Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKT0BER 1977 Útgefandi iblúbtíí hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarf ulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22430. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið Kjarasamn- ingar BSRB r Areiðanlega er það landsmönnum öllum fagnaðarefni, að kjaradeila opinberra starfsmanna er nú til lykta leidd og þjónustustarfsemi hins opinbera er að færast í eðlilegt horf á ný. Opinberir starfsmenn hafa með þeim kjarasamningum, sem nú hafa verið undirritaðir, hlotið verulegar kjarabætur. Talið er, að meðaltalshækkun launa þeirra miðað við maí-laun nemi um 38%. Mest er hækkunin um miðbik launastigans en flestir opinberir starfsmenn taka laun samkvæmt þeim launastigum. Með þessum kjarasamningum hafa þeir hlotið þær kjarabætur, sem aðrir launþegar höfðu samið um fyrr á árinu og að auki hafa stórir hópar þeirra fengið viðbótarhækkanir til leiðréttingar á launabili, sem myndazt hafði milli þeirra og launþega á hinum almenna vinnumarkaði. Þessi niðurstaða kjaradeilunnar er sanngjörn. Krafa opinberra starfsmanna um nokkra leiðréttingu gagnvart öðrum starfshópum hefur verið víðurkennd bæði af ríkisstjórn og leiðtogum stjórnarandstöðunnar, eins og berlega kemur fram af ummælum Lúðvíks Jósepssonar og Gylfa Þ Gíslasonar í Morgun- blaðinu í dag Þessar leiðréttingar skapa því ekki grundvöll til frekari kröfugerðar af annarra hálfu Sjálfsagt á verkfall opinberra starfsmanna eftir að leiða til talsverðra umræðna á næstu vikum og mánuðum og þá einkum framkvæmd þess Hér var um að ræða fyrsta verkfall opinberra starfsmanna og má segja, að það hafi haft það gildi fyrir þá sjálfa, að þeir geti nú gert sér gleggri grein fyrir því, hvaða áhrif verkfall þeirra getur haft og hvaða áhrif það getur ekki haft Rikisstjórnin, sem veitti opinberum starfsmönnum þann verk- fallsrétt, sem þeir höfðu svo lengi krafizt hlýtur einnig að draga sínar ályktanir af þessari kjaradeilu og verkfallinu. Afstaða ríkisstjórnarinnar mótaðíst af viðleitni til að halda verðbólgunni innan vissra takmarka, þó að sá róður sé þungur eins og alþjóð veit. Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir i viðtali við Morgunblaðið i dag, að nauðsynlegt sé i Ijósi fenginnar reynslu að gera ýmsar breytingar og lagfæringar á lögum um verkfallsrétt opinberra starfsmanna. Eðlilegt er, að menn leitist við að sníða af þessarí löggjöf þá galla, sem í Ijós hafa komið við framkvæmd verkfallsins. Ríkisstjórnin stendur einnig frammi fyrir þeim vanda að afla fjár til þess að standa uridir auknum launaútgjöldum ríkisins i kjölfar þessara samninga. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1 978 í desember n.k. er nauðsynlegt að afla 7,7 milljarða króna til þess að standa undir auknum útgjöldum. Til þess eru fyrst og fremst tvær leiðir. Önnur er sú að hækka skatta — hin að skera niður önnur útgjöld. Fengin reynsla sýnir, að síðari leiðin er afar erfið í framkvæmd en á þessu stígi skal engu spáð um það hver niðurstaðan verður Aðalatriðið er, að þjóðín geri sér grein fyrir því að þessir kjarasamningar eins og aðrir kosta peninga og þá verður að greiða. Forystumenn almennu