Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÖBER 1977 — Ríkisvaldið Framhald af bls. 19 íeka þannig fleyg inn í þá sam- stöðu sem skapast haföi milli ríkis og borgarstarfsmanna. Þetta tókst. Samninganefnd borgar- starfsmanna samþykkti lokaboðið svo til óbreytt en borgarstarfs- mennirnir hins vegar felldu það. Verkfall var nú skollið á með þeim óþægindum sem af því leið- ir. Samningar lágu niðri í heila viku og þjóðlífið lamaðist meir og meir. Kjaradeilunefnd tók nú að birta dóma sína og þótti ýmsum víða skjóta skökku við miöað við 26. gr. verkfallsréttarlaganna. Kom enda í ljós að-í sumum tilvik- um hafði nefndin fengið litlar upplýsingar um stöðu mála eða jafnvel rangar. Verkfallsnefnd fóru nú að berast margháttaðar undanþágubeiðnir. Margir ókyrrðust yfir því, að svör nefndarinnar skyldu ekki liggja þegar á lausu og urðu ókvæða við og verður að því vikið síðar. Þegar til verkfalls er komið er það mikið vandaverk að veita undanþágur. Þegar beiðnir um þær berast svo til allar samtímis tekur tíma að vinna úr þeim. Þetta var sem kunnugt er hið fyrsta verkfall opinberra starfs- manna og því var verkfallsnefnd- in í þeirri aðstöðu að : llar gerðir hennar myndu að verulegu leyti verða mótandi fyrir þær verk- fallsnefndir sem síðar kynnu að starfa á vegum B.S.R.B. Henni bar því skylda til að fara mjög varlega í að veita undanþágur og gefa sér góðan tíma til að athuga þær. Ég tel að verkfallsnefnd B.S.R.B. hafi staðið sig mjög vel og leyst verkefni sín einstaklega vel af hendi. Enginn getur með réttu ætlast til að allt gangi snurðulaust í verkflli með fram- kvæmd á undanþágum frekar en með framkvæmd á úrskurðum kjaradeilunefndar. Verkfallið hefur farið mjög vel úr hendi af hálfu B.S.R.B. Félagsmenn hafa staðið fast gegn því að farið væri inn á verksvið þeirra sem i verk- falli stæðu. Þvi hefur verið vel tekið á svo til hverjum vinnustað, ef frá er talið toppliðið í fjármála- ráðuneyti. Mistök i framkvæmd verkfallsins af hálfu verkfalls- nefndar og kjaradeilunefndar hafa verið hverfandi lítil og miklu minni en búast hefði mátt við. Andstæðingar Það hefur hins vegar komið í ljós að B.S.R.B. átti sína andstæð- inga. Bæði er þar um að ræða einstaklinga og fjölmiðla. Sá fjöl- miðill sem mestan andróður hef- ur rekið gegn opinberum starfs- mönnum og reynt að sverta for- ystumenn þeirra sem mest i aug- um almennings er Morgunblaðið. Tln fyrst skal vikið nokkuð að öðrum. Ritstjóri Dagblaðsins hamaðist eins og naut i flagi í tveimur leiðurum í blaði sínu. Auðséð var að hann hafði eins og bolinn stundum, staðið við moldarbarðið og rótað upp moldinni og fyllt augu sín ryki svo gersamlega var hann ókunnugur framkvæmd verkfallsins og störfum verkfalis- nefndar. Sögusagnir voru uppi- staðan í hans málflutningi og hlaut hann því að dæma sig sjálf- ur. Tveir lögfræðingar geystust fram á ritvöllinn, annar í Dag- blaðinu og hinn í Vísi. Likti annar forystumönnum B.S.R.B. við lýð- skrumara, að manni skildist til jafns við Adolf Hitler. Þeir gerðu ekki annað en æsa upp hvatir manna og árásarhneigð. Þetta er dómur lagaprófessorsins um þau stéttarsamtök sem hógværust hafa verið allra stéttarfélaga í kröfum sínum. En þeir hafa að visu ekki sjálfdæmi um verð á vinnu sinni eins og lögmenn. Þessi dómur prófessorsins er létt- vægur enda gerðardómstilfinn- ingin þar mjög rík. Hinn lögfræðingurinn likti ástandinu við Suður-Ameríku og var ekki annað skilið en B.S.R.B. ætti mikla sök á siíkri þróun. Lög og reglur væru ekki virtar og allt væri að fara upp í loft. Það verður að