Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1977 Flugleiðir: Áætlunarflug til útlanda í eðlilegt horf •• Öll skipin komin að bryggju ÞAÐ gekk ágætlega að taka skipin inn I gær. Þau voru öll komin að bryggju um fimmleytið og auk skipanna sem beðið hafa á ytri höfninni I verkfallinu komu Skaftá og Grundarfoss frá útlöndum I dag og Hvftá kom frá Akranesi, en hún lá þar meðan á verkfalli stóð, sögðu hafnsögumenn Reykjavfkurhafnar f spjafli við Mbl. f gærkvöldi. Póstur og sími: Starfsemin gekk greiðlega í gær ÉG reikna með að allt flug til annarra landa verði komið í eðli- legt horf annað kvöld, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Sveinn sagði að vélin frá New York, sem væntanleg hefði verið klukkan sjö í gærmorgun, hefði ekki komið fyrr en undir hádegi og hefði hún haft 120 farþega innanborðs. Um leið og Ijóst var að verkfallið hefði verið leyst sagði Sveinn að ákveðið hefði ver- Skólar: Kennsla nú með eðli- legum hætti KENNSLA á grunnskólastiginu hófst eftir hádegi í gær og er nú komin í eðlilegt horf. í öllum framhaldsskólum er nú kennt samkvæmt stundaskrá, en heima- vistarskólar komast í gang í dag, skv. þeim upplýsingum er Morgunblaðið hefur aflað sér. Útvarp og sjónvarp: Þráðurinn tek- inn upp þar sem frá var horfið UTVARP og sjónvarp munu taka upp þráðinn þar sem frá var horf- ið er verkfall skall á. Verður dag- skrá beggja fjölmiðla í dag eins og hún hafði verið kynnt miðviku- daginn 12. október. Á bls 4 birtist dagskrá útvarps og sjónvarps. ið með flug næsta sólarhringinn til að komast fram úr þeim erfið- leikum sem stafað hefði af verk- fallinu. Var send sérstök vél fram og til baka til London kl. 16.30 í gær og annað eins flug ákveðið til Kaupmannahafnar kl. 17.30. Áttu báðar þessar vélar að koma til landsins um og laust fyrir mið- nætti, að sögn Sveins. Þá komu hér við í gær tvær vélar á leiðinni Luxemborg-Bandaríkin og því voru ferðir til New York og Chicago í gær, en Sveinn sagði að fjöldi fólks hefði beðið eftir ferð- um vestur og vélarnar því farið fullhlaðnar héðan. Varðandi flug ytra í dag sagði Sveinn Sæmundsson, að flogið yrði samkvæmt áætlun félagsins til allra staða, en auk þess hefði félagið svo ákveðið að efna til aukaferðar til Kaupmannahafnar, fram og aftur, og leigt vél frá Arnarflugi í þeim tilgangi. Klukk- an 16 í dag verður svo farið í fyrstu sólarlandaferð félagsins, en þá heldur vél til Las Palmas. Talsvert hefur hlaðizt upp af flugfragt hér heima og erlendis að sögn Sveins Sæmundssonar og því var ákveðið að hreinsa hana upp, eins og Sveinn orðaði það, með því að halda uppi miklu fragtflugi og öll sæti einnar þot- unnar fjarlægð í þessum tilgangi. Var fyrsta ferðin farin í nótt til Kaupmannahafnar og er sú vél væntanleg til landsins á hádegi í dag. Strax að losun lokinni fer vélin svo til London og Kaup- mannahafnar í sömu erindum, en Sveinn taldi að um 60 tonn af fragt biði á afgreiðslum erlendis, auk þess serrt talsvert hefur hlað- izt upp hér heima. Sagði Sveinn að auk fyrrgreindra flughafna yrði fragt til og frá Luxemborg og New York hreinsuð í dag. Sagði Sveinn þá Flugleiðamenn hafa ákveðið að gera þetta átak í fragt- málum því ýmis mikilvæg vara væri meðal þess sem biði ytra, þ.á.m. lyf. Aðspurður sagði Sveinn Sæmundsson að innanlandsflug hefði komizt í eðlilegt horf í gær. Tímatap skólanna: Verðum að bregðast við á ein- hvern máta ÞAÐ er Ijóst að verkfallið hefur valdið miklum vanda hjá mörg- um nemendum og á einhvern veg verður að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin, sagði Kristján J. Gunnarsson, fræðslu- stjóri Reykjavíkur, er Morgun- blaðið spurði hann hvort ákveðið hefði verið að stytta hátíðisdaga- frí eða sumarfrí skólanna til að vinna upp það tímatap sem orðið hefði samfara verkfalli BSRB. Kristjá sagði, að gert væri ráð fyrir að skólar héldu þeim náms- áætlunum sem markaðar væru hverju sinni, en ekkert væri þó farið að ræða hvað gert skyldi vegna þess tímataps sem átt hefur sér stað. Kristján sagði það þó Ijóst, að eitthvað yrði að gera í málinu. Ef dögum verður ekki bætt við einhvers staðar þá verður að skera niður námsefnið, sagði Kristján J. Gunnarsson i gær. Vegagerð ríkisins: Vegir og færð með bezta móti Samkvæmt upplýsingum hjá Vegaeftirliti Vegagerðar rikisins eru vegir og færð með bezta móti miðað