Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 40
 KIWANISHREYFNQN A ISLANOI f p3 uieymum ia ekki I gedsjúkum FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Graskögglaverksmiðjurnar: Liggja með birgð ir fyrir 400—500 milljónir króna Lágt verð á erlendu fóðri ISLENZKU graskögglaverk- smiðjunum l'imm hefur ekki tek- izt að selja neitt af framleiðslu suniarins og liggja nú meó yfir 8000 tonna birgðir, að verðmæti á milli 400 og 500 milljónir króna. Astæðan f.vrir þessu er mikil lækkun á kjarnfóðri erlendis frá á árinu og ennfremur niður- greiðsla sem nemur 15 þús. kr. á tonn í útflutningslöndunum, og að því er Morgunhlaðinu var tjáð í gærkvöldi, má búast við, að kjarnfóður eigi enn eftir að lækka í verði eitthvað í útflutn- ingslöndunum. I fréttabréfi Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins, sem Morgunblaðinu barst í gær, seg- ir, að með niðurgreiðslum sé verð á kjarnfóðri með því lægsta, sem það hefur nokkurn tíma verið hér á landi ef miðað er við afurða- verð, t.d. á mólk. Verð á kúafóður- blöndum sé frá 38 þús. kr. upp í tæpar 50 þús. kr., ea framleiðslu- verð á graskögglum sé 52 þús. kr. tonnið. Heildarframleiðsla á gras- kögglum í ár var 8.174 lestir, og var mest framleitt í verksmiðj- unni í Gunnarsholti 2.799 lestir. I nær alla framleiðsluna var blandað fitu 2—5%, einnig var sett viss steinefnablanda í hana. í fréttabréfinu segir, að sam- keppnisaðstaða graskögglaverk- smiðjanna sé ákaflega veik þegar bændum gefist kostur á að kaupa innflutt niðurgreitt fóður. Ef fóðrið væri ekki niðurgreitt, myndi kúafóðurblanda kosta um 55 þús. kr. hver lest og miðað við það væri verulega hagstætt fyrir bændur að kaupa innlenda gras- köggla á 52 þús. kr. Iestina. „Það er auðséð að við seljum ekkert af þessa árs framleiðslu á því verði sem við þurfum að fá, nema verð á erlendri fóðurvöru hækki verulega,“ sagði Stefán H. Sigfússon, framkvæmdastjóri graskögglaverksmiðjunnar í Gunnarsholti, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er líka spurning hvort verksmiðjurnar muni hafa bolmagn til fram- leiðslu á næsta sumri, ég efast hreinlega urn það. Þá sagði Stefán, að ef niður- greiðslur á erlendum fóðurvörum yrðu felldar niður yrðu íslenzku graskögglarnir vel samkeppnis- færir, en allar EBE-þjóðirnar Framhald á bls. 22 Kolbrún Ragnarsdóttir. Norrænt hús í Færeyjum: r Islenzkur arkitekt hlaut 1. verðlaun ÍSLENZKUR arkitekt, Kolbrún Ragnarsdóttir, vann ásamt sam- starfsmanni sfnum Ola Sten, norskum arkitekt, fyrstu verð- laun í samkeppni sem efnt var til um byggingu Norræna hússins í Færeyjum. Urslitin í samkeppninni voru tilkynnt I Þórshöfn 12. október S.I., en dómnefndinni bárust alls 140 tillögur frá öllum Norður- löndunum. Samkvæmt upplýsing- um frá Finni Birgissyni, sem sæti á í samkeppnisnefnd Arkitektafé- lags íslands hefur félaginu ekki enn borist bréf frá dómnefndinni um hverjir íslenzkir arkitektar sendu tillögur í keppnina. í dómnefndinni um Norræna húsið í Færeyjum áttu sæti full- trúar frá öilum Norðurlöndunum, nema íslandi. Svíinn Jan Framhald á bis. 22. Ljosm. (íuofinnur Háhyrningarnir fjórir, sem hafa verið í búri í höfninni í Grindavík síðustu daga fóru utan með vél Iscargo til Hollands í gærmorgun og gekk ferðin vel. Á myndinni sést hvar verið er að hífa einn háhyrninganna upp úr búrinu í Grindavíkurhöfn og Jón Gunnarsson forstöðumaður Sædýrasafnsins hlúir að dýrinu. Fry stihúsa vandinn: Hálfum milljarði varið til hag- ræðingar í vinnslustöðvum Skýrsla Þjóðhagsstofnunar staðfestir vandamálið eins og frystihúsamenn hafa lýst því, segir Hjalti Einarsson KÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að útvega um hálf- an milljarð króna, sem gert er ráð fyrir að verði varið til hagræðingarfram- kvæmda í frystihúsunum og er þessi aðgerð liður í því að koma til móts við frystihúsin í þeim vanda sem þau eiga við að etja um þessar mundir. 