verkalýðsfélaganna hafa vafalaust fylgzt af athygli með þessari kjaradeilu Þeir hafa sjálfsagt haft auga með því, hvort opinberir starfsmenn fengju meiri kjarabætur en þeirra umbjóðendur fyrr í sumar. Niðurstaðan varð sú, að opinberir starfsmenn fengu ASÍ-samninga og leiðréttingu til viðbótar. Enginn ábyrgur verkalýðsleiðtogi lýsti því yfir meðan á samningaviðræðum stóð, að hann teldi, að opinberir starfsmenn ættu ekki rétt á þessari leiðréttingu. Þess vegna verður að ganga út frá því sem vísu, að slík sjónarmið verði ekki sett fram eftir á, og að forystumenn almennu verkalýðsfélaganna séu sáttir víð þessa samningagerð. Nú hefur vinnufriður verið tryggður á ný í landinu. Vopnin hafa verið slíðruð Eftir stendur sú staðreynd, að verkföll eru of tíð hér á landi og tjón þjóðarbúsins og landsmanna allra af þeim of mikið Við þurfum að finna leiðir til þess að koma okkur saman um tekjuskiptinguna innbyrðis án þess að það leiði til verkfalla, tekjutaps fyrir einstaklinga og tjóns fyrir þjóðarbúið I heild Þetta hefur reynzt okkur íslendingum furðu erfitt og litlar framfarir orðið í þessum efnum Engu að slður hljótum við áfram að leita leiða til þess, að þessi tekjuskipting geti farið fram með meiri friði en híngað til. Það er eitt stærsta hagsmunamál okkar fámennu þjóðar Hvað segja þau um samningana? Morgunblaðið hafði ígærsam- band við forystumenn hinna ýmsu félagahópa innan Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, sem aðild áttu að samkomulagi því, sem tókst í gærmorgun, milli BSRB og ríkisins. Voru forystu- mennirnir spurðir álits á sam- komulaginu og fara svör þeirra hér á eftir. — Þ^ss skal getið, að ekki náðist í Einar Ölafsson, for- mann Starfsmannafélags ríkis- stofnana, Valgeir Gestsson, for- mann Sambands ísl. barnakenn- ara, og Steinunni Finnbogadótt- ur, formann Ljósmæðrafélags ts- lands. „Samninga- viðræðum- ar gengu alltof seint” - segir Bjarni Felix- son formaður Starfs- mannafélags sjónvarps ,,ÉG held að við megum sæmilega vel við una eftir þá stöðu, sem kom upp í þessari samningagerð," sagði Bjarni Felixson, formaður Starfsmannafélags sjónvarps, í upphafi. „Uitt er svo annað mál, að þetta verkfall og þessi samn- ingagerð vekja menn til umhugs- unar, og mér fundust samninga- viðræður ganga alltof seint fyrir sig t.d. kom það oft fyrir að ekkert var unnið, þó svo að sáttafundur væri í gangi, og hef ég sjaldan eða aldrei verið viðloðandi samninga, þar sem vinnubrögðin hafa verið eins seinvirk — og þetta á við um ' báða aðila, ekki síður BSRB en ríkið. Sérmál starfsfólks hjá sjón- varpinu eru ekki að neinu leyti inni í kjarasamningunum, hins vegar verða þau tekin upp á næstu 45 dögum og við þau bind- um við miklar vonir. Síðustu 13 mánuðina hefur starfað sérstök nefnd, sem menntamálaráðherra skipaði, og hefur hún fjallað um málefni sjónvarps- og útvarps- manna innan ríkiskerfisins. Að því ég bezt veit er þessi nefnd tiibúin með sína greinar- gerð og niðurstöður nú einmitt þessa dagana, — og þannig er aðeins hálfleikur hjá okkur, svo maður noti nú fótboltamálið," sagði Bjarni. r „Oánægur með að stærsti bróð- irinn gekk úr skaftinu” - segir Björn