við árstima. þó vegir hafi verið farnir að spillast þar sem eðlilegt viðhald gat ekki farið fram vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Það mun taka nokkra daga að koma þessu i eðlilegt ástand aftur. í gær var komin nokkur hálka á ýmsum fjallvegum og Þorskafjarðar- heiði var orðin illfær fyrir aðra en stóra bila og jeppa. Voru búnir að greiða nær allar bætur fyrir okt. Hjá Eyjólfi Jónssyni skrifstofu- stjóra Tryggingastofnunar ríkisins fengust þær upplýsingar að ekki væri reiknað með þvi. að neinar sérstakar annir yrðu hjá stofnuninni við greiðslu bóta almannatrygginga nú eftir verkfall opinberra starfs- manna. þar sem þeir hjá Trygginga- stofnuninni höfðu á tveimur siðustu dögum fyrir verkfall greitt út mestan hluta þeirra bóta sem greiddar eru út i október venjulega. STRAX og Ijóst var, aó samningar höfðu tekizt var allt sett á fullan gang hjá okkur svo að málin kæmust sem fyrst í eðlilegt horf, sagði Jón Skúlason póst- og síma- málastjóri er við spurðumst fyrir um gang mála hjá Pósti og síma i gær. Jón Skúlason sagði, að sinn tíma tæki að gera við þær bilanir sem orðið hefðu á talsímakerfinu og fyrr en því væri lokið væri ekki hægt að segja að eðlilegt fjarskiptasamband væri komið á, hvorki innanlands né við útlönd. Jón sagði að þeir hjá Pósti og síma vissu ekki um allar bilanir sem kynnu að leynast víða, því engar tilkynningar hefðu borizt meðan á verkfalli stóð og tæki því „Við erum nú satt að segja ekki farnir að skyggnast í þetta mál, en það er Ijóst að einhvern veginn verð- ur að reyna að vinna upp sem mest af þvi. sem skólanemendur hafa misst úr, vegna verkfalls kennara." sagði Birgir Thorlacius. ráðuneytis- stjóri i menntamálaráðuneytinu. i samtali við Mbl. i gær. Birgir sagði. að á vegum ráðuneyt- isins yrði kannað á næstu dögum degi eftir Mjög miklar annir voru hjá toll- stjóraskrifstofunni i dag að sögn Bjarna Hermannssonar tollstjóra. Það er greinilegt að um töluverðan vöruskort hefur verið að ræða hjá kaupmönnum og ofan á þetta bætist svo að eindagi söluskattgreiðslu er sinn tíma aó hafa upp á þeim og lagfæra. Sagöi Jón aö þjónusta stofnunarinnar hefði gengið greiðlega fyrir' sig í gær. Jón sagði að engin örtröð hefði orðið vegna upphlaðins pósts því enginn póstur hefði borizt á póst- stofurnar meðan á verkfalli stöð. Sagði hann að tilkynnt hefði verið til útlanda er verkfall lá i loftinu að Póstur og sími gæti ekki tekið við neinum sendingum fyrr en verkfallið væri afstaðið. Og þar sem póstur hefði ekki borizt með flugvélum og skip ekki losuð, sagði Jón, að ekki væri mikið að vera á sviði póstdreifingar sem stæði, en hann kvað husanlega mikið um að vera á næstu dögum þegar uppsafnaður póstur erlend- is færi að berast til landsins. hvort hægt væri að vinna námið upp innan réttra timamarka. eða hvort einhvers staðar þyrfti að gripa til þess ráðs að lengja timann. „Rösk- unin varð mjög misjöfn eftir skóla- stigum," sagði Birgir. „Hún kom verst niður á stuttu námi, eins og iðnnáminu. En hitt þykir mér ekki liklegt að það verði farið út i það að lengja skólatimann á grunnskólastig- inu. hvað sem verður annars stað- ar". verkfall einmitt á sama tima og við opnum eftir verkfallið. sagði tollstjóri. Að lokum var tollstjóri að þvi spurður hvað langur timi myndi liða áður en ástandið yrði komið i samt horf aftur. — Við reiknum með að það taki um 10 daga að komast aftur i samt lag hjá okkur, sagði tollstjóri að lokum. Bilsby Skurvogne A-S Industribakken 1, Sengelöse, 26.30 Taaslrup. Danmark. Talsimi 09 - 02-99 47 08 Starfsfólksvannar. skrifst»>fuva«nar. ibúóarvagnar. msluva«nar. hreinlætisvagnar. (ióðfúslega biðjid um upplvsingapésa. FYRIRTÆKI Til sölu er barnafataverzlun í verzlunarmiðstöð. Góður lager og góð sambönd. Fyrirtækjaþjónustan, Austurstræti 17, sími 2-66-00 Ragnar Tómasson, hdl. Verslun til sölu Gömul og velþekkt verslun í Reykjavík, sem er í fullum rekstri, er til sölu nú þegar. Selur ýmiskonar áhöld til húshalds, iðnaðar og fl. Lítill en góður vörulager. Verzlunarhúsnæðið er til leigu eftir samkomulagi. Upplýsingar á skrifstofu minni næstu daga. (Uppl. ekki í síma.) Hjalti Steinþórsson, hdl., Bankastræti 11, 2. hæð. Sími 28210. Kannar hvemig vinna má það upp sem nemendur misstu úr Miklar annir á fyrsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.