segja þessum heiðursmönnum báðum að það er algerlega út í hött að kenna opinberum starfs- mönnum um ástand efnahags- mála á íslandi. Þeir hafa tekið minnstan skerf úr þjóðarbúinu en skilað mestum gjöldum í ríkis- kassann. Það er þvi alger mis- skilningur að opinberir starfs- menn séu að sporðreisa þjóð- félagið, þar eru aðrir að verki. Það skyldi þó ekki vera að lög- fræðingar ættu allmikinn þátt í þeim viðskiptaháttum sem skapa þá verðþenslu sem nú tröllriður þjóðfélaginu. Vonandi er þó ekki að rætast sú kenning hinna fornu Rómverja að offramleiðsla á lög- fræðingum væri ótvírætt merki um hnignun samfélagsins. Morgunblaðið hefur lagt sig í framkróka um að rægja opinbera starfsmenn og hvernig þeir hafa staðið að verkfallsframkvæmd. Sú iðja hefur verið dyggilega stunduð allt verkfallið. Þar hafa birst leiðarar sem verið hafa lítið annað en skítkast í forystu B.S.R.B. og allt sem blaðið hefur getað til fundið af árásum á sam- tök opinberra starfsmanna hefur verið sett fram mjög áberandi í blaðinu. Stuðningsyfirlýsingum við verkfallsmenn hefur hins veg- ar verið komið fyrir á lítt áber- andi stöðum eða þá stungið undir stól. Nýjasta dæmið um þetta er, að með fréttinni af lögbannsmál- inu, sem eru mikil tíðindi og er reyndar á útsíðu, er sleppt að birta stuðningsyfirlýsingu starfs- manna Hafrannsóknastofnunar, einmitt þeirra manna sem lög- bannið átti að þvinga til að vinna. Flestum er sjálfsagt í minni við- brögð Morgunblaðsins við svo- nefndum olíusámningum B.S.R.B. Þá var Morgunblaðið stjórnarandstöðublað. Ritstjórar þess gátu þá varla vatni haldið yfir því hve B.S.R.B. hafði þá gert litlar kröfur og lélega samninga. Þá var reynt eins og nú að þyrla upp moldvirðri með pólitískan ávinning í huga. Slík framkoma mun hins vegar ekki skila því sem til er ætlast heldur verka nei- kvætt, en opinberir starfsmenn eru sér þess betur meðvitandi nú en áður, hvaðan mestrar andstöðu við stéttarsamtök þeirra er að vænta. Kári Arnórsson — Einn nýliði Kramhald af bls. .10 Mikil vinna hefur verið lögð i undirbúning Norðurlandamótsins af hálfu HSl, og voru menn að vonum orðnir uggandi vegna verkfalla BSRB. — Við urðum himinlifandi þegar við fréttum í morgun að verkfallið væri leyst, sagði Sigurður Jónsson, formaður HSI, á fréttamannafundinum, — enda hefði það orðið mjög slæmt fyrir okkur, ef fella hefði þurft mótið niður. Öll Norðuriöndin taka þátt í Norðurlandamótinu og er þeim skipað í tvo riðla. Leika Færeyjar, Finnland og Svíþjóð í öðrum riðl- inum, en ísland, Danmörk og Nor- egur i hinum riðlinum. Sigurveg- ararnir í hvorum riðli keppa síðan til úrslita i mótinu, þau lið sem verða í öðru sæti í riðlunum keppa um þriðja sætið og neðstu liðin í riðlunum keppa uni fimmta sætið. Fyrstu leikir keppninnar verða á fimmtudagskvöld en þá leika fyrst Færeyjar og Finnland og siðan Noregur og ísland. A föstudagskvöld leika fyrst Svíar og Færeyingar og síðan Danir og Norðmenn. Á laugardaginn leika Finnar og Svíar í íþróttahúsinu á Akranesi og Islendingar og Danir í Laugardalshöllinni og úrslita- leikir mótsins verða svo í Laugar- dalshöllinni á sunnudag. ERTU ASKRIFANDI ? Þá átt þú möguleika á að eignast Chevrolet Nova Custom, í þennan stórglæsilega, ameríska bíl: áskrifendaleik Dagblaðsins. ERTU EKKI ÁSKRIFANDI ? Pantir þú áskrift nú, fyrir mánaðamót, átt þú jafn mikla möguleika og þeir, sem eru áskrif- endur nú þegar. Áskriftasími Dagblaðsins er 27022. Gangi erfiðlega að ná sambandi, þá reyndu 35320, 83006, eða 83764. BIABIB ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.