Sigurðs- son, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur „Eins og margir aðrir er ég ákaflega óánægður með að einn stærsti bróðirinn gekk úr skaft- inu, og samningaviðræðurnar mótuðust talsvert af því,“ sagði Björn Sigurðsson, formaður Lög- reglufélags Reykjavikur. „Ég tel að mikil félagsleg reynsla hafi fengizt í þessu verk- falli og samningum, og ég á von á að öðru vísi verði staðið að samn- ingamálunum næst. Hins vegar ég ákaflega feginn að þessu verkfalli skuli vera aflétt, en mér hefur virzt það vera ákaflega þrúgandi og lamandi, og ólíkt því sem mað- ur hefur vanizt. Svo verður það fróðra manna verk að reikna út, hvað við verðum lengi að vinna upp tek.jumis.sinn, sem stafaði af verkfallinu," sagði Björn. Þá sagði hann, að eins og gæfi að skilja væri svona verkfall með öllu nýtt fyrir lögreglunni, „og því er ekki ólíklegt eftir þessa reynslu að menn velti því fyrir sér hvort lögreglan taki þátt í svona verkfalli eða þá með hvaða hætti, ef til þess kemur á ný. „Hins vegar sagði hann, að hvað lögregluna í Reykjavík snerti, þá mætti að hann bezt vissi ekki rekja neitt slys til minni vinnu og útiveru lögregluþjóna á verkfalls- tímanum, brennivínsleysi og minni umferð ætti vafalaust sinn þátt i því að svo hefði ékki orðið. „Vantar töluvert á að launastig- inn sé nógu góður” — segir Valgerður Jónsdóttir frá Hjúkrunarfélagi íslands „ÉG VERÐ að segja að samkomu- lagið, sem gert var í morgun, var ekki nógu gott,“ sagði Valgerður Jónsdóttir fulltrúi Hjúkrunarfé- lags íslands í samninganefndinni. „Mér finnst vanta töluvert upp á að launastiginn sé nógu góður og sömu sögu er að segja um uppsagnarákvæóin og almennt held ég að hjúkrunarfólk sé ekki ánægt með samninginn. Að öðru leyti náðum við nokkr- um atriðum fram, sem við höfum ekki haft áður, má nefna persónu- uppbótina, sem ekki hefur verið hjá ríkinu áður og það atriði er nú opnara í okkar samningi heldur en hjá bæjarfélögunum og að þetta atriði nær til hlutavinnu- fólks einnig tel ég mikils viðri. Okkur tókst einnig að ná fram langþráðum kaffitíma fyrir dag- vinnufólkið, þannig að það er ým- islegt sem er til bóta, en persónu- uppbótina tel ég vera stærsta mál- ið, sem náðist fram að þessu sinni, og síðan nokkur atriði, sem eru í sérsamningum. Annars er ég að sjálfsögðu fegin að þessu skuli vera lokið," sagði Valgerður. Lengra varð ekki komizt í þetta sinn - segir Björn Björns- son, form. Póst- mannafélags - Islands „ÉG er feginn því að þessari rimmu er lokið á friðsaman hátt. Við fcngum ekki allt það sem við vildum, en lengra varð ekki kom- izt í þetta sinn,“ sagði Björn Björnsson, formaður Póstmanna- félags Islands. „Opinberir starfsmenn eru mjög misjafnlega settir, hvað snertir röðun í launaflokka og póstmenn eru sérstaklega illa settir með röðunina. Nú eru sér- samningarnir eftir hjá okkur og ég óska þess að ríkisvaldið komi til móts við pöstmannastéttina í þeim samningum." Björn sagði að verkfall póst- manna hefði gengið vel fyrir sig. „Við urðum ekki fyrir neinum árekstrum. En hins vegar fannst okkur ekki rétt að bæjarsjóður Seltjarnarness skyldi reka opið pósthús meðan við vorum i verk- falli. Því varð að visu lokað með samkomulagi, en þeir opnuðu það aftur.