Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 3 Ekki ástæða tíl að hætta við lögbannsmálið - segir Páll S. Pálsson, hrl. „VERKFALLI BSRB hefur aó- eins verió frestað og því er athöfn eins og sú, sem málið snýst um, enn yfirvofandi. Þess vegna er ekki ástæða til að hætta við að þingfesta málið í hæstarétti,“ sagði Páll S. Pálsson, hrl., er Mbl. spurði hann í gær, hvort sam- komulagið, sem undirritað var af hálfu BSRB og fjármálaráðherra, hefði einhver áhrif á lögbanns- mál sjávarútvegsráöuneytisins vegna hindrunar verkfallsvarða BSRB á því að rannsóknaskipið Arni Friðriksson léti úr höfn. „Sjávarútvegsráðuneytið fól mér að flytja þetta mál og hraða því og það hef ég gert,“ sagði Páll. „Áfrýjunarmálið verður þingfest hjá hæstarétti 2. nóvember og þá mun ég leggja fram málið tilbúið til munnlegs flutnings og óska eftir málflutningi sem fyrst“. Sem kunnugt er hafnaði fógeti lögbannskröfu ráðuneytisins og var þeim úrskurði áfrýjað til hæstaréttar. Ólafsvík: Lárus Sveins- son með 70 tonn Ólafsvík, -l>. októlM'r. TOGARINN Lárus Sveinsson landaði hér í dag um 70 lestum þar af var rösklega helmingur þroskur. Tiðarfar hefur verið stirt á togaramiðum og afli þvi rýr. Dragnótabátar eru nú að hætta með dragnótina og sumir þeirra ætla að róa með línu. Nokkrir smærri bátanna hafa verið með línu að undanförnu og aflað all- vel. Helgi. Happdrætti Sjálf- stæðisflokksins: Sent og sótt Hausthappdrætti Sjálfstæðis- flokksins er nú komið í fullan gang eftir að póstþjónusta hófst á ný. Svo sem kunnugt er, eru vinn- ingar i happdrættinu að þessu sinni 10 litsjónvarpstæki, en fólk hefur um þessar mundir mikinn hug á að eignast slik tæki. Dregið verður í happdrættinu 12. nóvem- ber næstkomandi. Athygli skal vakin á því, að skrifstofa happdrættisins í Vul- höll, Háaleitisbraut 1, er opin frá ki. 9 til 22 og sér hún um að senda miða og sækja greiðslur, ef fólk óskar, en símanúmerið er 82900. Lífeyrisþegar BSRB fá sömu hækkanir LÍFEYRISÞEGAR BSRB munu fá sömu hlutfallslegar kjarabætur og félagar i Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, þar sem sú regla gildir i lífeyrissjóði opin- berra starfsmanna, að þeir fá hlutfall af þeim tekjum, sem þeir myndu hafa, ef þeir væru enn i starfi. Auk þess — sagði Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, er líklegt að þeir fái flestir eins flokks hækkun, þar sem 15 ára reglan nær til þeirra einnig. Haraldur Steinþórsson kvað samninganefnd BSRB hafa lagt talsverða áherzlu á að ná fram kjarabótum til lífeyrisþega og fór nefndin fram á að þeir fengju persónuuppbótina. Þá var samn- inganefndinni bent á að þeir hefðu ekki greitt af þeirri upp- hæð og því væri það ekki fram- kvæmanlegt, en hins vegar myndu þeir fá eins flokks hækk- un, þ.e.a.s. þeir, sem hafa 15 ára starfsferil að baki. Haraldur kvað ætið mikla vinnu í hvert sinn, sem skipan flokkakerfis BSRB hefur verið endurskoðað, að meta lifeyrisþeg- ana inn i launastigann. Þá væri litið á þá stöðu, sem maðurinn hefði haft, hefði hann enn verið i starfi og hann síðan settur inn i stigann samkvæmt þvi. Hefur m.a. komið til að meta hafi þurft störf manna, sem látnir höfðu verið i langan tima, vegna ekkna- lífeyris. Haraldur kvað nú þurfa að kanna starfsaldur allra lif- eyrisþega BSRB og hafi þeir 15 ára starfsaldur að baki, hljóta þeir að vera færðir upp um einn launaflokk — sagði Haraldur Steinþórsson. Björgvin Gunnarsson t.v. og Óskar Hermannsson með fallegan lax úr gjánni, sem þeir gera nú fiskeldistiiraunir í. Ljósm.: Uuðfinnur Laxeldi heppnast vel 1 stórri gjá rétt vest- an við Grindavík Grindavfk. 