Morgunblaðið - 27.10.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 27.10.1977, Síða 1
40 SÍÐUR 238. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sameinuðu þjóðirnar: 46 ríki krefjast fordæmingar á flugránum og ráðstafana til að tryggja öryggi Sameinuðu þjóðunum, 26. október. Reuter — AP. FJÖRTÍU og sex ríki lögðu í dag fram tillögu hjá Sameinuðu þjóð- unum um að flugrán skyldu for- dæmd, um leið og skorað er á öll ríki heims að gera ráðstafanir til að koma í veg f.vrir slfkar ógnar- aðgerðir. A sama vettvangi kröfðust al- þjóðasamtök flugmanna þess að öll aðildarrfki Sameinuðu þjóð- anna virtu sáttmála um varúðar- ráðstafanir vegna flugrána. Þrfr slíkir alþjóðasáttmálar hafa verið gerðir, en flugmannasamtökin telja að aðeins um helmingur þeirra 149 rfkja, sem aðild eiga að SÞ, virði þá f raun. Meðal þeirra rikja sem lögðu fram tillöguna um fordæmingu flugrána er Island. Hin Norður- löndin standa einnig að tillög- unni, svo og öll riki Atlantshafs- bandalagsins. Athygli vekur að ekkert kommúnistarikjanna i Austur-Evrópu á aðild að tillög- unní. Derry Pearee formaður alþjóða- samtaka flugmanna hafði fram- sögu um málið hjá Sameinuðu þjóðunum í dag, en krafa samtak- anna og hótun þeirra um tveggja sólarhringa vinnustöðvun varð til þess að flugrán og varnir gegn þeim hafa nú verið tekin til um- ræðu á Allsherjarþinginu. Þá kom í dag fram á þinginu greinar- gerð Alþjóðaflugmálastofnunar- innar, sem starfar i tengslum við Sameinuðu þjóðirnar, um ráðstaf- anir sem þegar hafa verið gerðar til að tryggja öryggi i farþegaflugi með tilliti til flugrána. I tillögu ríkjanna 46 er ráð fyrir Framhald á bls. 22 Fylgi Schmidts eykst Bonn. 26. okt. Kcutor. NIÐURSTAÐA skoðanakönn- unar sem fram fór i V- Þýzkalandi nýverið, bendir ótvirætt til þess að Helmut Schmidt og stjórn hans njóti stuðnings almennings i land- inu vegna viðbragða við hryðjuverkastarfsemi. 51% kjósenda mundi kjósa jafnaðarmannaflokk Schmidts Framhald á bls. 25 Helmut Schmidt kanslari Denis Healey fjármálaráðherra leggur af stað í Neðri málstofuna með hina lúðu skjalatösku, sem um árabil hefur geymt fjárlagafrumvarpið og aðeins er notuð þegar frumvarpið er lagt fram á þingi. Brezka fjárlagafrumvarpið: (AP-símamynd) Skattalækkanir og 3 milljarð- ar til styrktar efnahagslífinu Lundúm, 26. október. Reuter—AF. DENIS Ilealey, fjármálaráðherra Breta, lagði frumvarp að nýjum fjárlögum fram á þingi í dag. 1 frumvarpinu er ráð fyrir því gert að á næstu þremur misserum verði þremur milljörðum sterl- ingspunda varið til að styrkja at- vinnu- og efnahagslíf í landinu. Ráðstafanir stjórnarinnar miða að því að draga úr atvinnule.vsi og auka eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Healey skýrði frá því í fjárlagaræðu sinni að Bretar þyrftu ekki að notfæra sér 310 milljón punda lánsheimild hjá Alþjóðabankanum í nóvember n.k. en sú fyrirgreiðsla var í tengslum við viðamiklar aðgerðir Belgrad: Bandaríkin saka A-Evrópu- ríki um undanbrögð í umræð- um um mannréttindamál Belgrad. 26. október. Reuter. BANDARIKIN ásökuðu í dag ríki Austur-Evrópu um að forðast hreinskilnisleg og nauðsynleg skoðanaskipti um mannréttinda- mál á Belgradráðstefnunni. I yfir- lýsingu Bandarfkjanna um þetta segir m.a. að Austur-Evrópuríki, sem ekki eru nánar tilgreind, hafi farið undan í flæmingi og komið sér hjá því að svara spurn- ingum, sem fram hafi verið born- ar um mannréttindamál, og hafi þessar spurningar ekki einungis komið frá aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins, heldur einnig fjölda hlutlausra ríkja. I yfirlýsingunni er tekið fram að milli NATO-ríkjanna 15 riki ekki ágreiningur um afstöðu til mála sem ræða eigi á ráðstefn- unni, né heldur hvernig ráð- stefnust'örfunum skuli hagað. „Við erum sammála um að stefnt skuli að þvi að ná samkomulagi um skjalfesta yfirlýsingu um efndir Helsinki-sáttmálans og raunhæfar tillögur um sum atr- iði,“ sagði í yfirlýsingunni, sem Arthur Goldberg aðalfulltrúi Bandaríkjanna birti í dag. Áður höfðu nokkur riki — þar á Framhald á bls. 22 V-Berlín: Tæki fundid í einangr- unarklefa Vestur-Berlfn. 2B. oki. AP. - SKÝRT var frá því af opin- berri hálfu í dag, að móttöku- tæki á stærð við eldspýtustokk hefði fundizt í klefa VVolfangs Wesslaus í fangelsi í Vestur- Berlín, en Wesslau er einn þeirra 19 fanga í borginni sem grunaðir eru um hryðjuverka- starfsemi og eiga að hafa verið algjörlega einangraðir frá um- heiminum síðan neyðarlöggjöf var sett um gæzlu slíkra fanga skömmu eftir að Hanns-IVlartin Schleyer var rænt. Allir fangar í V-Berlin, sem grunaðir eru um hryðjuverk, Framhald á bls. 22 Aðalfulltrúar Bandaríkjanna og Sovétrfkjanna á Belgradráðstefnunni. Arthur Goldberg til vinstri á stærri myndinni og Yuli Vorontsov til hægri. af hálfu bankans til aðstoðar Bretum þegar efnahagsástandið í landinu var sem alvarlegast og pundið seig stöðugt. Fjárlagafrumvarpið felur í sér 12% tekjuskattslækkun, en við þessa ráðstöfun mun brezkum skattgreiðendum fækka um 200 þúsund. Þá er gert ráð fyrir mun vægari skattlagningu smáfyrir- tækja en verið hefur, hærri fjár- veitingu til löggæzlu en veruleg- um framlögum til styrktar bygg- ingariðnaði. Denis Healey sagði, að við undirbúning fjárlagafrumvarps- ins hefði verið tekið tillit til mjög eindreginna tilmæla annarra iðn- ríkja um aðgerðir, sem miðuðu að því að flýta fyrir efnahagsbatan- um í heiminum, enda hefði hagur Framhald á bls. 22 Baader Ensslin — Raspe: Rannsóknar- skýrslan stað- festi að sjálfs- morð væri dánarorsökin Stuttgart, 26. október. Reuter. SKÝRSLA um opinbera rannsókn á dauðdaga hryðjuverkamann- anna Baader, Ensslin og Raspe í Stammheim-fangelsinu í Stutt- gart á dögunum, sem birt var í dag, staðfestir að fangarnir hafi framið sjálfsmorð. Ekki hefur tekizt að varpa ljósi á þá ráðgátu hvernig Jan-Carl Raspe og Andreas Baader tókst að komast yfir skotvopnin, seni þeir réðu sér bana með 18. október s.l., stundu eftir frelsun gíslanna 86 um borð Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.