Morgunblaðið - 28.10.1977, Síða 3

Morgunblaðið - 28.10.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FOSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1977 3 SÁÁ með fund á Akureyri á morgun SAMTÖK áhugamanna um áfengisvandamálið halda fund í Borgarbíói á Akureyri á morgun, laugardaginn 29. október, og hefst hann kl. 14. Miðað við ibúðatölu kaupstaða eru Akureyringar fjölmennastir innan SAA, eða 10%. Fundarstjóri á fundinum i Borgarbíói verður Gísli Jónsson menntaskólakennari, en fram- sögu hafa Hilmar Helgason, Pétur Sigurðsson og Steinar Guðmunds- son. Fjallað verður um framtíðar- verkefni samtakanna, en að fram- söguerindum loknum svara ræðu- menn spurningum fundarmanna. Austur-evrópsk bóka- og hljómplötusýning AUSTUR-ÞYZKA sendiráðið hef- ur opnað bóka- og hljómplötusýn- ingu í Kristalsal Hótel Loftleiða en þar eru sýndar ýmiss konar bækur. tæknibækur, listaverka- bækur, fræðslubækur og skáld- sögur auk viðamikils hljómplötu- safns. Hér er um að ræða samsýn- ingu frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakíu, Póllandi og Aust- ur-Þýzkalandi, en sýningin er haldin í tilefni 60 ára afmælis byltingarinnar. 1000. fundur stjómar Reykjavíkurhafnar HAFNARSTJÖRN Reykjavíkur- hafnar hélt sinn 1000. fund í gær- morgun og af því tilefni boðaði hafnarstjóri, Gunnar Guðmunds- son, fréttamenn á sinn fund og skýrði frá þróun Reykjavíkur- hafnar frá upphafi. reiknað með miklum framkvæmd- um inni i Sundahöfn og gert ráð fyrir að um 400 milljónir fari í verkið og til þess hefur þegar verið tekið erlent lán að upphæð 150 milljónir króna. í hafnarstjórn eru Ólafur B. Thors, formaður, Albert Guð- mundsson, varaformaður, Gústaf B. Einarsson, Guðmundur J. Guð- mundsson og Guðmundur G. Þór- arinsson, en auk þeirra sitja borg- arverkfræðingur, borgarstjóri og hafnarstjóri i stjórn hafnarinnar. Akureyri: Loftur, nýr íslenzkur söngleikur á fjalirnar Akureyri 27. okt. LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir nýjan söngleik sem hefur hlotið nafnið Loftur föstudaginn 4. nóv. Höfundar eru Oddur Björnsson, Leifur Þórarinsson, Kristján Arnason o.fl., en leik- stjórar eru Brynja Benediktsdótt- ir og Erlingur Gíslason. Leik- mynd er eftir Sigurjón Jóhanns- son ieikmyndateiknara Þjóðleik- hússins. Sýningin er mjög viða- mikil og til marks um það má nefna að 25 leikarar eru á sviðinu þegar flest er. Leifur Þórarinsson hefur dval- izt á Akureyri frá því í september- byrjun og samið tönlistina við leikritið jafnóðum. Leikritið hef- ur einnig verið að taka breyting- um allan þennan tima í samráði við höfundana. Jón Hlöðver Askelsson stjórnar 8 maúna kór, en Leifur Þórarins- son stýrir fjögurra manna hljóm- sveit, sem leikur fjölbreytilega tónlist, allt frá lögum i þjóðlaga- stíl og til nýtizku popplaga. I til- efni af frumsýningunni gefur Leikfélagið út Snældu (kassettu) frá MIFA-tónböndum á Akureyri með nokkrum söngvum úr Lofti í flutningi leikaranna. Nær uppselt er á frumsýning- una og miðasala hafin á sýningai sem verða á laugardags- og sunnu- dagskvöld 5. og 6. nóvember. Nú ■ þegar er að kalla uppselt á allai frumsýningar leikársins, en þæi eru 4 auk sýninga á barnaleikriti Leikhússtjóri LA er Brynja Bene- diktsdóttir. — Sv.P. 1 Kandidatar brautskráðir frá Háskólan- um á morgun AFHENDING prófskírteina kandidata frá Iláskóla íslands fer fram við athöfn í hátíðasal Há- skólans á morgun, laugardaginn 29. október kl. 14. I frétt frá Háskólanum segir, að rektor skólans, prófessor Guð- laugur Þorvaldsson, ávarpi kandi- data og deildarforsetar afhendi prófskírteini. Síðan syngur Há- skólakórinn nokkur lög undir stjórn frú Ruthar Magnússon. Fyrsti fundur stjórnar Reykja- víkurhafnar var haldinn 21. janú- ar 1856 og var það sama ár sett hafnarreglugerð, sem síðan tók gildi árið eftir þegar fyrsta mann- virki hafnarinnar var tekið í notkun en það var klukkubaujan við Akurey. Síðan komu fram- kvæmdirnar hver af annarri. Arið 1909 lá fyrir áætlun um hafnargerð en framkvæmdir voru síðan hafnar 1913 og var unnið að þeim fram til ársins 1917. í þessar framkvæmdir runnu um 2.5 millj- ónir króna. I dag er bryggjulægi um 3300 lengdarmetrar og meðal- dýpt hafnarinnar er 5—6 m. Frainkvæmdir við Sundahöfn hófust 1947 og hefur þeim verið haldið stöðugf áfram allt til dags- ins í dag, og í fjögurra ára áætlun hafnarstjórnar, 1976—80 er Rætt um fram- tíðarrekstur Kjarvalsstaða SAMNINGURINN sem Reykja- víkurborg gerði við Bandalag ís- lenzkra listamanna um rekstur Kjarvalsstaða er nú útrunninn, en hann var gerður I desember 1975. I samtali við Birgi ísleif Gunn- arsson borgarstjóra sagði hann að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um framhaldið, en á næstunni yrði rætt framtíðar- rekstrarformið og tekin ákvörðuri þar að lútandi. Kannski ökumenn hafi alls ekki tekið eftir skiltinu? Paltwnve-Iéytidardónninnn er C'livuolian. scm lielur verió notuö lil iHiösnyrlingar i árþösundir, vegna þess nö olivuolian gehgur inn í húöina. Þess 'u'gnn er oli\ uolía i Palniolive-sápuuui Ny|a Painiolive-sapan er svi mild að jalnvel þeu vngstu geta notaO Ivana Nýja Paftnolive-sápan er fyrir alla fiölskvlduna Mild sápa fyrir alla fjölskylduna, jafhvelþáyngstu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.