Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKT0BER 1977 21 Myndin er úr Týndu teskeiðinni, frá vinstri: Sigríður Þorvaldsdóttir, Guðrún Stephensen, Róbert Arnfinnsson, Gisli Alfreðsson og Þóra Friðriksdóttir. Sýningar hefjast á ný í Þjóðleikhúsinu A FÖSTUDAGSKVÖLD n.k. hefjast að nýju sýningar í Þjóð- leikhúsinu en þá verður sýnt leikrit Kjartans Ragnarssonar Týnda teskeiðin. Aðgöngumið- ar, sem seldir höfðu verið á sýninguna fimmtud.' 13. okt., gilda á þá sýningu eða verða endurgreiddir I dag, fimmtu- dag. Leikrit Kjartans verður einnig sýnt á laugardagskvöld. Hætta verður við sýningar á leikritinu Nótt ástmeyjanna eftir Per Olof Enquist, en það átti að sýna nokkrum sinnum til viðbótar á stóra sviðinu. Gullna hliðið verður áfram sýnt með þeirri breytingu að Gunnar Eyjólfsson tekur við hlutverki óvinarins, en kerl- ingu og Jón bónda leika áfram þau Guðrún Stephensen og Helgi Skúlason. Fyrsta sýning á Gullna hliðinu verður 2. nóv. Barnaleikritið Dýrin í Hálsa- skógi verður sýnt nokkrum sinnum í viðbót og verður næsta sýning á sunnudag kl. 15 og er það 53. sýningin en í aðalhlutverkum eru Bessi Bjarnason ogÁrni Tryggvason. Þá verða hafnar aftur sýning- ar á leikritinu Grænjöxlum eft- ir Pétur Gunnarsson, Spilverk þjóðanna o.fl. en það hafði ver- ið sýnt 10 sinnúm fyrir ýmsa framhaldsskóla er verkfall hófst. Hefur sýning á þvi verið pöntuð í flesta framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og verða þær teknar upp þar sem frá var horfið. Sinfóníuhljómsveit: Breytingartillaga við lagafrumvarp Fram var lögð á Alþingi í gær breytingartillaga við stjórnarfrumvarp um Sinfón- fuhljómsveit Islands frá Lár- usi Jónssyni (S), svohljóð- andi: „Við 9. gr.: Aftan við greinina bætist. Enn fremur fuilnægir hljómsveitin hluta af starfsskyldu sinni með flutningi tónlistar víðs vegar um landið með þátttöku I lista- hátlð á Islandi. Starfsmönnum hljómsveitar ber ekki sérstök þóknun fyrir framangreind störf.“ í framsögu fyrir tillögunni vitnaði Lárus til hliðstæðra ákvæða í gildandi lögum um Þjóðleikhús, bæði varðandi ferðalög út um land, sem væru Lárus Jónas Jónsson. Arnason hluti af verkefni Þjóðleikhúss, og varðandi flutning efnis i ríkisútvarp. Fjörugar umræð- ur héldu áfram um þetta frum- varp i þinginu. Jónas Árnason (Abl.) lýsti yfir eindregnum stuðningi sínum við breyting- artillögu Lárusar. Reyðfirðingar dug- legir bridgespilarar Reyóarfirði. 26. októher. A FÖSTUDAG og laugardag s.l. var haldið barómeter keppni Bridgesambands Austurlands I félagsheimilinu Félagslundi hér á Reyðarfirði. Þátttakendur voru frá öllum Austfjörðum, 28 pör spiluðu og tveir gestir úr Reykja- vík voru á mótinu, þeir Hjalti Elíasson ogEinar Þorfinnsson, en keppnisstjóri var Guðmundur K. Sigurðsson. Efstir á mótinu voru Ásgeir Metúsalemsson og Þorsteinn Ólafsson frá Reyðarfirði með 229 stig. I öðru sæti voru gestir móts- ins þeir Hjalti Elíasson og Einar Þorfinnsson með 224 stig. í þriðja sæti voru svo Sigurjón Jónasson og Steinþór Magnússon frá Egils- stöðum með 204 stig, og fjórðu í röðinni voru Þorleifur Kristmundssoh og Ólafur Berg- þórsson frá Fáskrúðsfirði með 195 stig. Hjalti Elíasson forseti Bridge- sambands islands afhenti sigur- vegurum verðlaun í lok mótsins og eftir verðlaunaafhendingu af- henti Þorsteinn Ólafsson póst- meistari gestum mótsins