26. október. UM 4 kílómetra fyrir vestan Grindavfk er allstór gjá í hrauninu og liggur til sjávar. 1 þessa gjá settu þeir Gunnar Magnússon, Björgvin Gunnars- son og Öskar Hermannsson 100 laxaseiði fyrir 2'A ári, en þeir eru allir miklir áhugamenn um fiskrækt. t gjánni sem er mjög djúp og allt að 22 metrar að breidd er mjög jafnt hitastig eða 9—11°C. Er þetta jafnasta hitastig sem mælst hefur í gjá sem þessari á landinu og þykir ákjósanlegt til þessara til- rauna. Það leið ekki langur tími frá því að þeir félagar höfðu sleppt seiðunum í gjána, þar til að sýnt þótti, að nokkuð af seiðun- um myndi dafna vel. Fyrir skömmu náði Björgvin 66 sm hæng úr gjánni og vó hann 6 pund, en þess má geta að seið- unum hefur aldrei verið gefið fóður, því gjáin hefur einhvern samgang við sjó, og berst alls konar æti inn i hana svo sem kuðungar, marflær og svif. Telja menn að hér sé hinn ákjósanlegasti staður til fisk- ræktar og í nágrenninu er víð- áttumikið svæði, þar sem má koma fyrir _ eldiskerjum, enn- fremur mikið af tjörnum, sem ennfremur má ala lax í. Gat Björgvin þess, að á síðasta ári hefði hann veitt 5 punda ufsa i gjánni, en ekki er vitað hvernig hann komst þangað. í Staðarhverfi vestan Grinda- vikur, sem nú er í eyði, er ung- ur líffræðingur Sigurður Helgason að byggja sér íbúðar- hús, sem á að vera tilbúið fyrir áramót. Hann hefur á þessu ári gert ýmsar athuganir, borað éftir sjóblönduðu vatni, sem hann ætlar aó nota i fiskeldis- stöð, sem hánn er nú að reisa i Staðarhverfi. Vona Grindvíkingar að Sig- Framhald á bls. 37. Geir Hallgrímsson Konur sækja íÓðin Aðalfundur fé- lagsins í kvöld MALFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn heldur aðalfund í kvöld, fimmtu- daginn 27. október kl. 20.30 í Val- höll, Iláaleitisbraut 1. A dagskrá eru venjdleg aðalfundarstörf og þá mun Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra ræða efnahags- og kjaramál. Til skamms tíma hafa eingöngu karlmenn verið félagar í Óðni, en að undanförnu hafa konur verið skráðar þar félagar. Of mikill ökuhraði í borg- inni miðað við aðstæður Nú eftir nokkurt hlé hef- ur umferðarlögreglan í Reykjavík tekið til við hraðamælingar að nýju, en þær féllu niður meðan á verkfalli opinberra starfs- manna stóð. Að sögn lög- reglumanna, sem unnu að mælingum í gær og fyrra- dag virðist ökuhraði á göt- um borgarinnar mun meiri en eðlilegt getur talizt, ekki sízt ef tekið er tillit til að- stæðna. Þannig voru allmargir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur i gær- morgun á timanum milli kl. 7 og 9 er margir eru á leið til vinnu bæði akandi eða með strætisvógnum. Að sögn lögreglunnar einkennir tillitsleysi akstur sumra öku- manna. þeir geysast áfram án til- lits til aðvörunarmerkja, er