Vork, 25. oklóber. Reuter. ALLSHERJARÞINGIÐ samþykkti í dag að taka flugrán á dagskrá. Málið verður tekið fyrir í stjórn- málanefndinni, líklega seinna í þessari viku. Samþykkt var án at- kvæðagreiðslu að tillögu rúmlega 40 ríkja að taka til meðferðar „öryggi í al- þjóðaflugmálum". Tillagan var gerð í kjöl- far ránsins á Lufthansa- flugvélinni er lauk í Moga- dishu í Sómalíu og með dauða flugstjórans. Al- þjóðasamtök fiugmanna höfðu hótað að hefja verk- fall í dag en hættu við það þegar því var lýst yfir að Allsherjarþingið mundi taka flugrán til meðferðar. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum er líklegt að i stjórnmála- nefndinni verði borin fram álykt- unartillaga þar sem skorað verði á allar ríkisstjórnir að herða öryggi i flugvélum og á flugvöllum og auka samvinnu, einkum með skiptum á upplýsingum til að koma í veg fyrir flugrán. Einnig er búizt við að i tillög- unni verði skorað á ríki að undir- rita, staðfesta og framkvæma áð- ur gerðar alþjóðasamninga sem miða að öryggi í alþjóðaflugmál- um. Þetta eru samningar sem voru gerðir 1963 í Tokyo, 1970 i Haag og 1971 i Montreal. Waltrude Schleyer, tengdadóttir hennar og Hanns Eberhard Schleyer, sonur hennar, Martin Schleyer til grafar (Sillenbuch krikjugarði í Stuttgart. fylgja Hanns Scheel vid útför Schleyers: „Logar sem geta breiðzt út eins og skógareldur" Skotárás á ítalskan hægrimann Torino, 25. októher. AP. BORGARFULLTRUl úr flokki kristilegra demókrata í Torino, Antonio Cocozzello, særðist í dag þegar hann varð fyrir skotárás þriggja hryðju- verkamanna sem segjast vera úr „Rauðu herdeildinni". Borgarfulltrúi úr flokki kristilegra demókrata í Milano, Carlo Arienti, særðist einnig i skotárás þriggja hryðjuverkamanna á sunnu- daginn. Bæði Cocozzello og Arienti voru skotnir í fæturna. Þýzka skólanum í Róm var lokað í dag, þremur dögum áð- ur en haustleyfi hefjast vegna ofbeldis verka sem hafa fylgt í kjölfar dauða þriggja leiðtoga Baader-Meinhofs-hópsins í þýzku fangelsi. Þau hafa að miklu leyti beinzt gegn Þjóð- verjum og þýzkum fyrirtækj- um. 20 lögreglumenn hafa særzt, tveir þeirra alvarlega. Borgarskæruliðar úr „Rauðu herdeildinni" hafa hótað að myrða vestur-þýzka sendiherr- ann i Róm, Hans Arnold, i hefndarskyni. Stuttgart, 25. október. Reuler. HUNDRUÐ lögreglumanna voru á verði í dag við útför vestur-þýzka iðnrekandans Hanns-Martin Schleyers sem hryðjuverkamenn myrtu í síðustu viku sex vikum eftir að þeir rændu honum. Strangar öryggisráðstafanir voru gerðar við útförina vegna viðvarana um að hryðjuverkamenn kynnu að láta aftur til skarar skríða. Um 500 vopnaðir lögreglumenn tóku sér stöðu í nágrenni St. Eberhard-kirkjunnar sem útförin var gerð frá og leyniskyttur komu sér fyrir á húsaþökum. Lögreglan sló hring um kirkjuna og hátölur- um var komið fyrir framan við kirkjuna til að þúsundir sem fengu ekki sæti gætu fylgzt með þvi sem fram fór. Allir ráðherrar vestur-þýzku stjórnarinnar mættu við útförina sem var útvarpað og sjónvarpað. Sjúkrabílar voru hafðir til taks ef svo færi að til tíðinda drægi. Vestur-þýzka vinnuveitenda- sambandið, sem dr. Schleyer var formaður fyrir, og verkalýðssam- bandið skoruðu á félagsmenn sína að heiðra hinn látna með einnar mínútu þögn. Sérstök minningarþjónusta var haldin um Schleyer í safni Daimler-Benz bifreiðafyrirtæk- isins þar sem hann Var fram- kvæmdastjóri i Unterkurkheim, útborg Stuttgart. Walter Scheel forseti flutti lík- ræðuna og skoraði á rikisstjörnir að sameinast í baráttu fyrir út- rýmingu