Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 27 - Grænlendingar Framhald af bls. 2f> inn eða um starfsreglur ráðsins og það getur gerst með tvennum hætti. Annað hvort að Norðurlandaráð sjálft hafi frumkvæði að því að breyta þessum starfsreglum. Eða að ríkisstjórnir komi sér saman um, að breyta milliríkja- samningnum, sem um starfsemi ráðs- ins gildir þeirra í milli. Þessi tillaga ætti því fremur að vera áskorun á íslenzku ríkisstjórnina að beita sér fyrir breyt- ingum á samningnum og starfsreglum í þá átt að auka réttindi þjóðernis- minnihlutanna á Norðurlöndum, sem vekti fyrir flutningsmanni, eftir fram- sögu að dæma. Að standa rétt að málum Jón Skaftason (F) sagði m.a. að réttara hefði verið af flutningsmanni þessarar tillögu að leita eftir stuðningi annarra þingmanna, sem skipa ís- landsdeild Norðurlandaráðs, um að- gerðir til að koma efnisatriðum tillög- unnar fram. Hann hefði t.d getað flutt tillögu þess efnis, að skorað væri á hæstvirta ríkisstjórn, og þá sérstaklega utanríkisráðherra. að hún beitti sér fyr- ir breytingum á stofnsamningi Norður- landa, sem gerði þetta mögulegt Það er sú eina rétta leið sem hægt er að fara. „Það sem Gylfi Þ Gíslason sagði áðan um samstarfssamning Norður- landanna er hárrétt. . ' Mér væri og akkur í að vita, sagði Jón, hvaða græn- lenzkir aðilar hafa beðið um flutning slíkrar tillögu, sem M Kj. hefur nú mælt fyrir Æskilegra er að fyrir liggi, hvort ábyrgur aðili hefur beðið flutn- ingsmann um að flytja hana. Ég er hins vegar reiðubúinn að standa að tillögu af þeirri gerð, sem ég gerði grein fyrir hér áðan. Ekki formgalli á tillögu Gils Guðmundsson (Abl) sagði (Gagnstætt Ragnhildi, Gylfa Þ. og Jóni Skaftasyni), að ekki væri formgalli á framkominni tillögu. Ég get ekki séð að neitt sé í þessari tillögu sem komi í veg fyrir, að þeir aðilar, sem þar er skorað á, rikisstjórn eða fulltrúar íslands í Norðurlandaráði, beiti sér fyrir því, að málum verði breytt á þá lund að Græn- lendingar geti öðlast aðild að Norður- landaráði Ég mun í Ijósi málflutnings hér í dag beita mér fyrir breytingartil- lögu i þeirri nefnd er um þetta mál fjallar i þinginu, að tillagan verði orðuð á þá lund „að skora á rikisstjórnina og fulltrúa íslands í Norðurlandaráði að beita sér fyrir þeim breytingum á samningi um Norðurlandaráð, sem geri kleift að Færeyingar, Grænlend- ingar, Álandseyingar og e.t.v. Samar geti öðlast sjálfstæða aðild að Norður- landaráði — Þar rauður loginn brann Framhald af bls. 16 sár, að í rauninni væri það einungis Kristur og kærleiks- boðskapur hans, sem alltaf yrði hin eina von í vélráðri veröld, hve oft sem reynt væri að ómerkja hann og eyða áhrifum hans. Af þeim skáldum, sem frant kornu á sjötta áratug þessarar aldar og aðhylltust hvort tveggja: formbyltingu í íslenzkri ljóðagerð og kommúnistísk viðhorf, hef ég þegar minnzt á Þorstein frá Hamri og andstyggð hans á sýndarmennskunni, en nokkurn veginn jafngamall honum er Jóhann Hjálmarsson, sem einnig var í hópi