Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 Júrgen Vietor aðstoðarfiugmaður Lufthansaþotunnar faðmar konu sína að sér á Frankfurtflugvelli, en hún gat aðeins sagt „ástin mín, ástin mín, ástin mín". „Ætlarðu að fljúga, já eða nei?" „HRYLLILEGUSTU augnablikin voru þegar flugræningjarnir myrtu flugstjóran og komu fyrir sprengefninu í gangi vélarinnar. Þá hélt ég að mín síðasta stund væri runnin upp". Þannig mælti miðaldra kona, frú Elizabeth Muller, er hún kom til Frankfurt frá Mogadishu daginn eftir hina stórkostlegu björgunaraðgerð v-þýzku víkingasveitarinnar í fyrri viku er þeir hrifsuðu 86 gisla úr höndum arabískra flugræningja, eftir 5 sólahringa martröð. Frú Elizabeth Miiller við komuna tii Frankfurt. Nú að loknu samgönguleysinu í verkfalli BSRB hafa borist til landsins blöð, þar sem er að finna frásagnir gíslanna í Lufthansavélinni og aðdrag- anda björgunarinnar og er Ijóst af lestri þeirra, að fólkið hefur lifað miklar ógnarstundir En hlustum á frásögn frú Múller. „Skelfingin, sem greip um sig eftir að Schumann flugstjóri var myrt- ur, var ósegjanleg. Fyrst eftir að hann féll líflaus á ganggólfið heyrðist ekki andardráttur í farþegaklefanum, en síð- an heyrðust niðurbældar stunur og kveinstafir og maður fann angistina eins og rafmagn væri í loftinu Morð- inginn, Walter Mohammed, skipaði einum farþeganna að draga líkið inn á salerni vélarinnar og síðan var öllum karlmönnunum skipað að setja hendur fyrir aftan bak, en konunum að láta sig síga eins langt niður i sætið og hægt var Þegar rænmgjarnir voru orðnir ánægðir byrjuðu þeir að raða dynamit- stöngum á ganginn og tóku áfengis- flöskur úr töskum okkar og heltu úr þeim yfir sprengiefnið Þá var ég viss um að mín síðasta stund væri runnin upp'' Frú Múller sagði að tveir af fjórum ræningjum hefðu nær allan tímann verið í farþegaklefanum, stöð- ugt gengið þar um og veifað skam- byssum. Farþegarnir hefðu orðið að sitja í 5 sólarhringa með öryggisbeltin spennt og er einhver þurfti að fara á salerni var það í fylgd með ræningja Um björgunina sagði hún „Ég er ekki enn búin að gera mér grein fyrir hvern- ig þetta bar að Ég var orðin svo úrvinda af þreytu og spenningi, að mér var eiginlega orðið sama. Ég held að síðustu tveir sólarhringarnir í steikjandi hita á Adenflugvelli hafi eytt siðustu orkunni, sem ég átti eftir Ég var sof- andi, er björgunarmennirnir létu til skarar skríða. Ég hrökk upp við spreng- ingar og skothvelli og hjartað barðist tryllingslega í brjósti mér, en síðan kom einhver ólýsanleg tilfinning yfir mig, er ég heyrði rólegar þýzkar raddir. Ég fór út úr þotunni án þess að finna fyrir hræðslu og gekk berfætt í hópi farþeganna inn í flugstöðina og þá var eins og einhver öfl leystust úr læðingi og fólk hrópaði og grét og klappaði hvert öðru á bakið og faðmaðist'' „Ætlar þú að fljúga, já eða nei?" Meðal farþeganna var einnig finskur húsgangasali, búsettur í Stokkhólmi, Oiva Ojalainen að nafni, og hér fer á eftir frásögn hans af morði flugstjórans í samtali við Berlingske Tidende „Það var greinilegt að ræningjarnir voru mjög reiðir yfir lendingunni í Aden og þeir virtust ákveðið þeirrar skoðunar að Schumann flugstjóri hefði lent vélinni gróflega af ásettu ráði til þess að laska hjólabúnaðinn Ég veit ekki hvort þeir gerðu sér grein fyrir erfiðleikum þess að lenda vélinni í sandi fyrir utan flugbrautina, en yfirvöld í Aden höfðu notað brynvarðar bifreiðar og önnur tæki til að hindra að vélin gæti lent á sjálfri flugbraútinni Schumann flug- stjóri fékk að fara út úr vélinni til að kanna hjólin og er hann hafði lokið eftirlitinu gekk hann andartak til ein- hverra manna, sem voru þarna í grend- inni og sagði þeim að búnaðurinn væri laskaður og hættulegt að hefja vélina til flugs Er hann kom aftur um borð voru ræningjarnir æfir og töldu að hann hefði svikið þá Mohammed hrinti honum inn ganginn í farþega- klefanum og skipaði honum fyrir eins og hundi Þelr létu hann snúa sér til hægri og vinstri, skipuðu honum að standa teinréttum og heilsa sér að hermannasið. Var þetta gert í refs- ingarskyni og til að lítillækka hann í augum okkar. Því næst fóru þeir með hann inn í flugstjórnarklefann og það- an heyrðist heiftarlegt rifrildi Eftir smástund var Schumann hrint út úr flugstjórnarklefanum og inn á ganginn aftur og Mohammed öskraði á hann, algerlega trylltur „Ætlarðu að hefja vélina til flúgs?'' Schufnann svaraði neitandi og þá hrinti einn ræningjanna honum í gólfið og skipaði honum að krjúpa Mohammed spurði síðan 5 sinnum í röð hvort hann ætlaði að fljúga vélinni, en Schumann svaraði alltaf neitandi Eftir fimmta neiið, reyndi hann að rísa á fætur, en þá tók Ósegjanleg skelfíng greip um sig í Lufthansaþotunni er Schumann var myrtur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.