hryðjuverkastarfsemi. Hann kallaði morðingja Schleyers „barbara og óvini siðmenningar". Framhald á bls. 20. Skilnaði Titos og frúar spáð Belgrad, 25. oklóber. AP. FULLTRUAR erlendra rikja sögðu í Belgrad í dag að ágrein- ingur sem væri kominn upp milli Titos forseta og Jovanka konu hans og virtist vera af pólitískum toga gæti leitt til skilnaðar. Þessi ágreiningur er sagður eiga sér nokkrun aðdraganda og er bersýnilega skýringin á því að frú Tito hefur ekki sézt opinber- lega í rúma tvo mánuði sam- kvæmt þessum heimildum. Frétt- ir herma að frú Tito sé í stofu- fangelsi. Samkvæmt fréttum í Belgrad virðist frú Tito hafa tekið þátt i einhverri stjórnmálastarfsemi og að opinber rannsókn á starfsemi hennar sé hafin í kyrrþey. Opinberlega eru þessar fréttir kallaðar „rætinn, ósmekklegur tilbúningur" en engin skýring er gefin á fjarveru hennar. Frú Tito er 54 ára gömul og Framhald á bls 18. Frá minningarguðsþjónustunni um Hanns Martin Schleyer í St.Eber- hard-krikju í Stuttgart (talið frá hægri til vinstri): Walter Scheel forseti, Waltrude Schleyer, Helmut Schmidt kanzlari, Arndt Schleyer og kona hans og Hanns Eberhard Schleyer. Arabískur ráðherra myrtur — annar slapp Abu Dhabi. 25. október. AP. Reuter. UTANRIKISRAÐHERRA Arabíska furstasambandsins, Said Bin Ghobash, lézt í dag i sjúkrahúsi eftir tilraun sem var gerð til að ráða sýrlenzka utan- i íkisi-áðheri anum Abdel-Halim Khaddam bana á flugvellinum í Abu Dhabi. Said. Ghobash var skotinn til bana þegar hann var að kveðja Khaddam utanríkisráðherra á flugvellinum. Embættismenn segja að tilræðismaðurinn hafi verið handtekinn, en heimildir í lögreglunni herma að tilræðis- mennirnir hafi verið fjórir og þrir hafi kotnizt undan. Maðurinn sem var handtekinn var Palestinumaóur samkvæmt þessum heimildum. Khaddam staðfesti að átt hefði að ráða hann af dögum þegar hann kom aftur til Damaskus. Hann sagði blaða- mönnum að nokkrir tilræðismenn hefðu verið sendir til Abu Dhabi frá öðru Arabalandi og virtist eiga við írak. Handtekni maðurinn hélt nokkrum flugvallarstarfsmönn- um í gíslingu um tima i tékkósló- vakískri flugvél á flugvellinum. Lögreglan handtók mannin og sleppti gíslunum, en skýrði ekki frá kringumstæðum. Sjónarvottar segja að maður hafi skotið ofan af svölum á ráð- herrana þegar ráðherrarnir komu til flugstöðvarbyggingarinnar. Khaddam hljóp í skjól bak við Framhald ábls 18. Sovézkir sendiráðsmenn í Ástralíu: Yfir helmingur- inn njósnarar Canberra — 25. október —AP. ALLT bendir til þess að yfir helmingur 18 sovézkra sendiráðs- manna, sem njóta úr- lendisréttar gagnvart Iögum, sé viðriðnir njósnir, að því er fram kemur í opinberri skýrslu sem lögð var fram í fulltrúadeild ástralska þingsins í dag. Formaður nefndarinnar sem skipuð var til að gera úttekt á njósnum Sovétmanna í Ástralíu. Robert Hope dómari, hefur meðal annars látið þau orð falla, að njósnurum í land- inu hafi fjölgað til mikilla muna á siðustu árum, og séu þeir nú miklu fleiri en á fimmta og sjötta áratugnum. Malcolm Fraser forsætisráð- herra sagði á þingi í dag, að farið yrði að tillögum rann- sóknarnefndarinnar um aukn- ar fjárveitingar til gagnnjósna- stofnunar hins opinbera, auk þess sem hún fengi meira svig- rúm en hingáð til hefði verið. Um leið yrðu strangar gætur hafðar á þvi að stofnunin færi ekki út fyrir verksvið sitt, m.a. yrði settur á fót sérstakur áfrýjunardómstóll til að fjalla um hugsanleg ágreiningsmál vegna starfsemi gagnnjósna- stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.