þeirra ungskálda, sem hylllu hið ó- rímaða ljóðform og trúðu á for- sjá rússneskra ráðamanna til gagngerra umbóta i þjóðfélags- málum. Svo sem kunnugt er hefur Jóhann reynzt einn hinn skeleggasti forsvarsmaður rim- leysunnar, en með tilliti til hins kommúnistíska gleðiboðskapar hefur hann í hópi fyrri félaga sinna slika sérstöðu, að þess verður ekki látið ógetið í þessu greinarkorni. Enginn mun hafa haft traustari trú á hið komandi sæluriki, en ég veit ekki til þess, að neinn af félögum hans hafi tekið af annarri eins alvöru og rökvisi þeim atburð- um, sem sýndu og sönnuðu afdráttarlaust, að „roðinn i austri“ 'var ekki forboði verðandi sæluríkis, heldur þjóðsagnakenndur logi, kveiktur af heilluðum hug- sjóna- og trúmönnum er snúið höfðu baki við krossi Krists og kropið fyrir þeim blóðstokkna böðli sem engum hafði treyst nema Hitler og flutti heiminum árlega gleðiboðskap af þaki grafhýsis forvera síns, Lenins. Og Jóhann Hjálmarsson tók ekki það til bragðs að flytja trú sína og von austur til hinnar 850 milljóna þjóðar ,Maós formanns, þó að ýmsir virðist telja, að framkvæmdir og fyrir- komulag austur þar geti orðið hagkvæm fyrirmynd við stofn- un og rekstur sæluríkis hér á landi, þó að svolítið séu hér á annan veg erfðir og aðstæður en í Kínaveld og Kínverjar um það bil fjögur þúsund sinnum fleiri en Islendingar! En það er fleira, sem er sérstætt um Jóhann Hjálmarsson. Hann hefur meðal alls annars ort ljóóaflokk, sem lengi mun verða í minnum hafður, því að þar hefur góðskáld vitnað um það af eigin raun, hve dásam- legum Ijóma heilhuga trú á til- komandi sæluríki á jörðu fékk varpað á líf fátækrar fjöl- skyldu, þar á meðal barns, sem var verðandi skáld. Ennfremur eru í þessum ljóðaflokki ógleymanlega túlkuð þau djúp- harmrænu vonbrigði. sem það olfi að sjá afhjúpaða blóðuga böðulshramma, þar sem trúað var örugglega að væru að verki líknar- og hamingjuhendur, grundvallandi innan sjónmáls ríki friðar, réttlætis, jafnaðar og bræðralags. — Ný og endur- flutt þingmál Framhald af bls. 23 lögu til þingsályktunar þess efnis, að fram fari þjóðaratkvæði jafn- hliða næstu alþingiskosningum um það, hvort afnema skuli bein- ar almennar prestkosningar. í greinargerð er vitnað til afstöðu kirkjuþings þjóðkirkjunnar, sem hlynnt er afnámi prestkosninga, og talið rétt, að afstaða verði tekin til þessa máls í þjóðarat- kvæði. Ferðakostnaður sjúkra Sighvatur Björgvinsson (A) flytur frumvarp til breytinga á almannatryggingalögum þess efnis, ,,að ferðakostnaður sam- lagsmanns til sjúkrahúss ... vegna fyrirmæla læknis... ef um lengri vegalengd en 50 km er að ræða, eða ef nota þarf skip eða flugvél til flutninga...