“ Bindum okk- ar vonir við sérsamninga - segir Dóra Yngva- dóttir, form. starfs- mannafélags útvarpsins „Ég hef nú satt að segja ekki farið ofan í saumana á þessu sam- komulagi, en i allra stærstu drátt- um sýnist mér, að úr þvi sem komið var, þá sé útkoman viðun- andi, en heldur ekki meira," sagði Dóra Yngvadóttir, formaður starfsmannafélags útvarpsins. „Við útvarpsfólkið föllum undir þennan almenna hóp, sem ekki var með neinar sérkröfur inni í þessu samkomulagi, þannig að við eigum okkar sérsamninga eftir og við þá bindum við okkar vonir. Það var í framhaldi af yfir- vinnubanninu okkar og verkfall- inu í sjónvarpinu að nefnd var sett í málið og hún er nú að ljúka störfum. I framhaldi af störfum nefndarinnar munum við svo ganga til okkar sérsamninga. I þessu samkomulagi, sem nú liggur fyrir, má þó umfram al- mennar launahækkanir nefna vaktaálagið, sem kemur til góða fyrir okkar vaktavinnufólk. Verkfall okkar gekk fyrir sig eins og bezt varð á kosið og hér gerðist ekkert annað en það sem við átti undir þessum kringum- stæðum." „Samkomu- lagið betra en við gát- um átt von á” - segir Agúst Geirs- son, formaður Félags ísl. símamanna „ÚT AF fyrir sig er ég ánægður með það samkomulag, sem náðist i morgun og tel það betra en við hefðum getað átt von á, ef gamla kjaradómsleiðin væri enn við lýði,“ sagði Agúst Geirsson, for- maður Félags ísl. símamanna. „Þvi tel ég áð verkfallsrétturinn hafi sannað gildi sitt fyrir opin- bera starfsmenn. Með samkomulaginu tel ég að veruleg lagfæring hafi náðst á launastiga starfsfólks i miðflokk- unum og eins í neðri flokkunum og sömuleiðis náðust ýmis sérat- riði fram, sem eru mikið til bóta, eins og t.d. hvað varðar vaktaálag fólks á sólarhringsvöktum. Þá tel ég persónuuppbótd mikils vri, en hún vrur nú í fer sinn hjá starfs- fólki ríkisins, en hefur áður tíðk- azt hjá sumum bæjarfélaganna. Ennfremur fékkst nú fram flokkahækkun til handa þeim, sem unnið hafa hjá ríkinu í 15 ár eða lengur, en fólki sem lengi MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1977 17 hefur starfaó hjá rikinu hefur fundizt það fá litla umbun fram að þessu fyrir langan starfsaldur. Þessi flokkahækkun kemur einn- ig eftirlaunafólki til góða", sagði Agúst. „Ekki óánægður með sam- komulagið í heild” - segir Jónas Jónas- son, formaður Landssambands lögregluþjóna „Ég er ekkert óánægður með samkomulagið í heild. Hins vegar er ég óánægður yfir aó s^mstaðan skyldi bresta og að við skyldum fara inn á launastiga þess félags, sem ég tel að hafi brugðizt okkur, — en á hinn bóginn tel ég að mikið hafi komið út úr þessum samningum," sagði Jónas Jónas- son, formaður Landssambands lögreglumanna. „Þau atriði, sem felast í sam- komulaginu og ég tel helzt til bóta, eru persönuuppbótin eftir 10 ára starf eða lengra og enn- fremur kaffitimi fyrir dagvinnu- fólk. Um okkur lögreglumenn er það að segja, að við fengum nú i samn- inga að vinnutími okkar eftir mið- nætti og um helgar er meira met- inn en hefur verið, en þetta er sá tími, sem þrúgar vaktavinnufólk mest,“ sagði Jónas ennfremur. Viðunandi með góðri persónu- uppbót - segir Örlygur Geirs- son, formaður starfs- mannafél. stjórnar- ráðsins „ÞAÐ má