Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1977 29 .iíMsííí witKmmsé VELVAKANDI SVARAR í SÍMA Í0100 KL. 10-11 Wfý' FRÁ MANUDEGI sem ekki er bið- eða stöðvunar- skylda, þar skal billinn vikja ef vélhjólið kemur á hægri hönd skv. reglunum. En annað dæmi vil ég einnig taka og það er þegar t.d. er beðið við umferðarljós. Þá troða vélhjólakapparnir sér yfir- leitt meðfram allri röðinni og eru ailt í einu orðnir fremst í röðinni, hafa með öðrum orðum allt i einu forgang i umferðinni umfram bíl- ana. Það væri eitthvað sagt ef bilarnir reyndu að troðast inn á milli þar sem tvær akgreinar eru, jafnvel þótt pláss væri. Ég sé eng- an mun á þessu tvennu. Mér finnst að þessir vélhjólamenn eigi að biða þar sem þeir eru komnir í röðinni og fylgja síðan umferðar- hraðanum eins og allir gera. En þegar þeir skjóta sér svona á milli bílanna getur það kannski valdið því að bílstjórar sjá þá ekki og slys gætu hlotist af. Þetta allt þykir kannski vera röfl út af engu. en samt vil ég fá að nefna þetta, það nær þá bara ekki lengra. En mér finnst sem sagt oft vera um gáleysislegan akstur að ræða hjá sumum vél- hjólaköppum. Bfleigandi." £ Tilveran guggin? „í afmælishófi Hvatar 14. þ.m. sendi Albert Guðmundsson glettna inntökubeiðni til þessa ágæta félags. Vel var þetta til þess fallið að vekja kátínu þessa kvöldstund, en hefur hins vegar verið nýtt til barnalegra skrifa í Morgunblaðinu. Her er auður blettur og mætti þar að ósekju gróðursetja örlitla gamansemi. Við lesturinn fæddist mér brus um brá hvað hagar nú kvenna sinni? Er ekki tilveran guggin og grá, ef glettnina lokum við inni? Veizlugestur." 0 Refsing? Frá ellilífeyrisþega hefur borizt stutt bréf þar sem spurt er m.a. hvort verið sé að refsa gamla fóikinu fyrir að vinna með þvi að skattleggja það: „Er það nauðsynlegt að skatt- leggja fólk, sem komið er yfir áttrætt? Við, sem erum búin að borga okkar skatta og skyldur allt okkar lif, eigum ellilaunin, sem við fáum, og finnst mér að þau ættu að vera skattfrjáls. Er verið að refsa okkur fyrir að vinna, þvi með skattlagningunni verður það ekki öðruvisi skilið? Má aldrað fólk ekki sjá nokkurn pening, eða hvað? Raunar er mér það óskilj- anlegt, að ellilaun og annað, sem Tryggingarstofnun ríkisins lætur af hendi við aldrað fólk, í ýmsu öðru formi en ellilaunum, skuli vera notað sem grundvöllur tii skattlagningar. Ellillfeyrisþegi." Þessir hringdu . . . 0 Bíó og sjónvarp Bíómaður, eins og maður vildi láta nefna sig, er hafði sam- band við Veivakanda, vildi fá að tjá sig nokkuð um bíóin og sjón- varpið en í verkfallinu hefur orð- ið mikil breyting á aðsókn að kvikmyndahúsum eins og flestir vita: „Það kom að þvi að úr þvi var skorið hversu mikil áhrif sjón- varpið hefur þrátt fyrir að allir segi það vera fremur leiðinlegt. Eins og allir vita hefur margoft mátt sjá í lesendadálkum dag- blaða umræður um dagskrá út- varps og sjónvarps og i langflest- um tilfellum er verið að kvarta yfir einhverju leiðinlegu efni, leiðinlegum upplesurum, áróðri í hinum og þessum dagskrárliðum og hver veit hverju. Aðallega er sem sagt kvartað. En hvað gerist þegar verkfall skellur á og ekkert er sjónvarpið? Jú, aliir fara í bió og enginn eða mjög fáir kvarta yfir sjónvarpsleysi, sennilega helzt gamla fólkið, sem er varla rólfært og verður að láta sér út- varp og sjónvarp nægja. En hvað ætlí gerist svo núna þegar verk- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A SKAKÞINGI Sovétrikjanna 1972 kom þessi staða upp í skák þeirra Tals, sem hafði hvítt og átti leik, og Ziljbersteins. 