greina frá hvar sé von á gangandi fólki. t.d. við gangbrautir eða biðstöðv- ar strætisvagna. Einnig finnst lögreglunni öku- menn alls ekki aka eftir aðstæð- um. en þær voru t.d. alls ekki sem beztar i gærmorgun er unnið var að hraðamælingum, myrkur, dimmviðri og rigning og mikið af gangandi fólki á ferðinni, dökk- klæddu fólki. sem ekki er alltaf gott að koma auga á. — Við teljum að ökuhraðinn sé alltof mikill miðað við aðstæður og tillitsleysið of ríkjandi. það eru fleiri sem þurfa að flýta sér til vinnu en ökumenn. í þessu sambandi má minna á Framhald á bls. 37. Að áliti lögreglunnar ! Reykjavík er ökuhraði altof mikill á götum borgarinnar um þessar mundir. ekki sizt ef tekið er tillit til aðstæðna, haustveðráttu, er verið hefur siðustu tvo—þrjá daga. BRATT hefjast samningaviðræð- ur við þau 16 aðildarfélög Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, sem eftir eiga að gera sérkjara- samning við fjármálaráðherra. Ræðir samninganefnd hvers fé- lags við fjármálaráðuneytið og samkvæmt lögum um kjarasamn- ing BSRB hafa þau til þess 45 daga. Verði eigi samkomulag inn- an þess tíma, tekur kjaranefnd við málinu og úrskurðar. Hefur hún 45 daga frest til að taka ákvörðun. 1 þessum samningum er rætt um röðun í launalfokka og um önnur sérkjaraatriði aðildarfélag- anna. Ljóst er nú að aðalkjara- Hólmavík: Fólksbíll útaf vegna hálku Ilólmavík. 26. október. FÓLKSBÍLL af gerðinni Skoda Pardus skemmdist mikið þegar hann rann útaf veginum á Ennis- hálsi vegna hálku i dag. En Ennis- háls er á milli Bitrufjarðar og Kollafjarðar. I bílnum voru tvær konur og sluppu þær alveg ómeiddar, en eins og áður sagði er bíllinn mikið skemmdur. Fréttaritari. samningurinn, sem gerður var í fyrradag, verður eigi gildur fyrr en um miðjan nóvembermánuð, þar sem atkvæðagreiðsla um hann fer eigi fram fyrr en 9. og 10. nóvember, síðan er eftir að safna kjörgögnum 6g telja at- kvæðin. Samþykki félagar í BSRB hann, tekur hann gildi. Það er því ljóst — samkvæmt upplýsingum Haralds Steinþórs- sonar, framkvæmdastjóra BSRB, að öpinberir starfsmenn fá ekki greitt samkvæmt hinum nýja kjarasamningi fyrr en í fyrsta lagi hinn 1. desember. Benda þvi líkur til þess að dregið verði af verkfallsfólkinu laun fyrir þann hálfa mánuð, sem það var í verk- falli, í desembermánuði eða eins og Haraldur sagði: „Ætli það verði ekki dregið frá uppgjör- inu,“ og á hann þar við uppgjörið, sem er mismunur gamla samningsins og hins nýja, sem gildir frá ágústmánuði, en síðasta tilboð fjármálaráðherra fyrir verkfall gildir fyrir júlimánuð. „Samt sem áður fá menn verulega upphæð greidda," sagði Haraldur. Haraldur var spurður um hið nýja vaktaálag og hvort BSRB hefði i kjarasamningunum náð betra hlutfalli fyrir vaktavinnu en gerðist á hinum almenna vinnumarkaði. Hann kvað nei við, en kvaðst ætla að með þessum samningi hefðu opinberir starfs- menn svo til náð þeim vakta- vinnukjörum, sem þar gerðust. Vaktaálag BSRB er eins hjá öll- um, þar sem það er reiknað af ákveðinni upphæð. Mismunur launa er i launastiganum, en allir fá jafnt fyrir aðvaka. Viðræður um sérkjara- samninga hefjast senn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.