Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÖBER 1977 7 Færri og betur launaðir? Dagblaðið Timinn fjallar i leiðara i gær um launa- kostnað i rikiskerfinu. Þar er lögð áherzla á að hið opinbera reyni að hafa sem bezt starfsliðí þjón- ustu sinni en það verði ekki gert nema með þvi að tryggja rikisstarfs- mönnum sæmileg kjör. Jafnframt þurfi að stefna að þvi að halda fjölda rikisstarfsmanna innan hóflegra marka, svo kostnaðurinn verði ekki skattborgurunum ofviða. Timinn segir orðrétt: „Þvi miður hefur þetta sjónarmið ekki ráðið varð- andi starfsmannahald rikisins. Starfsmennirnir hafa orðið margir og eink- um hefur fjölgunin orðið hröð siðustu tvo áratug- ina. Laun margra starfs- hópa hafa verið léleg." Hér eru þvi gerðir skórnir að of ör aukning opin- berra starfsmanna haf verið liður i láglaunaþró un i starfsmannakerfinu. Aðgæzla um vöxt ríkis- báknsins „Hinir nýgerðu samn- ingar milli opinberra starfsmanna og rikisvalds- ins einkennast af þessu. Þótt launahækkunin hafi orðið veruleg. getur eng- inn öfundað þá, sem eru i lægri flokkunum eða mið- flokkunum af launum þeirra. Útgjaldaaukningin fyrir rikissjóð er hins veg- ar tilf innanleg. Sam- kvæmt hinum nýju samn- ingum hækka útgjöld rikisins um 7.7 milljarða króna umfram það sem er áætlað i hinu nýja fjár- lagafrumvarpi og er þó búið að gera þar ráð fyrir verulegri launahækkun. Alþingi stendur hér frammi fyrir þeim vanda, að afla nýrra tekna eða fella niður útgjöld sem svara þessari upphæð eða 7.7 milljörðum króna. Það verk verður ekki vanda- laust, þvi að áfram verður að stefna að þvi að af- greiða fjárlögin hallalaus. Þetta viðhorf sýnir það glöggt, að rikiskerfið er komið i ógöngur hvað fjölda starfsmanna snertir. Engin rikisstjórn á siðustu tveimur áratugum hefur tekið það nógu alvarlega að gæta verður hófs i starfsmannahaldi. Nýjum stofnunum hefur verið hrúgað upp og hvers konar skriffinnska aukiztj úr hófi fram. Mest hefur óhófið þó orðið i banka- kerfinu. Tillögum um sparnað hefur alltof oft, verið tekið illa á Alþingi og er þar skemmst að minnast viðbragða þess. þegar framkvæma átti bif- reiðaskráningu með auð- veldari og ódýrari hætti en nú er gert. Þá vildu flestir halda i bifreiða númerið sitt og voru ekki að horfa i kostnaðinn fyrir rikissjóð sem af þvi leiddi. Þá hefur Alþingi verið allt- of aðgæzlulitið. þegar komið hafa fram stjórnar- frumvörp um nýjar og nýj- ar stofnanir. Hér verður tvimæla- laust að taka upp önnur vinnubrögð. Það ber að launa opinbera starfs- menn vel, og tryggja rik- inu þannig góða starfs- krafta. En þá verður jafn- framt að halda starfs- mannafjöldanum i hófi ef rikið á ekki að kollsigla sig. Þeir 7.7 milljarðat króna sem nú bætast við rikisútgjöldin eiga að vera hvatning til endurskoðun- ar á öllu rikisbákninu með sparnað fyrir augum og jafnframt á að setja öflug- ar hömlur gegn starfs- mannafjölgun á öllum sviðum. Annars er stefnt út i hreina ófæru." Þrengir að fiskverkun og útflutnings- iðnaði Alþýðumaðurinn (AM) á Akureyri, sem er málgagn norðlenzkra Alþýðuflokks- manna, segir m.a. i rammafrétt föstudaginn 21 októbersl.: „Atvinnurekendur i bænum bera sig báglega eftir sumarið og telja ýms- ir að verulegur taprekstur verði i ár. Þannig hefur t.d. heyrst að Iðnaðardeild Sam- bandsins hafi fengið 1 1% verðhækkun við síðustu ullarvörusamninga við Rússa, en framleiðslu- kostnaðarhækkun sömu vörutegunda nemi um 50%. Það eru semsé samningarnir í sumar, sem komi illa við fyrir- tæki, þar eða þau hafa ekki getað velt kaup- hækkununum að fullu út i verðlagið aftur, eða a.m.k. ekki nógu hratt til að það nái verðbólgunni. Einnig er talað um tap- rekstur á mörgum deild- um Kaupfélags Eyfirð- inga. Vegna fiskverðsbreyt- inga mun nú einnig vera orðið tap á rekstri frysti- húss Útgerðarfélags Akur- eyringa, sem rekið hefur verið með miklum blóma til þessa. Að visu hefur það i för með sér auknar tekjur hjá togurum sama félags. Þessar sveiflur koma einna verst við stóru fyrir- tækin og samvinnurekst- urinn, sem geturekki með góðu móti fækkað starfs- fólki og dregið saman seglin — en hljóðið er einnig dauft meðal margra hinna „frjálsu og óháðu" atvinnurekenda." Öryggis- ráðstöfun Lítið tæki en nytsamt, leka- straumrofi kallast það; örugg- asti varnarbúnaðurinn gegn því að tjón, hætta og óþægindi skapist af rafmagni. Lekastraumrofi rýfur straum- inn á stundinni ef það leiðir út. Er hann í rafmagnstöflunni hjá þér? Sjálfsögð öryggisráðstöfun á heimilum og vinnustöðum. Forðist eldsvoða og slys. Leitið nánari upplýsinga. RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna Skólavörðustíg 19. Reykjavík Símar 217 00 2 8022 Leggjum nýtt - lögum gamalt VERKSMIÐJU- HURÐIR Smíðum verksmiðjuhurðir eftir máli. Auðveldar og þægiíegar í notkun. Renna upp undir loft. Pantið með góðum fyrirvara. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 jr BARNAFATNAÐUR Á ÓTELJANDI AÐDÁENDUR Verð kr. 1.820 TORGIÐ hefur allt sem þú þarft á barnið Austurstræti sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.