23. Rc7! (Lakara var 23. Rxf6 — Db4!) Svartur gafst upp. Eftir 23... Dxc7 24. Dxf6+ Kg8 25. He7 — Da5+ 26. Kfl — Db5+ 27. Kgl verður hann mát i næsta leik. Tal varð skákmeistari Sovétríkjanna, hlaut 15 v. af 21 mögulegum. Næstur varð Tukmakov með 13 v, en þriðja sætinu deildu þeir Savon, Balashov og kornungur skákmaður að nafni Mukhin. falli er lokið og sjónvarpið hefur göngu sina á ný? Hættir aðsóknin að kvikmyndahúsum og hima menn aftur við sjónvarpið? Hefur sjónvarpið virkilega það aðdrátt- arafl að enginn vill missa af því þegar útsending er? Því verður sennilega að svara játandi. Hvort sem okkur likar betur eða verr þá hefur það sýnt sig að við erum orðnir að vanaföstum þrælum, sjónvarpsþrælum, sem verður til þéss að við förum sjaldan í bíó, sjaldan að heimsækja kunningj- ana, tökum litinn þátt í félags- störfum og þar fram eftir götun- um. Ég held að það væri kjörið tækifæri til að reyna að breyta þessu nú eftir hálfs mánaðar sjón- varpsleysi, hrísta af sér vanann og finna okkur annað að gera i og með, en ekki alltaf setjast við sjónvarpið frá kl. 8—11 á kvöld- in.“ HÓGNI HREKKVÍSI McNiu|kt Synd.. Inc. Ert þú kominn aftur? SIGGA V/ÖGÁ s AiLVEgAK 'ÖWU, <blú&A 'tléx&A, l V/OÓSÁ OYl 6194 VI6 A9 RtíSljÓfflí \íOCS4 0ÝIA9 Vfc A9 Ylí/VOYl! Bridgedeild Breidfirðinga- félagsins. Aðeins er einni umferð ólokið í tvimenningskeppninni. en hún verður spiluð á morgun. Staða efstu para: Friðrik — Georg 490 Ingibjörg — Sigvaldi 489 Gunnlaugur — Karl 474 Hans — Sveinn 473 Halldór — Ingi 469 Cyrus — Páll 463 Meðalárangur 432 Næsta keppni verður aðal- sveitakeppni félagsins. Spiiað er i Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Bridgedeild Húnvetninga- félagsins Nú stendur yfir fimm kvölda tvímenningskeppni deildarinn- ar. Spilað er i einum 16 para riðli. Keppt er um farandbikar gefinn af Heklu hf. Einnig er veitt fyrstu og önnur verðlaun sem vinnast til eignar. Þegar hafa verið spilaðar 3 umferðir. Röðin er þessi: Haukur og Ólafur 772 JakobogJón 710 Zóphonías og Guðni 686 Þórarinn og Vaidimar 675 Baldur og Hermann 671 Sigurður og Sigriður 638 Að lokinni þessari keppni verður spiluð fimm kvöida hraðsveitakeppni og hefst hún miðvikudaginn 9. móvember nk. Eins og undanfarin ár er spil- að i húsi félagsins á Laufásvegi 25. Upplýsingar hjá Jakobi Þor- steinssyni, simi 33268. Brldge eftir ARNÓR RAGNARSSON Bardstrendinga- félagið í Reykjavík Þremur kvöldum af fimm er nú lokið i Bridgekeppni félags- ins. 8 efstu eru þessir: Ragnar Þ. — Eggert K. 701 Pétur S. — Birgir M. 700 Kristinn Ó. — Einar B. 685 ViðarG. — Haukur Z. 671 Þórarinn A. — Finnbogi F. 671 EinarJ.—Gisli B. 657 Edda Th. — Sigurður I. 648 Hermann Ö. — Sigurður K. 642 Spilað er i Domus Medica. Bridgefélag Hafnarfjarðar Eftir 2 umferðir í tvímenn- ingskeppninni er staða efstu manna þessi: KristjánÓ. — ÖlafurG. 404 Björn Ey. — Magnús J. 397 Einar A. — Þorsteinn Þ. 385 Albert Þ. — Sigurður E. 381 Jón G. — Þórir S. 377 Bjarnar I. — Þórarinn S. 354 Bjarni J. — Vilhjálmur E. 350 DröfnG.—Einar S. 349 Meðalskor er 330 Þeir Kristján og Ólafur fengu 219 stig i 2. umferð og er það eina skorin yfir 200. Þriðja um- ferð var spiluð i Sjálfstæðishús- inu sl. mánudag. Arangurinn skráður að spili loknu. Kínverska þingið kallað saman Feking, 24. oklóber. Reuter. HUA-KUO-feng formaður kín- verska kommúnistaflokksins hef- ur kallað þing landsins saman til fundar næsta vor til að staðfesta opinberlega þær breytingar, sem hafa orðið á yfirstjórn í Kína frá láti Maos forntanns. Siðasti fund- ur þingsins var haldinn með leynd árið 1975, en þá var val Huas í embætti öryggismálaráð- herra staðfest. sent var fyrsta skref hans á framabrautinni. Þingið í Kina hefur engin völd og er í raun aðeins formlegur stimpill á aðgerðir stjórnmála- og framkvæmdanefnda flokksins, sent samþ.vkktar eru á flokksþing- uiiuiii. £áZI6M\WÓS- - ^ömu, ^ VZEáM\kJ6%Al OMtídGEPA yp'Y sjo'Ai- „ yA9 PS'TÆKl/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.