forkunn- arfagran postulínsvasa hand- málaðan af frú Kolbrúnu Péturs- dóttur. Setti mótið mikinn svip á bæinn meðan það fór fram. Fréttaritari. Raufarhöfn: Smábátahöfn ad verða tiflbúin Kaufarhofn, 26. október. HÉR ER loðnubræðsla í fullum gangi, skipin koma nokkuð stöð- ugt að, þannig að næg loðna er til í bræðslu, og má segja að við höfum vikubirgðir uppá að hlaupa hverju sinni. Alls hafa komið hér á land um 13000 lestir. Héðan er nýlega farið þýzkt flutningaskip, sem kom hingað til að sækja loðnulýsi fyrir erlendan markað. Við erum um það bil að ljúka við gerð smábátahafnar, en næsta sumar mun verða unnið við að bæta löndunaraðstöðuna fyrir fiskiskipin. Að lokum má geta þess að verkfall opinberra starfs- manna hefur haft hverfandi áhrif á gang mála hér. Fréttaritari. Á sýningunni eru rit og bæklingar um upplýsing&þjönustu sem sýningargest um gefst færi á að glugga i. „Upplýsingar eru verðmæti” Sérstakt vaktkerfi fyrir hálkueyðingu 1 Rvík í vetur UNDANFARNA vetur hefir mik- ið verið skipt á skoðunum um búnað bifreiða til að mæta vetrar- færðinni og sýnist sitt hverjum varðandi neglda hljólbarða, notkunartíma þeirra eða nagla- lausa snjóhjólbarða, sandpoka, sem farg í farangursge.vmslu bif- reiða og söltun sem hálkueyð- ingu. Reiknað hefir verið út að kostnaður borgarbúa af viðhaldi malbiks vegna slits negldra hjól- barða sé um 300 millj. króna og kostnaður bifreiðaeigenda á Reykjavíkursvæðinu við að láta setja nagla í hjólbarðana annað eins. Heildarkostnaður af völdum negldra hjólbarða er því varlega áætiaður rúmlega 'A milljarður króna. Þegar tíðarfar síðastliðins vetr- ar er haft í huga er það almenn skoðun að óþarfi hafi verið að spæna upp malbikinu með nagla- hjólbörðunum eins og gert var. Er þá ekki hægt að mæta komandi vetri með öðrum búnaði bifreiða. t.d. ónegldum snjóhjólbörðum, sandpoka í farangursgeymslu og keðjum í viðlögum. Reykjavíkurborg mun í vetur í vaxandi mæli sjá um snjóhreins- un og hálkueyðingu með sérstöku vaktkerfi á ástandi gatnanna til að auka umferðaröryggið með til- liti til færðarinnar. Það eru því eindregin tilmæli gatnayfirvalda að bifreiðaeigendur noti þann búnað á bifreiðarnar sem veldur ekki þeim skemmdum sem negldu hjólbarðarnir gera, því engin skylda er að nota þá eins og marg- ur hefur haldið fram til þessa. 15 kg sandpokar, af þurrum sandi til að hafa í bifreiðum til hjálpar í hálku eru afhentir end- urgjaldslaust i hverfisbækistöðv- um Gatnamálastjóra við Meistara- velli, Sigtún og Sævarhöfða, virka daga frá kl. 730—16.00. Fréttatilkynning frá Gatnamála stjóra. Hátíðarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju á 303. ártíð sr. Hallgríms I DAG Verður séra Hallgríms Pét- urssonar minnst ú 303. ártíð hans hinn 27. október, með hátiðar- guðsþjónustu í Hallgrímskirkju er hefst kl. 8:30 í kvöld. Við guðs- þjónustuna verður notað sígilt messuform, víxlsöngur prests og safnaðar, er tíðkaðist á dögum sr. Hallgríms. Fyrrverandi sóknarprestur Hailgrimssafnaðar, sr. Jakob Jónsson, mun prédika og sr. Ragnar Fjalar Lárússón þjónar fyrir altari, kór kirkjunnar syng- ur og orgelleikari er Páll Hall- dórsson. Guðrún Tómasdóttir söngkona syngur nokkur sálma- lög við undirleik Páls og Guðrún Asmundsdóttir leikkona les Ijóð Matthiasar Jochumssonar um sr. Hallgrím. 