Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1977 7 i 30 af 50 Það kemur fram i grein Einars H. Ásgrimssonar um nýja kosningaskipan, sem birt var i Mbl. i gær, að aðeins 30 af 1 50 sjálf- stæðum rikjum heims- byggðarinnar búa við lýð- ræði, eins og við Islend- ingar skiljum það orð, þ.e. almenn mannréttindi til orðs og æðis — og aðstöðu til að leita nýrra úrræða og endurnýja undirstöður þjóðskipu- lagsins að meirihlutavilja i frjálsum og leynilegum kosningum. Aðeins fimmta hvert sjálfstætt riki býr við lýðræðisskipu- lag. Það er sem sé sjálf- gæfur munaður, allt að þvi sérréttindi meðal þjóða heims, að búa við slikt þjóðskipulag sem hér á landi rikir. Spurningin er, gætum við þessara réttinda á þann hátt sem verðugt er? Annmarkar Borgaralegt lýðræði hefur sina annmarka, sem oft stinga í augu. En það felur i sér hæfileikann og möguleikann til að þróast frá annmörkum sinum, til meiri fullkomnunar, á heilbrigðan og friðsamleg- an hátt, fyrir meirihluta- vilja þegnanna i lýðræðis- legu vali. Það felur i sér frjálsa umræðu um vanda mál og viðfangsefni; allra rétt til skoðana og tján- ingar og til að hafa áhrif á framvindu mála. Annmarkar hins borgaralega þjóðskipulags eru smáræði i samanburði við persónufjötra i rikjum sósialismans og kommúnismans. Óþarfi er að rekja afrakstur þess kenningakerfis, sem reist hefur sér bautasteina í innrásinni S Tekkóslóva- kiu, afturgenginni Gyð ingaandúð, skoðana- og tjáningarfjötrum eða átt- hagafjötrum, svo örfá dæmi af fjölmörgum séu nefnd. Og sem fyrr segir, felur hið borgaralega lýð- ræði i sér hæfileikann til að þróast friðsamlega frá annmörkum sinum til meiri fullkomnunar. Afkoma og öryggi Efnahagsleg afkoma og félagslegt öryggi i borgaralegum þjóðfélög- um hefur farið langt fram úr þvi sem bezt þekkist i rikjablokkum kommún- ismans. Almenn lifskjör, t.d. á Norðurlöndum i V- Þýzkalandi og Bandaríkj- um Norður-Ameriku, svo dæmi séu tekin, eru mörg- um áratugum á undan kjarastöðu almennings i rikjum A-Evrópu. Félags- leg réttindi hvers konar hafa og þróast til verulega meiri fullkomnunar með vestrænum þjóðum og öðrum — og sú þróun heldur áfram. Óviða mun stærri gjá milli fólks, bæði hvað kaupgjald snertir og alla þjóðfélagsstöðu, en i rikj- um kommúnismans, þrátt fyrir fögur fyrirheit um hið gagnstæða. Hin „nýja stétt", sem lyfzt hefur á öldutopp kerfisins, trónar við réttindi, sem i likingu talað eru jafn langt frá aðbúð almennings og f jallstindurinn frá fjör- unni. íslenzkt þjóðfélag býður heim ólikt meiri af- komujöfnuði en þau þjóð- félög, sem orðið hafa kenningakerfi kommún- ismans að bráð. Skipting, sem taka verður afstöðu til Óþarfi er að minna á ættarstrið islenzka þjóð- veldisins fyrr á tíð eða afleiðingar þess: glotun fullveldis, erlend yfirráð og margra alda niðurlag- ingu þjóðarinnar, sér i lagi hvað snerti afkomu og lifskjör. Eðlilegt verður að telja að þjóðfélagshópar hafi hagsmunabundin sjónarmið varðandi skipt- ingu þjóðartekna. Stéttar- átök mega þó ekki kom- ast á það stig að þau leiði til sömu lykta og ættar- striðin fyrrum. í þvi sam- bandi verður að hafa i huga, að oft er erfiðara að gæta þegnréttinda en afla þeirra. Stéttaátök mega aldrei leiða til þess að þjóðin sem heild fórni of miklu fyrir of litið — eða fyrir minna en ekki neitt, eins og raun varð á með lyktum ættastriðsins. Hagsmunaátök i þjóð- félaginu verða að vera innan skynsemismarka. Þjóðin getur aldrei skipt stærri köku en hún bakar með verðmætasköpun i samfélaginu. Lengi er að visu hægt að smækka kökuskammtana (eða krónurnar), svo fleiri komi i hlut. Saðningin eða kaupgildið vex hins vegar litt við það. Raunveruleg- ur lifskjarabati verður að- eins fyrir aukna þjóðar- framleiðslu eða vöxt þjóðartekna. En ef til vill hyggja of fáir að þeirri SKIPTINGU, sem mestu varðar hag eða frjáls ráð- stofunarf jármagn hvers og eins þjóðfélagsþegns; þ.e. hve mikið riki og sveitarfélög taka til sin af aflafé borgarans i skatt- heimtu (sameyzlu) — og þá um leið, hve stór hluti vinnutekna verður eftir til ráðstöfunar hjá heimilum og einstaklingum. Þessi skipting er sú stóra spurn- ing, sem þjóðfélagsþegn- arnir verða að taka af- stöðu til. tvöfaldur sigur 5,2 lítrar á 100 km. Enn einu sinni sýndi það sig og sannaði að Citroen framleiðir sparneytnystu bílana. í síðustu sparaksturskeppni kepptu 2 Citroen bílar og sigruðu, hvor í sínum flokki, Citmpri LN í 1 flokki með aðeins 5.2 lítra á 1 00 km og Citroen CX 2400 Pallas í 6 flokki með 9.05 lítra á 1 00 km. CITROEN^GS er þó vinsælasti bíllinn, en hann hefur mælst með 6.58 litra eyðslu á 100 km. Fyrstu sendingar af GS árgerð 1978 eru nú uppseldar. Talið bvi við sölumann vorn nú þegar og tryggið yður bil. úr næstu sendingu. G/obus? LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 VERIÐ MEÐ I SPARAKSTRI CITROEN CITROÉN^ ÚTIHURÐIR úr teak og furu, ýmsar gerðir. Ávallt fyrirliggjandi. áTá Timburverzlunin V Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Málverk til sölu Blómamynd í gullramma, stærð 70 x 53 cm, eftir Jón Þorleifsson til sölu. Þeir sem áhuga hafa leggi nöfn sin inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Blómamynd — 4470" fyrir 31 . október 1977. Stjómunarfélag íslands Hvað er stjórnun? Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði i stjórnun I dagana 2.—4. nóv. og stendur yfir i samtals 11 klst. Fjallað verður um, hvað stjórnun er og hlutverk hennar, um stjórnunar- sviðið og setningu markmiða og um stjórnun og skipulag fyrirtækja Þátttaka í námskeiðmu er ekki em- göngu ætluð stjórnendum. heldur jafnframt starfsmönnum fyrirtækja og stofnana Leiðbeinandi er Ófeigur Hjaltested. rekstrarhagfræðingur Tilkynnið þátttöku í síma 82930 Sendum ókeypis upplýsingabæklmga. hefst 1. nóvember ' Japanski þjálfarinn Yoshihiko lura kennir. Innritun og upplýsing- ar i sima 83295 alla virka daga frá kl. 1 3.00 til 22.00 JÚDÓDEILD ÁRMANNS ARMIJLA 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.