1 sam- tali við Hjalta Einarsson framkvæmdastjóra kom fram að skýrsla Þjóðhags- stofnunar um vandamál frystiiðnaðarins er nú í burðarliðnum og kvað Hjalti hana staðfesta í hví- líkum vanda frystihúsin ættu. „Fyrsta aðgerð ríkiststjórnar- innar til að reyna að greiða úr Loðnuafurðirnar: Útflutningsverðmætið kom- ið yflr 14 milljarða á árinu Var 5 milljarðar allt sl. ár UTFLUTNINGSVERÐMÆTI loðnuafurða er komið yfir 14 milijarða króna það sem af er þessu ári, en allt s.l. ár var út- flutningsverðmætið rösklega 5 milljarðar kr., þannig að verð- mætið hefur aukizt um 9 millj- arða það sem af er árinu og enn eru tveir mánuðir eftir af sumar- og haustloðnuvertíð. A siðustu vetrarloðnuvertið voru framleidd um 82 þús. tonn af mjöli að fob. verðmæti um 6,7 milljarðar króna, lýsisframleiðslan varð alls 31.4 þúsund tonn, og þar var fob. útflutningsverðmætið 2.4 miHj- arðar króna, þá voru flutt úr iandi 4300 tonn af frystri loðnu að verð- mæti um 600 milljónir króna. Samanlagt verðmæti loðnuafurða á vertrarvertiðinni var þvi 9.7 milljarðar króna. í sumar og haust hafa veiðzt yfir 200 þús. tonn af loðnu og ef reiknað er með meðalnýtingu, þá ætti að vera búið að framleiða 29 þúsund tonn af mjöli og 26 þúsund tonn af lýsi, en sem kunnugt er fæst miklu meira lýsi úr loðnu að sumarlagi en að vetri til. í sumar og haust hafa fengizt kringum 85.000 þús. kr. að meðaltali fyrir Framhald á bls. 37. vandamálum frystiiðnaðarins var að viðmiðunarverð verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins var hækkað frá 1. október um 7%, sem þýðir að 75% af því eða 5,25% mun leiða af sér hækkun tekna frysti- húsanna af afurðum,“ sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra i samtali við Mbl. Ráð- herra sagði að auk þess kæmi til bakábyrgð ríkissjóðs, þannig að hann ábyrgðist lán verðjöfnunar- sjóðs ef til þess þyrfti að koma. „Hitt atriðið er svo, að ríkis- stjórnin hefur samþykkt að út- vega 500 milljónir króna til að lána til hagræðingar vinnslu- stöðvanna,“ sagði Matthias enn- fremur. Að öðru leyti lægi skipan mála ekkí fyrir, því að fyrst væri að útvega þetta fjármagn en síðan Framhald á bls. 22 Allsherjaratkvæða- greiðsla 9. og 10. nóv. hjá BSRB STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti 1 gær að láta allsherjaratkvæðagreiðslu um hinn nýgerða kjarasamning fara fram dagana 9. og 10. nóvem- ber næstkomandi. Aður en til at- kvæðagreiðslunnar kemur mun bandalagið birta kjarasamning- inn 1 heild I málgagni sfnu, As- garði, en 1 lögum BSRB segir að ekki megi hafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjarasamning, nema allir félagsmenn hafi feng- ið samninginn í hendur. Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að haldnir yrðu á vegum bandalags- ins kynningafundir út um land, en á höfuðborgarsvæðinu yrði fé- lögum opinberra starfsmanna fal- ið að sjá um kynningu samnings- ins. Kjörstjórnir verða eins og í atkvæðagreiðslunni um sáttatil- löguna, en á höfuðborgarsvæðinu verða atkvæðagreiðslur á vegum félaganna í nafni yfirkjörstjórnar BSRB. Dagarnir 9. og 10. nóvem- ber eru valdir með það fyrir aug- um að unnt verði að safna saman kjörgögnum og telja atkvæði áður en frestun verkfalls rennur út hinn 15. nóvember. Bandalagsstjórnin kaus í gær þriggja manna yfirkjörstjórn og eru i henni: Eggert N. Bjarnason rannsóknarlögreglumaður, Jón Helgason tæknifræðingur og Hörður Zophaníasson skólastjóri. ATVR; Sala á fyrsta degi eftir verk- fall 80 miUj. FYRSTA dag eftir verkfali BSRB seldist áfengi og tóbak fyrir sam- tals 80 milljónir króna — að þvi er Morgunblaðið fékk uppgefið i gær. Má þvi segja að starfsmenn ATVR hafi látio hendur standa fram úr ermum og augljóst er að einhvers staðar hefur verið lipur afgreiðsla, sérstaklege þegar tek- ið er tillit til þess að á Stór- Reykjavikursvæðinu eru aðeins 3 útsölustaðir áfengis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.