telja þetta samkomulag viðunandi. Éftir að samningar tókust hjá Reykjavíkurborg gerði ég ekki ráð fyrir því að við mynd- um ná neinu umfram það sem svo varð,“ sagði Örlygur Geirsson, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins. „Ég tel að áður en til verkfallsins kom hafi ekki verið fullreynt með samninga og því var það, sem síðan gerðist, aðeins rökrétt framhald af þvi. En það er ýmislegt gott i þess- um nýju samningum og nefni ég þá til persónuuppbótina, sem er nýjung hjá okkur. Meginhluti okkar félagsfölks er skrifstofu- fólk og í samkomulaginu eru eng- in sérákvæði um vinnutima þess eða vinnutilhögun og því engin nýjung á því sviði, nema ef vera skyldi kaffitíminn klukkan 17. Hins vegar er hann lítið fyrir okk- ur, þar sem okkar félagsfólk hef- ur ekki svo mikla yfirvinnu. Þessi kaffitími kemur þeim til góóa, sem til dæmis hafa tveggja tima fasta yfirvinnu, en um slikt er ekki að ræða hjá okkur. Um framkvæmd verkfallsins hjá okkur er bezt að hafa sem fæst orð. Þó held ég að ég geti sagt, að hún hafi gengið snurðu- laust fyrir sig með einni undan- tekningu. En um þá undantekn- ingu vil ég ekkert ræða nú. Og ég vil taka fram að ráðuneytisstjórar sýndu verkfalli okkar skilning og voru okkar beztu verkfallsverðir, flestir þeirra". Aðstaðan var erfið eftir samninga sveitar- félaganna - segir Magnús Björgvinsson, form. félags flugmálastarfs- manna „ÚT af fyrir sig fagna ég þvi að samkomulag skuli hafa náðst og að verkfallinu hefur verið frest- að. Hins vegar get ég engan veg- inn sagt að ég sé ánægður með samningana. Þeir hefðu þurft að vera betri, en aðstaðan var erfið, þegar sveitarfélögin, og einkum stórt félag eins og í Reykjavík, voru búin að semja og þar með leggja linurnar að miklu leyti,“ sagði Magnús Björgvinsson, for- maður Félags flugmálastarfs- manna ríkisins. „En ég á ekki von á öðru, en að fólk geri sér ljóst aó við ofurefli var að etja og að við fórum eins langt og við framast komumst." Magnús sagði að framkvæmd verkfallsins hjá hans félagi hefði gengið snurðulaust. „Það urðu engir árekstrar og engin verk- fallsbrot, enda þótt málið hafi verið dálítið erfitt hjá okkur, þar sem stór hluti félaganna varð að vinna á undanþágum og annar hópur manna hefur ekki verk- fallsrétt. Við vorum ekki með neinar sér- kröfur í aðalkjarasamningnum en höfðum þrjátíu daga til stefnu frá undirritun til að raða fólkinu i launaflokka. Félag okkar er mjög blandað; skrifstofufólk, vakta- vinnuflólk og tæknimenn, þannig að öll flokkaskipan er erfitt og vandasamt verk. En þrátt fyrir það hef ég ekki trú á öðru en að fresturinn dugi okkur til að ná samkomulagi." Samræming embættis- prófa stærsta málið - segir Ólafur S. Ólafsson, form. sam- bands framhalds- skólakennara „ÉG held það liggi Ijóst fyrir að vió náðum ekki ákaflega miklu fram í kjarabaráttunni miðað við þær kröfur, sem upphaflega voru settar fram. Þá uðru talsverð átök um endurskoðunarrétt með verk- fallsrétti og því náðum vió ekki heldur. Þannig er ef til vill lítil ástæða til hrifningar, þegar litið er til einstakra atriða samkomu- lagsins, en i heild tel ég þó að við megum allvel við það una,“ sagði Ólafur S. Ólafsson, formaður