“ sé greidd- ur af hálfu fyrir eina ferð á ári, en 3/4 fyrir hverja ferð umfram það. — Ætlarðu að fljúga. . . Framhald af bls. 13 Hársbreidd munaði Mainhofer hefur viðurkennt að hárs- breidd hafi munað að fjöldi gíslanna biðu bana Árásarmönnunum tókst þegar í stað að skjóta tvo ræmngjanna. mann og konu, til bana inni i flug- stjórnarklefanum en samstundis sáu þeir þriðja ræningjann á miðjum gang- inum á fyrsta farrými Hann var um- svifalaust skotinn i brjóstið, en tókst áður en hann féll að kasta hand- sprengju og þrátt fyrir að kúlnahrið bókstaflega tætti hann i sundur tókst honum að koma frá sér annarri sprengju Það vildi mönnum til lífs, að fyrri sprengjan sprakk undir sæti og náði aðeins að særa nokkra viðstadda á fótum, en engan alvarlega. en sú seinni sprakk ekki Fjórði raenmginn, sem var kona var á salerninu aftast i vélinni, þar sem lik Schumanns flug- stjóra hafði verið geymt og hóf nú skothríð ór marghleypu, en féll sam stundis í kúlnahrið Hún er sú eina, sem lifði árásina af. Þessi skothríð stóð aðeins í tvær minútur og þá byrjuðu árásarmennirnir rólega að leiða dasaða gislana út að dyrum, þar sem þeir renndu ser niður neyðarútganga Kl 00.12 voru áhöfn og allir farþegar komnir út úr þotunm og þeir sem særðust á fæti i öruggum örmum björgunarmanna sinna Inni i flugstöð- inni biðu þeirra læknar og hjúkrunar- fólk og margir hnigu örmagna i arma þess, en aðrir féllu á kné í hljóðri þakkarbæn — ihj Ólafur B. Fundarstaöur: Kristalssalur Hótel Loftleiöa. Þingforseti: Albert Guðmundsson, varaformaöur V. í. Fimmtudagur 3. nóvember kl. 13 ÁVARP: Geir Hallgrímsson, forsætisráöherra STEFNURÆÐA: * Gísli V. Einarsson, formaður V. I. Nýsköpun íslenzkra fjármála. Heilbrigt fjármálalíf og frelsi til afhafna á jafnréttisgrundvelli getur orðid aflvaki nýrra efnahags/egra framfara. ERINDI: Ólafur B. Olafsson, Miönes hf. Þjónusta innlendra lánastofnana við atvinnulífið. Hver er hún og hvernig þyrfti hún að breytast? Víglundur Þorsteinsson, B. M. Vallá Hverjir hafa aðgang að erlendu fjármagni? Er æski/egt að gefa erlenda fjármögnun frjálsari? Ottó Schopka, Kassagerö Reykjavíkur Grundvallarskilyrði eðlilegs fjármagnsmarkaðar á íslandi. Hvaða skilyrði þarf til, svo að almenning fýsi að teggja atvinnuvegunum til /áns- og áhættufé? HÓPUMRÆÐUR OG KAFFI: 1. Þjónusta viðskiptabankanna við atvinnulífið. 2. Lánasjóðir og opinber fjárskömmtun. 3. Erlent fjármagn, eðlileg fjármörgnun. 4. Seðlabankinn og stjórn peningamála. 5. Fjárfesting. arðsemi og hagvöxtur. 6. Skilyrði og þörf verðbréfamarkaðar. 7. Vextir, visitölubinding og verðbólga. . Föstudagur 4. nóvember kl. 12 Albert Benedikt Jón Lúðvík Magnús Ólafur G. Einarss. Vidskiptaþing Verzlunarráds /s/ands 1977 um Nýsköpun íslenzkra Ijármála. Jóhannes HADEGISVERÐUR: Dr. Jóhannes Nordal, seðlábankastjóri flytur ræðu. NIÐURSTÖÐUR UMRÆÐUHÓPA Stjómendur gera grein fyrir störfum umræðuhópa. PALLBORÐSUMRÆÐUR: Er þörf á nýsköpun íslenzkra fjármála? Þátttakendur: Benedikt Gröndal Jón Skaftason Lúðvík Jósepsson Magnús Torfi Ólafsson Ólafur G. Einarsson Spyrjendur. Höskuldur Ólafsson og Önundur Ásgeirsson ALMENNAR UMRÆÐUR Önundur Þinggögn afhendast á skrifstofu verzlunarráðs íslands. Þátttökugjald kr. 7.000. — Höskuldur Gísli Víglundur Ottó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.