Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hagvangur hf. óskar að ráða verkstjóra á plötu- og vélaverkstæði fyrir einn af viðskiptavinum sínum. Fyrirtækið: Fjölþætt stórfyrirtæki í nágrenni Reykja- víkur. Við leitum að starfskrafti: sem hefur reynslu í verkstjórn. Sem er framleiðslusinnaður. Sem er opinn fyrir nýjungum. Sem hefur a.m.k. meistara- réttindi í vélvirkjun. Tungumálakunnátta æskileg vegna samskipta við erlend fyrir- tæki. Umsóknir sendist fyrir 30. október, ásamt upplýsingum um aldur, menntun, starfsferil og mögulega meðmælendur, til Hagvangur hf. c/o Ólafur Örn Haraldsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjóðhagfræðiþjónusta Grensásvegur 13, Reykjav/k, sími 83666. Farið verður með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Götunarstarf er laust til umsóknar. H.F. Eimskipafélag íslands. Skipasmiðir — Rafsuðumenn Óskum eftir að ráða nú þegar nokkra smiði og rafsuðumenn. Upplýsingar í síma 25988. □ANÍEL OORSTEir\JSSOr\J S CO. HF. SKIPASMÍÐASTÖO NÝLCMOUGÖTU 30 REVKJAVÍK SÍMAP: 2 53 SS OG 1 28 73 Verkamenn Vanur verkamaður óskast til að annast ýmsa jarðvinnu vegna byggingafram- kvæmda. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Viljum einnig ráða tvo verkamenn, bú- setta í Garðabæ, til almennra bygginga- starfa. UpplýSingar hjá yfirverkstjóra í Olíustöð okkar við Skerjafjörð, sími 1 1425. O/íufé/agið Skeljungur h. f. Verzlunar- og samvinnuskólafólk Hagvangur hf. óskar að ráða gjaldkera fyrir einn af viðskiptavinum sínum. Fyrirtækið: Traust framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi starfsfólks 50—60. / boði er: Gjaldkerastarf, umsjón með daglegum fjárreiðum og bókhaldi því tengdu, góð starfsaðstaða, mötuneyti á staðnum, góð laun. Við leitum að starfskrafti, sem hefur verzl- unar- eða samvinnuskólapróf eða annað sambærilegt, með reynslu á starfssviðinu, á aldrinum 23 — 35 ára og getur hafið störf fljótlega. Umsóknir sendist fyrir 30. október, ásamt upplýsingum um aldur, menntun, starfsferil og mögulega meðmælendur til: Hagvangur hf. c/o Ólafur Örn Haraldsson, skrifs to fus tjóri rekstrar og þjóðhagfræðiþjónusta Grensásvegur 13, Reykjavík, sími 83666. Farið verður með allar umsóknir sem algert trúnaðarmáI. Öllum umsóknum verður svarað. Vátryggingafélag óskar að ráða starfskraft til símavörslu, götunarvinnu, vélritunar og ýmissa skrif- stofustarfa. Umsóknir, þar sem greint er frá menntun og fyrri störfum, sendist Mbl. fyrir 31. okt. merkt: „Vátrygging — 2227". Sölustjóri með margra ára reynslu hjá einni stærstu heildsölu borgarinnar, óskar eftir atvinnu- tilboðum. Hef numið sölutækni erlendis. Hef haft mannaforráð í mörg ár. Er í góð sambandi við viðskiptavini á mörgum sviðum viðskipta. Er reglusamur, röskur og áreiðanlegur. Get hafið störf 1. janúar '78. Xröfur: Góð vinnuaðstaða, góð laun. Tilboðum skal skila á afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 1. nóvember merkt: „H — 4469". Verkafólk óskast til að vinna við standsetningu á nýjum bílum. B/freiða og Landbúnaðarvé/ar, Suðurlandsbraut 14, sími 38600. halrel/\ MOAj Hótel Saga óskar að ráða starfsfólk í gestamóttöku frá miðjum nóvember n.k. eða síðar sam- kvæmt samkomulagi. Umsækjendur skulu hafa góða almenna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli. Þeir komi til viðtals hjá móttökustjóra í dag eða á morgun frá kl. 14 —16. Upp- lýsingar ekki gefnar í síma. Ljósmyndarar Viljum kaupa Ijósmyndir af skipum félags- ins og frá starfsemi þess. Ennfremur góð eintök af dagatölum félagsins fyrir 1931. H.F. Eimskipafélag íslands r Oskum eftir að ráða starfskraft til skrifstofustarfa nú þegar. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Uppl. í skrifstofu Rammagerðarinnar, Hafnarstræti 1 9 fimmtudag kl. 13 —14. Rammagerðin h. f. Starfskraftur — Vz dagur Sportvöruverzlun óskar eftir starfskrafti. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Vinnutími frá 9 — 1 3 og/ eða 1 3 — 1 8. Æskilegt að viðkomandi sé ekki yngri en 25 ára. Uppl. um aldur og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 01.11. '77 merkt. „D — 4224". Verzlunarstarf Afgreiðslumann vantar í verzlun vora. Slippfélagið í Reykjavík. - ÚtförSchleyers Framhald af hls. 1 Hann sagði að tíminn frá því Schleyer var rænt í Köln 5. sept- ember hefði verið „versta timabil- ið í sögu sambandslýðveldisins“. En hann kvað það einnig hafa markað tímamót þar sem lýðræð- isöfl heima og erlendis væru nú að sameinast til baráttu gegn hreyfingu hryðjuverkamanna. Seheel skoraði á Sameinuðu þjóðirnar að samþykkja eins fljótt og auðið væri samning um bar- áttu gegn hryðjuverkastarfsemi. „Ef logar hryðjuverkastarfsemi Verða ekki slökktir í tíma munu þeir breiðast út um heiminn eins og skógareldur." Forsetinn sagði að stjórnin hefði gert sér grein fyrir því að verið gæti að hún dæmdi dr. Sehleyer til dauða þegar hún neit- aði að fallast á skipti á honum og hryðjuverkamönnum Baader- Meinhof-hópsins er sátu í fang- elsi. „Ef þessir fangelsuðu hryðju- verkamenn hefðu verið látnir lausir hefði það orðið upphafið að þessum skógareldi," sagði Seheel forseti. „Hanns-Martin Sehleyer dó. Tekizt hefur að varðveita öll- um til handa, ekki aðeins Þjóð- verjum, tækifæri til þess að út- rýma hryðjuverkastarfsemi.“ Seheei beindi orðum sínum til ekkju Schleyers, Waltrude, og fjögurra sona hans og sagði: „I nafni allra þýzkra borgara bið ég ykkur fyrirgefningar." Fjölskyldan gerði örvæntingar- fulla lokatilraun til að bjarga lífi Schleyers með því að fara fram á það við stjórnlagadómstólinn að hann kvæði upp úrskurð sem neyddi stjórnina til að ganga að kröfum ræningjanna, en dóm- stóllinn hafnaði tilmælunum. Scheel forseti kvaðst skilja fjöl- skylduna og þakkaði henni fyrir að leggja ekki harðar að stjórn- inni með því að höfða til almenn- ingsálitsins. Hann hrósaði Sehleyer og sagði að hann hefði átt mikinn þátt í að bæta kjör vestur-þýzkra verkamanna. „Hryðjuverkamennirnir rændu ekki ísköldum kapítalista eins og þeir vilja láta okkur halda,“ sagði hann. Forsetinn sagði, að Sehleyer hefði haldið reisn sinni til loka og hryðjuverkamennirnir hefðu ekki getað neytt hann til að segja eitthvað sem hefði orðið honum til hneisu. Hann hefði háð and- lega baráttu við ræningjana og þar sem þeír gátu aðeins bundið endi á hana með valdi sæist hvor aðilinn hefði haft betri málstað. Yfirmaður vestur-þýzku lög- reglunnar, dr. Horst Herold, segir í viðtali við Bild að þeir sem stóðu að morði Schleyers séu líklega allir erlendis en nokkrir þeirra muni líklega snúa aftur. Hann kvað þá hafa komizt hjá handtök- um þar sem þeir hefðu vandlega fölsuð skilríki, nytu hjálpar stuðningsmanna og skiptu dag- lega um dulargervi. Hann kvað lögregluna ekki nálægt því við- búna að handtaka 16 öfgamenn sem hún vildi yfirheyra vegna morðsins á Sehleyer. Frá Mogadishu berast þær fréttir að konan sem tók þátt í ráni Lufthansa-vélarinnar og komst af sé arabísk, fædd í Haifa í Israel og félagi í Alþýðufylking- unni til frelsunar Palestínu (PFLP). Hinir flugræningjarnir þrír báru írönsk vegabréf. Lögfræðingur Irmgard Möller, sem fannst mikið særð í Stamm- heim-fangelsi segir að hún hafi ekki reynt að fremja sjálfsmorð. Ungfrú Möller segist hafa heyrt háreysti og skothríð og misst meó- vitund eftir að hafa heyrt dyr klefa síns opnast. I London hefur Scotland Yard yfirheyrt Þjóðverja vegna máls- ins og maðurinn fór til Vestur- Þýzkalands af fúsum vilja. Even- ing Standard segir að hann standi í sambandi við v-þýzka skæruliða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.