Landssambands framhaldsskóla- kennara. „En það er víst sjaldnast svo í kjarabaráttunni að menn nái fram öllum sínum upphaflegu kröfum. Og er litið er til þess sem áður hefur áunnizt á þessu sviði, þá held ég að þetta samkomulág nú sé ekki lakara en í mörgum fyrri tilfellum. Við kennarar fengum fram nokkrar leiðréttingar, sem reynd- ar hafa legið lengi i loftinu og fyrir sumum var búið að fá hálf- gildings undirtektir. Af þessu er samræming prófanna ssærstaaattióið, en áður var allt upp í þriggja flokka munur á prófi frá gamla kennaraskólanum og prófi frá kennaraháskólan- m.mm.mweþþþaaað efur verið okkar baráttumál að embættis- prófin væru látin gilda jafnt og það var mikils virði að fá það fram. Varðandi framkvæmd verk- fallsins þá höfðum við nú eins konar verkfallsnefnd á skrifstofu okkar, mönnum svona til halds og trausts, en ef frá eru taldir nokkr- ir smáárekstrar, sem ekki eru um- talsverðir í slíkum átökum, þá held ég að verkfall okkar hafi gengið nokkuð eðlilega fyrir sig miðað við þær reglur, sem gilda um svona atburði." Frá undirritun samninganna í hátíðasal Háskólans í gær. Frenist á myndinni eru Matthías Á. Mathiesen og Kristján Thorlaeius að undirrita samninginn, en til vinstri situr Ilalldór E. Sigurðsson. Við langhorðið er samninganefnd BSRB: — Ljósm.: OL.K.M. Megingalli verkfalls- laga BSRB varðar fram- kvæmdavald og lögreglu - segir Helgi V. Jónsson formaður Kjaradeilunefndar MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við Helga V. Jónsson formann Kjaradeilunefndar til þess að fá álit hanns að loknu verkfalli BSRB á störfum Kjaradeilu- nefndar og þeirri reynslu sem fengizt hefur í starfi nefndar- innar i verkfallinu og á því hvað helzt þurfi að lagfæra eft- ir fyrstu framkvæmd laganna. Kvað Helgi mjög eðlilegt að þegar verkfallið væri afstaðið og eðlilegt ástand komið á, að tækifærið yrði notað til þess að lægfæra það sem lagfæra þyrfti í lögunum áður en verkfall kæmi næst til álita. „Ég held að það sé rétt að lagfæra lögin,“ sagði Helgi, „gera þau skýrari varðandi alla framkvæmd verk- fallsins og einnig út frá því hvað hin óskráðu lög verkfalls- ins eigi að ná langt t.d. til þess að það sé á hreinu fyrir verk- fallsmenn hve langt þeir megi gamnga." I Kjaradeilunefnd sem á samkvæmt lögum að hafa úrslitavald um hverjir skuli starfa í verkfalli sit ja 9 menn, 3 skipaðir af BSRB, 3 frá rfkis- valdinu, 2 frá Alþingi og 1 frá Hæstarétti og er hann jafn- framt formaður nefndarinnar. Engin lagaákvæði sem veita BSRB eöa ríkis- stjórn undanþáRurétt. „Samkvæmt 18. grein laga nr. 29/1976 um kjarasamning Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er gert ráó fyrir alls- herjarverkfalli og þar er ekki að finna nein ákvæði sem veita BSRB eða ríkisstjórn heimild til að undanþiggja frá því verk- falli starfsstéttir eða ákveðna starfsþætti," sagði Helgi V. Jónsson. „Mjög vafasamt er því hvort lögin gera ráó fyrir að BSRB eða verkfallsnefnd BSRB geti veitt undanþágur eins og hún hefur talið sig geta í yfirstandandi verkfalli. Það kemur m.a. fram í því að BSRB getur ekki einhliða skyldað ríkissjóð til greiðslu Iauna þess starfsfólks sem nauðsynlegt væri til þess aó framkvæma undanþáguna." Nánari skilgreining á lögunum nauðsynleg. „Þá er nauðsynlegt að skil- greina nánar hugtakið nauðsyn- leg öryggisvarzla og heilsu- gæzla í 26. grein laganna. I. A það við um eignir? 