Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. OKTOBER 1977 5 Gengur vel að losa millilandaskipin EHRENDE ANERKENNUND DER INTERNATIONALEN BUCHKUNST-AUSSTELLUNG LEIPZIG 1977 IN WORDIGUNG hervorragender buchkOnstlerischer leistungen verliehen an AÍmtnm bókaJeCagió Rej/lgmfc JunmsWerk ’Ljosmyndmnn* lllriio. DKN t MAI |||| Sýningu Magnús- ar Kjartanssonar lýkur um helgina MÁLVERKASVNING Magnúsar Kjartanssonar listmálara í Galleri Sólon Islandus við Aðalstræti „hefur nú staðið af sér verkfall- ið“, sagði Magnús og hefur aðsókn verið góð. Hefur listamaðurinn selt 18 myndir á sýningunni. Hún er opin milli kl, 2—10 síðd. Ráð- gerir Magnús að sýningunni ljúki á sunnudagskvöldið kemur, 30. október. LOSUN úr millilandaskip- unum, sem safnazt höfðu saman á ytri höfninni í verkfallinu, gengur vel og verður lokið við að skipa upp úr þeim öllum í næstu viku. Ingólfur Múller hjá Einskipafé- lagi Islands sagði i samtali við Mbl. í gær, að losun þeirra 11 skipa sem hefðu orðið aö biða utan hafnar hjá þeim í Reykjavík, yrði lokiö um miöja næstu viku. Kvað Ingólfur áætlunarferðir Eimskips standa þrátt fyrir þessa röskun og tafir. Texti viðurkenningarskjalsins sem Almenna bókafélagið fékk fyrir Vatnajökul. íslenzkar bæk- ur fá viður- kenningu í Aust- ur-Þýzkalandi NOKKRUM íslenzkum bókaút- gáfum voru veitt viðurkenningar- skjöl í austur-þýzka sendiráðinu í fyrradag fyrir bækur sem útgáf- urnar sýndu á bókamessu í Leip- zig í Austur-Þýzkalandi í sumar. Af um 10 þús. bókum sem voru á alþjóðlegu bókasýningunni voru 40 íslenzkar og þar af fengu 10 bækur einhvers konar verðlaun, en 4 fengu sérstaka viðurkenn- ingu. Voru það bækurnar: Ljósmynd- ir Sigfúsar Eymundssonar í út- gáfu Almenna bókafélagsins, um- brot annaðist Grafík og hönnun Ottó Ólafsson. Þá fékk Vatnajök- ull Gunnars Hannessonar í útgáfu Heimskringlu viðurkenningu, en útlit annaðist Guðmundur Bene- diktsson. Barnagaman með teikn- ingum Baltazars í útgáfu Ríkisút- gáfu Námsbóka fékk viðurkenn- ingu og bókin Akureyri í útgáfu Bókaforlags Odds Björnssonar. írskir fisk- kaupmenn væntanlegir ÍRSKU fiskkaupmennirnir sem komu hingað til lands fyrir skömmu til þess að kanna mögu- leika á að kaupa ísfisk frá tslandi til löndunar á Irlandi, héldu af landi brott fyrir verkfall, en eru væntanlegir aftur 6. nóv. til skrafs og ráðagerða við Lands- samband íslenzkra útvegsmanna. Munu þeir þá leggja fram hug- myndir um verð sem þeir vilja bjóða fyrir ísfiskinn. Borgarráð sam- þykkir viðgerðar- kostnað á mynd- um eftir Kjarval BORGARRAÐ hefur samþykkt að taka þátt í kostnaði ef ákveðið verður að taka niður og gera við málverk Kjarvals í vinnustofu hans í Austurstræti. Samþykkti borgarráð að greiða allt að 75% af kostnaöi við flutn- ing og viðgerð, en þá ekki meira en 2 millj. og 250 þús. kr., en áætlaður kostnaður er liðlega 3 millj. kr. I samtali við Pál Líndal borgarlögmann í gær sagði hann að samningamál um hugsanleg kaup verkanna af erfingjum Kjarvals væru í höndum mennta- málaráðuneytisins. Leiðrétting I FRÉTT af nýju leiöakerfi Land- leiða um Hafnarfjörð i Mbl. i gær var farið rangt með nafn eins starfsmanna Landleiða og skal biðjast velvirðingar á því. Rétt nafn erHróbjartur Jónsson. ' TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Sími frá skiptiborði 28155 - Kápur ^9» |Q Vattfóöraðir iakkar, ^ mittis og síöir t Q Dömu tweedjakkar □ Sjóliöajakkar dömu og herra □ Herra tweedjakkar ^ n Herrapeysur Æ ] Dömupeysur og blússur f J Gallabuxur víöar og þröngar Q Buxur úr riffluöui flaueli, ný sniö fullarbúdir afnýjum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.