1 frétt frá Hallgrímskirkju seg- ir að vei hafi miðað framkvæmd- um að undanförnu og hafi hag- kvæmt haustveður auðveldað alla útivinnu svo og það að sjálfboða- liðar hafi flýtt fyrir. Þá hefur kirkjunni nýverið bor- izt 100 þúsund kr. gjöf i tilefni ártíðar sr. Hallgríms, „frá kristi- lega þenkjandi konu, sem ekki vill láta nafns síns getið, en vill af eigin reynslu votta, að það fylgir þvi blessun að leggja þessu Guðs húsi Iið,“ eins og segir í kveðju frá konunni með gjöfinm. Haustslátrun lok- ið að Laugarási Skálholli, 26. oklóber. 1 GÆR lauk slátrun hjá Sláturfé- lagi Suðurlands í Laugarási. Slátrað var alls 21029 kindum, sem er aðeins færra en í fyrra. Meðalfallþungi dilka var 13,5 kíló. en síðast liðið haust var hann 13,24. Þrátt fyrir a.ni.k. hér- aðslega spádóma um óvenjurýrt fé í uppsveitum Arnessýslu i haust hefur meðalfallþunginfi aukist um 260 g. Mesta nteðalvigt var hjá Ey- vindi Sigurðssyni Austurhlíð í Gnúpverjahreppi 17.2 kíló. Þyngsta dilk átti Bjarni Jónsson í Skeiðaholti 26,4 kiló. Við slátrun unnu 50 manns. Sláturhússtjóri var sem fyrr Ólafur Jónsson i Skeiðaholti. Björn. Kynning á upplýsingaþjónustu í Norræna húsinu Eins og getið var um i blaðinu i gær verður ráðstefna á vegum Rann- sóknaráðs rikisins og NORDFORSK haldinn á föstudag um upplýsinga- þjónustu á sviði tækni- og raun- greina. Í tengslum við þessa ráð- stefnu stendur yfir sýning i Norræna húsinu fram á föstudag sem haldin er að tilhlutan starfshóps um upplýs- ingamál. sem starfar á vegum Rann- sóknaráðs rikisins en sex stofnanir og félög styrkja sýninguna Sýningin miðar að þvi, að auka þekkingu fólks á þeirri upplýsingaþjón- ustu, sem þegar er fyrir i landinu, auk þess sem þar eru sýndar nýjustu að- ferðir við upplýsingamiðlun, sem nú tiðkast h|á nágrannaþjóðum, svo sem tölvuvædd upplýsingaleit Steingrimur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs rikisins. opnaði sýninguna i gær og siðan héldu Emar Sigurðsson háskólabókavörður og Reynir Hugason verkfræðingur stutt kynningarerindi um upplýsinga- þjónustu. og finnskur efnafræðingur, Sauli Laitinen, sem starfar við upplýs- ingamiðlun i Finnlandi, hélt erindi I ræðu Steingrims Hermannssonar kom það m a fram, að nefnd á vegum Rannsóknaráðs hafi skilað áliti um skipulag upplýsingamála hér á landi vorið 19 76 Nefndin gerði ennfremum tillögur um skipulag væntanlegrar upp- lýsingaþjónustu á íslandi á sviði vis- inda og tækni Á fjárlögum 1978 væri gert ráð fyrir fjárveitingu til þess að hefja slíka starfsemi í erindum Einars Sigurðssonar og Reynis Hugasonar kom það fram að tilgangurinn með sýningunni væri að kynna á hvern hátt upplýsingaþjónusta starfar Sýningin tekur til erlendra upp- lýsingarita i raunvisindum og tækni, læknisfræði og landbúnaði Ritin eru fengin að láni úr nokkrum bókasöfnum og stofnunum i Reykjavík, auk þess sem frammi liggja á sýningunni erlend- ir bæklingar um upplýsingamiðlun Skipulögð upplýsingaþjónusta felst i þvi, að auðvelda einstaklingum. fyrir- tæk|um og stofnunum að fylgjast með þróun mála. nýjungum, rannsóknum, uppgötvunum og visindastarfi á öllum sviðum tækninnar, flokka þær og skrá og miðla þeim siðan til þeirra sem ætla má að hefðu not fyrir þær Á undan- förnum árum hefur framboð og eftir- spurn aukist verulega og er jafnvel áætlað að fjöldi timaritsgreina og ann- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.