2. A það að ná til samninga sem ríkið hefur gert við aðrar þjóóir? 3. Hvað með dýr og jurtir? Má þar nefna smádæmi eins og rottur og mýs í rannsóknastofum eóa húsdýr á búurn ríkisins. Atti enginn að gefa þeitn. Við í Kjaradeilunefndinni höfum túlkað að þegar rætt er um fólk sé ekki aðeins átt við líf og limi, heldur einnig eignir og þjóðina alla, um nauðsyn- lega öryggisvörzlu fyrir þjóðina í heild. Þá er nauðsynlegt að fram komi í lögunum að hve miklu leyti yfirmenn hafi heimild til aþ ganga inn i störf undir- manna sinna. Það er tekið fram í lögum að ákveðnir yfirmenn megi ekki fara í verkfall og ef þeir mega ekki vinna nauðsyn- leg störf er til lítils að hafa slik ákvæði. Einnig þarf að koma skýrar fram hvort starfsmönnum sem eru í öðrunt stéttarfélögum sé ekki heimilt að starfa þótt yfir- menn þeirra séu í verkfalli sent félagar i BSRB. Viö höfum lent i því að úrskurða menn í vinnu til þess að ekki félli niður vinna annarra stétta, en þá sögðu verkfallsverðir aö ef við tækj- tm ekki verkstjóra yrðu undir- nenn þeirra að fara i verkfall. Þýðir ekkert að kalla út af með dómarann Ef upp kemur ágreiningur er nauðsynlegt að til sé dómstóll sem afgreiði málið á stundinni, því sýnt er að lögbannsaðgerðin lukkaðist ekki. Hins vegar sam- kvæmt lögunum ætti ekki að þurfa að setja slikan dómsfól yfir Kjaradeilunefnd, þvi hún á að geta skorið úr um öll atriði með skýrum lögum. Kjaradeilunefnd er eins og knattspyrnudómari. Það þýðir ekkert að kalla út af með dómarann, það á ekki aö vera hægt að deila við dómarann. Komið hefur fram sú skoðun í blaðagrein að það sé eitt af Helgi V. Jónsson hlutverkum verkfallsnefnda BSRB að meta hv-ort Kjara- deilunefnd færi út fyrir sitt verksvið, en þar með væri BSRB að taka lögin i sínar hendur og ákveða hvað væri löglegt og hvað ekki. Van- treysta um leið fulltrúum sín- um og félögum i kjaradeilu- nefnd. Það var óeðlilegt i þessu verkfalli að BSRB gekk í ber- högg við fulltrúa sina i Kjara- deilunefndinni. Þar kom frant ágreiningur í umræðum en ekki i úrskurðum. Menn skipt- ust ekki í andstæðar fylkingar. Það hefur verið rætt um vinnuskiptinguna en í þeirn efnum fór Kjaradeilunefnd yfirleitt eftir tillögum frá stofnunum og þær tillögur voru yfirleitt unnar í samráði við viðkomandi starfsmannafélög. Konia verður í vej> f.vrir árekstra við túlkun laganna. Framangreint eru nokkur atriði sem ástæða er til að fjalla um ef menn hafa áhuga á að skýra þetta betur og sniða hnökra af með ákveðnara orða- lagi. Loðið orðalag er ekki hag- stætt þegar menn eru komnir út í hita bardagans. Konia veröur í veg fyrir árekstra í túlkun laganna. Megingalli Iaganna varðar framkvæmda- valdið og lögregluna. Megingalla laganna telg ég þö vera að það vantar fram- kvæmdavaldið. lögreglan er innan samtakanna og er i verk- falli. Það má segja að það sé óeðlilegt að lögregla séyfirleitt í verkfalli. því ella er enginti til að framfylgja lögnm landsins. Frambald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.