Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÖBER 1977 Einn nýliði í landsliðinu sem keppir á Norðurlandamótinu EINN nvlirti verður í íslen/ka landsliðinu í handknattleik sem tekur þátl í Norðurlandamótinu sem hefst n.k. fimmtudaf'skvöld í LauKardalshöllinni. Er það Birf>ir Jóhannesson, hinn uiikí of> efni- leí>i línumaður úr Eramliðinu, o^ mun hann taka upp merki Björgvins Björgvinssonar, sem ekki Ketur ieikið í mótinu vegna meiðsla. Aðeins einn tslendingur sem leikur með erlendu liði mun keppa með íslenzka landsliðinu að þessu sinni og er það Olafur Benediktsson markvörður, en hann leikur með sa-nska liðinu Ol.vmpia. Á fundi sem HSt hélt með fréttamönnum i gær kom m.a. fram að þeir leikmenn sem leika með þýzkum liðum fíeta ekki tekið þátt í undirhúninf'i landsliðsins fyrr en eftir 18. desember n.k. ok verða því heldur ekki með því í keppnisferð þeirri sem hefst í næstu viku. Mikil vinna hefur verið lögð í undirhúninf’ Norðurlandamóts- ins af hálfu HSt, og voru menn að vonum orðnir uf’f'andi ve)>na verkfalla BSRB. — Við urðum himinlifandi þegar við fréttum í morf'un að verkfallið væri leyst, saf’ði Sif>urður Jónsson, formaður HSt, á fréttamannafundinum, — enda hefði það orðið mjöf; slæmt f.vrir okkur, ef fella hefði þurft mótið niður. Öll Norðurlöndin taka þátt í Norðurlandamótinu ok er þeim skipað í tvo riðla. Leika Færeyj- ar, Finnland Of; Svíþjóð í öðrum riðlinum, en tsland, Danmörk og Noref;ur i hinum riðlinum. Sigur- vegararnir í hvorum riðli keppa síðan til úrslita í mótinu, þau lið sem verða í öðru sæti í riðlunum keppa um þriðja sætið <Jfi neðstu liðin í riðlunum keppa um limmta sætið. Fyrstu leikir keppninnar verða á limmtudaKS- kviild en þá leika fyrst Færeyjar og Finnland ok síðan Noresur og tsland. Á föstudaffskvöld leika fyrst Svíar oj; Færeyinj;ar o« síð- an Danir on Norðmenn. Á lauyar- da«inn leika Finnar og Svíar i tþróttahúsinu á Akranesi og ts- lendinKar o« Danir í Laugardals- höllinni »n úrslitaleikir mótsins verða svo í Lauf;ardalshöllinni á sunnudaf;. íslenzka liðið Svo sem fyrr greinir verður einn nýliöi í islenzka liðinu að þessu sinni, en ella verður liðið skipað eftirtöldum leikmönnum. Tala landsieikja viðkomandi er i svif;a: Olafur Benediktsson, Val (74) Gunnar Einarsson, Haukum (37) Kristján Sigmundsson. Víkingi (6( Olafur Einarsson, Víkingi (45) Jón P. Jónsson, Val (2) Árni Indriðason, Víkingi (24) Þorbjörn Jensson, Val (1) Þorbergur Aðalsteinnson, Víkingi (9) Þórarinn Ragnarsson, FH (24) Jón H. Karlsson, Val (52) Geir Hallsteinsson, FH (105) Viggó Sigurðsson, Víkingi (27) Þorbjörn Guðmundsson, Val (21) Birgir Jóhannesson, Fram (0) Á fundinum í gær skýrði Birgir Björnsson, formaður landsliðs- nefndar, frá þvi að ef til vill yrðu gerðar einhverjar breytingar á liðinu, og gat þess að vel gæti verið að Bjarni Guðmundsson úr Val kæmi inn í liðid. Svíar sigruðu síðast Þetta er í annað sinn sem Norð- Jón Pétur Jónsson — einn yngrí landsliðsmanna skorar fyrir tsland í landsleiknum við Kinverja á dögunum. urlandameistaramót er haldið i karlaflokki. 1975 fór mótið fram i Danmörku og lauk því með sigri Svía, sem sigruðu Norðmenn i úr- slitaleik. Islendingar voru þá i riðli með Svíum og Færeyingum. Töpuðu Islendingar fyrst fyrir Svíum 16—18, en unnu siðan Færeyinga 27—17. Kepptu ís- lendingar um þriðja sætið við Dani og töpuðu þeim leik 15—17 og urðu þvi í fjórða sæti í keppn- inni. Finnar urðu í fimmta sæti og Færeyingar í sjötta. — Við vonumst auðvitað eftir betri árangri nú, sagði Sigurður Jónsson, — og veltur á miklu fyr- ir okkur að áhorfendur veiti lið- inu öflugan stuðning. Hjálp frá þeim hefur oft fleytt liðinu yfir erfiða hjalla. Lítill undirbúningur Birgir Björnsson, formaður landsliðsnefndar, sagði að þvi miður hefði undirbúningur lands- liðsins fyrir þessa keppni ekki getað orðið eins mikill og stefnt hefði verið að. Verkfall BSRB hefði sett allt úr skorðum, og nú væru t.d. Valsmenn og FH-ingar enn ytra og hefðu því ekki getað tekið þátt í æfingum þeim sem unnt hefði verið á koma á undan- farna daga. Sagði Birgir, að lands- liðið hefði leikið æfingaleik við Vikinga í fyrrakvöld og stefnt var að öðrum æfingaleik í gærkvöldi. Framhald á bls. 22. DANIR í ÖÐRU SÆTI VESTUR-Þýzkaland bar sigur úr hýtum í fjögurra landa keppni í handknattleik karla sem nýlega fór fram. Auk Þjóðverjanna kepptu í móti þessu Júgóslavar, Danir og Tékkar, en öll þessi liö hafa áunnið sér rétt til þátttöku í lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar í Danmörku. Úrslit ein- stakra leikja urðu þau, að Vestur- Þýzkaland vann Danmörku 21—17, Júgóslavía vann Tékkó- slóvakíu 30—17, Danmörk vann Tékkóslóvakíu 27—22, Vestur- Þýzkaland vann Júgóslaviu 17—16, Danmörk vann Júgó- slavíu 29—28 og Vestur- Þýzkaland vann Tékkóslóvakíu 20—19. Danska landsliðið sem tók þátt í þessari keppni var eins skipaó og lið það sem tekur þátt í Norð- urlandameistaramótinu, sem hefst í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöld. Voru Danir mjög ánægðir með frammistööu sinna manna í umræddu móti, og telja að liðið sé nú að ná sér mjög vel á strik. Tveir leikmanna danska liðsins voru markhæstu menn í umræddu móti. Anders Dahl Newlsen sem meðfylgjandi mynd er af skoraði samtals 22 mörk, en Miehael Berg skoraði 21 mark. Bruna frá Tékkóslóvakiu og Pavicevic frá Júgóslaviu skor- uðu svo samtals 18 mörk hvor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.